Þjóðviljinn - 22.06.1982, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 22.06.1982, Blaðsíða 12
12 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriöjudagur 22. júnl 1982 Sveitarstjóri óskast Staða sveitarstjóra hjá Búðahreppi, Fá- skrúðsfirði, er laus til umsóknar. Gögn varðandi menntun og fyrri störf ásamt kaupkröfum sendist til oddvita Búða- hrepps fyrir 1. júli 1982. Búðahreppur Byggung Kópavogi Framhaldsaðalfundur verður haldinn miðvikudaginn 23. júni kl. 20.30 i Sjálf- stæðishúsinu Hamraborg 1. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf 2. Tillaga stjórnar um inntökugjald. 3. Önnur mál. Stjórnin Sjúkraliðar 030 Tónlistarmenn Skólastjóra vantar að Tónlistarskóla Ólafsfjarðar. Æskilegt er að umsækjandi geti hafið störf 1. september n.k. Umsóknir skulu hafa borist til Svanfriðar Halldórsdóttur Hlið Ólafsfirði fyrir 15. júli n.k. og veitir hún jafnframt allar nánari upplýsingar. Skólanefnd Starf við leikskóla Laus staða — p Félagsmálastjóri A Auglýst er laus til umsóknar staða félags- málastjórans i Kópavogi. Umsóknar- frestur er til 23. júli n.k. Umsóknum skal skila undirrituðum á þar til gerðum eyðublöðum, sem liggja frammi á bæjarskrifstofum félagsheimilis Kópavogs, Fannborg 2, 4. hæð, opnunar- timi 9.30—15.00, og veitir undirritaður jafníramt allar nánari upplýsingar um starfið. Bæjarstjórinn i Kópavogi Sjúkrahúsið á Húsavik óskar að ráða sjúkraliða nú þegar. Allar upplýsingar i sima 96-4-13-33. Fóstra óskast i hálft starf á leikskóla við Háholt frá 3. ágúst n.k. Fólk sem hefur reynslu af uppeldisstörfum getur einnig komið til greina. Umsóknir er tilgreini aldur, menntun og fyrri störf sendist undirrituðum fyrir 28. júni n.k. Nánari upplýsingar veitir forstöðukona i sima 93-2263 fyrir hádegi. Félagsmálastjóri, Kirkjubraut 2, Akranesi Jóhann Guðbjartsson, iðnverkamaður: Vmnuvemd á Islandi og í DDR Mér gafst á þvl kostur, nú fyrir skemmstu aö fara I kvnnisferö til [ Þýska alþýöulýðveldisins, ásamt fjórum öörum. Tilgangur feröar- innar var fyrst og fremst aö kynnast þvi starfi sem þar er og hefur veriö unniö aö öryggis- og hollustumálum á vinnustööum. Feröin var farin I boöi vinafélags- ins tsland — DDR og tókst hún af- bragös vel og var okkur fimm- menningunum afar fróöleg I alla staöi. Ég vil nota þetta tækifæri til þess aö koma á framfæri þakk- læti okkar til þeirra sem gáfu okkur kost á aö fara I þessa för. Nú þegar islensk verkalýöshreyf- ing hefur ákveöiö aö helga þetta ár vinnuverndarmálum i tilefni laga um aöbúnaö öryggi og holl- ustumálá vinnustööum, sem tóku gildi 1. janúar 1981, er þaö vel viö hæfi aö vlkka ögn út sjóndeildar- hringinn meö þvi aö kynnast ástandi þessara mála i öörum löndum. Þegar Þýska alþýðulýðveldið var stofnaö 1949 var strax i önd- veröu sett ákvæöi um vinnuvernd i stjórnarskrán^, og ekki lét held- ur árangurinn á sér standa, eins og sjá má á eftirfylgjandi töflu: Ariö 1949 uröu 5,9% vinnandi manna fyrir vinnuslysi, áriö 1960 4,8%, 