Þjóðviljinn - 22.06.1982, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 22.06.1982, Blaðsíða 16
mmmN Þriöjudagur 22. júní 1982 Abalslmi Þjóöviljans er 81333 kl. 9-20 mánudag til föstudags. Utan þess tlma er hægt aö ná I blaöamenn og aöra starfsmenn blaösins I þessum simum : Ritstjórn 81382, 81482 og 81527, umbrot 81285, ljósmyndir 81257. Laugardaga kl. 9-12 er hægt aö ná i af- greiöslu blaösins 1 sima 81663. Blaöaprent hefur slma 81348 og eru blaöamenn þar á vakt öll kvöld. Aðalsími 81333 Kvöldsími 81348 Helgarsími afgreiðslu 81663 Aðalfundur Aöalfundur Sambands is- lenskra sam vinnufélaga var haldinn á Húsavfk 18. og 19. júni sl. Var Húsavik valin sem aöal- fundarstaöur i tilefni 100 ára af- mælis Kaupfélags Þingeyinga. Veöur var hiö besta, steikjandi sól og hiti báða dagana. Dagskrá aöalfundarins var með heföbundnum hætti en tvö stórmál voru afgreidd á fundin- um, stefnuskrá Samvinnuhreyf- ingarinnar og stofnun Samvinnu- sjóös Islands. Segir nánar frá þessu á öörum stað hér á siðunni. Aöalfundinum lauk kl. 17.00 á laugardag og um kvöldiö var hátiöarkvöldveröur þar sem m.a. fluttu ávörp og ræöur Steingrimur Hermannsson fulltrúi rikisstjórn- arinnar, Valur Arnþórsson for- maður stjórnar Sambandsins og fulltrúar samvinnuhreyfingar- innar á Norðurlöndum. I tilefni afmælis K.Þ. færöi Sambandið Kaupfélaginu kr. 500.000.00 aö gjöf sem variö skal til lagfær- ingar og endurbyggingar á fyrstu kaupfélagshúsunum sem ganga undir nöfnunum Jaöar og Sölu- deild. i A sunnudag var hátiöarsam- koma haldin i nýju, glæsilegu iþróttahúsi á Laugum i Reykja- dal. Vigdis Finnbogadóttir forseti flutti ávarp sýndur var leikþátt ur eftir Pál H. Jónsson um stofn- un K.Þ. og aöalræöuna flutti Er- lendur Einarsson forstjóri SIS. Fleira var einnig á dagskrá s.s. söngur kirkjukóra Þingeyinga og Sigriöar Ellu Magnúsdóttur. Erlendur Einarsson og Valur Arnþórsson i Safnahúsinu á Húsavik þar sem er nákvæm eftirliking af stofunni aö Þverá i Laxárdal þar. sem Kaupfélag Þingeyinga var stofnað. — Ljósm. KV. Fjárfesting í stórverkefnum ,,Engin ástæða til að láta ríkið og útlendinga eina um stóriðjuna”, sagði Erlendur Einarsson Ákveðiö var á 80. aðalfundi Sambands islenskra samvinnu- félaga um helgina að fela stjórn Sambandsins að stofna á þessu ári Samvinnusjóð isiands. Verður þar um nokkurs konar afmæiis- gjöf Sambandsins til samvinnu- hreyfingarinnar i tilefni 100 ára afmælis hennar aö ræða. „Ég er mjög ánægöur með að búiö eraðstiga þetta skref” sagði Erlendur Einarsson er þeir Valur Arnþórsson voru teknir tali i ná- kvæmri eftirlikingu af stofunni að Þverá i Laxárdal sem staðsett er i Safnahúsinu, en i stofunni var Kaupfélag Þingeyinga stofnaö. „Framkvæm dastjórnin mun leggja á það höfuðáherslu að stofna sjóðinn fyrir árslok.” — Hvernig verður starfsemi sjóðsins háttað og hver er til- gangur hans? Erlendur: „Framkvæmdin verður þannig að kaupfélögin, SIS og samstarfsfyrirtæki Sam- bandsins leggja fram stofnfé eða hlutafé sem verður ákveðin upp- hæð