Þjóðviljinn - 01.05.1982, Blaðsíða 17

Þjóðviljinn - 01.05.1982, Blaðsíða 17
16 SIÐA — ÞJÖÐVILJINN Helgin 1,— 2. mai 1982 Helgin 1,—2. mal 1982ÞJÓÐVIIJINN — SÍÐA 17 Helgi Guðmundsson, Akureyri:___ Það er verið að leita nýrra leiða í atvinnumálum Akureyrar og nágrennis Atvinnumálin á Akureyri og nágrenni hafa veriö a 11 nokkuð i sviðsljósinu i vetur, ekki síst eftir merkilega atvinnumálaráð- stefnu, sem Norðlendingar geng- ust fyrir á Akureyri. Helgi Guð- mundsson bæjarfulltrúi Alþýðu- bandalagsins á Akureyri hefur fylgst náið með þessum málum undanfarin ár. Fyrst sem leiðtogi byggingamanna á stáðnum og siöan sem bæjarfulltrúi og nú sem formaður iðnþróun arnefndar fyrir Eyjafjörö. Viö spurðum hann fyrst um atvinnuástandið eins og það er i dag. — Þaö er ekki slæmt eins og er, en það verður að segjast eins og er að framtiðarhorfurnar eru ekki bjartar, vegna þess að nú rikir kyrrstaöa i atvinnulifinu á Akureyri. A undanförnum árum hefur átt sér stað mikil uppbygg- ing i fiskiðnaöi á Akureyri, en segja má að nú sé þar toppi náð og þvi þarf átak á nýjum sviðum atvinnulifsins. Þvi miöur hefur bæjarstjörn Akureyrar of litiö um þessi mál fjallað, en hefur frekar hlúð aö þvi sem fyrir er á svæðinu. Akureyrarbær er eignaraðili að nokkrum stærstu atvinnufyrirtækjum bæjarins fyrir utan Sambandsverk- smiðjurnar, eins og títgerðar- félagi Akureyrar, Krossanes- verksmiðjunni, sem bærinn er aöal eigandi aö, og svo á hann hluta i Slippstöðinni. — Nú ert þú formaður iön- þróunamefndar i Eyjafirðit að hverju eruð þið að vinna um þess- ar mundir? — Okkar verk er að ganga úr skugga um hvaða leiðir eru til úr- bóta, raunhæfar leiðir. Það er enginn vandi að segja sem svo: Stækkum Sam ba nd sverk- smiðjurnar, en ef á sama tima er verið að draga úr landbúnaði, þá eru það ekki raunhæfar tillögur. Eins er hægt að leggja til að stækka Slippstöðina en varla er það raunhæft ef ekki á að byggja fleiri fiskiskip i bráð. í þessum málum dugar engin draumsýn, tillögurnar verða að vera raun- hæfar. Ég tel það til að mynda vera raunhæft, að leggja til að fariö verði út i frekari nýtingu og vinnslu sjávarafurða, þviþareig- um við vissulega möguleika. Þá höfum við einnig lagt til að hafist verði handa um endurnýjun togaraflota Akureyrar og að skipin verði smiðuð i Slippstöð- inni á Akureyri. Eins og er á út- gerðarfélagið 5 skip, þar af eitt gamalt og lúið en 4 sæmileg, og það kemurað þvi að huga þarf að endurnýjun þeirra. — Ef ef við snúum okkur að kosningunum i vor, er kosninga- baráttan hafin og hvernig eru horfurnar hjá Alþýðubandalag- inu? — Já, kosningabaráttan er haf- in hjá okkur og ekkertgefið eftir á þeim vigstöðvum. ÞU spyrð um útlit.þaðeru að minum dómi eng-. in málefrialeg rök fyrir öðru en að Alþýðubandalagið fari vel útúr kosningunum á Akureyri. Við höfum nú i 8 ár veriö i meirihluta- samstarfi og enda þótt það hafi á stundum verið stormasamt, þá hefur þetta timabil einkennst af framkvæmdum og uppbyggingu á félagslegum grundvelli. Hita- veituframkvæmdirnar eru á lokastigi en þær hafa veriö lang viðamesta framkvæmdin hjá okkur sl. 8 ár. Dagvistunarstofn- anir höfum við byggt upp og þær eru orönar margar á Akureyri, tvær hafa verið teknar i notkun á þessu tímabili sem nú er aö liða og sú 3ja fer i útboö á þessu ári. Þá höfum viö veriö að velta fyrir