Þjóðviljinn - 14.05.1982, Blaðsíða 4
4 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 14. mal 1982
HIOBVIUINN
Málgagn sósíalismaT verkalýds-
hreyfingar og þjódfrelsis
btgefandi: Útgáfufélag Þjóöviljans.
Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann.
Ritstjórar: Arni Bergmann, Einar Karl Haraldsson, Kjartan
Ólafsson.
Fréttastjóri: Þórunn Siguröardóttir.
L'msjónarmaöur sunnudagsblaös: Guöjón Friðriksson.
Auglýsingastjóri: Svanhildur Bjarnadóttir.
Afgreiöslustjóri: Filip W. Franksson.
Blaöamenn: Auöur Styrkársdó'tir, Helgi Ólafsson
Maenús H. Gislason, Olafur Gislason, Óskar Guðmundsson,
Sigurdór Sigurdórsson, Sveinn Kristinsson, Valþór Hlöðversson.
iþróttafréttaritari: Viöir Sigurösson.
C'tlii og hönnun: Andrea Jónsdóttir Guðjón Sveinbjörnsson.
i.jósmyndir:Einar Karlsson, Gunnar Elisson.
Ilandrita- og prófarkalestur: Elias Mar, Trausti Einarsson.
Auglýsingar: Hildur Kagnars, Sigriöur H. Sigurbjörnsdóttir.
Skrifstofa: GuðrUn Guövarðardóttir, Jóhannes Haröarson
Afgreiðsla: Bára Siguröardóttir, Kristin Pétursdóttir.
Simavarsla: Sigriður Kristjánsdóttir, Sæunn óladóttir.
Húsmóöir: Bergljót Guðjónsdóttir.
Bílstjóri: SigrUn Bárðardóttir.
Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson. Gunnar
SigUrmundsson.
Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen
Jónsdóttir.
Ctkeyrsla, afgreiðsla og auglýsingar: Siðumúla 6,
Rcykjavik, simi 81333
Prentun: Blaöaprent hf.
Bilderberg-lexían
• Geir Hallgrímsson, formaður Sjálfstæðisflokks-
ins, hefur öðrum hnöppum að hneppa en að sinna
sveitarstjórnarkosningum á (slandi. Svo viss er hann
um að Reykvíkingar muni færa Sjálfstæðisflokknum
sína gömlu valdaaðstöðu á silf urf a:ti að hann situr nú
fund í Bilderberg-klúbbnum í Noregi. Þar situr for-
maður Sjálfstæðisflokksins á lúxushóteli undir
strangri öryggisgæslu, sækir sér vopn f nýja leiftur-
sókn, ogtekurá móti þökkum fulltrúa heimsauðvalds-
ins fyrir að verja málstað Alusuisse gegn íslenskum
stjórnvöldum.
í Bilderberg-klúbbnum koma saman fulltrúar
helstu auðvaldsfyrirtækja heims, hægri sinnaðir
stjórnmálaleiðtogar og nokkrir hægri kratar. Á fund-.
um hans er í baksölum lagt á ráðin um aðgerðir í ef na-
hagsmálum og gerð kaup sem skipt geta sköpum í
ef nahagslíf i Vesturlanda. Það er ekki að efa að David
Rockefeller, Marcus Wallenberg og Káre Willoch geta
frætt Geir Hallgrímsson um hvernig best megi auka
einkagróða og rentur af kapítali með stjórnvaldsað-
gerðum þegar kreppa ríkir og atvinnuleysi. Ný rök
fyrir leiftursókn gegn lífskjörum verða vegarnesti
Geirs Hallgrímssonar f rá Bilderberg-f undinum í Nor-
egi.
