Þjóðviljinn - 10.06.1982, Síða 10
10 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 10. júni 1982
Fyrri hluti
15. formannafundur K.l.
var haldinn í Nýja Hjúkr-
unarskólanum og að Hall-
veigarstöðum dagana 16.
— 18. apríl sl. K.l. hefur
þann hátt á, að halda
Landsþing annað hvert ár,
skipað fulltrúum hinna
ýmsu héraðasambanda,
mismörgum eftir félaga-
tölu hvers sambands. Hitt
árið er haldinn fundur með
formönnum héraðasam-
bandanna. Að þessu sinni
sóttu fundinn formenn eða
varaformenn allra sam-
bandanna nema tveggja.
Formaöur K.I. Maria Péturs-
dóttir setti fundinn, bauð fulltrúa
og gesti velkomna og minntist
góðra samverustunda á siðasta
ári á Laugarvatni, en þar var sið-
asta landsþing haldiö, og á
Hvanneyri i Norræna húsmæðra-
orlofinu.
Frá v.: Maria Pétursdóttir, form. K.I., Guðrún Lára Agústsdóttir, Mælifelii, Sigurhanna Gunnarsdóttir,
Læk, Sigriður Hafstað, Tjörn, Sólveig Alda Pétursdóttir. Reykjavlk, Sigrún Sturludóttir, Reykjavik,
Unnur Schram, Reykjavlk, (standandi) Sigurveig Sigurðardóttir, Selfossi, Magðalena Ingimundar-
dóttir, Akranesi, Halla Aðalsteinsdóttir, Kolsholti, Ingibjörg Bergsveinsdóttir og Sigriður Kristjáns-
dóttir.
Og enn
þinga þær
Þórunn
Eiríksdóttir
á Kaðalstöðum
segir frá
15. formannafundi
Kvenfélaga-
sambands
Islands
Frá v.: Arndis Þorbjarnardóttir, Sigrlður Thorlacius, Unnur Agústs-
dóttir Schram, Maria Pétursdóttir
Formaður minntist merkiskon-
unnar Halldóru Bjarnadóttur,
sem landskunn er fyrir forystu-
störf og umsvif i kvenfélagsmál-
um. Halldóra lést á sl. ári. Lauk
hún máli sinu með þvi að vitna til
orða, sem áður hafa verið viðhöfð
um Halldóru: ,,Lif hennar og
starf sanna, hversu miklu ein-
stakir hæfileikar og vilji til góðra
verka fá áorkað, bæði fyrir sam-
tiö og framtið”. Þá óskaði hún for
mannafundinum „vits, starfs-
gleði og hófsemi i athöfnum”.
Skýrsla stjórnar,
starfslið o.fl.
1 skyrslu stjórnarinnar kom
fram, að 11 stjórnarfundir hafa
verið haldnir siöan Landsþing
kom saman. Núverandi stjórn
K.l. skipa Maria Pétursdóttir for-
maður, Sigurveig Sigurðardóttir
varaformaður og Sólveig Alda
Pétursdóttir ritari. I varastjórn
eru Helga Guðmundsdóttir, Sig-
urhanna Gunnarsdóttir og Þór-
unn Eiriksdóttir. Sigriður Kristj-
ánsdóttir húsmæðrakennari er i
hálfu starfi hjá K.I. fyrst og
fremst við Leiðbeiningastöð hús-
mæðra, og hefur ærið nóg að
starfa þar. Soffia Káradóttir
vinnur á skrifstofu K.l. tvo hálfa
daga vikulega við bókhald og
önnur skrifstofustörf.
Ritstjórar Húsfreyjunnar eru
Sigriður Thorlacius og Ingibjörg
Bergsveinsdóttir. Gjaldkeri er
Guðbjörg Petersen, og þær Ingi-
björg og Guðbjörg annast af-
greiðslu og innheimtu. Tímaritið
Húsfreyjan hefur nú flutt I ný
húsakynni i kjallara Hallveigar-
staða. Endurbætur hafa verið
gerðar á skrifstofu K.I., en þar
haföi Húsfreyjan áöur bækistöðv-
ar.