okkur nýjungum á þessu sviöi, auka fjölbreytnina. Byggð hefur veriö viöbótarbygging viö elli- heimilið Hlin,og i'þróttahúsiö sem er feiknarlegt mannvirki, er á lokastigi. Loks ber aö nefna verk- menntaskóla sem verður geiri i framhaldsskólastiginu á móti menntaskólanum. Og nú i vor veröur 1. áfangi skólahússins fok- heldur. Þarna er um að ræða 6 þúsund fermetra byggingu. Loks Helgi Guðmundsson á Akureyri. má svo benda á nýbyggingu við Fjórðungssjúkrahúsið á Akur- eyri, en þótt við séum aðeins hlutaaðili aö þvi sjúkrahúsi, þá er það okkur kappsmál að drifa byggingarframkvæmdir við ný- bygginguna áfram og höfum þess vegna veitt meira fé til fram- kvæmdannaenokkur hefur borið. Þannig hefur verið um mikiö framkvæmdatimabil aö ræða hjá núverandi meirihluta bæjar- stjórnar Akureyrar og þvi vil ég segja það við kjósendur á Akur- eyri, að þeir sem vilja lækkun skatta og stöðvun framkvæmda eiga að kjósa ihaldið. En þeir sem vilja framkvæmdir og framfarir, sem kosta peninga og þar af leiöandi skatta, eiga að kjósa Al- þýðubandalagið. Við höfum nýtt alla okkar tekjustofna til að geta haldið uppi framkvæmdum og munum gera það áfram ef við fá- um tilþess umboð frá kjósendum, sagði Helgi Guðmundsson að lok- um. —S.dór Torfi Sigtryggsson trésmiður á Akureyri: Skapa verður ný störf í iðnaði á næstu árum Torfi Sigtryggsson trésmiöur á Akureyri er ritari Sambands byggingamanna og um 10 ára skeiö starfsmaöur Trésmiöafé- lags Akureyrar. Viö króuöum hann af úti i liorni á aöalfundi Verkalýösmálaráös Alþýöu- bandalagsins og spuröum hann fyrst hvernig atvinnuásland væri nú i hans grcin fyrir noröan: „Atvinnuástand i byggingar- iðnaði er gott núna á Akureyri og i Eyjafirði yfirleitt. Það hefur ver- ið svo i allan vetur að eftirspurn eftir vinnuafli hefur verið meiri en viö höfum getaö annaö þannig að það er engin ástæða til bar- lóms. Hins vegar er þvi miður ekki hægt aö segja að útlitið sé jafnbjart framundan. Það er allt of litið byggt núna i Eyjafiröi og viö berum ugg i brjósti um að það leiði til samdráttar og ef til vill atvinnuleysis hjá okkur i vetur”. Hvaö veldur þessum sam- drætti, Torfi? „Það eru auðvitað margir þætt- ir sem hér koma til. Hin mikla uppbygging liðinna ára hefur mikið stafað af þvi að menn hafa verið að stækka við sig, en nú má segja að þvi skeiði sé að ljúka. Fólksfjölgunin er ekki meiri en svo aðhún ein beri uppi jafn mikl- ar byggingaframkvæmdir. Svo er annað atriði sem verður að nefna og það er samdráttur i fram- kvæmdum við verkamannabú- staði. Sú mikla aukning sem varð á sl. ári virðist ekki ætla að halda áfram og þaö leiðir einnig til samdráttar i vinnu ’. En hvað meö lóðaframboð? Er það nægt á Akureyri? „Það er allt öðru visi staðiö að lóðaúthlutunum hér en t.d. á höf- uðborgarsvæðinu. Hér hefur tiök- ast að byggingafélög fái úthlutað lóðum til nokkurra ára i senn. Þetta hefur gert það að verkum að fyrirtækin hafa getað skipu- lagt sinar framkvæmdir mun bet- ur og nýtt allt efni þannig að i- búðaverð nyrðra er lægra en fyrir sunnan”. Hvað með svokölluö eininga- hús. Með þeim styttist verulega byggingatiminn og hefur þetta ekki einnig áhrif á ykkar atvinnu- möguleika til hins verra? „Það sem fyrst og fremst er okkur þyrnir i augum er hinn si- vaxandi innflutningur eininga- húsa og húshluta. Þarna er um að ræða verulega