Þjóðviljinn - 14.05.1982, Blaðsíða 6
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 14. mal 1982
Paul MQUer
Kagnar Halldórsson
Aliö og borgarstjórnin
Stundum eru á döfinni mál sem
gera búksorgir að smámunum.
Eitt slíkt er togstreitan við ál-
hringinn. Nú er um það að ræða,
hvort íslendingar eigi að afneita
því sem þeir þegar hafa sannaðr
beygja sig fyrir álfurstunum og
biðja þá afsökunar — til að ná
eðlilegu verði fyrir selda raf-
orku! Þetta er spurning um
sjálfsvirðingu þjóðarinnar allrai)
en ekki einstakra ráðherra.
Herrar álheimsins vilja auövitað ekki
láta kotriki segja sér fyrir verkum. bá
munar i sjálfu sér ekki mikið um þá pen-
inga sem sanngjörn fjórföldun raforku-
verðs til þessarar smáverksmiðju þeirra
hefði i för með sér. En það þætti alvarlegt
fordæmi um allan álheiminn að verölauna
með hagstæðum samningi þá rikisstjórn,
sem flett hefði ofan af klækjunum.
Hjörleifur Guttormsson og samstarfs-
menn hans hafa flett svo rækilega ofan af
ófreskjunni, að nú þorir hún ekki einu-
sinni að setja málið i gerðardóm. Henni
dugir ekkert annaö en opinber afneitun og
afsökun islenskrar rikisstjórnar gegn
betri vitund. Likt og þegar Galilei for-
dæmdi sönnun sina á þvi að jörðin snerist
— að viðlögðum pyntingum, hjóli og
steglu.
Haldreipi álhringsins
I þessum þröngum biða álfurstarnir
þess, aö meðfærileg rikisstjórn komist á
laggirnar. Fái þeir opinbera afsökunar-
beiöni eru þeir sjálfsagt reiöubúnir að
veita nýrri viðreisnarstjórn hærra raf-
orkuverð til að geta sagt: „Svona menn er
hægt að semja við.”
En um leið yrði auðvitað gerður nýr
endemissamningur um stækkun álvers-
ins, svo að ágóöi auðhringsins skertist
ekkert I heild. Að visu er von til, að hann
yrði ekki jafnherfilegur og gamli samn-
ingurinn. Svo er virinubrögðum Hjörleifs
og hans manna fyrir að þakka, að jafnvel
lúpulegustu samningamenn gætu ekki
lengur klúðraö okkar málum eins hrak-
lega. Nú er öllum almenningi ljóst, að raf-
orkuverðíð til álversins er margfalt of
lágt og bundið til alltof langs tima. En sá
skilningur væri ekki oröinn almennur ef
iðnaðarráðherra hefði ekki varpaö sinni
upplýsingasprengju fyrir hálfu ööru ári.
Helsta skyssa Hjörleifs var sú aö reyna
aö semja við hin lakari öfl i Sjálfstæðis-
Arni Björnsson
Árni Björnsson
skrifar
flokknum i von um „þjóðarsamstööu” og
veita þeim hlut aö svokallaðri álviðræðu-
nefnd á s.l. sumri. Við það fór máliö að
nokkru úr hans markvissu höndum til
fálmandi málamiölunarnefndar með
aðild talsmanna auðhrfngsins. Slikir
menn hafa allt annan skilning á þjóðlegri
sjálfsviröingu en ég og mlnir likar, enda
bókstaflega fæddir til að gæta annarra
hagsmuna á undan.
Álið og landhelgin
Stöðunni i álmálinu nú má likja viö
stöðu landhelgismálsins 1959, eftir að fært
hafði verið út i 12 mílur i striði viö Breta
og með hálfvelgju Sjálfstæðisflokksins.
Þá tapaði Alþýðubandalagið nokkru fylgi
I kosningum, og litlu seinna gerði við-
reisnarstjórnin smánarsamninginn við-
Breta sem afalaði okkur sjálfræði i land-
helgismálum. Sem betur fer lýstu Alþýöu-
bandalag og Framsókn þvi strax yfir, að
þau viðurkenndu ekki þennan óþurftar-
samning. Og þegar þessir flokkar komust
til valda tiu árum siðar, reyndist enn svo
mikill þrýstingur af hálfu sjávarútvegins
innan Sjálfstæðisflokksins að sæmileg
þjóðarsamstaða náðist um 50 mílurnar
1972. En þaö er vandséð hvaðan slikur
þrýstingur ætti að koma I álmálinu innan
Sjálfstæðisflokksins. Og ef við afneitum
nú þeim sönnunum, sem við höfum i hönd-
um er vonlitið að ætla siðar að koma lög-
um yfir þennan auðhring eða aðra.
Beðið eftir afleik
Borgarstjórnarkosningarnar i Reykja-
vik eru sá leikur, sem Alusuisse og attani-
ossar þess biða eftir. Ef flokkur iðnaðar-
ráöherra biöur afhroð i þeim, munu allar
lufsur i öllum flokkum færa sig upp á
skaftið og heimta „sanngirni” i skiptum
við álhringinn. Og þá er mikil hætta á að
við biðum varanlegan ósigur i þessu efna-
hagslega sjálfstæðismáli sem setja má á
bekk með landhelgismálinu og jafnvel
herstöðvamálinu.
