Þjóðviljinn - 14.05.1982, Blaðsíða 16
DIOÐVIUINN
Föstudagur 14. mai 1982
Abalslmi Þjóðviljans er 81333 kl. 9-20 mánudag til föstudags. Utan þess tlma er hægt að ná i blaðamenn og aðra starfsmenn blaðsins I þessum simum: Ritstjórn 81382,81482 og 81527, umbrot 81285, ljósmyndir 81257. Laugardaga kl. 9-12 er hægt að ná i af- greiðslu blaðsins t sima 81663. Blaðaprent hefur sfma 81348 og eru blaðamenn þar á vakt öll kvöld. a Aðalsími 81333 Kvöltlsími 81348 Helgarsími afgreiðslu 81663
Kosningamiðstöðin
sunnudag kl. 16:
/
Arni
Bergmann
les úr óbirtri
skáldsögu
Arni Bergmann ritstjóri og rit-
höfundur les kafla úr óbirtri
skáidsögu sinni i opnu húsi I
Kosningamiðstöö Alþýðubanda-
lagsins ki. 16.00 á sunnudaginn.
Þessi saga Arna heitir Geirfugl-
arnir, og hefur verið I smiðum I
tvö ár. Kaflinn sem Arni les ber
yfirskriftina Framboðsfundur og
fjallar um framboðsfund fyrir
bæjarstjórnarkosningar. Miö-
vikudagar f Moskvu eftir Arna
Bergmann kom út árið 1979. Við
snerum okkur tii Arna og spurð-
um:
Um hvað fjallar Geirfuglarnir?
— Ýmislegt sem að getur gerst i
litlu plássi suður með sjó i ástar-
málum, áfengismálum, leiklist og
pólitik. Og síðast en ekki síst um
Arni Bergmann ritstjóri og rit-
höfundur.
það hvernig þetta samfélag gerir
úlfalda úr mýflugu^nú og mýflugu
úr úlfaldanum.
— Kaflinn sem ég les heitir
Framboðsfundur og segir frá
slikum fundi fyrir bæjarstjórnar-
kosningar fyrir 30 til 40 árum.
Jamm — eigum viö ekki aö láta
þetta duga i bili.
—óg
Hverju spáði íhaldið?
Alfreð Þorsteinsson iét af störfum borgarfulltrúa fyrir kosningar
1978 og ieiddi Morgunbiaðið hann til vitnis 23. mai undir fyrirsögninni
„Til efs að samstarf minnihiutaflokka i meirihluta undir forystu
Alþýðubandalags mundiblessast. 1 viðtalinu sagði Alfreð m.a.:
„Persónulega hef ég ekkert á móti borgarfulltrúum Alþýðubanda-
lagsins frekar en öðrum borgarfulltrúum, þetta er prýðisfólk I daglegri
umgengni, en sú tilhneiging Alþýðubandalagsmanna að vilja koma öll-
um einstaklingum frá vöggu til grafar á einhverjar stofnanir myndi
fljótlega gera Reykjavlkurborg gjaldþrota.”
Fundur hjúkrunarfræðinga með fjármálaráðuneyti:
Erum tilneyddlr
að fara varlega
— Ekkert afgerandi geröist á þessum fundi sögðu fulltrúar hjúkrunar-
fræðinga eftir viðræður þeirra við fulltrúa fjármálaráöuneytisins.
Ljósm. eik.
Sjáum ekki fram
á lausn í bili,
segir Ragnar
— Þaö gerðist ekkert af-
gerandiá þessum fundi, en
það var ákveðið að við
myndum talast við aftur,
sagði Ingibjörg Gunnars-
dóttir hjá Hjúkrunarfélag-
inu er við hringdum í hana
í gær eftir fundinn sem fé-
lagið átti með fjármála-
ráðuneytinu. Hún sagði að
næsti fundartími hefði enn
ekki verið ákveðinn.
Ragnar Arnalds fjármálaráð-
herra sagði að ekkert hefði gerst
á fundinum, enn bæri mikiö á
milli aðila, og útlitiö væri heldur
svart.
— Formlega séö eigum við ekki
i deilu við hjúkrunarfræðinga,
sagði Ragnar, þar sem við erum
nýbúnir að gera út um þeirra mál
eftir þeim leiöum sem samningar
við BSRB segja til um. Sam-
kvæmt þeim úrskurði um sér-
kjarasamning fengu hjúkrunar-
fræðingar 6-7% hækkun á meðan
aörir hópar fengu um 1.5%.
Það segir sig sjálft, sagði
Ragnar, að þótt þesssi hópur hafi
sterka stöðu, þá verður að lita á
kjaramál hans I samhengi við
kjaramál launþegahreyfingar-
innar I heild. Ef menn gripa til
hópuppsagna og úrræða sem alls
ekki tlðkast innan launþegasam-
takanna bara vegna þess að
læknar hafa gert slikt hið sama er
verið að kippa grundvellinum
undan samnings- og verkfallsrétti
opinberra starfsmanna. Upp-
sagnir hjúkrunarfræðinganna eru
þvi ekki bara alvarlegt mál gagn-
vart heilbrigðisþjónustunni,
heldur ekki slður gagnvart Iaun-
þegasamtökunum. Mér finnst öll
umræða um launa- og kjaramál
hafa um of einkennst af þvi að
einstakir hópar innan launþega-
samtakanna kvarta undan þvi að
hafa dregist aftur úr einhverjum
öðrum hópi þannig að innbyrðis
sundurlyndis gætir meöal ein-
stakra hópa. Kröfur hjúkrunar-
fræðinga eru til þess fallnar að
koma af stað keðjusprengingu og
kalla á illindi meðal annarra hópa
launbega.
Þetta er ástæðan til þess aö við
sjáum okkur tilneydda til að fara
varlega I sakirnar I þessu máli og
sjáum ekki fram á lausn þess I
bili, sagði Ragnar Arnalds að
lokum. ólg
Látum ævintýrið frá 1978 lifa
Baráttugleði Alþýðubandalagsins í Laugardalshöll
miðvikudaginn 19. maí kl. 21.00
Leikur — söngur — ræður — rokk
Höldum gleði hátt á loft í Höllinni