Þjóðviljinn - 01.05.1982, Blaðsíða 31

Þjóðviljinn - 01.05.1982, Blaðsíða 31
Helgin 1 — 2. mai 1982þJóÐVILJINN — SÍÐA 31 Fulltrúaráð verkalýðsfélaganna í Reykjavík, Bandalag starfsmanna ríkis- og bæja og Iðnnemasamband íslands: 1. MAI ÁVARP 1. mai leggur launafólk áherslu á stefnumið verkalýöshreyfingarinnar: Breyta auðlegðar- og valdahlutföllum i þjóöfélaginu alþýöunni i hag og færa ákvörðunarvaldið frá hinum fáu til hinna mörgu. Að koma á jöfnuði i skiptingu eigna og tekna. Útrýma fátækt, koma á félagslegu jafnrétti, tryggja fulla atvinnu og bæta starfsumhverfi. Vinna að betra og réttlátara þjóðfélagi, friði og öryggi. Stefnumiðum verkaíýðshreyfingarinn- ar hefur ekki og verður ekki hrundiö i framkvæmd nema til komi samstaöa verkafðlks. Samstaða og samvinna er styrkur alþýðuhreyfingar. Aðför að þeirri samvinnu veröur mætt með ful'lri hörku. 1. mai, á alþjóölegum baráttudegi verkafólks, sýnum við samstöðu með félögum okkar um allan heim, meö það i huga, að enn býr meiri hluti mannkyns við ófrelsi, ófrið, hungur og fáfræöi. Ver- um þess minnug að enn hefur aukist bilið milli rikra þjóöa og snauðra. Grundvallar mannréttindieru litilsvirt og heilum þjóð- um haldið i helgreipum hervalds. Vopna- búrin stækka, helsprengjum fjölgar, hverskonar striðsrekstur og hernaðar- brölt er stóraukið. Islensk alþýða er andvig hverskonar hernaðarbrölti og framleiðslu gereyðing- arvopna. Viö lýsum samstöðu með þeim öflum, sem berjast fyrir friði og afvopn- un. Við mótmælum öllum áformum um aukin hernaðarumsvif á landi okkar og i hafinu umhverfis það. Fyrir her- stöðvalausu landi, utan allra hernaöar- bandalaga. Islenskt verkafólk styður friðsama bar- áttu fyrir réttlátari skiptingu auðs milli rikra þjóða og fátækra. Við lýsum yfir stuðningiokkarvið þá sem neyddir eru til þess að berjast gegn kúgun og frelsis- skerðingu sinni. Við minnum á að mann- réttindi eru ekki aðeins litilsvirt i Póllandi og Tyrklandi, heldur einnig viða i Asiu, Afriku og Ameriku. Hinn 1. mai 1982 stendur islensk laun- þegahreyfing enn frammi fyrir nýjum átökum um launakjör sin. Harðvítug kjarabarátta kann að vera framundan vegna dbilgirni atvinnurekenda og rikis- valds gagnvart réttlátum kröfum verka- fólks. Þó þvi sé haldið fram i sibylju, að laun séu orsök verðbólgu, er flestum orðiö það ljóst, að megin orsökin felst i óarð- bærri framleiöslu og röngum fjárfesting- um. Við gerum þá kröfu til rikisvaldsins að það gripi ekki inn i gerða kjarasamn- inga svo að tryggt veröi að þeir séu haldn- ir. Leiðrétta þarf launataxta til jafnréttis og réttlátara launakerfis. Islenskt verkafólk þarf að búa viö lengsta vinnudag sem þekkist á noröur- hveli jarðar. Hver sá sem vinnur fullan vinnudag, dvelur aö minnsta kosti helm- ing vökutima sins á vinnustað. Vinnustaö- urinn skiptir þvi verulegu máli fyrir and- lega og likamlega liðan verkafólks. ör- yggi, hollusta og aðbúnaður á islenskum vinnustöðum er veikasti hlekkurinn i heilsugæslu landsmanna. 1 fyrirbyggj- andi heilsugæslu er hollusta og öryggi starfsumhverfis mikilvægasti þátturinn. Nú á Vinnuverndarári A.S.l. skammtar fjárveitingavaldiö, með stuöningi at- vinnurekenda, Vinnueftirliti rikisins svo naumt, að vinnuverndarstarfi og eftirliti verður vart við komiö og þvi siður áfram- haldandi uppbyggingu þess. 1. mai 1982 leggur reykvisk alþýða áherslu á eftirfarandi kröfur: Fulla atvinnu fyrir allar vinnufærar hendur Mannsæmandi laun fyrir 8 stunda vinnudag Öskerta framfærsluvisitölu á öll laun Betri aðbúnað á vinnustööum Meiri áherslu á hollustuhætti vinnu- staða 1. maí ávarp Alþjóðasambands