Þjóðviljinn - 14.05.1982, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 14.05.1982, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 13. mai 1982 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 7 Upp með Braga og Sjöfn! Ég er nú góöur krati og hefi alltaf veriö siöan Jón Baldvins- son var og hét. Og þaö hryggir mig sannarlega aö minn gamli flokkur skuli ekki geta haldiö sér saman f borgarstjórnar- spursmálum eins og þeim meö hverjum vinna skal. Siguröur Gunnarsson, sem er af bestu krataætt landsins, hann vill endilega vinna meö komm- um. Þaö tel ég mjög vafasamt, enda vitaö mál, aö kommar vilja ekki styöja okkur nema eins og snaran styöur hengdan mann (V.l. Lenin, Ritsafn, 29. bindi bls. 336). Miklu betur list mér á hana Sjöfn Sigurbjörns- dóttur, sem vill gera allt til aö takmarka áhrif komma, hvort sem hún vinnur meö þeim eöa á móti þeim i meirihluta. Hún hefur þá iréttu taktik sem segir, aö maöur skuli vera meö meiri- hlutanum, hver sem hann er, en alltaf á móti kommum. Þetta þarf Siguröur aö læra og ætti aö vera búinn aö þvi fyrir löngu. Bestur þykir mér sem dr. Bragi Jósefsson. Sá tók nú kommana á klofbragöi meö hnykk og keyröi þá niöur meö miklum dynki! Bragi sýndi fram á þaö meö ótvlræöum rök- um, aö kommar eru á móti Kvennaskólanum og gáfuöum börnum og ungum börnum og mörgum fleiri börnum og skól- um enda vilja þeir helst fá aö af- vegaleiöa börn i friöi fyrir góö- um og traustum skólamönnum, viösýnum, langsýnum og rétt- sýnum eins og dr. Bragi er. Mér Hst eiginlega betur á hann en Jón Baldvin, hann er einhvern- veginn fastari i rásinni og hefur ekki flækst eins vlöa. Upp meö Sjöfn og Braga! Og hinir athugi sinn gang. Hannes. Kjósum D I Reykjavfk segir Gunnar Thor. Refsum Gunnari Thor. og kjósum D i Reykjavík, segir Markús örn. Sjálfspfning i sáluhjálparskyni var mjög stunduð á miðöldum og kvaia- lostinn er klassiskur. ‘ Fjölskyldufjör í Lau^srdalshöl! Se»ur hann helmnmet? Hetjuandi í höllinni Mér líst vel á fjölskylduhátið okkar Sjálfstæðismanna I kvöld og hvet alla eindregið til að fara þangað. Sjálfstæðisflokkurinn sýnir meö þessari dagskrá aö hann er flokkur nýrra tima, sem ekki vill þreyta menn meö pólitlsk- um ræöum sem viö Sjálfstæöis- menn kunnum hvort sem er. Þess I staö syngur blandaöur kór frambjóöenda Hraustir mennog Buldi við brestur, til aö minna menn bæöi á þá Njáls- brennu sem Flosar kommúnista hafa efnt til hér I borginni og svo á þaö, aö flokkur okkar á sér j Söngur ,j D- listans i í Höllinni harösnúiö liö, sem hvorki lætur sér bregða viö sár né bana, né Gunnar Thoroddsen. I sama hraustleika- og forn- söguandanum (sem mér er svo kær) er lika það höfuönúmer, aö láta Jón Pál lyftingarkappa reyna aö lyfta meiri þunga en nokkur maöur hefur reynt I rétt- stööu. Takiö eftir þessu: I rétt- stööu. Ekki i vinstristööu eöa svoleiöis. Þetta er táknræn afl- raun fyrir þaö þrekvirki sem okkar menn ætla sér aö vinna meö þvi aö lyfta fylginu hér i Reykjavik. Þaö er þung byröi á þessum timum andvaraleysis og allskonar rauöbleiks félags- málagutls. En lyftingamaður- inn mun gefa okkur gott for- dæmi, og viö megum llka reyna okkar krafta á lóöunum og i allskonar fimleikum og pústr- um stjörnuliða og fleiri Iþrótt- um fornmanna. Þaö er aöeins eitt sem ég hefi áhyggjur af og þaö er aö Daviö hefur látiö klippa sig. Þaö geng- ur þvert á lærdóma fornra sagna, þvl krafturinn