styrkta fram- leiðslu frá hinu opinbera i við- komandi löndum og viö erum i raun að flytja inn þeirra atvinnu- leysi. Hvað islensku húsin varðar fá auðvitað byggingamenn vinn- una við framleiðslu þeirra svo að einungis verður breyting á vinnu- aðstæðum og ekki til hins verra. Við trésmiðir erum alls ekki á móti einingahúsum sem slikum, einfaldlega vegna þess að þau geta lækkað byggingakostnaðinn verulega.” Hvað cr til ráða, Torfi, þegar framboö á störfum minnkar frá þvi sem nú er? „Það er deginum ljósara að störfum i iönaði verður að fjölga og það verulega. Við eigum marga ónýtta möguleika i full- nýtingu sjávarafurða en hér á Akureyrier kraftmikil útgerð Út- gerðarfélags Akureyringa og glæsilegt frystihús á staðnum, sem vonir eru bundnar við”. Hvernig list þér á samningana sem framundan eru? „Mér list nokkuð vel á þá,enda þótt atvinnurekendur séu að vanda með hótanir. Við bygg- ingamenn teljum auövitað vor- timann góðan til að knýja á um góða samninga og við viljum þess vegna ekki að þeir dragist um of. Þess vegna höfum við skorað á okkar félög að afla sér verkfalls- heimilda og ég reikna með að við verðum tilbúnir i slaginn^um miöjan næsta mánuð Torfi Sigtryggsson Akureyri: hætta á atvinnuleysi i byggingar- iönaði nyröra. Niðurstöður Kjararannsóknar- nefndarsýnir ljóslega að atvinnu- rekendur greiða I raun hærri laun en taxtar segja til um. Hins vegar má það ekki gleymast að i þess- um samanburði nefndarinnar koma fjölmennir láglaunahópar alls ekki inn i þá mynd, hópar sem enga aðstöðu hafa til að ná fram betri kjörum en samningar segja til um. i þessum samningum sem framundan eru tel ég allar for- sendurfyrir henditilað bæta laun þeirra sem lægst hafa launin. Hins vegar vill svona hækkun, ef næst fram, ganga upp allan stig- ann og það er engum til hagsbóta nú. Grundvallarspurningin er auðvitað að halda þeim kaup- mætti sem við höfum og i þvi sambandi verður að gera marg- háttaðar breytingar á visitölu- reikningi þannig að hann mæli betur en nú er breytingar á kaup- mætti og þau atriði sem áhrif hafa á hann”, sagði Torfi Sig- tryggsson trésmiður á Akureyri ,aö lokum. _v Eyjólfur Eyjólfsson, Hvammstanga: Atvinnulífið stendur tæpt vandinn verður ekki leystur nema á félagslegum grundvelli Eyjólfur R. Eyjólfsson, Hvammstanga. Ilvammstangi er i hópi nokkurra smáþorpa, sem hvaö mest hafa vaxiö á siöustu árum, frá þvi að vera litil þjónustumið- stöð fyrir nærliggjandi sveitir og uppi þaö aö veröa hiö myndarleg- asta útgeröarpláss. En hvernig er atvinnuástandiö þar núna? Þessi spurning var lögö fyrir Eyjólf R. Eyjólfsson, verkamann á Hvammstanga. — Nú siðustu árin hefur verið mikil og góð atvinna á Hvamms- tanga, eöa siðan rækjuveiðarnar byrjuðu, en nú i fyrsta sinn i mörg ár hefur boriö á atvinnuleysi. Hægt hefur á húsbyggingum, sem hafa verið miklar undanfarin ár, enda hefur fólksfjölgun verið mjög mikil á Hvammstanga siðustu árin. Þá er kvóti rækju- bátanna orðinn fullur og þeir þvi hættir veiðum og þvi fylgir tima- bundiö atvinnuleysi, þegar þeir stöðvast. I vetur hafa 3 bátar verið gerðir út á rækju, en 2 á linu og hafa þeir aflað vel, þegar gefið hefur. En svo gerðist það að annar linubáturinn hætti og fór suður og rær nú þaöan með net. Allt þetta veldur þvi að aðeins ber á atvinnuleysi. — Hvenær byrja rækjubátarnir aftur