Frá þvi ég sjálfur hlaut kosningarétt
hef ég einsog margir fleiri oftast þurft að
kjósa samkvæmt útilokunarreglunni, en
sjaldnast verið sannfærður um alhliða á-
gæti viðkomandi flokks. En auðvitað
sárnar manni mest við þann flokkinn ef
hann stendur sig ekki nógu vel i einstök-
um málum. Maður verður ekki fyrir von-
brigðum með þá, sem maður bjóst aldrei
við neinu góðu af. Sú freisting verður þvi
stundum áleitin aö refsa einmitt þess-
um flokki með þvi að kjósa annan eöa
engan. En það er auðvitað barnaleg
freisting og léttúðarfull.
Þótt kjarasamningar, úrbætur i hús-
næðismálum, atvinnumálum, öldrunar-
málum, dagvistarmálum, bilastæðamál-
um og t.d. öll þau mál sem kvennafram-
boðið hefur á stefnuskrá sinni séu góöra
gjalda verð, þá erum við þar á heimavelli,
og unnt er að gera lagfæringar frá ári tií
árs. En mistök og undirlægjuháttur i
skiptum viö erlendan auðhring geta bund-
ið hendur okkar um langa framtið einsog
dæmin sanna. Fljótræöi i þeim efnum
gerum við ekki einum okkur til handa,
heldur bæði börnum okkar og þeirra börn-
um og allri ætt okkar.
Enn stöndum við þar i báða fætur og
höldum höfði. Það er nokkur nýlunda, og
iðnaðarráðherra á þakkir skildar fyrir.
Pólitiskar smásálir öfunda hann auðvitað
fyrir og geta jafnvel hugsaö sér að stofna
islenskum hagsmunum i hættu fremur en
þessi maður standi með pálma I höndum.
En menn með þjóölega sjálfsvirðingu
hljóta að skilja að bregöi þeir nú fæti fyrir
flokk iönaðarráðherra vegna óánægju út-
af einhverjum tittlingaskit, þá mun þeirra
skömm lengi uppi.
Þrengist í
búi hjá
Norð-
mönnum
A stjórnarfundi I félagi fisk-
framleiðanda I Tromsö i Noregi,
varaði Thor Oistad forstjóri við
áframhaldandi upphengingu á
fiski I skreið!
Olstad sagði að sala til Nigeriu
væri mjög óviss eins og stæði.
Reikna yrði með að sala Norð-
manna lækkaði úr 24 þús. tonnum
á sl. ári i 17 þús. tonn i ár og að
reikna yrði lika með verölækkun
á skreiðinni á þessum markaði.
Þá birtist frétt i Sunnmörspost-
en i Alasundi byggð á viðtali viö
Ingebrigt Holst-Dyrnes formann i
Útflutningsráöi skreiðar i Noregi.
Hann sagði nýkominn frá Nig-
eriu, að skreiðarsalan mundi
hefjast þangað siðar á árinu. En
búast mætti við samdrætti i sölu
miðað við útflutning þangað s.l.
ár. Þá gerði hann einnig ráð fyrir
að um einhverja verölækkun yrði
að ræða. Einnig gerði formaður-
inn ráð fyrir að innflutningstollur
á skreið mundi eitthvað hækka.
Að siðustu sagði formaðurinn
aö þess yrði framvegis krafist af
kaupendum skreiðar i Nigeriu að
þeir legðu 50% af andvirði skreið-
arkaupa inn i Þjóðarbankann,
strax og „rumbuss” væri opnað-
ur. Af þessu fé yrðu svo ekki
greiddir neinir vextir.
Jóh.KúId.
Afmæli
Siglufjarðar
20. ma^ afmælisdagur Siglu-
fjarðarkaupstaðar, verður hátið-
legur haldinn að venju.
Kl. 17.00 verður opnuð sýning á
málverkum eftir Hjálmar Þor-
steinsson i Ráðhússalnum
Kl. 21.00 hefst hátiðarsamkoma
i Nýja Bió, með fjölbreyttri dag-
skrá: Fyrir nokkrum árum kom
fram sú hugmynd, að efna til
einskonar menningarviku i sam-
bandi við afmæli kaupstðarins, en (
20. mai 1918 hlaut Siglufjörður j
kaupstaðarréttindi eftir allsögu-j
legan aðdraganda. Dagsins var;:
minnst um árabil, (aldarfjórð-i
ung), með útisamkomu en úti-j
samkomur lögðust siðan af, m.a. j
vegna fremur risjóttrar veðráttu i
á þessum árstima.
Nokkrir áhugamenn settu á
laggirnar nefnd, til að endurvekja
afmælishaldið, og hafa gert það
nú um nokkurra ára bil i samráði
við bæjarstjórn.
Mótmæla
eyðingu
gróðurs
A fundi stjórnar og vara-
stjórnar Landverndarsamtaka
vatnasvæða Blöndu og Héraðs-
vatna sem haldinn var i Miðgarði
1. mai 1982 var eftirfarandi álykt-
un samþykkt:
Landverndarsamtök vatna-
svæða Blöndu og Héraðsvatna
mótmæla eindregið meðferð at-
vinnumálanefndar á Blöndu-
virkjunarmálum þar sem enn er
stefnt að virkjunarleið I með 420
gl miðlun ef ekki strax þá i náinni
framtið. Eru þar með land-
verndarsjónamið gjörsamlega
fyrir borö borin. Allt tal um sættir
i héraði er þvi ábyrgðarlaust
blekkingarhjal.
Samtökin mótmæla harðlega að
hægt sé að nota friðun Þjórsár-
veranna sem sjálfgefna syndaaf-
lausn fyrir iðnaöarráðherra og
alla aðra sem i nútiö og framtið
sóa landi ábyrgðarlaust.
iSamtökin munu halda áfram,
með öllum tiltækum ráðum, aö
berjast gegnþessarri óforsvaran-
legu eyðingu á gróöurlendi ts-
lands.