Þjóðviljinn - 22.05.1982, Blaðsíða 17

Þjóðviljinn - 22.05.1982, Blaðsíða 17
Helgin 22.-23. maí 1982’ ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 17 „Þaö er svo erfitt að vera alþýð- leg”. Sigrún Björnsdóttir sem fulltrúi A listans. Með henni er Þórunn Sigurðardóttir i hlutverki spyrils og á milli þeirra er Alli, fulltrúi G listans i leikþættinum „Flokkaleikskólinn” sem Þór- hallur Sigurðsson leikstýrði. „Ég vil bara vera með stelpum.” Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir sem fulltrúi V listans. „Ég verð llka maddama þegar ég er orðin stór”. Asa Hagnars- dóttir, fulltrúi B-lista. „Ég ætla að verða ofsalega fynd- inn og líka góður viö aumingja, eins og Albert”. Karl Agúst Glfs- son sem fulltrúi D iistans. Elísabet Þorgeirsdóttir: Borgin sem við megum ekki missa Það var komin sól og við áttum borgina, úrvinda, hissa og glöð alltieinu höfðum við losnað undan járnbentum greipum auðvaldsins lagt að velli höfuðvigi einkaframtaksins. Það er enn sól en nú syrtir i lofti dökkir skýjabólstrar hrannast upp færast óðfluga nær geta dregið fyrir sólina svo dimmviðri taki við af vorinu vorinu sem við skópum sjálf og vildum gera að sumri. Eigum við að beygja okkur aftur undir ofurvald auðhyggjunnar og frelsisins að niðast á öðrum sé f jármagnið til fulltingis? Eigum við að láta heildsalatöskuna taka við af sókn okkar til samhjálpar sundrast aftur, sitt i hverju horni, bera hönd fyrir höfuð okkar, hvert i sinu lagi gegn hnefa hins fr jálsa framtaks? Eða eigum við að takast i hendur þéttingsfast þú i mina og ég i þina eigum við að láta hendur okkar ungar og gamlar sterkar, vinnusamar og veikburða sameinast svo svört skýin hverfi á braut og nýkviknuð frelsissól okkar styrkist og nái áfram að lýsa upp framtið okkar, framtið mina og þina og framtið barnanna barnanna sem þurfa jafnrétti og samhjálp ekki strið hinnar fr jálsu samkeppni barnanna sem nærast á sól, ekki svartnætti. Látum hendur okkar sameinast og hlúum siðan enn meir að fræjunum sem lif vort byggist á fræjunum sem b jartsýn uxu upp vorið sem sólin skein á borgina. Borgina sem hendur okkar byggðu hendur okkar ræsta hendur okkar likna og hjörtu okkar gleðjast. Borgin sem lifnar i sól en gránariskugga. Borgin sem við megum ekki missa. Anna Júliana Sveinsdóttir söng nokkur lög við undirleik Láru Rafnsdóttur. Kynnirinn Kristin ólafsdóttir hvilir lúin bein. Sönghópur undir stjórn Sigursveins Magnússonar syngur nokkra verkalýðssöngva. „Grýlurnar” taka lagiö Gestir á Baráttugieði nni I Laugardalshöll voru á ýmsum aldri.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.