veiöar? — Þeir munu fara til úthafs- rækjuveiða þegar nær dregur sumri og þá strax batnar atvinnu- ástandið. — Hvaða hugmyndir eru mcnn með til að koma i veg fyrir svona sveiflur i atvinnulifinu? — Við litum að sjálfsögðu á það sem alvarlegt mál þegar annar af tveimur vertiðarbátum okkar hættir veiðum á heimaslóðum og heldur suður fyrir land, eins og nú hefur gerst. Og þetta sýnir að sjálfsögðu það öryggisleysi, sem fylgir einkarekstrinum. Þess vegna höfum við Alþýðubanda- lagsmenn bent á nauðsyn þess að byggja atvinnulifið upp á félags- legum grundvelli til að koma i veg fyrir svona nokkuö. Við telj- um þetta orðiö svo aðkallandi að við ákváðum að bjóöa fram lista með óháðu fólki svið sveitar- stjórnarkosningarnar i vor. Fram til þess hefur alltaf verið kosið óhlutbundinni kosningu á Hvammstanga, en listinn okkar varð til þess að hinir flokkarnir gátu ekki eftir setið og bjóða lika fram. Framsóknarflokkurinn náði að berja saman lista með erfiðismunum en kratar og ihaldið bjóða fram sameiginlegan lista. Að sjálfsögöu renna menn blint i sjóinn með þetta þar sem listakosning hefur ekki áður farið fram á staðnum og enginn er ég spámaður i þessum efnum, en nokkuð bjartsýnn. — Er ekkert fleira scm kemur til greina til eflingar atvinnulifinu á Hvammstanga? — Sjálfsagt er það nú, en eins og allir vita hefur Hvammstangi um áratuga skeið verið þjónustu- miðstöð fyrir sveitirnar i kring, en svo kom rækjan og varð mikil vitaminsprauta fyrir atvinnulifið. Ég er viss um að hægt er að halda uppi nægri atvinnu á staðnum ef málin eru leyst á félagslegum grundvelli eins og ég sagði og það er einmitt sú lausn sem við Alþýðubandalagsmenn leggjum til og ég veit að þessi skoðun á hljómgrunn meðal fólks á Hvammstanga og það eykur manni bjartsýni i komandi kosn- ingum. — Hvernig er staöan i verka- lýösinálunum á Hvammstanga? — Heldur hefur nú verið dauft yfir verkalýðsfélaginu á liðnum árum, en nú hefur ungur maður tekið við sem formaður og við bindum miklar vonir við að hon- um takist að rifa það uppúr þeim öldudal, sem það hefur verið i. — Að lokum, Eyjólfur, er kosn- ingabaráttan liafin hjá ykkur? — Varla get ég sagt það.hún er ^ svona rétt að byrja, við erum að ‘ opna kosningaskrifstofu og þegar við erum búin aö þvi, hefst kosn- ingastarfiö af fullum krafti, þá er ekki eftir neinu að biða, — S.dór. Auður Guðbrandsdóttir, Hveragerði: ■ I— Sy kurverksmiðj an leysir mikinn vanda \ Þvi er ekki aö leyna aö viö horfum til umtalaðrar sykur- verksmiöju vonaraugum, enda er staðreyndin sú aö atvinnulif hjá okkur i Hveragerði er alltof ein- hæft. Þvi fer fjarri að atvinnu- málin standi nógu vei. Ég segi ekki aö það sé atvinnuleysi, en margir þurfa aö sækja sér at- vinnu út fyrir þorpið, enda hefur atvinna nokkuö dregist saman, sagöi Auöur Guöbrandsdóttir, varaformaður Verkalýösfélags Hvcragerðis og nágrennis og bæjarfulltrúi Alþýðubandalags- ins i Hvcragerði, er Þjóöviljinn átti viö hana samtal um ástand mála þar cystra. — Hvaöer þaðhelst sem or- sakar þennan samdrátt i atvinnu- lifinu i Hverageröi, Auður? — Fyrst og fremst það, að hús- byggingar hafa dregist saman hjá okkur en all stór hópur fólks hefur haft atvinnu af þeim á liðnum árum. Helstu atvinnu- tækin i bænum eru á sviði iön- aöar, svo sem trésmiöja, ofna- smiðja, isgerð og svo hressingar- hælið