Þjóðviljinn - 14.05.1982, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 14.05.1982, Blaðsíða 8
Byrjað er að ganga frá lóð hússins. Ljósm.: gei. Glæsilegast þeirra alira Á næstu dögum verður vist- og hjúkrunarheimilið við Snorrabraut tekið í gagniðog er óhætt að segja að það verði glæsilegast og fullkomnast allra slíkra heimila sem enn hafa risið í Reykjavík. Segja má að undanfarin ár hafi komist mikill skriður á heimili og sjúkrastofnanir í þágu aldraðra á vegum Reykjavíkurborgar, þó að enn vanti mikið á að eftir- spurn sé fullnægt. Þar má nefna nýleg vistheimili við Dalbraut og Lönguhlíð og í haust verða fyrstu sjúkl- ingarnir teknir í B-álmu Borgarspíta lans, en hún verður eingöngu nýtt í þágu aldraðra. Það er félagsmálaráð sem stendur fyrir byggingunni við Snorrabraut og viö fengum þau Guðrúnu Helgadóttir og Þorbjörn Broddason, fulltrúa Alþýðu- bandalagsins i þvi, til að ganga meö okkur um hana. Þar voru iðnaöarmenn og verkamenn i óða önn að leggja siðustu hönd á framkvæmdir. Gólfflötur vistheimilisins er samtals um 4800 fermetrar og er húsið á tveimur hæðum auk riss og kjallara. Arkitektar eru þeir Helgi og Vilhjálmur Hjálmars- synir. A efri hæð verður hjúkr- unardeild og rúmast þar 44 sjúkl- ingar en á neðri hæð verða al- mennar ibúöir fyrir aldraöa, fjórar hjónaibúðir og 28 einstakl- ingsibúðir. Þegar við komum inn er allt á fullu og gengu þeir Björn Helga- son, sem hefur eftirlit með húsinu fyrir hönd arkitektanna, og Sigurður Halldórsson eftirlits- maður frá byggingadeild borgar- innar með okkur um húsið. A neðri hæðinni eru smiðir að leggja siðustuhönd á innréttingar en á efri hæð eru dúklagninga- menn að leggja flosmjúk teppi um ganga. Húsgögnum er staflaö upp hér og hvar og konur eru að þvo glugga. Við förum inn i eina einstakl- ingsibúðina en hún er stofa meö eldhúskrók og rúmgott baöher- bergi. Auk þess fylgir geymsla upp á lofti hverri ibúð. A þessu heimili verður meiri þjónusta heldur en hingað til hefur tiðkast á vistheimilum borgarinnar. Þar er borðstofa sem fólk getur fengið sér að borða i auk þess sem það getur eldað sjálft inni hjá sér. Hér eru setustofur og sjónvarps- stofur, iðjuþjálfun, likams- þjálfun, hárgreiösla, fótsnyrting, og verslun. Einnig fullkomin læknisþjónusta. Vistheimiliö er byggt i vinkil og inn i vinkilinum eru stórar og rúmgóöar suðursvalir á hverri hæð nánast eins og heill garður Þá verður stór trjágaröur og gróðurhús á lóðinni en ekki er enn búið að ganga frá þvi. Heilbrigðisráðuneytið verður aöili aö rekstri heimilisins og það verður rekið á daggjöldum. Forstöðumaður verður Sigrún óskarsdóttir sem nú starfar á vistheimilinu við Dalbraut. Dúklagningamennirnir á efri hæðinni eru i kaffi og þegar þau Guðrún og Þorbjörn koma verða að sjálfsögðu dálitlar pólitiskar umræöur og eru ekki allir á einu máli. Bygginguna sjálfa ber lika á góma og sýnist sitt hverjum sumum finnst bruðlað i ýmsu en öðrum ekki. Hvað um það? Eng- inn vafi er á þvi að hér mun vist- mönnum liða vel þegar fram liða stpndir og er þaö miður aö synja verður mörgum umsækjendum um pláss. Þó aö hér sé rúm fyrir 80 manns er þörfin enn brýn. Henni veröur aðeins sinnt meö samfélagslegu átaki á næstu árum og þvi er það ekki litils vert hverjir koma til með að stjórna borginni næstu 4 ár. — GFr Einstaklingsibúð. Vinnuteikningar eru enn uppi á vegg. Eldhúskrókur i einstaklingsibúð. 1 húsinu er einnig borðsalur fyrir alla.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.