1970 4.1%, 1979 3.1%, 1980 2.9%. Þetta hlýtur aö teljast frá- bær árangur, ekki sist ef höfö er i huga sú tækniþróun sem oröiö hefur á þessum áratugum, en eins og eflaust allir vita hefur slysa- hætta aukist I kjölfar aukinnar tækniþróunar. Áriö 1958 tók verkalýöshreyfingin viö fram- kvæmd vinnuverndar, en áöur haföi eftirlitiö veriö á vegum rikisins. Hlutverk hreyfingarinn- ar er aö hafa eftirlit meö stjórn- endum fyrirtækja og fylgja eftir aö þeim umbótum, sem þörf er talin á, sé komiö iframkvæmd. | Mikilsvert er aö fyrirbyggja slys og atvinnusjúkdóma þvi halda stjórnendur fyrirtækjanna mán- aöarlega fundi með starfsmönn- um, þarsem þessimáleru rædd. Ef stofnaö er nýtt fyrirtæki eöa ef um breytingar er aö ræða á eldra fyrirtæki, er skylt aö leggja teikningar fyrir verkalýöshreyf- inguna til samþykktar eöa synj- unar. Auk þess aÖ leggja á þaö á- herslu aö fækka vinnuslysum, hefur einnig veriö lögö áhersla á aö gæta vel aö þeim þáttum vinnuumhverfisins, sem geta haft áhrif á heilsu starfsfólks og á þvi sviöi hefur veriö komiö upp afar 'fullkomnu heilsugæslukerfi. Atvinnusjúkdómadeild flokkar þær hættur sem hugsanlega finn- ast i hinum ýmsu atvinnugreinum og gefur þeim læknum sem ann- ast eftirlit með verkafólki upplýs- ingar um þá þætti sem rannsaka skal sérstaklega. Við ráöningu skal starsfólk gangast undir læknisskoöun og siöan á tveggja ára fresti. eftir það. Aftur á móti ef um sérlega erfiöar vinnuaö- stæöur er aö ræöa, þannig aö sér- stök hætta er á heilsutjóni, eru læknisskoöanir til muna örari og getur þá jafnvel veriö um aö ræöa læknisskoöun á tveggja mánaöa fresti. Okkur fimmmenningunum gafst kostur á aö kynna okkur heilsuverndarstöö sem meöal annars haföi þaö verkefni, að þjóna heilsugæslu starfsfólks i stóru verksmiöjuhverfi. Á þessari heilsuverndarstöö voru fram- kvæmdar almennar læknisskoö- anir, auk þess sem þar voru sér- hæföar deildir til dæmis augn- lækningadeild og háls-nef- og eyrnadeild, auk þess sem þar var hjartadeild. Læknar heilsugæslu- stöðvarinnar starfa i nánu sam- starfi viö verkalýðshreyfinguna, sem eins og áöur sagöi annast framkvæmdir vinnuverndar Viö fimmmenningarnir fengum einnig tækifæri til aö skoöa fyrir- tæki til þess aö fá innsýn i fram- kvæmdina úti I fyrirtækjunum, Nutum við þá meöal annars leiö- sagnar yfirlæknisins á heilsu- gæslustöðinni. Ekki get ég neitaö þvi aö við Islendingar leiddum að þvi hugann, hvenær eöa reyndar hvort það gæti nokkurntima átt sér staö hér á landi, að yfirlæknir álika stofnunar væri i stakk búinn aö ganga um vinnustað og út- skýra fyrir útlendingum ástand vinnustaöarins meö tilliti til aö- búnaöar og öryggis starfsmanna. Aö minnsta kosti fannst okkur að ef aö slikt ætti sér einhvern tim- ann staö, þá heföi Islenskri verka- lýöshreyfingu miöaö drjúgan spöl á réttan veg. Vinnuverndarlögin þýsku eru aö mörgu leyti ekki ósvipuð að uppbyggingu okkar lögum, Þó skilur aö i veigamiklu máli, þaö er aö segja I framkvæmd