Þjóðviljinn - 14.05.1982, Blaðsíða 9
Föstudagur 14. maí 1982 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 13
Teppalagningamenn voru i kaffi og lentu að sjálfsögðu I fjörugum pólitfskum umræðum við þau Guð-
rúnu Helgadóttur og Þorbjörn Broddasoiven þau sitja bæöi i félagsmálaráði Reykjavikurborgar fyrir
Alþýðubandalagið. Ljósm.: gel.
Verið er að leggja fiosmjúk ullarteppi á alla ganga.
Nýja hdsið er tvær álmur og eru svaiir inni i vinklinum, stórar eins og Alls staöar voru iönaðarmenn að
garöur og visa i suövestur. leggja siðustu hönd á frágang.
Samanlagt flatarmál nýja vistheimilisins er 4800 fermetrar og er þar rúm fyrir 44 á hjúkrunardeild og
36 I ibúðum. Ljósm.: gel.
SKÓLÍ A£U JÓNSDOTTUR
VÖLVUFELL! 11 - SÍMÍ 72H77
Skóli Asu Jónsdóttur
rekinn með nýju formi
Skóli Asu Jónsdóttur tók til
starfa um miðjan september-
mánuð aö Völvufelli 11 I Reykja-
vik. Frá þessu hausti hefur skól-
inn starfað undir nýrri skipan.
Hann var áður rekinn með rikis-
styrkjum, en frá upphafi þessa
kennsluárs starfar hann skv.
samningi við Reykjavikurborg og
eftir sérstakri skipulagsskrá,
sem staðfest er af menntamála-
ráöuneytinu og ræöur mennta-
málaráðuneytið einnig skóla-
stjóra og kennara.
Skólinn hefur leyfi mennta-
málaráðuneytisins til að annast
kennslu barna á forskólaaldri,
þ.e. 6-7 ára, og ennfremur
kennslu fimm ára barna.
Skólastjóri er Asa Jónsdóttir,
uppeldissálfræðingur og stjórn
skólans er i höndum 5 manna
skólanefndar. Eru 2 þeirra kjörn-
ir af borgarstjórn Reykjavikur en
3 valdir á fundi i foreldrafélagi
skólans.
/
SHI mótmælir breytingu
á endurgreiðslu námslána
Stjórn Stúdentaráðs Háskóla
lsiands hefur i tilefni af setningu
nýrra laga um námslán og náms-
styrki sent frá sér eftirfarandi:
S.H.l. lagði á það rika áherslu
að engar breytingar yrðu gerðar
á frumvarpinu einsog það lá fyr-
irnámsmönnum i óhag. Nú hefur
það hinsvegar gerst að ýmsar
breytingar urðu á frumvarpinu i
meðförum þingsins. Flestar eru
þessar breytingar smávægilegar
nema sú breyting að lengja á
endurgreiöslutima lánanna úr 30 i
40 ár. Stjórn S.H.I. mótmælir
harðlega þessari breytingu sem
hefur I för meö sér herðingu á
endurgreiðslureglum námslána
og telur að hún sé til komin vegna
litillar umræðu og vanþekkingar
þingmanna og mun stjórn S.H.I.
beita sr fyrir þvi að þessu verði
af tur brey tt i fy rra horf.
Stjórn S.H.l. fagnar þvi að með
samþykkt nýrra laga um náms-
SÍNE um lán
Þjóðvil janum hefur borist
ályktun frá SINE, Sambandi
islenskra námsmanna erlendis,
vegna nýrra laga um námslán og
námsstyrki. Birtist ályktunin hér
með nokkuð stytt:
Stjórn SINE mótmælir þvi, aö
ekkert tillit var tekiö til þeirra
umkvörtunaratriða, sem fram
komu i sameiginlegu áliti SINE
og BISN fyrr á árinu.
Stjórn SINE mótmælir þeim
auknu byrðum á lánþega, sem
frumvarpiö hefur i för með sér,
og mótmælir sérstaklega þeim
viðbótarbyrðum, sem alþingi
kom inn i framlagt frumvarp, án
umræöu, og án ráöuneytis við
námsmenn.
lán og námsstyrki sé
tryggö sú áralanga krafa náms-
manna að lánaö sé að fullu eftir
framfærslumati Lánasjóðsins.
Einnig vill stjórn S.H.I. benda á
að ákvæöin um að námsmenn eigi
aðild aö Söfnunarsjóði lifeyris-
réttinda eru til bóta fyrir náms-
menn.
Stjórn S.H.l. leggur áherslu á
að hraðað verði undirbúningi aö
setningu nýrrar reglugeröar og
endurskoðunar úthlutunarreglna
i samræmi við hin nýju lög og að
um þaö veröi haft fullt samráð við
námsmenn.
Stjórn S.H.I. vill ennfremur
minna á loforö stjórnvalda um að
ekki komi allar tekjur náms-
manna til frádráttar láni við út-
hlutun. Sú krafa gerist sifellt
brýnni og háværari meöal náms-
manna ekki sist þegar ný lög gera
ráö fyrir aö námsmenn greiði aö
fullu lánin til baka.
og styrki
Stjórn SINE lýsir fullri ábyrgð
á framtiðarvanda vegna þessara
laga á hendur alþingi og rikis-
stjórn. Hún telur, að hátekju-
mönnum úr hópi lánþega muni
reynast léttað bæta sér upp hina
auknu endurgreiðslubyrgði, og að
lögin muni ýta undir launamis-
rétti i samftíaginu.
Stjórn SINE lýsir ánægju sinni
yfir framgangi hinnar sjálfsögöu
kröfu námsmanna um að lánin
nemi 100% af áætluöum fram-
færslukosnaði, svo og yfir nokkr-
um öörum atriöum, sem náms-
mönnum eru til bóta I lögunum.
Hún leggur áherslu á, aö þau
komi til framkvæmda á tilsettum
tima.
Pólskur organleikari
Marek Kudlicki organleikari
frá Póllandi heldur orgeltónleika
á mánudagskvöldið kl. 20.30 i
kirkju Filadelfiusafnaöarins i
Reykjavik.
Kudlicki er nú búsettur i Vinar-
borg, en er mikiö á feröalögum
vegna tónleikahalds. Hingaö
kemur hann frá Astrallu og
Ameriku á leiö sinni á hringferö
um hnöttinn. Tónleikarnir á
mánudagskvöldiö verða einu tón-
leikar Kudlickis hér á landi aö
þessu sinni. Verkefnaval hans
nær yfir flestar stiltegundir
orgelbókmenntanna, en á efnis-
skrá hans á mánudagskvöldið
verða tónverk eldri meistara svo
og tónsmfðar pólskra höfunda.