Þjóðviljinn - 22.05.1982, Síða 6

Þjóðviljinn - 22.05.1982, Síða 6
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 22.-23. mal 1982 DJOÐVILJINN Málgagn sósfalisma, verkalýðs- hreyfingar og þjóðfrelsis Ctgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans. Framkvæmdastjóri: EiBur Bergmann. Ritstjórar: Arni Bergmann, Einar Karl Haraldsson, Kjartan ólafsson. Fréttastjóri: Þórunn Sigurðardóttir. úmsjónarmaður sunnudagsblaðs: Guðjón Friðriksson'. Auglýsingastjóri: Svanhildur Bjarnadóttir. Afgreiöslustjóri: Filip W. Franksson. Blaðamenn: Auöur Styrkársdóttir, Helgi Ölafsson, Magnús H Gislason. Olafur Gislason, óskar Guömundsson, Sigurdór Sig urdórsson, Sveinn Kristinsson, Valþór Hlöðversson. tþróttafréttaritari: Viðir Sigurösson Útlit og hönnun: Andrea Jónsdóttir, Guðjón Sveinbjörnsson. Ljósmyndir: Einar Karlsson, Gunnar Elisson. Handrita- og prófarkaiestur: Elias Mar, Trausti Einarsson. Augiýsingar:Hildur Ragnars, Sigriöur H. Sigurbjörnsdóttir. Skrifstofa: Guðrún Guövaröardóttir, Jóhannes Harðarson. Afgreiösla: Bára Sigurðardóttir, Kristin Pétursdóttir. Slmavarsla: Sigriöur Kristjánsdóttir, Sæunn Oladóttir. Húsmóöir: Bergljót Guðjónsdóttir. Bflstjóri: Sigrún Báröardóttir innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Gunnar Sigurmunds- son. Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jóns- dóttir. Útkeyrsla, afgreiðsla og augiýsingar: Siöumúla 6, Reykjavlk, simi: 8 13 33 Prentun: Blaðaprent hf. ritstjornargrei n Kj ósum gegn kvíða og kreppu i dag gengur íslenska þjóðin til afdrifaríkra kosn- inga. Þjóðviljinn hvetur alla kosningabæra menn í landinu til þess að nýta sér kosningaréttinn. Við skul- um ekki misvirða þann rétt einmitt í þann mund sem vopnin eru látin tala í viðskiptum þjóða. Kosningar og kosningabarátta eru friðsamlegur vígvöllur stefnu- mála og stéttaátaka. Niðurstöður þeirra ráða því hver vígstaða er til þess að takast á í lýðræðisstofnunum þjóðfélagsins um skiptingu þjóðartekna og þeirra gæða sem landið hefur uppá að bjóða. I þeirri kosningabaráttu sem háð hef ur verið f yrir bæjar- og sveitarstjórnarkosningarnar hefur á læ- vísan hátt verið reynt að breiða yf ir hin raunverulegu þjóðfélagsátök sem yfir standa. Sjálfstæðisflokkur- inn hefur haldið uppi trúðleik kringum jarðfræði (s- lands, og kvennaframboðið hef ur farið í skemmtiferð á vígvöll íslenskra stjórnmála. Alþýðubandalagið hefur tekið kosningabaráttuna alvarlega. Frambjóðendur f lokksins um allt land hafa borið fram rök um samhengi sveitarstjórnar- og landsmála, og þýðingu kosninganna fyrir almenn lífs- kjör launafólks. Alþýðubandalagið hefur á liðnum fjórum árum borið mikla ábyrgð á stjórn lands- og sveitarstjórnarmála. íhaldsáróðurinn hefur dunið á flokknum linnulaust í þessi fjögur ár. Þjóðviljinn er sannfærður um að hugsandi alþýðufólk mun ekki láta blekkjast af öllum áróðrinum um að engin skil séu á milli vinstri og hægri, f lokkamunur hverfandi, og að engu skipti hvort Sjálfstæðisf lokkurinn og Vinnuveit- endasambandið, eða Alþýðubandalagið og verkalýðs- hreyfingin séu áhrifameiri