Þjóðviljinn - 22.06.1982, Side 2

Þjóðviljinn - 22.06.1982, Side 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriöjudagur 22. júnl 1982 Rabbað við Gísla * Asgeirsson um nýútkomna ljóðabók Bróðir minn hús- f reyj an Bróðir minn húsfreyjan heitir nýútkomin ljóðabók eftir ungan kennara, Gisla Ásgeirsson, ætt- aðan frá Þúfum viö ísafjaröar- djúp. Gisli er kennari á Ljósa- fossi i Grimsnesi og er útgáfu- staöur bókarinnar þar. Við grip- um Gisla glóðvolgan og spurö- um liverju þetta sætti. — Ég hef látiö mig dreyma um þetta lengi og svo kom að þvi i vor að láta drauminn ræt- ast. Vinir minir og kunningjar hafa lika verið að rexa dálitið i þessu svo aö við hjónin ákváðum að láta til skarar skriða og fjármagna íyrirtækið með það íyrir augum að koma slétt út. Þetta er svona passlegt fyrirtæki fyrir venjulegt al- þýðufólk. — Hefurðu fengist lengi við yrkingar? — Já, ég hef lengi verið að bögglast við þetta og gerði t.d. mikið af þvi i Kennaraháskól- anum, orti þar oft íyrir skemmtanir og samdi m.a.s. heila rokkóperu. Þá hef ég lika ort tækifæriskvæði fyrir Samtök herstöðvaandstæðinga og voru t.d. tvö slik flutt aí sönghóp á baráttusamkomu á Mennta- skólanum á Laugarvatni i vetur. — Er þetta ekki fyrsta bókin sem gefin er út á Ljósafossi? Gisli með bók sina í hjartastað. Ljósm — Jú, skv, reglum prentara verður að tilgreina útgáfustað og ég vildi vera svolitið þjóð- legur og halda tryggð við heimahaganna, annars er bókin ofsetprentuð i Letri h.f. — Þú yrkir rimað. —- Já,mérfannstátimabili að ég væri orðinn einn i hópi hinna fjölmörgu ofsetskálda en ég er frábrugðinn þeim flestum að þvi leyti að ég yrki rimað og stuðlað. Ég vil halda i hefð- bundna bragarhætti og finnst sjálfum skemmtilegast að lesa slik ljóð, ekki sist lausavisur og stökur. — Þú býrð við Sogið. Þú ert kannski undir áhrifum frá um- hverfi þeirra Tómasar og Ólafs Jóhanns? — Ég vil nú ekki likja mér við þá,enda hafa þeir hafist til tinda i skáldskap sinum, en ég er i mesta lagi i fjallsrótum. Ég hef eiginlega ort þetta vegna in- spfrasjónar frá bróður minum sem er hinn mesti háðfugl og grinisti. Við hringjumst öðru hverju á og setjum hvor öðrum rimþrautir og þá gjarnan mjög erfiðar. Það er brennivinsflaska að veði ef okkur tekst ekki að leysa þrautirnar. Halda mætti að við værum stórskáld þvi að flaskan liggur enn óhreyfð. — Er kannski heiti bókar- innar tilvisun til þessa bróður þins? — Nei, titillinn er eingöngu i stil við bókarheiti eins og Móðir min húsfreyjan eða Faðir minn bóndinn. Mér fannst titillinn vel við hæfi á þessu jafnréttisári. — Að lokum: Ertu alinn upp við kveðskaparhefð á Þúfum? — Nei, ég byrjað ekki að spá i þetta fyrr en i Menntaskölanum á Isafirði og þá gerði ég það fljótt upp við mig að hefðbundið form væri frekar að minu skapi heldur en hið óhefðbundna. Að lokum birtum við hér upp- haf kvæðis eftir Gisla sem heitir Samræmt dýrahald fornt: „Jóreykinn ber við himin heiðan i