Þjóðviljinn - 10.06.1982, Page 15
|53?| Hringið í síma 81333 kl. 9-5 alla
y N virka daga, eða skrifið Þjóðvíljanum
Sýndarmennska íhaldsins
Lóðarumsækjandi
hringdi
Þeir voru ótrúlega margir
sem kusu ihaldið vegna alls
rembingsins hjá þvi um að
fjölga lóðum til úthlutunar. En
hvað er svo fyrsta verk þessa
lika þokka meirihluta? Akveöa
að fækka lóðum, 120 lóöum i
Sogamýrinni, til að þóknast fá-
mennum hópi andlóðamanna.
Engin lóð er boðin i staðinn. Það
var lika eftir þessum amlóðum
að „falla frá hugmyndum um
ibúðabyggð i Laugardal”. Þetta
voru nefnilega hugmyndir, sem
aldrei hafa verið samþykktar af
einum eða neinum. Með öðrum
orðun\ það er verið að falla
formlega frá hugmyndum sem
aldrei hafa fengið formlega
meðferð hvað þá heldur sam-
þykkt af borgarstjórn. Hvað á
þessi sýndarmennska hjá ihald-
inu að þýða? Máske eigum við
von á þvi að ihaldið i borgar-
stjórn samþykki að falla frá
hugmyndum um valddreifingu
og atvinnulýðræði i borginni?
Sammála um skærulokanir
Bindindismaöur hringdi
Það var aldeilis ágæt hug-
mynd sem fram kom frá Har-
aldi Birni á lesendasiðunni á
þriðjudaginn um skærulokanir
hjá rikinu. Þetta gæti vel orðið
liöur i baráttunni gegn áfengis-
bölinu. En vel þyrfti að gæta
þess að enginn hefði spurnir af
lokunum rikisins fyrirfram. Ég
hvet alla til að ihuga þetta úr-
ræði vel. En það þarf auðvitað
fleira að koma til hjálpar.
Hj&' Fo&ZTjtón Ofuur-u»p*r)
'L)aCp!
'?> 81 ía^ ve^a v/AÞPifik
<23
liSL
Þessi ágæta myndasaga er eftir Bjarka K. Pétursson níu ára gamlan Seltirning
sem á heima á Skerjabraut9. Vilja ekki f leiri rreyna fyrir sér?
Kattahom
Kettir þurfa mjólk,
segja sumir. Þetta er
rangt. Þótt mörgum kött-
um þyki mjólkin góð
þarfnast þeir hennar ekki
í fæðunni. AAargir full-
orðnir kettir verða veikir
af mjólk. AAjólk kemur
ekki í stað vatns.
Barnahornið
Lausn á eldspýtnaþraut
sem birtist í blaðinu í
fyrradag
Fimmtudagur 10. júni 1982 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 15
Nýtt fólk með morgunorð
• Útvarp
kl. 8.10
i dag flytur Guðrún Brodda-
dóttir morgunoröin i útvarp-
inu. i þessum mánuði hefur
nýtt fólk tekið við þessum
þætti og verður Guðrún með
morgunorðin á fimmtudögum
i sumar. Annars er skiptingin
þannig:
Mánudagar: Erlendur Jó-
hannsson bóndi að Hamars-
heiði i Gnúpverjahreppi,
þriðjudagar: Sólveig Anna
Bóasdóttir, guðfræðinemi i
Reykjavik, miðvikudagar:
Guðmundur Ingi Leifsson
skólastjóri á Hofsósi, fimmtu-
dagar: Guðrún Broddadóttir,
hjúkrunarfræðingur, Borgar-
nesi, föstudagar: Gunnar As-
geirsson, stórkaupmaður,
Reykjavik, laugardagar: sr.
Auður Eir Vilhjálmsdóttir,
Þykkvabæ.
j|W%. Útvarp
kl. 14.00
Hljóð
úr horni
Guðrún Þ. Stephensen er leik-
stjóri i kvöld
Þórhallur Sigurðsson er einn
aðalleikenda i Þurrkasumri.
Tyrkneskt leiknt
Þurrkasumar
• Útvarp
kl. 20.30
i kvöld kl. 20.20 verður flutt
leikritið „Þurrkasumar” eftir
Necati Cumali i þýðingu Jó-
hönnu Jóhannsdóttur. Arnljót
Eggen bjó til flutnings i út-
varp. Leikstjóri er Guðrún Þ.
Stephenscn, og með stærstu
hlutvcrkin fara Siguröur
Karlsson, Þórhaliur Sigurðs-
son og Anna Kristin Arn-
grimsdóttir. Siguröur Rúnar
Jónsson annast hljóöfæraleik.
Leikritið er 90 minútur i flutn-
ingi. Tæknimenn: Georg
Magnússon og Þórir Stein-
grimsson.
Leikurinn gerist i tyrknesku
sveitaþorpi á hásléttu Ana-
toliu, en þar er oft vatnsskort-
ur. Þeir sem hafa nóg vatn
ráða öllu, velmegun þeirra er
meiri en annarra. Vatnsupp-
spretta finnst á landi tveggja
bræðra.og eftir venju eiga all-
ir þorpsbúar rétt á að nota
hana. Eidri bróðirinn er nisk-
ur og harðlyndur og neitar
öðrum um vatnið. Það veldur
miklum deilum. Og ekki bætir
úr skák að hann kemur nið-
ingslega fram við bróður sinn.
Þetta er fyrsta tyrkneska
leikritið sem flutt er i útvarp-
inu.
llijóð úr horni heitir þáttur-
inn sem nú er i umsjá Hjalta
Jóns Sveinssonar. lljalti
verður með þáttinn annan
hvern fimmtudag á móti Stef-
áni Jökuissyni.
Við ætlum að hafa eitthvert
samstarf sagði Hjalti Jón
þegar við slóum á þráðinn til
hans til að forvitnast um
þennan þátt. „Þátturinn er á
vegum dagskrárdeildar og
verður aðallega tileinkaður
sumrinu, og tómstundum fólks
að sumarlagi. Ég mun ræða
um ferðamennsku almennt og
veita ýmsar gagnlegar upp-
lýsingar þar að lútandi”. 1
þættinum i dag verður Hjalti
Sigurður Rúnar Jónsson,
Diddi fiðla. sér um hijóðfæra-
leikinn i kvöid.
Hjalti Jón Sveinsson sér um
vikulegan sumarþátt á móti
Stefáni Jökulssyni.
með kynningu á náttúruvernd
og mun tala við fulltrúa
náttúruverndarsamtaka. Þá
verður leikin tónlist I þætt-
inum að eigin geðþótta, sagði
Hjalti Jón Sveinsson
Anna Kristin Arngrimsdóttir
leikur i einnig i Þurrkasumri
sem er fyrsta tyrkneska ieik-
ritið scm útvarpið flytur.