— ekh
Pólitískt
sprungusvϚi
• Hagsmunalímið í Sjálfstæðisflokknum er sterkt
og í Reykjavík gengur hann á yf irborðinu sameinaður
til kosninga. En það þarf ekki loftmyndir tii þess að
ganga úr skugga um að hann er sundursprunginn. Og
sprungusveimurinn í Sjálfstæðisflokknum er á hreyf-
ingu. Gliðnunin kom vel í Ijós er Markús Orn Antons-
son hvatti Reykvíkinga til þess að refsa Gunnari
Thoroddsen með því að kjósa D-listann f Reykjavík.
Þetta voru þakkirnar fyrir stuðningsyfirlýsingu for-
sætisráðherra við Davíð Oddsson. Markús Orn lýsti
því yfir í sjónvarpinu að atkvæði greitt D-listanum í
Reykjavík, er atkvæði greitt Geir og leiftursóknarlið-
inu gegn Gunnari Thoroddsen.
— ekh
Átak í dag-
vistarmálum
• Þjóðviljinn birtir í dag yf irlit sem unnið er upp úr
skýrslum um dagvistarstofnanir í Reykjavík. Það
sýnir að verulegt átak hefur verið gert í dagvistar-
málum á kjörtímabili vinstri f lokkanna. Meðalf jölgun
plássa sem Reykjavíkurborg hefur til ráðstöfunar á
dagvistarstofnunum hefur verið 83% meiri í tíð nú-
verandi meirihlutaf lokka heldur en á síðustu f jórum
fjárhagsárunum sem Sjálfstæðisflokkurinn bar á-
byrgð á í Reykjavík. Á tímabili fjárhagsáætlana
Sjálfstæðisflokksins frá og með 1975 til og með 1978
var meðaltalsf jölgun 109 pláss á ári, en á sambærilegu
tímabili vinstri flokkanna er meðf jölgunin 199 pláss á
ári. Fjölgunin á fjórum fjárhagsárum Sjálfstæðis-
f lokksins var samtals 435 pláss, en á f jórum f járhags-
árum sem vinstri flokkarnir bera ábyrgð á er hún
samtals 795. Þessar tölur sýna vel þau miklu umskipti
sem urðu í Reykjavík með valdaskiptunum 1978.
—ekh.
I Fimleika
j bragð Gunnars
Gunnar Thoroddsen er i
■ opinberri heimsókn i Vestur-
IÞýskalandi. I þvi tilefni birti
hið þekkta dagblað Frank-
furter Allgemeine Zeitung
• grein. Þar er meðal annars
Isvo að orði komist um for-
sætisráðherra:
„Thoroddsen hefur sjálfur
■ gefið sönnun um hið sér-
Ikennilega við islenska pólitik
þegar hann fyrir tveim árum
framkvæmdi það fimleika-
• bragð að verða forsætisráð-
Iherra I rikisstjórn, sem hans
eigin flokkur er i andstöðu
yið enn þann dag i dag. Þá
I varþaðsvo.aðenneinusinni
Íhöfðu kosningar verið haldn- j
ar áður en kjörtimabil var' 1
runnið út, og enn einu sinni |
virtust horfur á þvi að ekki ,
• tækist að mynda stjórn og ■
IThoroddsen taldi „áiit Al- I
þingis” i hættu. Þá barði |
hann saman á bak við hinn ,
■ ihaldssama Sjálfstæðisflokk i
Isinn með aðstoð þriggja ann- I
arra „andófsmanna” banda- |
lag með bændaflokki Fram- ,
■ sóknar og kommúnistavin- ■
Isamlegu Alþýðubandalagi.