í stjórn lands og sveitar- félaga. Baráttan i flestum grannríkjum Islands hefur verið háð í skugga atvinnuleysis og kreppu. Við skulum ekki kalla yfir okkur kvíða og kreppu í kosn- ingunum. Við skulum ekki láta pólitíska venslamenn Thatchers og Reagans læðast aftanað íslenskum launamönnum í kosningunum i dag. Kjósum G-lista um land allt og lokum leið til leiftursóknar. — ekh Verjum Reykjavík „Atkvæði greitt Sjálfstæöisflokknum er ávísun á: Eins flokks stjórn í Reykjavik. Davíð Oddsson sem borgarstjóra. Hægri sveiflu í landsmálum. Geir Hallgrímsson sem forsætisráðherra. Nýja leiftursókn. Kaupmáttarskerðingu. Atvinnuleysi Landflótta. Alþýðubandalagið eitt getur lokað leið til nýrrar leiftursóknar og tryggt vinstri meirihluta i Reykja- vík". Morgunblaðiðsem kallarsig biaðallra landsmanna, hafnaði auglýsingu með áðurgreindum texta frá áhugamönnum um áframhaldandi forystu Alþýðu- bandalagsins i Reykjavík. Sannleikanum verður hver sárreiðastur. — ekh úr aimanakinu Nú i vikunni var borinn heim til min litill bæklingur, blár aö lit og all snoturlega geröur. Bækl- ingurinn heitir: „Viö ætlum” og þaö er Sjálfstæöisflokkurinn, sem sendi hann heim til min. Þar er taliö upp allt þaö sem flokkurinn ætlaraö gera ef hann nær meirihluta i borginni á ný. Hann ætlar t.d. aö afnema punktakerfiö viö lóöaúthlutanir, lækka fasteignagjöld, hefja uppbyggingu dagvistarstofn- ana, endurreisa miöbæinn, byggja 4 heilsugæslustöðvar á 4 árum, styöja aldraöa, afnema biðraöir i Bláfjöllum (!) og fleira og fieira. Sem sagh Sjálf- stæöisflokkurinn ætlar aö gera allt þaö sem hugurinn girnist, nái hann meirihluta hér i Reykjavik — eöa svo segir hann aö minnsta kosti. Ég hef heyrt þetta allt marg- oft áöur. Ekki aðeins frá Sjálf- stæöisflokknum, heldur öllum flokkum. Allir flokkar lofa öllu fögru — sérstaklega fyrir kosn- ingar. Þeir ætla allir allt fyrir mann aö gera, byggja dag- vistarstofnanir, gera bæinn „manneskjulegan”, færa fólki aur i vasa og annað i þeim dúr. Kosningaloforöin keyra stund- um svo úr hófi, aö menn segja jafnvel sem svo: „Það er bara sami rassinn undir þeim öllum”. Ég held aö Kvennaframboöið gangi þó einna lengst i þessum efnum. Konurnar þar hafa lýst þvi yfir, aö allir flokkar séu eins — alls staöar séu sömu karlpungarnir — lika á konunum sem þar vilja starfa. Karlkonur heita þær konur. Til einskis fóru þær Adda Bára og Guðrún Helga meö sinn reynsluheim inn i stjórnmálin. Sá heimur nýttist þeim ekki þar, aö sögn Kvennaframboðs- kvenna. Þær tóku upp háttu karla og höfnuöu hinum sér- staka. reynsluheimi kvenna. Ég viðurkenni hreinlega, að ég skil ekki svona rugl. Mér er fyrirmunaö aö skilja hvernig hægt er að öðlast sérstakan reynsluheim út á sitt kynferði i einu oröinu, en kasta þeim hinum sama heimi fyrir borð i hinu, eins og ekkert hafi i skor- ist. Liggur þá ekki beinast viö að álykta sem svo, aö allar konur sem út i stjórnmálin haida, hljóti aö glata sinum sér- staka kvenlega reynsluheimi? Eöa hvaö skyldi greina Kvenna- framboðskonur frá öðrum konum i stjórnmálum? Mér er spurn. Og