Þjóðviljinn - 11.05.1982, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 11.05.1982, Blaðsíða 12
12 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 7. mai 1982 Ef þú hyggst fjárfesta í Ijósrit- unarvél, þá er svariö: Canon Canon NP-200 Duftvél Tekur 20 Ijós- rit á mínútu A — 3 i NP-120 Duftvél Tekur 12 Ijós- rit á mínútu B — 4 Athugiö: Enginn annar býöur samsvarandi vélar á lægra verði. og Canon gæöi þekkja allir. Leitiö upplýsinga. Shrifoélin hf Suöurlandsbraut 12. Sími 85277. Auglýsfng íbúð fræðimanns i húsi Jóns Sigurðssonar i Kaupmannahöfn er laus til afnota tima- bilið 1. september 1982 til 31. ágúst 1983. Listamenn eða visindamenn, sem hyggj- ast stunda rannsóknir eða vinna að verk- efnum i Kaupmannahöfn, geta sótt um af- notarétt af ibúðinni. í ibúðinni eru fimm herbergi og fylgir þeim allur nauðsynleg- asti heimilisbúnaður. Hún er látin i té end- urgjaldslaust. Dvalartimi i ibúðinni skal eigi vera skemmri en 3 mánuðii; en lengst- ur 12 mánuðir, en venjulega hefur henni verið ráðstafað i 3 mánuði i senn. Umsóknir um ibúðina skulu hafa borist stjórn húss Jóns Sigurðssonar, Islands ambassade, Dantes Plads 3, 1556 Köben- havn V, eigi siðar en 25. mai næstkom- andi. Umsækjendur skulu gera grein fyrir tilgangi með dvöl sinni i Kaupmannahöfn, svo og menntun og fyrri störfum. Þá skal tekið fram hvenær og hve lengi er óskað eftir ibúðinni og fjölskyldustærð umsækj- anda. Sérstök umsóknareyðublöð er hægt að fá á skrifstofu Alþingis i Alþingishúsinu i Reykjavik og á sendiráðinu i Kaupmanna- höfn. Stjórn húss Jóns Sigurðssonar ÍSSKÁPA- OG FRYSTIKISTU - VIÐGERÐIR r Breytum gömlum ísskápum \ í frystiskápa. Góð þjónusta. ’CBivmrM — REYKJAVIKURVEGI 25 Hafnarliröi simi 50473 „Traust atvinnulíf er forsenda framfara” mhg ræðir við Signýju Jóhannesdóttur, sem skipar þriðja sætið á framboðslista Alþýðubandalagsins við bæjarstjórnarkosningarnar á Siglufirði Þótt fleiri konur hafi tekið þátt í bæjar- og sveitarstjórnarstörfum á vegum Alþýðubandalags- ins undanfarin ár en hjá öðrum flokkum þá hafa þær þó aldrei verið jafn margar og nú i fremstu röðum baráttusveita flokksins. Konurnar hafa líka sannað það á ótvíræð- an hátt/ með störfum sin- um á þessum vettvangi, að þær standa þar í engu að baki karlmönnum. Þriöja sætiö á framboöslista Alþýöubandalagsins á Siglufiröi viö bæjarstjórnarkosningarnar þar f vor skipar ung kona, Signý Jóhannesdóttir. Mun ekki ágrein- ingur um meöal þeirra, sem til þekkja, aö þaö sæti sé vel skipaö. Alltaf verið pólitísk Þegar blaöamaöur fór I loft- köstum noröur á Siglufjörö á dögunum náöi hann örstuttu tali af Signýju. Hún var fyrst aö þvl spurö hvort hún væri aöflutt eöa kannski innfæddur Siglfiröingur. Hún sagöist vera borinn og barnfæddur Siglfiröingur og hafa alltaf átt þar heima. — Hefuröu áöur tekiö beinan þátt I stjórnmálabaráttunni? — Nei, I raun og veru er ekki hægt aö segja aö ég hafi tekiö beinan þátt i henni til þessa. Þaö stafar þó ekki af þvi, aö áhugi hafi ekki veriö fyrir hendi. Ég hef lengi veriö pólitisk og ávallt fylgt Alþýöubandalaginu aö málum frá þvl fyrsta aö ég fór aö grúska i stjórnmálum. Ég hef hvergi fundiö pólitiskum lifsskoöunum minum betri farveg en þar og er þeirrar skoöunar, aö félags- hyggjufólk, sem ég tel mig vera, eigi hvergi annarsstaöar betur heima. En aöstæöur minar hafa bara ekki leyft þaö aö taka virkan þátt i stjórnmálabaráttunni þótt ég hafi nú látiö til leiöast fyrir þrá- beiöni félaga minna, aö taka þriöja sæti á listanum. Vil ég hér meö þakka þeim þaö traust, sem þeir hafa sýnt mér meö fýlgi sinu viö mig og vona aö mér takist aö reynast þess veröug. Þvl má svo skjóta hér inn aö enginn þarf aö undrast þótt Signý hafi áhuga á stjórnmálum, sé litiö til ætternis hennar. Ættmenn hennar ýmsir hafa veriö þjóö- kunnir félags- og stjórnmála- frömuöir og nægir þar aö nefna langafa Signýjar, Sigurö ráö- herra I Ysta-Felli. Sjómannskona — Þú sagöir áöan, Signý, aö aöstæöur þinar heföu ekki leyft þér beina