á ári i fimm ár. Sjóðurinn mun einnig leita á almennan peningamarkað til að afla fjár til sérstakra framkvæmda. Aðaltil- gangursjóðsinserað efla islenskt atvinnulif og stuðla að atvinnu- uppbyggingu.” Valur: „Það má segja að stofn- un sjóðsins sé tilkomin vegna þess að mörg af verkefnum kaup- félaganna eru orðin það stór að þau eru þeim ofviða. Það var þvi orðin nauðsyn á sameiginlegum sjóði. Sjóðurinn mun tvimæla- laust efla islenskt atvinnulif. Eitt af verkefnum sjóðsins mun vera að hafa með höndum kaupleigu- viðskipti sem Fjárfestingafélagið hefurhaftmeðhöndum hingað til. Ekki er enn ákveðið hvað stofnfé verður mikiö. Við vitum um ýmis verkefni sem þarf aö koma i framkvæmd en þó hefur ekkert verið ákveðið ennþá hver munu verða fyrstu verkefni sjóðsins.” Erlendur: „Það er einnig hugsanlegt að sjóðurinn kaupi hlutabréf i ýmsum fyrirtækjum til að efla þátttöku samvinnu- hreyfingarinnar i alvinnulifinu. Allt er þetta að sjálfsögðu i sam- ræmi við hugmyndir frumkvöðl- anna, en þeir töluðu um að hasla sér völl á sem ílestum sviðum atvinnulifsins.” Raddir komu upp á aðal- fundinum, að raunverulegur til- gangur þessarar sjóðsstofnunar væri að gefaSambandi islenskra samvinnuféiaga aukin t jekifæri til að taka þátt i uppbyggingu stór- iðju og öðrum mjög svo fjár- frekum framkvæmdum, sem rikið eitt og erlendir auðhringar hafa haft bolmagn til að fjár- magna. Aðspurður um það hvort SIS ætlaði að snúa sér að stóriðju sagði Erlendur: „Það er engin ástæða til að láta útlendinga og rikið eina um stóriðjuna. Sam- vinnuhreyfingin hlýtur að koma til með að taka þátt i þessum þætti atvinnulifsins sem öðrum.” Þess má að lokum geta að SIS á nú þegar einn fulltrúa i stjórn Kisilverksmiðjunnar á Reyðar- firði og einnig hafa Sambands- menn nokkuð komiö viö sögu i umræðum um Steinullarverk- smiðju á Sauðárkróki. — kv Sé meðaltalsgrundvöllur I lagi „þurfa” menn aö fara á hausinn segir Kristján Ragnarsson, en isbjarnartogararnir þrir sem lágu bundnir viö bryggju i gær báru ekki vitni um neina skussaútgerð nýkomnir úrslipp, málaðir og stroknir. Ljósm. eik. Starfshópur metur stöðu útgerðar og gerir tillögur „Allir fá skip” Jafnvel þó að þeir eigi enga peninga og ætli ekki að borga, segir Kristján Ragnarsson formaður LIU „Orð eru til alls fyrst eins og þar stendur, og ég fagna þvi að tekið skuli á málum með þessum liætti. Menn verða að gera sér grein fyrir hvernig liægt er að bregöast við”, sagði Kristján Ragnarsson framkvæmdastjóri Llú, i samtali við Þjóðviljann i gær, eftir fund meö sjávarútvcgs- ráöherra um stöðu útgerðar- innar. Á fundinum lagði sjávarútvegs- ráðherra fram tillögur um að skipaður yrði starfshópur út- gerðaraðila og ráðuneytis sem fari yfir stöðu útgerðarinnar eins og hún er i dag, og leggi fram til- lögur um hvernig skuli bregðast við þvi ástandi sem nú er að skap- ast með stöðvun togaraflotans. Starfshópur þessi hefur þegar tekið til starfa og er honum skammtaður skammur timi til að leggja fram sinar tillögur. „Við erum