frjálsra verkalýðsfélaga 1982 Einkunnarorö Alþjóðasambands frjálsra verkalýðsfélaga, „Brauð, friður og frelsi”, á nú betur við en nokkru sinni fyrr. Stundum hefur Alþjóðasambandið i 1. mai ávörpum sinum lagt sérstaka áherslu á eitthvert eitt af þessum einkunnar- orðum. Nú eru 130 aðildarsambönd innan vé- banda sambandsins, frá 91 landi i fimm heimsálfum með alls 85 miljónir einstak- linga. Það hefur flesta félagsmenn allra alþjóðlegra verkalýðssamtaka, jafnt i iönaðarrikjum Vesturlanda sem i þróunarlöndunum. Það getur þvi með fullum rétti vakiö athygli á samhengi þeirra þriggja hugtaka, sem felast i ein- kunnaroröum samtakanna og gildi þeirra einmitt nú, er i hönd fer 1. mai 1982. Mannkynið leggur undir sig geiminn, meðan miljónir manna deyja án þess að hafa lært að lesa. Mannkynið framleiðir ógnvekjandi birgðir kjarnorkuvopna og annarra þró- aðra vigvéla, en lætur miljónir jarðarbúa deyja úr hungri. Mannkynið finnur upp lækningar gegn erfiðustu sjúkdómum með góðum árangri, en lætur miljónir manna verða atvinnuleysi og örbirgð að bráð. Athygli mannkynsins beinist aö ráð- stefnum og fundum æöstu manna, meðan þúsundir manna i austri og vestri eru fangelsaðar, pyntaðar og myrtar fyrir að láta i ljós óæskilegar skoðanir. Er heimurinn sem mannkyniö býr i lengur mannlegur? Eöa eru áhrif ein- stakra þjóða á málefni annarra rikja orðin svo mikil og heiminum stjórnað svo af gróöahyggju, að öll trú á réttlæti og betri framtiö sé þýðingarlaus? Alþjóðasamband frjálsra verkalýös- félaga er ekki á þeirri skoðun. Það er ákveðið i þvi að leggja hönd á plóginn til þess að breyta heiminum til hins betra. 1 þeim tilgangi ræður sambandið til þess að komiö verði á nýrri skipan i alþjóðlegum efnahagsmálum og félags- málum. Hún verður að leiða til afnáms hins augljósa misréttis i þróun og lifs- gæðum, sem nú viögengst milli einstakra landa, landssvæða og heimshluta. Vinda þarf bráðan bug að þvi aö uppræta orsakir hungurs, vannæringar, sjúkdóma og ósæmandi lifskjara. AÍþjóöasamband frjálsra verkalýðsfélaga hefur skorað á stjórnmálaleiðtoga á norður- og suður- hveli jarðar til að styðja tillögur Brandt - nefndarinnar, sem fela i sér sérstaka neyðaráætlun, sem veitir 4 þúsund miljónum Bandarikjadala árlega til aö aöstoöa þær þjóðir, sem fæðuskortur hefur komið harðast niður á. Efnahagur alls heimsins nyti góðs af þvi að flutt yrði fjármagn i stórum stil til fátækustu land- anna. Forystumenn frjálsra verkalýðsfélaga i öllum heimshlutum vinna að þvi öllum árum að viðhalda þeim atvinnutæki- færum, sem fyrir hendi eru og skapa ný. Atvinnuleysi er ekkert mótvægi við verð- bólgu. Alþjóðasamband frjálsra verka- lýðsfélaga berst af einbeitni gegn þeim alþjóðlegum áhrifaöflum og þeim full- trúum alþjóðlegra stofnana, sem gera sér mat úr rikjandi efnahagskreppu i þeim tilgangi að skera niður áunnin réttindi verkafólks. Eftir aö herlög voru sett i Póllandi, er orðið „frelsi” á hvers manns vörum. Alþjóöasamband frjálsra verkalýðs- félaga fordæmir harölega aðgerðir her- stjórnareinræöis kommúnista. Það krefst þess að allir félagar úr Soiidarnosc verði látnir lausir og virt verði félagafrelsi og verkalýðsréttindi, eins og samþykktir Alþjóðavinnumálastofnunarinnar (ILO) kveða á um og Pólland hefur staðfest. 