og elliheimilið, en stór hópur fólks hefur atvinnu á þess- um tveimur stööum. Svo er auð- vitaö nokkur atvinna við gróður- stöðvarnar, en ekki eins mikil og margur heldur. Þvi er það aö við horfum vonaraugum til sykur- verksmiðjunnar þvi ljóst er að eitthvaö verður aö koma til ef tryggja á fulla atvinnu. Oft er minnst á það að jaröhitinn sé okkar stóra auölind hér á Islandi og eins og allir vita eigum við I Hveragerði ótakmarkaðan jarð- hita ónýttan, meira að segja eigum við tilbúna borholu inni Auöur Guöbrandsdóttir frá Hverageröi. Dal og við viljum umfram allt nýta þessa auðlind okkar. Og slikt yrði hagstætt, ekki bara fyrir okkur, heldur þjóðina alla. Þá er ljóst að við Hvergeröingar eigum ónýtta möguleika á sviði ferða- mannaiðnaðarins. Ég hef ein- hversstaðar séð að 98% allra er- lendra feröamanna, sem til landsins koma, komi viö i Hvera- gerði og i sannleika sagt höfum viö gert alltof litið afþvi að sinna þessari þjónustu; eigum þar óplægðan akur. — Eftir upphlaup krata úr meirihlutasamstarfi vinstri flokkanna, hefur ekki verið neinn ákveöinn meirihluti i bæjar- stjórn. Hefur þaö ekki skapaö erf- iöleika ? — Vissulega hefur það gert það, það er erfiðara að koma málum fram þegar svona háttar til. Samt er þaö svo, að ýmis góð mál hafa þokast fram. Þannig hefur á kjörtimabilinu verið byggður leikskóli, sem tekur til starfa 1. ágúst nkv heilsugæslustöðin er komin i betra og varanlegt húsnæði, tannlæknir er kominn i bæinn og nýr vatnstankur hefur verið byggður fyrir bæinn og ný vatnsveita lögð.Margt fleira væri hægt að nefna, en þetta er svona það helsta af stórum málum. Ekki má heldur gleyma þvi að ráðist hefur veri i byggingu 2. áfanga iþróttahúss, sem ég er þó andvig og var á móti þvi þegar það var ákveðið i bæjarstjórn. Ég vildi að ráðist yrði i byggingu grunnskólahúss, sem mjög mikil þörf er á og að ég tel okkar brýnasta verkefni að leysa á næstunni. — Nú ert þú varaformaður Verkalýösfélags Hveragerðis og nágrennis; hvaö er að frétta af ykkar málum i komandi kjara- samningum? — Við höfum verið og erum fylgjandi samfloti innan ASI og munum standa að þvi i komandi samningum. Formaður félagsins á sæti i miðstjórn ASl og mun vinna að þessum málum þar. Hvað sérkröfum okkar viðkemur, þá gerum við samninga við hressingarhælið og elliheimilið, en höfum ekki I smáatriðum mótað okkar sérkröfur, sem þó hlýtur að verða. — Ertu bjartsýn á úrslit sveitarstjórnarkosninganna i vor fyrir hönd Alþýðubandalagsins i llverageröi? — Já, ég er sæmilega bjartsýn, annars er dálitið erfitt aö segja neitt um málin á þessu stigi, þar sem varla er hægt að segja að kosningabaráttan sé hafin fyrir alvöru, en samt er ekkert sem bendir til annars en að við getum verið bjartsýn. — S.dór. I Þorbjörg Samúelsdóttir verkakona:_ „Hefur aldrei verið hægt að hrópa húrra fyrir Sóknartaxtanum” Þorbjörg Sain úelsdóttir er vökukona á Hrafnistu I Hafnarfirði og skipar auk þess baráttusæti G-listans i Firðinum við bæjarstjórnarkosningarnar I vor. Við hittum hana á aöalfundi Verkamálaráðs Alþýðubanda- lagsins og spurðum fyrst hvernig gengi að lifa á Sóknartaxtanum: „Þaö lifir auövitaö enginn af þeim launum einn og svo hefur verið alla tiö. Við erum hins vegar tvö sem vinnum fyrir heimilinu og meö þvi móti ná endar saman. Viö búum hér I verkamannabústatt en ef