Þjóðviljinn - 22.05.1982, Síða 30
30 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN' Helgin 22.-23. mai 1982
Svavar Gestsson, formaður Alþýðubandalagsins:
Ávarp á kj ördegi
Greinilegt er af undirtektum siðustu sólarhringa að Alþýðu-
bandalagiö er að sækja á. Þrátt fyrir sterka stöðu ihaldsins bendir
margt til þess aö Alþýðubandalagið geti stöðvað leiftursóknina i
þessum kosningum eins og stundum áður. Úrslitin i dag velta á þinu
starfi. Liösmenn G-listans hafa starfað vel hvarvetna. I höfuðborg-
inni hafa hundruð manna undirbúið kjördaginn undanfarna sólar-
hringa. Þetta fólk gerir sér ljóst aö kosningarnar eru alvarleg átök
þar sem tekist er á um öll grundvallaratriði þjóðfélagsins — herinn,
erlenda stóriöju, verkalýðshreyfinguna og sögu hennar.
En hver minúta dagsins I dag, laugardagsins 22. mal, ákveöur úr-
slitin. Starf allra er jafnmikilvægt. Alþýðubandalagið skorar á alla
liðsmenn sina að starfa vel I dag. Minnt skal á að kosningar eru
kostnaðarsamar og á þvl sviði — eins og öðrum — verður Alþýðu-
bandalagið eingöngu að treysta á liðsmenn slna.
Félagar! Nýtum tímann vel allttil þess að kjörstöð-
unum er lokað. Vanræksla í dag getur komið niður á
okkur — og börnunum okkar á morgun. Gerum börn-
unum okkar þann greiða að verja Reykjavík árásum
afturhaldsins.
I síðasta Morgunblaði fyrir kjördag
• •
Orvœntingarfullar
aðferðir íhaldsins
„Alvarlegar rangfœrslur”, segir Ragnar Árnason um „frétt”
Morgunblaðsins
Einkarekstur heilsugæslustöðva
yki aðhald að opinberum stöðvum
- er samdóma álit nefndar Svavars Gestssonar um heilsugæslustöðvar
ÁLITI ncfndar um heilsugædukerfl i
ítejkjivík, aem skilaði áliti fjrr á
>essu árí, kemnr meðal annara fram,
að allir nefndarmenn eni aammála um
komið verði á einkarekstri beilao-
giesluatöðva. Athjgli vckur, að for-
naður nefndarinnar er fulltrúi At-
>jðubandalagsins, Ragnar Árnason
ugfræðingur, skipaður af Svavari
Gestasjni heilbriflðiaráðhcrra^ogjdj^^
lagsins. Um þetta segir m.a. svo I kafla
ber jfirskriftina „Einkarekstur
„Það skipulag, sem nefndinni líst
best á í þessu efni, er, að hópur
heilsugæslufólks taki sig saman um
að reka heilsugæslustóð. Þessi hóp-
ur og annaö heilsugæslustarfslið
hið opinbera einungis fasta fjárhæð
til almenns rekstrarkostnaðar þess-
arar heilsugæslústððvar, td. sömu
fjárhæð og það myndi leggja til
sambærilegrar heilsugæslustöðvar í
opinberum rekstri.-
Nefndin telur að einkarekstrar-
skipulag, eftir ofangreindum línum,
geti orðið til þess að auka rekstrar-
— Þar sem hér er um að ræða
alvarlegar rangfærslur á efni I ó-
útgefinni skýrslu opinberrar
nefndar hef ég sem formaður
samninganefndar heilsugæslu-
kerfis i Reykjavik krafist leið-
réttingar f Morgunblaðinu, sagði
Ragnar Arnason vegna. „fréttar”
Morgunblaðsins á baksiðu i
fyrradag. Fátt sýnir betur en
þetta barnalega skrök Morgun-
blaðsins um óbirta skýrslu hversu
átakanleg málefnafátækt Sjálf-
stæðisflokksins er, sagði Ragnar
enn fremur.
— Þetta gerist I slöasta blaði
fyrir kjördag og mér þykja þetta
sannast sagna örvæntingarfullar
aðferðir. Morgunblaöiö byggir
þessa „frétt” sina á frumdrögum
sem einn nefndarmanna lagði
fram, en alls ekki á skýrslu
nefndarinnar.
— Þetta er enn undarlegra þar-
sem efsti maður á framboðslista
Sjálfstæðisflokksins I Reykjavlk á
sæti I þessari nefnd. Hann minnt-
ist aldrei aukateknu orði á hina
nýju stefnu flokksins um einka-
rekstur á heilsugæslustöðvum.