stórnmálaþátttöku. Þú ert náttúrlega húsmóöir? — Já, ég er húsmóöir og aö þvl er ég held, meira en bara „venju- leg húsmóöir”. Ég er nefnilega sjómannskona. Og þegar maöurinn er mikinn meiri hluta . ársins úti á sjó þá veröur konan aö vera bæöi bóndinn og hús- freyjan á heimilinu. Og þá vill nú timinn veröa naumur til annarra umsvifa. — Hefuröu engum störfum sinnt utan heimilis aö þessu? — Jú, ég hef nú reynt þaö. Ég hef dálitiö unniö aö skrifstofu- störfum hjá Verkalýösfélaginu Vöku. Formaöur Leikfélagsins ; var ég um skeíö og sit enn I stjórn þess. Þetta veitir manni vissa lifsfyllingu og aö sumu leyti kannski hvild, en auövitaö hafa heimilisstörfin ávallt oröiö aö ganga fyrir; undan þeim hvorki getur maöur né vill vikjast. Og hvaö sem hver segir þá held ég nú aö óhætt sé aö slá þvi föstu aö vinnutimi sjómannskonunnar sé oft og einatt helmingi lengri en margra manna á landi. Stjórnmáaþátttaka kvenna sjálfsögð — Þaö þarf auövitaö ekki aö spyrja þig aö þvi aö þú teljir þátt- töku kvenna i stjórnmálum eðli- lega? — Já, ekki aöeins eölilega heldur beinlinis sjálfsagöa. Þvi skyldu stjórnmál fremur vera áhuga- og viöfangsefni karla en kvenna? Hitt er svo annaö mál, aö fjöldi kvenna, a.m.k. á vissu æviskeiði, hefur ekki tök á þvi aö taka virkan þátt I stjórnmálabar- áttunni þvl að henni þýöir ekkert aö vinna meö hangandi hendi, og hún getur veriö tímafrek, en úr þessu þarf aö bæta, m.a. meö aukinni félagslegri þjónustu, eftir þvi, sem unnt er. Og meö stjórn- máíunum veröur fólk a.m.k. aö fylgjast, þvi þau snerta afkomu og llf hvers einasta mannsbarns á landinu. Hef áhuga á bæjarmálum almennt — Nú eru viðfangsefni bæjar- stjórna bæði mörg og margvisleg, viltu benda á einhver ákveöin mál, sem þú hefur sérstakan áhuga á? — Það held ég nú bara ekki. Ég tel mig hafa áhuga á bæjar- málum yfirleitt, atvinnu- jafnt sem menningar- og félagsmálum. Þaö getur vel veriö, ef ég næ kjöri I bæjarstjórn, aö mér veröi faliö i S Signý Jóhannesdóttir: — Tel þátt- töku kvenna I stjórnmálum ekki aöeins eölilega heldur beinlinis sjálfsagöa. aö fjalla þar um einhver ákveöin mál öörum fremur, kannski af þvi aö ég er kona. Og þaö er sjálfsagt ekkert óeölilegt viö þaö. En bæjarfulltrúi getur ekki og má ekki einskoröa sig viö vissa mála- flokka. Hann veröur, sem ábyrgur maöur, aö taka afstööu til alls þess, sem afgreiöa þarf og þaö getur hann ekki nema aö kynna sér rækilega öll þau mál, sem um er fjalað. Mér er ljóst, aö störf bæjarfulltrúa eru umfangs- og ábyrgðarmikil, en þá byröi mun ég reyna aö axla veröi mér faliö þaö. Og ég heföi ekki gefiö kost á mér i þetta starf, ef ég teldi mig ekki, nú oröiö, hafa aöstööu til aö sinna því meö þeim hætti, sem krefjast veröur af hverjum bæjarfulltrúa. Án þess aö ég ætli aö fara aö ræöa hér einstök mál, þá er þaö náttúrlega alveg augljóst, aö at- vinnulífiö hér á Siglufiröi stendur ekki á nægilega traustum grunni og er of einhæft. Eitt meginviö- fangsefni bæjarstjórnarinnar hlýtur aö vera aö vinna aö eflingu þess, þvl heilbrigt, öflugt og traust atvinnullf er forsenda ann- arra framfara. Og slitum viö Signý þar meö tali okkar I þetta sinn. — mhg ÚTBOÐ Orkubú Vestfjarða óskar eftir tilboðum i viðbyggingu við rafstöðvarhús Flateyri. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu Orkubús Vestfjarða, Stakkanesi 1, ísa- firði, og kostar 100 kr. hvert eintak. Til- boðum skal skila til Orkubús Vestfjarða merkt „Útboð 482”. Tilboð verða opnuð miðvikudaginn 26. mai 1982 kl. 14. Orkubú Vestfjarða, tæknideild • Blikkiðjan Ásgaröi 7/ Garöabæ Önnumst þakrennusmiði og uppsetningu — ennfremur hverskonar biikksmíði. Gerum föst verðtilboð SÍMI53468 Skjót viðbrögð Þaö er hvimleitt aö þuria aö biöa lengi meö bilaö ralkerli, leiöslur eöa tæki. Eöa ný heimilistæki sem þarl aö leggja lyrir. Þess vegna settum við upp nevtendabiónustuna - meö harösnúnu liöi sem bregöur skjótt viö. .•RAFAFL “ Smiðshöföa 6 ATH. Nvtt simanúmer: 85955 4

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.