1 mörgum öðrum kommúnistarikjum eru verkamenn einnig sviptir rétti sinum til óháðrar þátttöku. Þar er hver sá, sem þor hefur til að styðja frjáls verkalýðs- félög, ofsóttur eða lokaöur inni á geö- veikrahælum. En Alþjóöasambandi frjálsra verka- lýðsfélaga og öllum aöildarsamböndum þess er fullljóst að þaö er ekki eingöngu i A-Evrópu sem verkalýösréttindi og frelsi eru fótum troðin. I Tyrklandi eiga 52 verkalýösleiðtogar dapðadóm yfir höfði sér, vegna starfa sinna að verkalýðsmálum, af hálfu her- stjórnareinræöis, sem aðhyllist hug- myndafræði, sem er gjörsamlega and- stæð hugmyndafræði herstjórnarinnar i Póllandi. 1 Suður- og Mið-Ameriku liöur ekki svo vika að ekki séu einn eða fleiri virkir þátt- takendur i verkalýðshreyfingunni látnir „hverfa”, fangelsaðir eða myrtir. Apartheid-stefnan i S-Afriku er for- kastanleg, en i nafni hennar hefur fjöldi virkra félaga i verkalýðsfélögum glataö frelsi sinu og jafnvel lifi. Þetta eru aðeins örfá dæmi um það hörmungarástand, sem nú rikir. Hinar fjölmörgu aðgerðir og kvartanir, sem sambandið og aöildarsambönd þess hafa staðið að áður fyrr, hafa oft leitt til þess að föngum hefur verið sleppt eða málum verið komið i viðunandi horf. Þvi miður sjást þess nú oft merki, jafn- vel i lýðræðisrikjum, að reynt sé að tak- marka athafnafrelsi verkamanna. Þvi er það brýnna en nokkru sinni fyrr, að verja þennan rétt með oddi og egg. I nóvembermánuði sl. samþykkti framkvæmdastjórn Alþjóðasambands frjálsra verkalýðsfélaga tillögur að stefnuskrá verkalýðshreyfingarinnar til að stuöla að friði, öryggi og afvopnun. „Afvopnist eða deyið ella”, þannig hljóðar boðskapur fulltrúa miljóna manna i frjásum verkalýðsfélögum um heim allan. I ályktun, sem samþykkt var einróma, var sýnt fram á að velja verður á milli friðar annars vegar og atvinnuleysis, hungurs, örbirgðar og kúgunar hins vegar, og bent á að þörfin á vörnum rétt- læti ekki vigbúnaöarkapphlaupið. A sama tima mega skv. stofnskrá Sameinuðu þjóðanna engin riki „hóta, eða fara með vopnavaldi inn á landssvæði nokkurs ann- ars rikis, né ógna pólitisku sjálfstæöi þess.” Alþjóðasamband frjálsra verka- lýðsfélaga hafnar þeim fullyrðingum að kjarnorkuvopn séu aðeins til varnar og lýsir þvi yfir aö tilvist þeirra orsaki hættu, sem sé meiri en gagnsemi þeirra til varnar. Hugmyndin um takmarkað kjarnorkustrið er fáránleg blekking. Alþjóðasamband frjálsra verkalýös- félaga fordæmir bæði traust á kjarnorku- vopnum og eflingu heföbundins vopna- búnaðar og bendir á að uppbyggingu annars þáttarins megi nota sem afsökun fyrir eflingu hins. Alþjóðasamband frjálsra verkalýðs- félaga skorar eindregið á rikisstjórnir að afvopnast, ella verði lif á jörðunni afmáð. Þess vegna hvetur sambandið viökom- andi rikisstjórnir til: — að hafna þeirri blekkingu, að aukinn vigbúnaður tryggi öryggi. — að taka þegar i stað upp á ný viðræður sem leiði til raunverulegra afvopn- unaraögerða undir alþjóölegu eftirliti. — að vinna að og koma á gagnkvæmu trausti. — að fullgilda þá sáttmála, sem þegar hafa veriðgerðir um takmörkun kjarn- orkuvopna. — að stuðla að slökun spennu milli aust- urs og vesturs og leysa ágreiningsmál með viðræðum og samningum. til þess að sem fyrst veröi unnt — að ná samkomulagi um að fjarlægð verði þau SS-20 skeyti Sovétrikjanna sem sett hafa verið niður og fram- leiöslu þeirra hætt, jafnframt þvi sem hætt verði við framleiðslu og stað- setningu Cruise og Perishing II skeyta Bandarikjanna og bandamanna þeirra, og framleiðslu nifteinda- sprengjunnar. 1. maí taka miljónir verkafólks i verkalýðsfélögum þátt í hátíða höldum í öllum heimshlutum til að sýna samstöðu um kröfu Alþjóðasa mbands frjálsra verkalýðsfélaga: Brauð, frið og frelsi öllum til handa. Aðeins sterk verkalýðsfélög sameinuð i sterk alþjóðasamtök geta tryggt árangur þegar til lengdar lætur. Lengi lifi 1. mai.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.