Þvi slður lagði hann fram tillögur
um þau efni.
— Fullyrðingar Morgunblaðs-
ins I „fréttinni” eru þar eftir al-
rangar I öllum aðalatriöum. Það
er meö öllu tilhæfulaust að fram
komi I nefndaráliti aö nefndar-
Ragnar Arnason: Með öliu til-
hæfuiaust að nokkur kafli i
skýrslunni beri yfirskriftina
„einkarekstur heilsugæslu-
stöðva”.
menn séu sammála um aö komiö
veröi á einkarekstri heilsugæslu-
stöðva. Það er lika rangt að nokk-
ur kafli I skýrslu nefndarinnar
beri yfirskriftina: „einkarekstur
heilsugæslustöðva” einsog Morg-
unblaðið leyfir sér aö fullyröa.
Það er einnig ósatt einsog Morg-
unblaöiö fullyrðir I fyrirsögn
þessarar „fréttar”, að það sé
samdóma álit nefndarinnar aö,
einkarekstur heilsugæslustöðva
myndi auka aðhald að opinberum
stöövum.
— Heilsugæslukerfið er auðvit-
aö félagslegur þáttur I samneyslu
okkar og frá þeirri braut hefur
ekki verið hvikað, hvorki I þessari
nefnd né annars staöar, svo ég
viti til.
—óg
Sögðu upp áskrift
Þjóðviljanum bárust i
gær simleiðis a.m.k. 15
uppsagnir á blaðinu frá
helstu aðstandendum
j Starfsfólk í
veitingahúsum
\Samkomu\
'■lagnáðist \
Félag starfsfólks i
veitingahúsum hefur
frestað boðuðu verk-
falli en heildar-
samningar hafa enn
ekki tekist. Beðið er
heildarsamninga
ASl og Vinnuveit-
endasambandsins.
Félag starfsfólks I veit-
ingahúsum mun hafa náð
samkomulagi við gistihúsa-
eigendur um nokkur sér-
kjaramál, td. um hærra
vaktaálag, vetrarfrl og nám-
skeiðahald fyrir starfsfólk
sem fengi þá tilsvarandi
kauphækkun. En þar sem
'ekki náðist samkomulag
milli félags framreiöslu-
manna og veitingahúsaeig-
enda verða veitingastaðir al-
mennt ekki opnaðir i dag.
—óg
kvennaframboðs i
Reykjavik. Eins og
venja er til var innt eftir
ástæðum uppsagnanna.
Svörin voru mjög á einn veg og
var því borið viö að ástæöan væru
skrif Þjóðviljans um kvenna-
framboðið. „Vegna rætinna
skrifaf Þjóðviljanum um kvenna-
framboðið”, „krossaprófið sem
fór alveg með það”, „vegna of-
boðslegrar skltafréttamennsku
um kvennaframboðið”, „vegna
rógsherferðar um kvennafram-
boð — vil ekki sjá þennan snepil
heima hjá mér”... Þetta voru
nokkur sýnishorn af svörunum.
Meðal þess efnis sem kvenna-
frambjóðendur kunnu ekki við
var viðtal við Þröst Ásmundsson
starfsmann SINE oggreinar eftir
Guðrúnu Helgadóttur og Árna
Bergmann, þar sem þeim stað-
hæfingum kvennaframbjóðenda
var andmælt, aö átök um vinstri
og hægri nú til dags væru karla-
karp um keisarans skegg og
skiptu næsta litlu máli.
Svavar
Geir
Alþýðubandalagið,
Kópavogi
Kosninga-
skrifstofa
Þinghól, Hamraborg 11
Kosningaskrifstofan er opin allan dag-
inn, simi 41746. A kjördag veröa kaffi-
veitingar allan daginn, beint sjónvarp
frá Wembley og dagskrá fyrir börnin.
Svavar Gestsson formaður Alþýöu-
bandalagsins og Geir Gunnarsson al-
þingismaður koma I heimsókn. Bfia-
simi er 41746.
Stuðningsfólk — Herðum sóknina fyrir öflugu
Alþýðubandalagi. Alþýðubandalagið i Kópa-
vogi fylgist ekki með þvi hverjir kjósa á kjör-
dag.