Sagt var frá afgreiðslu tillagna,
sem samþykktar voru á siðasta
landsþingi, en „allar munum viö
vera sammála um, að landsþing-
ið á Laugarvatni hafi tekist með
ágætum og gestrisni Sambands
sunnlesnrka kvenna og samherja
sambandsins orðið okkur
ógieymanleg, og það þótt okkur
hafi ekki tekist að smita svo frá
okkur af baráttu- og frásagnar-
gleði, að fjölmiðlar fáist til að
endurspegla lifandi og góða mynd
af starfi K.I.”. Ennfremur var
sagt frá Sumarorlofi Norræna
Húsmæðrasambandsins að
Hvanneyri sl. sumar, en þar sem
þvi hafa áður verið gerö skil I
Þjóðviljanum, veröur ekki farið
nánar út i þá sálma hér.
Jafnréttismál
Formaður K.l. á sæti i nefnd,
sem félagsmálaráðherra skipaði
snemma á sl. ári til að gera m.a.
könnun á jafnréttismálum i fram-
kvæmd. Nefndin á að miða starfs-
svið sitt við hálfnaðan kvenna-
áratug, þ.e. 1975 - 1985, og kanna
hvort eitthvað, og þá hvað, hafi
breyst á þeim tima, hvað hafi
verið gert og hvað hamli jafn-
rétti. Nefndin hefur haldiö 14
fundi og sent frá sér bréf með
ýmsum spurningum um jafnrétt-
ismál. s.s. hlutfall karla og
kvenna í stjórnunarstöðum, áhrif
jafnréttislaganna, hlutverk jafn-
réttisráðs o.fl. Bréfin voru send 27
jafnréttisnefndum um land allt,
stéttarsamböndum, vinnuveit-
enda- og verkalýössamböndum,
stjórnmálaflokkum og kvenna-
samtökum. Hafa allmörg svar-
bréf borist, en eftir er að vinna úr
upplýsingum, sem þau hafa að
geyma.
Norræna jafnréttisnefndin efnir
árlega til fundar með fulltrúum
frá kvennasamtökum, aðilum
vinnumarkaðarins og þeim aðil-
um öðrum, er starfa að jafnréttis-
málum. Var óskað eftir tillögum
og ábendingum frá K.I. um fund-
arefni 1982. Lagði K.l. til, að fjall-
að yrði um heimilisstörf og gerði
nánari grein fyrir þeirri tillögu.
Það varð þó úr, að fundurinn tók
til meðferðar efnin: Fjölmiðlar
og jafnrétti, og kynskipta vinnu-
markaðinn. K.I. tilnefnir fuiltrúa
i ráögjafanefnd Jafnréttisráös.
Þar á sæti Margrét Einarsdóttir.
Hlutverk nefndarinnar er að
vinna að þeim málum sem Jafn-
réttisráð felur henni hverju sinni,
svo og að gera tillögur til ráðsins
að nýjum verkefnum og fram-
kvæmd þeirra.