við þyrftum aö greiða háa húsaleigu eða reka stórt hús eins og margir láta eftir sér, veit ég ekki hvernig við færum að.” Atvinnuástandið i Hafnarfirði er gott eða hvað? „Það veröur aö teljast sæmi- legt. Okkar stærsta fyrirtæki hér I Hafnarfiröi varðandi sjávarút- veginn, er Bæjarútgerð Hafnar- fjarðar. Ef þessa fyrirtækis nyti ekki viö væri hér atvinnuleysi, enda kom það best i ljós þegar Bæjarútgeröinni var lokað i vetur. thaldið hér i bænum og óháðir, sem etv. er enn verra ihald, hafa alla tið viljaö drepa þetta félagslega rekna fyrirtæki I dróma, enda fulltrúar afla sem alla tið hafa haft ofnæmi fýrir fyrirtæki i eigu fólksins.” Það er mikil ásókn i lóðir 1 Haf narfiröi? „JU, hún er talsverö en hins vegar er framboð á lóöum frá bæjaryfirvöldum langt fyrir neöan öll velsæmismörk. Það hefur verið algjört lóðasvelti allt þetta kjörtimabil og hafa allt að 200 manns sótt um tæplega 30 lóðir hérna nýlega. Aftur á móti eru svo pólitisku fulltrúar meiri- hlutans að Uthluta einni og einni lóð til þeirra sem duglegastir eru að ota sinum tota. Einhvers konar punktakerfi, eins og tiökast t.d i Reykjavfk og Kópavogi hefur aldrei mátt heyra nefnt hérna i Hafnarfirði. Min fjölskylda hefur mátt sUpa Þorbjörg Samdelsdóttir: lóða- svelti verið i Hafnarfiröi allt þetta kjörtimabil. Ljósm. — eik. seyðið af lóðaskortinum þvi aö þrjU af okkar börnum eru nú að stofna heimili og sjá ekki fram á annað en aö þurfa að flýja bæinn. Einn sona okkar er t.d. að flytja upp á Akranes, ekki vegna þess aö hugur hans stóö endilega þangað, heldur einfaldlega vegna þess að hann sér enga möguleika á þvi að koma sér upp ibúð eða húsi hér i Firðinum. Ibúðir hjá Verkamannabústööum eru þvi miður ekki fleirien svo að hægt sé aö anna nema broti af þeim sem sækja um.” Verkamannabústaöir voru ný- lega aö úthluta? „Það voru aöeins 9 ibúðir sem var verið aö úthluta og hvorki meira né minna en 147 sóttu um þær! Við fulltrúar Alþýðubanda- lagsins höfum margsinnis bent á þa leiö aö gefa Verkamanna- bústööum kost á lágreistri byggð suöur á Hvaleyrarholti og settum þákröfu einmitt fram i umræðum -um þessi mál alveg nýverið. A þetta mátti Ihaldsmeirihlutinn ekki heyra minnst en þó tókst að fá vilyrði fyrir einni lóð undir félagslegar ibúðabyggingar. Hafnfirðingar hafa orðið sér til skammar i þessum efnum og fylgjast engan veginnmeð i þeirri stórfelldu uppbyggingu Verka- mannabústaða um land ailt.” Þiö Alþýðubandala gsmenn eruð komnir á fullt með allan kosningaundirbúning? „Starfið er óðum aö komast i gang. Viö erum nýbúin aö opna skrifstofu i okkar aöalstöövum i Skálanum og þar er opiö milli kl. 3 og 7 en svo eru alltaf einhverjir aö starfa þar á kvöldin. Við erum búin að innrétta Skálann á vist- legan hátt og þar er nú hin ákjósanlegasta aðstaða til starfa. Auk þess hafa svo Vegamót, mál- gagn Alþýðubandalagsins i Hafnarfirði, veriö gefin út af myndarskap i vetur og dreift i hvert einasta hús i bænum”. Félagið hefur starfað mjög vel i vetur og okkar tveir bæjarfuli- trúar unnið afar gott starf. Það hefur veriö stór hópur i' gerð stefnuskrár fyrir kosningarnar nú I vor. Alþýöubandalagið er fyrsti flokkurinn i Hafnarfiröi sem gerir sér fullmótaða stefnu-! skrá og dreifir henni I hvert ein-1 asta hús i bænum. Þar afmörkum viö alla helstupunkta og ieggjum fyrir kjósendur hvað