Sjálfur hann, varaformaður I
stærsta stjórnarandstöðu- ,
■ flokksins, varð ihaldssamur |
I forsætisráðherra yfir miðju- ,
• vinstri bandalagi, sem hefur |
Ireyndar lifað lengur en ýms- I
ar þær „samstæðari” stjórn- I
ir sem áður hafa verið við ,
• lýði”. I
Hjörleifur j
hrærir í
sálarkirnum
(Frankfurter Allgemeine I
rekur i greininni ýmisleg |
vandamál sem Gunnar eigi ,
Ívið aö striða að dómi blaðs- i
ins. Blaðið segir að það sem I
mest hræri hugi manna um I
þessar mundir sé glima ,
* Hjörleifs Guttormssonar við i
svissneska álhringinn Alu- I
suisse og er bersýnilegt, að |
blaðinu finnst það ofdirfska ,
hjá islenskum að standa i ■
slikum átökum. Blaðið telur I
að Islendingar kunni að öðru I
jöfnu betur við að hafa sam- j
■ skipti við meðalstór riki eins *i
Iog Sambandslýðveldið I
Þýskaland en viö risaveldin. |
Blaðið telur Islendinga nógu ,
• hrædda við Rússa tilað þeir i
Isætti sig við bandariska her- I
stöð, en leggur um leið |
nokkra áherslu á það, að Is- ,
■ lendingar séu sérkennilegt ■
Ifólk, sem hafi einatt af I
drjúgri þrjósku reynt að I
halda sessunautum sinum i ,
• Nató i vissri fjarlægð og ■
Ireyndar afganginum af I
heiminum. Werner Adam |
heitir sá sem greinina skrif- ,
* ar. ■
kláppt
Grikkur við
Davið
Staksteinar Morgunblaðsins
gerðu Davið Oddssyni þann
grikk i gær, aö bregðast við lit-
illi skýrslu um samskipti
borgarstjóraefnisins við Indriöa
G. Þorsteinsson. En skýrsla
þessi kom hér i Þjóðviljanum á
þriðjudaginn var.
Efni þeirrar samantektar var
i stuttu máli þaö, að þáverandi
formaður hússtjórnar Kjarvals-
staöa Davið Oddsson, hefði
staðið mjög undarlega aö þvi
áriö 1976 að semja um þann
sóma sem menn vildu að
Reykjavikurborg sýndi
Kjarval. Eins og fram gekk af
skjölum gerðist þetta meö þeim
hætti, aö Davið og Indriði
stungu saman nefjum, Indriði
sendi Davið slöan bréf um það
hvernig hann vildi hafa samn-
ing við sjálfan sig um að rita
ævisögu Kjarvals, og siðan
gerir Davið samning sem er
næstum þvi orðrétt tilmæli
Indriða og lætur meirihluta sina
i hússtjórn og borgarráði sam-
þykkja. Þetta er i sjálfu sér
undarlegustu vinnubrögö — en
reyndar mjög i anda þeirra geð-
þótta vinnubragöa sem
tiðkuðust á ótal sviðum meöan
Sjálfstæöisflokkurinn réð einn
þvi sem hann vildi I þessari borg
— þarmeð er mál af þessu tagi
eitt af mörgum sem minna
menn á hvers konar vinnu-
brögðum þeir eiga von á ef þaö
flokksræöi verður endurreist.
En hér við bætist svo, að
Indriði setur sér mikið sjálf-
dæmi um þaö, hve lengi hann
telur sig vinna að verkinu á
næstum þvi áratugs skeiði og
má, samkvæmt þessu maka-
lausa samkomulagi, dæma sér
sjálfur fleiri eöa færri mánaöar-
laun rithöfunda fyrir þann tima
sem hann telur sig hafa litið upp
úr sinum uppbyggilegu og
göfugmannlegu Svarthöfða-
skrifum til að fást við smotteri
eins og list Kjarvals.
Ritskoðun?
Staksteinar sveigja reyndar i
stórum hring frá þessum mála-
vöxtum. Sá sem þar veltir bók-
stöfum á undan sér tekur þann
pól i hæðina, að segja sem svo,
að þegar A.B. birtir tvö fróðleg
plögg um þetta mál, þá stafi það
annaðhvort af ritskoðunarviö-
leitni eða öfund, nema hvort-
tveggja sé. Hann segir:
„Ritskoðun má framkvæma
með ýmsum hætti, til dæmis
þeim að skipa mönnum fyrir
bæði um efnistök og skammta
þeim tima til að ljúka verki.