/
Ar aldraðra —
Öldrunarráð
1 okt. sl. barst K.l. bréf þar sem
tilkynnt var, aö heilbrigðisráð-
herra heföi skipað nefnd um mál-
efni aldraðra. Nefndin fékk tvi-
þætt hlutverk, annars vegar að
undirbúa löggjöf um málefni
aldraðra og hins vegar að annast
skipulag „Ars aldraðra”. Var
K.l. boðið til samvinnu um þetta
málefni og var það auðsótt mál. I
svarbréfi til nefndarinnar var
vakin athygii á ályktun frá síð-
asta landsþingi K.I. þar sem bent
var á, að bygging þjónustuhúsa
fyrir aldraða, þar sem fólk getur
eignast eða leigt ibúðir og notið
þjónustu eftir þörfum sinum, séu
mikilvægur þáttur I að búa öldr-
uöum borgurum sem best skil-
yrði. Hvatti landsþingið bæjar- og
sveitarfélög til að koma sem fyrst
upp slikum húsakynnum og
hjúkrunar- og þjónustudeildum
fyrir aldraöa. Ennfremur hvatti
iandsþingið til að aukin yrði
heimahjúkrun og heimilishjálp,
svo að fólki gefist kostur á að
dveljast i heimahúsum meðan
mögulegt er. K.l. gerðist aðili að
Oldrunarráði Islands á stofnfundi
ráðsins 21. okt. sl. Markmið Oldr-
unarráðs er að bæta lifsaöstöðu
aldraðra.
/
Islenskir búningar
K.l. er aðili að Samstarfsnefnd
um islenska þjóöbúninga, sem
starfað hefur frá árinu 1970. Á
vegum nefndarinnar er tekin til
starfa Leiðbeiningastöð um gerð
islenskra þjóöbúninga. Er hún til
húsa á Laufásvegi 2, Reykjavik, i
húsakynnum Heimilisiðnaðar-
skólans á annarri hæð. Friður
ólafsdóttir fatahönnuður er
starfsmaður leiðbeiningastöðvar-
innar. Hún veitir leiðsögn um
eldri og yngri geröir þjóðbúninga,
æskilegt efnisvai, snið og mynst-
ur og safnar og skrásetur heim-
ildir um Islenska þjóðbúninga.
Þjóðhátiðarsjóður veitti styrk til
að hefja starfsemi leiðbeininga-
stöövarinnar, en þvi miður berst
þessi starfsemi i bökkum fjár-
hagslega. K.I. styrkir hana á
þessu ári með kr. 10.000.-.
U tgáf ustarf semi
A sl. ári gaf K.I.út 50 ára afmæl-
isrit sitt, bókina „Margar hlýjar
hendur” eftir Sigriöi Thorlacius.
Þetta er saga K.I., aðildarfélag-
anna og héraðasambandanna,
bók sem geymir mikinn fróöleik
um hið liöna og samtið okkar.
Bókin er ómetanlegt uppsláttar-
rit, og hefur Sigriður Thorlacius
unnið mikið afrek með þvi að
safna saman öllum þessum heim-
ildum og vinna úr þeim. „Margar
hlýjar hendur” er eiguleg bók,
myndskreyttog vel úr garði gerð.
Hún fæst enn á skrifstofu K.l. og
viðar. Þá er að nefna bæklinginn
„Jólakveðjur”, sem K.I. gaf út
fyrir siðustu jól. Forsaga þess
máls er sú, að félagsmálaráð-
herra fól formanni K.I. að hafa
forgöngu um að afla tekna i sjóð
til styrktar konum i þróunarlönd-
um, en þennan sjóð stofnaði Helvi
SipilS'á frá Finnlandi, fyrrum að-
stoðarframkvæmdastjóri Sam-
einuðu þjóðanna. Kom hún hingað
til lands sl. sumar m.a. til þess að
leita eftir stuðningi við sjóðinn.
Allur ágóðinn af sölu „Jóla-
kveðja” rennur til þessa málefn-
is. Þar sem bæklingurinn varð
nokkuð siðbúinn, tókst ekki að
selja hann allan , en áfram verður
haldið með söluna fyrir næstu jól.
Fleiri fjáröflunarleiðir fyrir
sjóðinn eru i athugun og allar
ábendingar þar að lútandi vel
þegnar. Endurprentaöir voru
fræðslubæklingar K.I. „Félags-
mál og fundarstjórn” og „Nútima
mataræði”. Endurprentun á bæk-
lingnum „Glóðarsteiking” er
fyrirhuguð, með viðbót frá höf-
undi.