Þjónaverkfall í dag
„Það er ótrúlegt að árið 1982
skuium við þurfa að fara út I að-
gerðir til þess að fá greiddan
vinnutima fram yfir 40 stundir”,
sagði Ólafur Sveinsson formaður
samninganefndar þjóna við veit-
ingahúsaeigendur f viðtali viö
Þjv. í gær. Samkomulag hefur
ekki tekist i þjónadeilunni þannig
að boðað verkfall frá þvi klukkan
átta I morgun til klukkan átta i
fyrramáliö kemur til fram-
kvæmda. En engu að siður náðist
samkomulag á milli Félags
starfsfólks i veitingahúsum.
— Þaö er allt I strandi ennþá
hjá okkur, sagði ólafur enn
fremur. Veitingahúsaeigendur
hafa hundsað kröfur okkar og eru
jafnvel ekki til viðræðu um sjálf-
sögð atriöi. Höfuökröfur okkar
eru aukagreiðslur fyrir vinnu á
fridögum þegar unnið er fram
yfir 40 stundir. Aö veitingahúsa-
eigendur taki þátt I launakostnaöi
hjá aðstoðarfólki þjóna, sem þeir
ráða nú upp á sinn reikning. 1
þessu sambandi vil ég geta þess,
að veitingahúsaeigendur sömdu I
gær við starfsfólk I veitinga-
húsum og það er einmitt félagið
sem aöstoðarfólk þjóna er I. Samt
vilja þeir ekki taka þátt I neinum
kostnaði vegna þeirra.
Þá förum við fram á hærri
kauptryggingu en viö erum nú
meö 6270 krónur I lágmarkslaun,
Bj ar ni
Þórðar-
son er
látinn
Bjarni Þórðarson ritstjóri
Austurlands, málgagns Alþýðu-
bandalagsins á Austurlandi, áður
bæjarstjóri i Neskaupsstað, lést I
gær 21. mai á Borgarspitalanum I
Reykjavik. Bjarni fæddist 24.
! april 1914 að Kálfafelli I Suður-
sveit og var þvi 68 ára að aldri er
hann lést. Hann var löngu lands-
kunnur fyrir störf sin að sveitar-
stjórnarmálum og i fremstu for-
ystusveit sóslalista á Austurlandi
um áratugi.
Fyrri kona Bjarna var Anna
Eiríksdóttir sem lést 1975. Seinni
kona hans Hlif Bjarnadóttir lifir
mann sinn.
I Bjarna Þórðarsonar verður
'minnst hér i blaðinu siðar.
Hvíta stríðið
Sýning í Lista-
safni Alþýðu
1 dag veröur opnuð I Listasafni
Alþýðu, sýning á vegum Sögu-
safns Verkalýðshreyfingarinnar.
Nefnist hún „Hvita strlðið — at-
burðirnir I Reykjavík, nóvember
21”.
En nú nýlega hefur Pétur
Pétursson verið með þætti 1 út-
varpinu um mál þetta og hafa
þeir vakið mikla athygli. Hefur
Pétur viðað aö sér miklu efni um
þessa atburði og er sýningin
byggð á þeim gögnum.
Hvlta striðið kallast atburðir
þeir, er áttu sér stað I Reykjavlk I
nóvembermánuði 1921, þegar
visa átti úr landi rússneskum
dreng vegna augnsjúkdóms. En
Ólafur Friðriksson, helsti for-
ystumaður reykviskrar alþýðu á
þessum árum, hafði komið með
drenginn frá Rússlandi. Neitaði
Ólafur að verða við kröfum yfir-
valda og urðu átök mikil milli
stuðningsmanna Ólafs og lög-
regluyfirvalda sem höfðu boðið út
mikið lið sér til aðstoðar.
Mikil eftirmál uröu af máli
þessu, fangelsanir og málaferli.
Sýningin sýnir I myndum og
texta gang mála, aðdraganda
þeirra og eftirmála.
Sýningin verður opin alla daga
frá 14—22 til og með 30. mal.
sem margir verða að láta sér
lynda. Viðsemjendur okkar hafa
haft átta mánuði til að skoða kröf-
urnar, en samt hefur ekkert
gerst. Fundi hjá sáttasemjara
lauk I nótt án árangurs og ekkert
hefur veriö ákveðiö um næsta
fund. Þess vegna kemur boðað
verkfall okkar til framkvæmda I
dag (laugardag) og stendur til
sunnudagsmorguns. Einnig
bendir allt til þess aö verkfallið
hefjist fyrir alvöru 28. eða 29.
þessa mánaöar.
— óg