Þjóðviljinn - 01.05.1982, Side 5

Þjóðviljinn - 01.05.1982, Side 5
Ilclgin 1,— 2. mai 1982 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 5 Verkalýðshreyfmgin á Italíu:, ítölsk verkalýðshreyfing stendur nú frammi fyrir samningagerð sem inni- heldur ýmsa nýja þætti að því er varðar umboð og ábyrgð verkalýðsfélaga/ eftirlit með framleiðslu> baráttu við verðbólgu, at- vinnulýðræði og fleira þessiegt. bessir samningar fara fram við aðstæöur mikils og langvarandi atvinnuleysis, um 20% verðbólgu og oft stirðrar sambúðar milli þriggja verkalýðssambanda (CGIL, CISL og UIL), sem og milli verkalýðsforystu og óbreyttra liðsmanna. En þeir þykja altént fróölegt dæmi um það að itölsk verkalýðshreyfing sé reiðubúin til að reyna eitthvað nýtt. 16% þak á hækkanir Nú þegar hafa rikisstjórnin (kristilegir demókratar, sósialistar og smáir miöflokkar) og verkalýðshreyfingin (þar sem kommúnistar og sósialistar ráða mestu) gert með sér samkomulag um baráttu gegn verðbólgu. Höf- uðinntak þess er að engar hækkanir, hvorki á kaupi né verðlagi, megi fara yfir 16%. Tillaga um slikt samkomulag kom fram i nóvember leið á þingi verkalýðssambands sem kommúnistar ráða mestu i (CGIL). Hugsunin að baki þvi er á þessa leið: Reynt verður að hleypa veröbólgunni ekki yfir 16% á árinu 1982. Allar hækkanir sem fara upp úr þvi þaki verða fyrir skattlagningu. Aftur á móti hafa launahækkanir sem veröa undir þakinu ekki áhrif til skattahækkana — hvorki á launa- fólk né atvinnurekéndur. Fyr- irtækin verða einnig undir eftirliti samkomulagsins — veröhækkan- ir sem nema meiru en 16% og ekki er hægt að réttlæta með hækkunum á verölagi erlendis (þarna er sýnilega umdeilanleg smuga) — þær verða einnig fyrir ýmislegri refsiskattlagningu. Með og móti Verkalýöshreyfingin mælir með slikri tilraun á þeim forsend- um að með þessu móti haldi þeir verkamenn kaupmætti launa sem fá fullar dýrtiðaruppbætur — m.ö.o. þeir lægst launuðu. Hins- vegar verða þeir sem hafa miðlungslaun og þaðan af hærri að slá af vonum sinum um kaup- hækkanir. Með þvi að ganga aö þessum Tilraunir með verðbólguþak og atvinnulýðræði skilmálum hefur verkalýðshreyf- ingin einnig krafist og fengið eft- irlitmeð verðlagi einkafyrirtækja og á opinberri þjónustu. Málið verður að sjálfsögðu ekki svona einfalt i framkvæmd. Það er erfitt en ekki ómögulegt fyrir verkalýðshreyfinguna aö fylgjast með þvi að virt sé þak á launa- hækkanir. En það er enginn vafi á þvi, að það verður enn erfiöara fyrir verkalýðssamtökin og stjórnina að fylgja eftir svipuðu eftirliti með verðlagi. Að undan- förnu hafa margir verksmiðju- alltof bjartsýnir á að það gangi eftir sem áformað er. Tvær nýjungar eru á döfinni sem kalla má eftirtektarverð frávik frá hefðbundnum hugs- unarhætti I italskri verkalýös- hreyfingu. Hin fyrri er nefnd „fyrirtækisáætlun” en hin siöari „samstöðusjóður”. Hugmyndir um fyrirtækja- áætlanir komu fram á þingi CGIL þegar árið 1979. Þær fela það I sér, að fyrirtæki sem ná vissri stærð séu skyldug til að gera sér verkalýðshreyfinguna. Fyr~ irtækin eiga að ræöa áætlanirnar við verkalýðshreyfinguna og niðurstaðan af „sameiginlegri umfjöllun” skal siðan lögð fyrir opinbera aðila. I fljótu bragði sýnast ýmsir lausir endar á slikri meðferð mála. En verkalýöshreyfingin telur sig meö þessu fá i hendur auknar upplýsingar, sem skapi betri möguleika fyrir eftirlit verkalýðssamtakanna með fjár- festingum, vinnutilhögun og nýt- ingu fjármagns. Um leið er sem Atvinnumiðlunarskrifstofa iRóm: iengi hefur verið togstreita á milli'„atvinnusinna” og „kauphækkun- arsinna”. fundir verið haldnir um alla Italiu til að kynna þessi mál. Stundum kemur fram opinská andstaöa gegn samkomulagi af þessu tagi, en meira ber þó á þvi, að verka- menn eins og biði átekta, ekki margra ára áætlun um stefnu i framleiðslu og sölu, tækni- væðingu, skipulagningu vinn- unnar og fjárfestingum. Þessar áætlanir á svo að leggja bæði fyr- ir opinberar áætlanastofnanir og verkalýðshreyfingin neyði sjálfa sig til að taka á sig meiri ábyrgð á efnahagsstefnuna og yfirstiga þær andstæður sem oft verða á milli almennra markmiða hennar og ýmissa sérkrafna. Verkamenn hjá Alfa Romeo ræða um verðbólgusamkomulag verkaiýðssamtakanna við rikis- stjórnina. Samstöðusjóður Tillögur um samstöðusjóö komu einnig frá CGIL — nánar tiltekiö i febrúar i fyrra. Þar er i stuttu máli sagt gert ráð fyrir þvi að komið sé á fót sjóði, sem i rennur 0.5% af öllum launum. Verkalýðshreyfingin stjórnar þessum sjóði og getur notað hann til aðstoðar við þá sem einkum þurfa á „samstöðu” að halda. Þessi sjóður er ekki sist niður- staða af langvinnri umræðu i verkalýðshreyfingunni um Suður-Italiu, þar sem atvinnu- leysi er mun meira en i hinu iðn- vædda norðri og hefur gengið seint að breyta þeirri þróun svo um munaði. Nánar tiltekið mun sjóðnum ekki sist ætlað að taka viö af neyöarhjálp til þess fólks sem haröast varð fyrir barðinu á jarðskjálftum á Suður-ltaliu ekki alls fyrir löngu; flýta fyrir at- vinnuuppbyggingu þvi til handa. Þetta er allt fróöleg dæmi um að itölsk verkalýöshreyfing er fús til endurnýjunar á stefnu og aðferðum. Hitt er svo annað mál, að margir lausir endar eru enn á þessum málum — ekki sist truflar það myndina, hve ósamstætt italskt atvinnulif er, hve munur á einstökum héruöum er mikill og hve mikið er um allskonar „svarta vinnu” sem hvergi kemst á skýrslur Það er líka vist að itölsk borgarastétt er ekki meira en svo hrifin af þvi, að þurfa aö búast við vaxandi itökum og áhrifum verkalýössamtakanna á ýmsum sviöum. — AB tók saman. Bandalag starfsmanna ríkis og bœja sendir félagsmönnum sínum og íslenskri alþýðu baráttukveðjur á hátíðisdegi launafólks.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.