það er sem við ætlum okkur að starfa aö. Siðan er þeirra aö dæma um hvort þar sé eitthvað af viti og sá dómur fellur i kjörklefanum i vor.” Nú eru samningaviðræður að komast i fullan gang. Hvernig list þér á ástandið? „Mérfinnst alveg einsýnt að at- vinnurekendur telja sig standa vel að vigi til að knýja á um að sem minnst hafist upp úr samn- ingunum fyrir launafólk. Auð- vitað veröur láglaunafólkiö að fá verulega bót sinna tekna þvi það hefur aldrei verið hægt að lifa af Sóknartaxtanum. Yfirborganir atvinnurekenda sýna svo ekki er um að villast að þeir eru tilbúnir aö greiða mun hærri laun en taxtarnir segja til um, og launa- fólk getur á engan hátt gert sig ánægt með lægri taxta eftir samningana en raunveruleg laun segja til um,” sagði Þorbjörg Samúelsdóttir verkakona I Hafnarfirði aö lokum. —v. Sigrún Gunnlaugsdóttir kennari á Akranesi:__ Grunnlaun veröa að hækka „Auðvitaö er ástæöan fyrir þvi að kvenfólk cr svo mikiö I kennslustörfum sú að þaö er ver launaö en flest störf önnur sem cðlilegt er að miða viö”, sagði Sigrún Gunnlaugsdóttir kennari i Brekkubæjarskóla á Akranesi er Þjóðviljinn hitti hana að máli fyrir skömmu. „Það verður að segjast eins og er aö samningarnir i nóvember ullu vonbrigðum. Viö vorum al- búin til átaka þegar ákveðið var skyndiíega aö fresta átakapunkt- inum núna fram á vorið. Menn hafa á oröi aö fái þeir aðra at- vinnu gegni þeir ekki kennara- starfinu deginum lengur. Enda er það svo aö kennarar eru flestir kvenkyns vegna þess aö karl- mennirnir eru löngu komnir á sjóinn eöa i önnur arðbærari störf”. Nú hafa atvinnurekendur fariö fram á frestun samninga? „Frestun nú er auðvitað út i hött aö nefna nú,þvi það verður að bæta kjörin og það strax. Ég vil minna á að félagslegar um- bætur af ýmsu tagi eru mikils virði en menn lifa ekki á þeim einum saman. Það sem veröur nú til að koma er myndarleg hækkun þeirra launa sem við notum til að framfæra okkur. Grunnlaunin sjálf verða að hækka”. Sigrún Gunnlaugsdóttir: baráttuhugur I Alþýðubandalags- fólki á Akranesi. Nú starfar þú aö öðrum málum en beinni kennslu? „Já, en þó i tengslum við hana. Ég hef með höndum hlutastarf á vegum Skólarannsóknardeildar Menntamálaráðuneytisins og annast ráögjöf til kennara i islensku. Ég feröast vitt og breitt uni skólaumdæmi Vesturlands og gef kennurum leiðbeiningar og kynni þá hluti sem skólarann- soknadeildin er að vinna með. Þetta starf kom þannig til að þegar ekki fékkst maöur I starf námsráðgjafa i umdæminu hér vestra, var brugðið á þaö ráð að fá kennara i hverri grein til aö annast ráðgjöfina og sjá um upp- lýsingastreymið milli ráðuneytis- ins og skólanna”. Að lokum, Sigrún. Hvað er þér efst i huga nú þegar kosningar fara i hönd? „Ég er þeirrar skoðunar að staða Alþýðubandalagsins á Akranesi fyrir þessar kosningar sé mjög sterk. Viö erum með ungt og kraftmikiö fólk i framboöi til bæjarstjórnar og ætlum okkur að halda okkar hlut og vel það. Við unnum eitt sæti i siöustu kosningum og hver veit nema viö leikum þann leik aftur. Sjálft kosningastarfið er komið i gang þvi kosningaskrifstofan var opn- uð um siöustu helgi og það er greinilegt á öllu aö það er bar- áttuhugur i Alþýöubandalagsfólki á Skaganum nú”, sagöi Sigrún Gunnlaugsdóttir kennari á Akra- nesi að lokum. —v.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.