Þjóðviljinn - 14.05.1982, Blaðsíða 15
frá
Hringið í sima 81333 kl. 9-5 alla
virka daga, eða skrifið Þjóðviljanum
lesendum
Aðstöðu- |
gjöldin
/
a
Seltjarn-
arnesi
Seltjarnarneskaupstaöur hefur mjög lág aöstööugjöld — á þeim
atvinnurekstri sem skiptir bæjarfélagiö akkúrat engu máli!
Leiðakerfi SVK ómögulegt!
Sigrún Þorgrimsdóttir,
hringdi:
„Þjóðviljinn birti viðtal um
daginn við Karl Arnason for-
stjóra Strætisvagna Kópavogs
þar sem kom fram að bæjar-
búar almennt væru mjög
ánægðir með leiðakerfið sem
tekið var i notkun i fyrra. Ég
er ekki viss um að þetta sé rétt
þvi ég sjálf og margir aðrir er-
um allt annað en ánægð með
þetta nýja kerfi. Mér finnst
þetta kerfi hafa verið skref
aftur á bak. Skiptingar eru
mun örari en áður var þvi
sami vagninn ók allar leiðir
áður. Ef ég er að koma úr
Reykjavík, en ég bý við
Skálaheiðina, verö ég alltaf að
skipta um vagn á skiptistöð-
inni og eins ef ég er að fara i
bæinn.
Svo er annað. Skiptistöðin,
eða litli kofinn við brýrnar,
ber alls ekki uppi þá þjónustu
sem þar þarf að vera. Þarna
er jú þak yfir höfuðið, litil '
sjoppa og svo ekki söguna
meir. Ekki einu sinni salerni!
Þar sem ég bý kemur nýja
kerfið út þannig að strætis- .
vagn kemur i raun á hálf-tima
fresti þar sem langi hringur-!
inn nýtist manni ekki vegna
þess hve hann tekur langan
tima. Ég veit að Karli og öðr-
um forráðamönnum SVK hef-
ur verið sagt frá þessum ann-
mörkum og ýmsum öörum og
þess vegna finnst mér ástæða
til að eitthvert annað sjónar-
miö komi fram i Þjóöviljanum
en lof um þetta ómögulega
leiðakerfi Strætisvagna Kópa-
vogs.”
Lesandi hringdi
og benti á, að Sjálfstæðismenn
gumuðu mjög af þvi, að
aöstöðugjöld væru lægri á Sel-
tjarnarnesi en i Reykjavik, en
á Nesinu hafa Sjálfstæðis-
menn meirihluta. Þetta á m.a.
að sýna, hversu miklu betri
Sjálfstæðisflokkurinn er en
aðrir flokkar.
1 Lögbirtingarblaðinu koma
hins vegar ýmsar upplýsingar
fram um málið — margar
hverjar býsna kyndugar.
Þannig er t.d. rekstur fiski-
skipa 0,20% á Seltjarnarnesi,
en 0,30% i Reykjavik. Það er
von, að Seltjarnarnes geti
leyft sér þennan munað —
þaðfer nefnilega enginn slikur
rekstur fram á Nesinu og
stendur ekki til að koma
honum á!
Þá er aðstöðugjald af
rekstri verslunarskipa og fisk-
iðnaði 0,50% á Seltjarnarnesi,
en 0,65% i Reykjavik, aðstöðu-
gjöld af öðrum iðnaði er 1% á
báðum stöðum. Af öðrum at-
vinnurekstri eru aðstöðugjöld
I, 3% i Reykjavik og hið sama
á Seltjarnarnesi. Af versl--
unarrekstri skal greiða 1,3%
aðstöðugjald á Nesinu, ef
verslunin hefur opiö til kl.
II. 30 á kvöldin, annars skal
greiða 0,50% aðstöðugjald.
Verslanir á Nesinu hafa flest-
ar opið til kl. 11.30, þannig að
fæstar lenda i seinni flokkn-
um.
Þetta eru nú öll „gæðin”.
Það er ekki nóg að benda bara
á tölurnar; við verðum lika að
huga að þvi hvað að baki þeim
liggur. Oghér höfum við það.
Hún Ölöf Viktorsdóttir okkur þessa fallegu
Hverfisgötu 49 sendi mynd af drottningu og
Barnahornið
prinsessu, en Ólöf er
aðeins fjögurra ára
gömul.
