Þjóðviljinn - 10.06.1982, Síða 16
DIODVIUINN
Fimmtudagur 10. júni 1982
AbaUfani Þjóöviljans er 81333 kl. 9-20 mánudag tii föstudags. Utan þess tlma er hsgt að ná I biaöamenn og abra starfsmenn blabsins i þessum slmum: Ritstjórn 81382,81482 og 81527, umbrot 81285, Ijósmyndir 81257. Laugardaga kl. 9-12 er hægt aö ná 1 af greiðslu blabsins I slma 81663. Blaöaprent hefur sima 81348 og eru blabamenn þar á vakt öll kvöld. Aðalsími 81333 Kvöldsími 81348 Helgarsími afgreiðslu 81663
Flugóhappiö yfir fsafirði
Ekki sprenging
Fokker-vél Flugleiöa TF-FLM
sem missti mótor yfir tsafiröi i
marsmánuði er nú komin i gagniö
aftur. Hefur fariö geypileg vinna i
vélina og mur. láta nærri aö
starfsmenn Fiugleiöa hafi eytt i
hana 10 þúsund vinnustundum.
Starfsmenn Rolls-Royce verk-
smiöjanna sem komu hingað til
lands eftir óhappiö, hafa enn ekki
látið i té nákvæma greinargerð
um hvað þarna raunverulega
gerðist.
A hinn bóginn vildi yfirverkstjóri
flugvirkja á Reykjavikurflug-
velli, Gunnar Valgeirsson, taka
það fram er blm. Þjóðviljans hitti
hann að máli i gær, að um enga
sprengingu hefði verið að ræða i
hreyflinum eins og látið var
liggja að i fréttum af atburöinum.
Gunnar sagði að forþjappan, sem
óhappinu olli, hefði þrengt sér úr
forþjöppuhúsinu og við það af ein-
hverjum ástæðum rifið allt sem
fyrir varð i sundur.
Þess má geta að á vinstra
hreyflinum var ný tegund for-
þjöppu sem sett hafði verið i
vélarhúsiö á verkstæðum i Hol-
landi. Eftir óhappið yfir Isafirði
hefðu allar þessar forþjöppur
verið afturkallaðar.
Með nauðsynlegum viðgerðum
á flugvélinni var einnig unnið að
öðrum endurbótum. T.d. væri nú
veriðað koma fyrir nýjum sætum
i vélinni og reyndar mörgum
öðrum vélum Flugleiða. Sætin
eru mun léttari en þau sem áður
hafa verið i notkun og spara þvi
verulegt magn af eldsneyti. Að
sögn Sveins Sæmundssonar munu
þau borga sig upp á u.þ.b.
mánuði.
Aætlað var að reynslufljúga
TF—FLM i morgun og ætti vélin
að vera komin i fullt gagn seinna i
dag. — hól.
Unnið aö frágangi hreyfilsins á TF-FLM i gær. Flugvélin kemst i
gagniö I dag. Ljósm.: —k.v.
Fyrsta verk leikhússins frá Vencsúela var aö þramma upp I Þjóðleikhús og skoöa þar aöstæður allar.
Viö þaö tækifæri tók eik ljósmyndari Þjóöviljans þessa mynd. Frá vinstri: José Tejara, Magnús Þórar-
insson, starfsmaöur Þjóöleikhússins, Edda Backman, starfsmaöur Listahátiðar, örnólfur Arnason,
framkvæmdastjóri Listahátiöar, Gonzalo Velutini og Carlos Gimenez, leikstjóri beggja sýninga Raja-
tabla-leikhópsins.
Raj atabla-hópurinn
kominn til landsins
í gær kom hingaö til lands hinn lýðveldisins". Sýningarnðr verða í
þekkti leikhópur Rajatabla frá Þjóðleikhúsinu föstudag, laugar-
Venesúela. dag, mánudag og þriðjudag. Héðan
Hópurinn flytur tvær sýningar á heldur Rajatabla leikhópurinn í
Listahátíð „Bolivar" og „Forseta reisu um ellefu Evrópulönd.
Kópavogur
Horfur á vinstri
meirihluta áf ram
I Hér sjást sóknarleiðir tsraelshers, sem nú er kominn I námunda viö
Beirút. t Bekkadal I austurhluta Llbanons er sýrlenskt stórskotaliö til
varnar og nú er spurt hvort innrásin snúist upp i meiriháttar uppgjör
israela og Sýrlendinga.
ísraelar hafa tekið
nær hálft Libanon
Flest bendir nú til þess aö þaö
takist aö mynda vinstri meiri-
hluta I Kópavogi en málefna-
samningur milli Alþýöubanda-
lags, Alþýöuflokks og Fram-
sóknarflokks liggur fyrir. Mál-
efnasamningurinn var borinn
undir félagsfund I Framsóknar-
flokki og Alþýöuflokki I gærkvöldi
og I kvöld veröur hann borinn
undir fund hjá Alþýöubanda-
laginu.