að gera kröfur til þess aö skipin hafi grundvöll til rekstrar sem byggist á núverandi aflaforsendum en ekki aflafor- sendum siðasta árs sem eru gjör- samlega hrundar, sagöi Kristján. Aðspurður um hvers vegna ásókn i nýja togara virtist ekki vera neitt minni á þessu ári þrátt fyrir aUt tal um botnlaust tap á útgerð, sagði Kristján að það væri dæmi sem hann hefði ekki skíliö og gæti ekki skilið. „Við höfum lagst á móti öllum skipakaupum, en þau eru vafa- laust tUkomin vegna þess að menn eru að biðja um þetta sem enga peninga eiga. Menn virðast vera að biðja um skip sem þeir ætla ekkert að borga. Það er eng- inn grundvöllur fyrir þvi. Það eru svoleiðis skip sem við viljum ekki. Við vi.ljum að menn séu látnir borga þær skuldbindingar sem þeir taka og séu ábyrgir fyrir þeim, og fari á höfuðið ef þeir klári sig ekki. Þá er samt forsendan sú að meðaltalsgrund- völlurinn sé i lagi. Gcrist það nokkurn tima aö menn séu látnir fara á hausinn? — Það hefur gerst, og á að gerast. Er staðan alls staöar jafn- slæm? — Jafnbetri staða er á Vest- fjörðum, þvi þeim hefur vegnað beturá undanförnum árum, en þó eru þar brestir i. Hvers vegna loka aðeins hús á Suðvesturlandi. Eru þetta skipu- lögð samtök? — Nei, ekki hef ég orðið var við það. — lg- Útgerðaraðilar leggja togurum á Suð-vesturlandi Um 900 starfsmenn voru sendir heim 90% starfsfólksins eru konur Um 900 starfsmenn i 5 frysti- húsum á Suövesturhorninu hafa veriö sendir heim i „launalaust leyfi” eftir að forráöamenn þess- ara fyrirtækja ákváöu aö ieggja togurum sinum vegna fjárhags- örðuleika. Frystihúsin sem hér er um aö ræöa eru: tsbjörninn og Hraö- frystistööin i Reykjavik, Bæjar- útgerö Hafnarfjaröar, Sjöstjarn- an og Hraðfrystihús Keflavikur. Að sögn Óskars Hallgrimssonar hjá Vinnumálaskrifstofu félags- málaráðuneytisins, eru nærri 90% þeirra sem sendir hafa verið heim konur og stór hluti þeirra konur sem eru i hálfdagsvinnu. Aðeins litill hluti þeirra starfs- manna sem nú hafa misst vinnu eru á vikukauptryggingu, stærsti hlutinn fær greiddar atvinnuleys- isbætur frá og með deginum i gær. Óvist er hversu langvinn stöðv- un verður á vinnslu i þessum hús- um, en einn togari Bæjarútgerðar Hafnarfjarðar er haldinn til veiða og siðdegis i gær var verið að koma öðrum til viðbótar á veiöar. A Suðurnesjum er ástandið verst I atvinnumálum og hefur verið i allan vetur. Lokað hefur verið fyrir frystingu i nær öllum húsum, en i gær var eitthvaö farið að frysta i Hraðfrystihúsi ólafs Lárussonar. Á Sauöárkróki hefur starfsfólk verið sent heim i einu frystihús- anna, en togari er rétt ókominn af veiðum. -lg fFramkyæmdastjóri j ! jafnréttisráðs ! Elín Pálsdóttir Flygering var í gær kosin af jafn- réttisráði í embætti framkvæmdastjóra ráðsins. 9 Ieinstaklingarsóttu um stöðu framkvæmdastjóra, 4 j karlar og 5 konur. Elin kemur úr lagadeild Háskóla íslands. Starf framkvæmdastjóra jaf nréttisráðs er f ullt starf. i____________________________

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.