Finnst ritstjóra Þjóöviljans að
borgarráö og hússtjórn Kjar-
valsstaöa hefðu átt að segja
Indriöa G. Þorsteinssyni slika
kosti?”
Þetta er að sönnu i fyrsta sinn
i veraldarsögunni, sem það er
talin ritskoðun ef samið er við
mann aö semja ritverk á til-
teknum tima. Samkvæmt þessu
jaðrar úthlutun I launasjóöi rit-
höfunda við ritskoöun — en þar
fá menn ákveðinn mánaðar-
fjölda i laun til aö sinna til-
teknum verkum. Reyndar er
Indriða i samningi hans við
Daviö Oddsson skammtaöur
timi til að ljúka verkinu — þvi
ætlast er til að ævisaga Kjarvals
geti komið út á aldarafmæli
hans! ( Annað mál er það, að
Indriði þarf engar fjárhags-
legar áhyggjur að hafa af þvi
hvort hann nokkurntima ljúki
verkinu, svo þægilegt er sjálf-
dæmi hans). Að þvi er varðar
efnistökþá var ekki minnst orði
á þau i Þjóðviljagreininni. Þar
var hinsvegar minnt á það, að
samningurinn viö Indriöa vakti
á sinum tima mikla óánægju
myndlistarmanna, sem töldu
þaö brýnast verkefna aö list
fróðir menn réðust sem fyrst I
aö rannsaka arfleifð Kjarvals —
en allir vissu aö það verkefni
var alls ekki á dagskrá I samn-
ingi við Indriöa G. Þorsteinsson.
Skrýtin
fyrirmœli
En i samningnum við Davið
erureyndar fyrirmæli um efnis-
tök, þótt undarlegt megi
virðast. Þar segir að Indriði
skuli rita Kjarvalssöguna meðal
annars eftir „heimildum sem
fengnar verði hjá ættmennum
listamannsins, nú búsettum i
Danmörku”. Þaö skrýtna við
þessi fyrirmæli er það, aö eng-
inn veit hvaðan úr dauöanum
þeim Davið og Indriða kemur
réttur til að ráðstafa með
þessum privatsamningi
gögnum og heimildum, sem eru
i fórum ættingja Kjarvals.
Manni sýnist það lágmarks-
kurteisi að gengið sé úr skugga
um það hvort þeir kæri sig
nokkuðum samstarf við Indriða
greyið áður en farið er að ráð-
stafa þeirri vitneskju og
gögnum með þeim hætti sem
reynt er i samningnum.
Öfundin
Og svo var þaö blessuö öfund-
in. Satt er það, leið kerling er
það, og liklega verst synda. Sem
betur fer er hún nú óralangt frá
vettvangi. Eða heldur Stak-
steinn gærdagsins i raun og
veru, að þeir Daviö Oddsson og
Indriði G. Þorsteinsson séu
öfundsverðir af þvi samkomu-
lagi sem þeir gerðu með sér um
Kjarvalssögu?
Ég efast satt að segja um að
Staksteinn sé svo grunnhygg-
inn. Það sést lika á þvi, aö i
pistli sinum i gær foröast hann
rækilega aö minnast á Davið
Oddsson. Rétt eins og hann hafi
hvergi nálægt komiö.
Þaö er aftur á móti gleðilegt,
að Morgunblaöið hans Daviðs
kallar Indriða „viðurkenndan
rithöfund”. Þaö er gott að enn
er til tryggð og trúfesti i heim-
inum. Indriði hefur lika skrifað
margt fallegt um hiö glæsilega
foringjaefni, Davið Oddsson, i
Svarthöföapistlum sinum
undanfarin ár. Hann var eigin-
lega búinn að gera hann aö
borgarstjóraefni löngu áöur en
flokksbræður hans höfðu
mannað sig upp I það.
Sækjast sér um likir. AB.
mmni a pao, ao n m
09 skonð