hamrabeltum er undir tekið. i dag er stóðið til réttar rekið rykugur smalinn gerir sigbreiðan. Hófarnir bylja hart á jörð hérna er smalað kinnhcstahjörð”. — GFr Bændur og hestamenn Ennþá rignir inn nýjum fri- merkjum. í þetta sinn i tilefni þess að 14. mai sl. voru 100 ár liðin siðan Bændaskólinn á Hólum i Hjaltadal var stofn- settur. Það var sýslufundur Skagfirðinga sem stóð fyrir þeirri samþykkt. Þarfasti þjónninn er einnig kominn á irimerki, þar sem hestaiþróttinni eru gerð skil. Þröstur Magnússon teiknaði bæði merkin en upplag hvors um sig er 1.000.000 eintaka. Svínharður smásál Eftir Kjartan Arnórsson WÍ) PiE> hO VlE> KL/FPO&Ono 'PER, SkRBPPOR. VIÐ HÉLC>Oró Pi£> JRÖLL V/ERU £K<\ TIL! fBG BR LÍKfl E/VW I Af ÞE/ro sis>o&-ro i-OG ÉG HeFVE£l6> I FELUÓÓ ST-E>\1STU ÁRIN/ T FELUrO? HVEKS ...OG NOKK|?urð ÁRATUG-UOO SeiNNfí, ^ peGfíR é'G- VAKWAe, t'' f>Á VA/? gy6G1F) 3 5ornpiR- A nnéie BYR-Jfí€> Pt€> 6oRP EFTIR GOFO T VPtFLfiMOM Á mé£.' 0(jÁ < Q O b Pólitíkusar geta leyft sér að dreifa um sig frösunum. Það er heldur enginn sem setur þá _ i skammarkrókinn! '~7--------- — J Fugl dagsins Bjúgnefja Bjúgnefja, Revurvirostra avosetta, er auðþekkt á löngu, mjóu uppsveiguðu nefi. Hún er svört og hvit að lit og langir grá- bláir fætur. Á flugi ná fæturnir Iangt aftur fyrir stélið. Bjúg- nefjan gengur allhratt og létti- lega. Leitar sér ætis á grunnu vatni með hröðum hliðar- sveiflum nefsins, en veður einnig djúpt og syndir stundum. Röddin er há og flautandi „'klip” eða „klú-it”. Kjörlendi bjúgnefjunnar er við sjávarleirur og árósa eða sand- rif. Verpir i byggðum á grónum sandrifjum eða i lágum ós- hólmum og votengi. Bjúgnefjan er að nokkru farfugl. Flækingur i Noregi, Færeyjum og á Is- landi, en verpir stundum á Ir- landi og i Belgiu. Rugl dagsins: ,,Nú er það liðin tið að heim- sókn á veitingastað sé munaður vel stæðra. Hún er eðlilegur þáttur i þjóðfélagi nútimans. Þessi viðleitni okkar er liður i þvi að gera veitingahúsin að þvi sem þau eiga að vera — al- menningseign.” Framkvæmdastjóri Sam- bands veitinga- og gistihúsa i viðtali i Timanum. Gætum tungunnar Hcyrst hefur: Hann mundi koma, ef hann mundi þora Rétt væri: Hann kæmi, ef hann þyrði. Bendum börnum á þetta! Eldri tækni Þessi skemmtilega raf- magnsjárnbraut er af árgerð 1879. Vinabæjar- ferð til Finnlands A vegum Norræna félagsins vcrður farin vinabæjarferð til Finnlands i suraar. Þangað fara þátttakendurtil 5 bæja sem eiga vinabæjatengsl hér. Hluti af hópnum mun dvelja i Helsing- fors en flogið verður beint þangað. Þá koma til landsins með sömu ferð gestir frá Finnlandi sem heimsækja 12 bæi hér á landi sem eru i vinabæja- tengslum við finnska bæi. Er þetta liður i að auka ferða- lög um Norðurlönd en árið 1982 er norrænt ferðaár. Vegna forfalla eru enn nokkur sæti laus i þessa ódýru og áhugaverðu ferð. Upplýsingar eru gefnar á skrifstofu fdlagsins i sima 10165.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.