til aö slá Filistea býr I hárinu. Þaö var þegar garpurinn Samson haföi veriö klipptur, aö hann missti kraftinn til aö berja þúsund manns meö einum asnakjálka. Lát hár aftur vaxa, kæri Davlð! Skaði i gœr Frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík tóku lagið í gærkvöldi og sungu m.a. þennan söng undir laginu Göngum upp i gilið í Höllinni.... Glímu- _ kappar, lyftingamenn og aðrir viðstaddir gerðu J góðan róm að sönglist frambjóðenda. Sprungur, sprungur, taka mann á taugum, I* til þess ekki hugsa má. Byggjum, byggjum, byggjum, heim á haugum, hrekjum mávageriðfrá. ■ Fýlan, f ýlan, venst á einum vetri, verum ekki að tala um það. Davíð, öllum borgarstjórum betri, býður þennan Ijúfa stað. J Hlöðver Slgurðsson er látinn Hlöðver Sigurðsson, fyrrver- andi skólastjóri á Siglufirði andaðist á Landakotsspitala i gær 76 ára að aldri. Hlöðver var fæddur 29. april 1906 á Reyðará I Lóni I Austur-Skaftafellssýslu. Hann lauk kennaraprófi árið 1928, og hafði siðan kennslu og skóla- stjórn að ævistarfi. Hlööver var skólastjóri á Stokkseyri 1933-1943, en þá gerðist hann skólastjóri barnaskólans á Siglufirði og gegndi þvi starfi uns hann lét af störfum fyrir aldurssakir. Hlööver tók lengi mjög virkan þátt i störfum stjórnmálasam- taka islenskra sósialista og gegndi þar mörgum trúnaöar- störfum. Hann lét önnur félags- mál einnig verulega til sin taka og var jafnan einn traustasti liös- maöurinn i baráttu herstööva- andstæöinga. Kona Hlööves var Kristln Pálsdóttir, en hún andaöist fyrir fáum vikum. Börn þeirra fjögur lifa. Hlööver Sigurösson var til hinsta dags umboösmaöur Þjóö- MUNIÐ kosninga- sjóðinn viljans á Siglufiröi og haföi gegnt þvi starfi meö miklum sóma lengur en flestir aörir. Þjóöviljinn áHlöövemikiö aö þakka og vottar aöstandendum hans samúö nú viö andlát hans. Eftirfarandi yfirlýsing hefur borist blaöinu: ,,1 tilefni af grein, sem birtist I Þjóöviljanum 8. mal s.l. um biöskýli, sem SVR. keypti frá Danmörku og setti upp i Lækjargötu, skal tekiö fram aö Birgir Þorvaldsson stjórnarmaður I SVR er ekki umboðsmaður framleiöenda eða seljenda fyrrnefndra biöskýla.” Eiríkur Asgeirsson. Sumarbústaður Félags bifreiðasmiða á orlofsbúðasvæði að Svignaskarði, Borgarfirði, er til sölu. Forkaupsrétt hafa sambönd og félög innan A.S.l. Upplýs- ingar hjá formanni i sima 83011 og 41153. UTBOÐ Stjórn verkamannabústaða i Kópavogi óskar eftir tilboðum i lokafrágang 36 ibúða i tveimur sambýlishúsum við Ástún 12 og 14 i Kópavogi. Áætlað er að verkframkvæmdir á Staðn- um geti hafist 15. ágúst 1982 og að þeim sé lokið 20.febr.1983. Verkið skiptisti: D. Málun og lökkun E. Gólfefni F. Járnverk innanhúss G. Ýmisbúnaður H. Innréttingar og smiði innanhúss Útboðsgögn verða afhent á Teiknistofunni Röðli, Ármúla 36 3. hæð, Reykjavik frá og með föstudeginum 14. mai 1982. Tilboðum skal skila til stjórnar verka- mannabústaða, Fannborg 2, Kópavogi 3. hæð (suðurenda) eigi siðar en mánudag- inn 31. mai 1982 kl. 17:00 og verða þau þá opnuð á sama stað að viðstöddum þeim bjóðendum er þess óska. Stjórn VBK. Faðir okkar, tengdafaðir og afi Hlöðver Sigurðsson fyrrverandi skólastjóri andaöist á Landakotsspitala i gær þann 13. mai. Páll Hlöövesson Hannveig Valtýsdóttir Anna M. Hlöövesdóttir Siguröur Hlöðvesson Sigurleif Þorsteinsdóttir Þorgeröur H. H lööv esdóttir ogbarnabörn

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.