Föstudagur 14. mal 1982 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 19
Sjónvarp
kl. 20.40
„Þátturinn var og er
hugsaður svipað og þessir
dálkar sem dagblöðin hafa um
helgar og kalla yfirleitt „Um
helgina”. Þetta er allt saman
aðsent efni og sjónvarpið vill
með þessu veita svipaða þjón-
ustu og blöðin,” sagöi Karl
Sigtryggsson, um þáttinn „A
döfinni”, en hann er á dagskrá
sjónvarps I kvöld kl. 20.40 eins
og endranær á föstudögum.
Karl sagði ennfremur, að
þetta efni hefði verið lesið upp
i fréttatimum á föstudögum,
en hefði siðan vaxið frétta-
timunum alveg yfir höfuð. Þá
var brugðið á það ráð að hafa
þennan sérstaka þátt.
— Hvað viltu segja um þá
gagnrýni, sem heyrst hcfur
um að þetta sé „ruslakista” og
annað i þeim dúr? Finnst þér
hún óréttmæt?
„Ég hef svo sem ekkert
annað um hana að segja en
það, að þessi þjónusta stendur
öllum til boða. Ef menn vilja
ekki notfæra sér hana, þá er
það að sjálfsögðu þeirra mál.
Þættinum eru ekki sett háleit,
listræn markmið. Þetta er
þjónustuþáttur og annað ekki.
Við höfum orðið áþreifan-
lega vör við, að þátturinn
hefur komið sér einkar vel
fyrir landsbyggðina, þar sem
blöð komast ekki til skila
nema með höppum og glöpp-
um að vetrinum.”
Þeir sem vilja notfæra sér
þessa þjónustu sjónvarpsins,
þurfa að senda inn efni ekki
siðar en á fimmtudegi, þvi
þátturinn er tekinn upp á
föstudagsmorgni. Karl Sig-
tryggsson sagði aö lokum, að
stundum þyrfti að visa efni
frá, en það væri þá af þvi tag-
inu, sem alls ekki ætti heima i
þættinum, svo sem fundarboð
félaga og annað i þeim dúr.
— ast
Alan Bates leikur eitt stærsta hlutverkið I myndinni sem sjuu-
varpið sýnir I kvöld, en sú heitir „t tilefni dagsins”. Hér sjáum
við Alan i hlutverki annars elskhugans I myndinni „Konur I ást-
arhug”, en hana sáum við I febrúar sföastliönum, þannig að
maður.inn ætti að vera kunnugur.
í tilefni
dagsins
—í kvöld
„Myndataka flöt og litt
spennandi söguþráður, þótt
innsæi höfundar sé skarpt”, er
umsögnin sem kvikmyndin „t
tilefni dagsins” fær i kvik-
myndahandbókinni okkar.
Hún fær heldur enga stjörnu,
sem þýðir að litlu máli skipti
hvort við horfum cöa horfum
ekki —við förum ekki mikils á
mis.
Þessi umsögn kom nokkuð á
óvart, þvi myndin byggist á
leikriti eftir David Storey,
breskan leikritahöfund, sem
Bretar allavega hafa nokkrar
mætur á og likja stundum við
hinn bandariska Eugene O’
Neill. Uppfærslan á leiksviði
hlaut einnig glimrandi mót-
tökur, en i myndinni fara
margir hinir sömu leikarar
með sömu hlutverkin og þeir
léku i leikritinu. Og þessir
leikarar eru heldur engir
skussar: Alan Bates, Con-
stance Chapman og James
Bolam meðal annarra.
Efnisþráður: Myndin gerist
á einu kvöldi i húsi hjóna
nokkurra, sem eiga fjörutiu
ára brúðkaupsafmæli og hafa
kallað til sin syni sina þrjá.
Þeir koma allir, með hálfum
huga þó. Alan Bates leikur
elsta soninn, sem kastað hafði
fyrir róða lögfræðinámi og
gerst annars flokks málari.
Hann fer að rifja upp for-
tiöina: dauður bróðir, kynlif
fyrir hjónaband og sjálfs-
morðstilraun er meðal þeirra
hluta, sem hann dregur upp og
dengir framan i foreldra sina
og bræður. Leikurinn skýrir
hvernig mikil gjá hefur mynd-
ast gegnum tiðina milli for-
eldranna og sonanna.
—. ast
Sjónvarp
kl. 22.00
Karl Sigtryggsson (annar f.v.), útsendingarstjóri að störfum.
Hann er umsjónarmaöur „Dafarinnar”, sem sjónvarpiö sendir
út á hverjum föstudegi.
Á döfinni