lag- anna. íslensku lögin gera ráö fyr- ir aö Vinnueftirlit rikisins, sem lýtur stjórn aöila vinnumarkaö- arins skuli annast framkvæmdir þeirra, en i þýsku lögunum hefur framkvæmdin veriö I höndum verkalýðshreyfingarinnar frá 1958, sem er reyndar afar mikils- vert, aö þurfa ekki aö sækja undir þvermóöskufullt atvinnurekenda vald I þessum efnum. Þaö er aö mörgu leyti erfitt aö bera saman stjórn atvinnulifsins I þessum tveim löndum, þvi aö i Þýska alþýðulýðveldinu mynda fulltrú- ar fólksins stjórnir fyrirtækjanna og ekki er um aö ræöa millilið sem hagnast á atvinnurekstrin- um. Jóhann Guöbjartsson iönverkamaöur Blikkiðjan Ásgarði 7, Garöabæ Önnumst þakrennusmiði og uppsetningu — ennfremur hverskonar blikksmíði. Gerum föst verðtilboð SÍMI53468 Jón H. Hólm 77/ Súdan á vegum Rauöa krossins Jón H. Hólm kaupmaður i Reykjavik er á leiö til Súdan þar sem hann mun starfa á vegum Rauða kross islands næstu þrjá mánuði. Megin verkefni Jóns verður að sjá tvennum flóttamannabúðum i Austur-Súdan og læknaliði i bænum Kassala fyrir lyfjum og hjúkrunargögnum. Ráðningatima Jóns Hólm lýkur 1. september. Þá er fyrirhugað að annar Islend- ingur leysi Jón af hólmi og starfi i Súdan fram að ára- mótum. Eiöfaxi Eiöfaxi er kominn út, fjöl- breyttur ^ö innihaldi og smekklegur aö frágangi. Af efni hans skal nefnt: Sigurður Ragnarsson ritar forystugreinina: Störfum I takt viö timann. Páll S. Páls- son hrl. skrifar grein um stóðhesta og úrslit mála, sem risiö hafa út af lausa- göngu þeirra. Friðþjófur Þorkelsson segir frá ferö til Suöur-Afriku. Greint er frá niöurstööum afkvæmapróf- ana þriggja stóöhesta: Júpi- ters frá Reykjaum, Oöins frá Sauöárkróki og Sörla frá Stykkishólmi. Hjalti Jón á viötal viö Geir Haugerud, dýralækni viö dýraspitalann I Osló, og ber það yfirskrift- ina: Of miklar kröfur geröar til keppnishesta. t þættinum um afrekshesta segir Björn Sigurðsson frá Lofti Krist- jáns Þorsteinssonar. Árni Þóröarson spjallar viö Ragnheiöi Sigurgrimsdóttur og nefnist viötaliö: Rækt- unaráhuganum ber að beina ■ I rétta átt. Guörún Fjelsted segir frá reiömennsku- I kennslu sinni I Færeyjum. ■ Undir samheitinu: „Dauöur I markaöur” skrifar Pétur Behrens greinina: Ná veröur | tökum á skaövaldinum, og á 1 þar viö sumarexemið sem I svo mjög gengur nærri is- lenskum hestum erlendis. I Arni Þóröarson ræöir um 1 þjálfun hrossa undir lang- I ferö og þau mistök og von- brigöi sem stundum veröa i I sambandi við hestakaup. ■ Fjöldi smærri greina og I frétta eru I þessu Eiðfaxa- hefti. — mhg Forstöðumenn Hollustu- verndar Ileilbrigöis og trygginga- , málaráöuneytiö hefur skipaö ■ eftirtalda forstööumenn viö I Hollustunefnd rikisins Þórhall Halldórsson, verk- , fræöing, forstööumann heil- ■ brigöiseftirlits, Guölaug I Hannesson, gerlafræöing, I forstööumann rannsókna- , stofu og ölaf Pétursson, i efnaverkfræöing, forstööu- I mann mengunarvarna. Skipun þeirra tekur gildi 1. ágúst n.k.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.