Björn Ólafsson 1. maður á lista
Alþýðubandalagsins i nýaf-
stöönum kosningum sagði i sam-
tali við Þjóöviljann að mestur
tíminn hefði farið i að ná sam-
komulagi um uppbyggingu og
framtiö skólahúsnæðis i Kópa-
vogi. Var ákveðið að ekki yrði
gengið á grunnskólana til aukn-
ingar á húsnæði fyrir framhalds-
skóla i Kópavogi.
Þá var samþykkt tillaga um að
ráða nýjan bæjarstjóra, en
núverandi bæjarstjóri, Bjarni Þ.
Jónsson tók að sér stöðu bæjar-
stjóra til bráöabirgða þegar
Björgvin Sæmundsson féll frá.
Fjölmörg atriöi eru i málefna-
samningnum, s.s. aö hraða skuli
gatnaframkvæmdum, bæöi veröi
lagt bundið slitlag þar sem slikt
vantar og einnig að endurbyggðir
verði gamlir vegir sem farnir eru
aðgefa sig. Hefur tæknideildinni i
Kópavogi verið falið að flokka
götur eftir mikilvægi. Þá verður
lögð áhersla á uppbyggingu úti-
vistarsvæða, og að bæjarbúum
verði gert kleift að fylgjast með
framkvæmdum i Kópavogi á að-
gengilegan hátt.
ólga vegna
bæjarstjóra
A bæjarskrifstofunum i Kópa-
vogi er uppi mikil andstaða viö
áform um að ráða nýjan bæjar-
stjóra, og hafa flestir starfsmenn
bæjarskrifstofunnar, 30 að tölu,
sent frá sér álitsgerð um málið.
Þar segir m.a., að þeir sem knúðu
Bjarna Þór Jónsson til að taka við
stöðu bæjarstjóra i Kópavogi við
mjög erfiðar aðstæður, séu sið-
feröilega skuldbundnir til að
tryggja honum starfiö áfram, þar
eð hann hafi gegnt þvi með sóma
og áfallalaust, og aflað sér virð-
ingar og trausts jafnt starfs-
manna sem bæjarbúa almennt.
ísraelski herinn heldur
áfram sókn sinni í Líbanon
og hefur nú lagt undir sig
mestallan suðurhluta
landsins. Margar helstu
borgir og bæir sem
Palestinumenn hafa getað
haft stöðvar í hafa fallið í
þeirra hendur— Beaufort-
kastali, Nabatieh. Tyr og
Saida (en þar segjast
sveitir Palestínumanna
enn veita mótspyrnu).
tsraelski herinn er nú skammt
fyrir sunnan Beirút, höfuðborg
Libanons. Þegar hefur komið til
bardaga milli israelsks herliðs og
sýrlenskra sveita, sem sitja i
landinu austanverðu og norðan-
verðu. Eins og fyrri daginn ber
aðilum ekki saman um flugvéla-
tjón sem þeir hafi bakað hver
öðrum.
Sýrlendingar hafa næstliöinn
sólarhring eflt herafla sinn i
landinu og flutt til Libanon eld-
flaugar og skotpalla. tsraelar
hafa að sinu leyti eflt herafla sinn
i Golanhæðum og sú spurning
sem einna brýnust er nú er sú, að
hvort innrásin i Libanon, sem
tsraelar ætluðu að nota til að
hrekja Palestinumenn lengra
norður, snýst upp i meiriháttar
uppgjör Israela og Sýrlendinga.
Friðrik vann!
Fjölskylda Kortsnojs fær fararleyfi
t gær bárust þær fréttir frá
Leningrad i Sovétrikjunum að
fjölskylda Kortsnojs, Bella
Kortsnoj og Igor sonur þeirra
hefðu fengiö fararleyfi frá
Sovétrikjunum. Bella ku hafa
verið kvödd á útflytjenda-
skrifstofu I Leningrad þar sem
hún hefur búið æ siöan Korts-
noj yfirgaf Sovétrlkin fyrir 6
árum síðan. Var Bellu þar tjáð
að þau mæðgin yrðu að hafa
sig á brott fyrir 27. þessa
mánaðar.
Með þessum tiðindum er
einhverju erfiðasta máli sem
Friðrik Ólafsson hefur oröið
að spreyta sig á i sinni tlð sem
forseti FIDE lokið. Hann hef-
ur orðið að þola árásir úr ýms-
um óvæntum áttum vegna
meðferöar sinnar á málinu, en
mikill er sigur hans þegar tillit
er tekið til þess aö þetta mun
vera i fyrsta sinn sem fjöl-
skylda Sovétbúa er flúið hefur
land fær slikt leyfi. Æði marg-
ar fjölskyldur eru á biðlista i
þeim efnum og óskandi væri
að málalyktir þessar opnuðu
leiðir fyrir aðra þar eystra
sem svipað er ástatt fyrir.
Þjóðviljinn átti stutt spjall
við Friðrik þegar þessar frétt-
ir lágu fyrir og sagðist hann
fyrst og fremst vera ánægður
meö að mál þetta væri úr sög-
unni. Hann kvað málalyktir
vera i samræmi við sam-
komulag hans við þá Sovét-
menn er hefðu með málið farið
á fundum i Atlanta I Banda-
rikjunum og I Amsterdam i
Hollandi.
—hól