Sitt af hverju
A sl. ári gerðist K.l. aðili að
Landvernd, landgræðslu- og nátt-
úruverndarsamtökum Islands.
K.I. fékk ýmis lagafrumvörp til
umsagnar, s.s. um reykingavarn-
ir, um fjármál hjóna, um breyt-
ingu á lögum um Framleiðsluráð
landbúnaðarins, verðskráningu,
verðmiðun og sölu á landbúnað-
arafurðum o.fl. Stjórn K.I. fjall-
aði um þessi frumvörp, gaf um-
sagnir um þau og gerði athuga-
semdir, þar sem talin var þörf á.
K.I. er aöili að Alþjóðasambandi
húsmæöra (ACWW) og Hús-
mæðrasambandi Norðurlanda
(NHF) og sendir fulltrúa á fundi
þessara samtaka eftir þvi sem
fjarlægðir og þröngur fjárhagur
leyfa. Sigurveig Sigurðardóttir er
fulltrúi K.l. i skólanefnd Skál-
holtsskóla. K.l. er aðili að Bréfa-
skólanum, og er Marig Péturs-
dóttir fulltrúi sambandsins i
skólastjórn þess skóla. Hefur þess
verið farið á leit við menntamála-
ráðherra, aö hann hlutist til um
aö sett verði löggjöf um Bréfa-
skólann, þannig að tryggja megi
tilveru hans og stöðu.
A sl. ári kom út nýtt kynningar-
rit um námsefni Bréfaskólans,
námsfyrirkomulag, námsmat
o.fl. Fyrir tilstilli K.I. voru gefin
út ný verkefni, annars vegar um
bókmenntir og listir, og hins veg-
ar um manneldismál. Sigriður
Thorlacius leiðbeindi á félags-
málanámskeiðum hjá alimörgum
kvenfélögum sl. vetur og flutti er-
indi á vegum K.I. hjá nokkrum
kvennasamtökum. Formaður
K.l. og aðrar stjórnarkonur sækja
aðalfundi héraðasambandanna
eftir þvi sem tök eru á.
/ '
Ursagnir úr KI
Þau tiðindi gerðust á sl. ári að
tvö af aðildarfélögum K.I.,
Hjúkrunarfélag íslands og
Styrktarfélag lamaðra og fatl-
aðra, sögðu sig úr Bandalagi
kvenna i Reykjavik og þar með úr
K.I. Þykja þeim, sem eftir sitja,
þessar úrsagnir koma úr óvænt-
ustu og ómaklegustu átt, þar sem
kvenfélögin i landinu hafa frá
upphafi beint kröftum sinum og
fjármunum að þvi að styrkja heil-
brigðisþjónustuna og bæta starfs-
aðstöðu heilbrigðisstéttanna á
margvislegan hátt. Kvenfélögin
hafa lagt stærri skerf af mörkum
til þessara mála en svo, að það
verði nokkurn tima i tölum talið.
„Það er áreiðanlegt, að við eig-
um margt ólært um fréttamiðlun,
þvi það er næsta ótrúlegt, hvað
mætir manni iöulega mikil fá-
fræði um störf kvennasamtaka,
og veldur það oft sinnuleysi um
stuðning við góðan málstað, eins
og glöggt sést á afstöðu þeirra
tveggja félaga, er á sl. ári sögöu
sig úr Bandalagi kvenna i
Reykjavik.En það er enginn leikur
að ná eyrum þeirra heidur. — Nú
hafa borist á skrifstofu K.l. 105
svarbréf við bréfi okkar frá april
1981, þar sem óskað var eftir upp-
lýsingum um, hvaö félögin hafi
lagt af mörkum til heilbrigðis-
þjónustunnar, s.s. meö tækja-
kaupum, fjárstuöningi til bygg-
ingaframkvæmda o.fl. o.fl. Þessi
tvö fyrrnefndu félög heföu mátt
minnast þessa og átt að vera
áfram styrkir liðsmenn”.