karl- konur Auður Styrkársd. skrifar Nei, hér er éitthvað bogiö á feröinni — annað hvort i kenn- ingunni eöa i stjórnmálunum. Og ég kenni kenningunni hikl- laust um. Þaö hlýtur hreinlega aö vera eitthvaö aö kenningu, sem segir að bæöi verði sleppt og haldiö. Það veröur að minnsta kosti aö gera grein fyrir þvi, hvenær og hvernig maöur er kona og hvenær og hvernig maður umbreytist i karl. Þaö gerir þessi kenning ekki. Þaö er þvi ekki nema von, aö ég og ýmsir fleiri áttum okkur ekki á þvi hvaö hér er á seyði. Viö áttum okkur hins vegar á ööru. Þaö erverulegur munur á hægri og vinstri stefnu i pólitik. Sjálfstæöisflokkurinn ber hag atvinnurekenda meir fyrir brjósti en hag launafólks i land- inu og hefur alla tiö gert. Sjálf- stæðisflokkurinn kom þvi til leiðar, að i þessu landi býr svo gott sem hersetin þjóö. Sjálf- stæöisflokkurinn kom þvi til leiöar, aö auöhringar hreiðruðu hér makindalega um sig. Sjálf- stæðisflokkurinn fylgir vigbún- aöarkapphlaupi stórveldanna út i ystu æsar. Sjálfstæðisflokkur- inn styöur þau Thatcher og Reagan i niöurskuröarstefn- unni. Og aö leggja aö jöfnu hægri og vinstri stefnu i stjórn- málum er hin argasta mógðun við þær miljónir atvinnuleys- ingja sem nú mæla göturnar i stórborgum Bretlands, Banda- rikjanna og fleiri landa og hafa ekkert fyrir sig að leggja og horfa framan i hungurvofuna. Ég vil mótmæla þessum sam- jöfnuði. Það hefur skipt þessa þjóð og margar fleiri verulegu máli, að hér reis eitt sinn upp verkalýðs- hreyfing sem meö samtaka- mætti sinum innleiddi félags- hyggju. Þaö hefur skipt þessa þjóð verulegu máli, að inn- an verkalýðshreyfingarinnar spratt stjórnmálahreyfing, sem kenndi sig við vinstri og starfaði i þeim anda. Og ég held þvi fram, að þaö skipti þessa þjóð ennþá verulega máli, að vinstri hreyfing starfi áfram — og það jafnvel þótt innan hennar séu bæði karlpungar og karlkonur. Það skiptir aö minnsta kosti al- þýðu landsins verulegu máli — þeirri alþýöu sem ávallt hefur þurft aö strita i sveita sins andlits fyrir brýnustu nauö- þurftum. Arni Björnsson skrifaöi þarfa grein hér i blaðiö fyrir nokkru. Þar sagöihann m.a. aö þaö væri barnaleg freisting að „refsa” flokknum fyrir hafa ekki staðið sig nógu vel og að sú freisting væri léttúðarfull. Nú er flokkur- inn auövitað engin heilög kýr né heldur allt yndislegt sem frá honum kemur. En ég held að flengingin verði að fara fram með öðrum hætti en þeim að leiða Sjálfstæðisflokkinn til valdahériborginni. I: \ LESTHAUKVI.il IIA.VDA IIELDRIMANNÁ BÖRNUM Bkdl l M STU IIOFIÐ og annaX þartil lioyrandi, 8f RÁSMVHI RAHK, i iM&mrftíiifr*?*, WlnrrrH ijurCitm »f ymMigum l*r*un» Vil&gum. A6 (ÍlliWtUft »ino títmpkn tioíunfnotcOös. BlSKXSXr*! DAaaaaÖ-i**! 2165 M i < . r r; ' : . Kaujimannaliiífn, 1830, l>nt»la8 lijá llircl,l«r Jrt.t llm/iúp Sriúh k’mútftlt,* of HÍaíúW ptr*un». 1 | Stafrofskver Minni nianna börnuin, we» nokfcrum rjettritunar regtum, ’$ l<Ufl m .kUNH mlOBl M úlgefara Ktlffólfs. ReySýsvft 1853. HnraiS I ÍtlMit. aÓKABArw . qap8B»únaii Zt6*

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.