Þjóðviljinn - 22.06.1982, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 22.06.1982, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 22. jiínl 1982 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 3 Ferðaþjónusta fatlaðra: Yfirstjórn i höndum Davíðs og Eiríks Kjörnir fulltrúar og samtök öryrkja koma hvergi nærri Meirihluti Sjálfstæðisflokksins i borgarráði samþykkti í siðustu viku reglur um framtiðarskipan á ferðaþjónustu fatiaðra og felldi við það tækifæri tillögu úddu Báru Sigfúsdóttur um að kjörnir fuiltrúar i stjórn SVR önnuðust yfirstjórn ferðaþjónustunnar. Þess i stað var samþykkt að yfir- stjórnin skuli vera i höndum Eiriks Ásgeirssonar, forstjóra SVR að höfðu samráði við Davlð Oddsson, borgarstjóra. Ferðaþjónusta fatlaðra tók til starfa l. janúar 1979 og voru á þvi ári farnar rúmlega 4 þúsund ferðir I sérhönnuðum bifreiðum fyrir hjólastóla. A árinu 1981 voru farnar yfir 16000 ferðir og sýnt er að þessa þjónustu veröur enn að efla, ekki sist við aðra hópa fatl- aðra en þá sem bundnir eru hjóla- stólum. Adda Bára lagði til að yfirstjórn þessara mála yröi I höndum stjórnar SVR og for- stjóra fyrirtækisins og að skylt væri að hafa samráð við samtök öryrkja i Reykjavik um breyt- ingar á ferðaþjónustunni. Aðeins Ingibjörg Sólrún Gislasóttir greiddi tillögu öddu Báru atkvæði en þrir borgarráðsfulltrúar Sjálf- stæöisflokksins kusu að láta stjórnunina vera i höndum for- stjóra SVR og borgarstjóra sem fyrr segir. í samþykkt þeirra er loðið ákvæöi um samráö við sam- tök fatlaðra, svohljóðandi: „Eftir þvi sem ástæður þykja til að mati yfirstjórnar iþ.e. Daviðs og Eiriks, innskot Þjv.). skal hai'a samráð viö forsvarsmenn sam- taka öryrkja i Reykjavik varð- andi breytingar á leröaþjónustu fyrir fatlaða.” — AI Ný byggingarnefnd fyrir aldraða Hin glæsilega ferja Akraborg. Nú færist óðum i vöxt að fólk noti ferjuna einsog „strætó” fari I vinnu i Reykjavik og búi á Skaganum. Ljósm. — eng. Þjóðhátíðarstemning á Skaganum Nýja Akraborg Stöðugur straumur fólks að skoða skipið 17. júní Albert ekki með Borgarráð hefur kosið 7 manns i framkvæmdanefnd vegna stofn- ana I þágu aldraðara og vekur það athygli að Albert Guömunds- son, sem átt hefur sæti i nefndinni frá upphafi og var formaður hennar á kjörtimabili vinstri manna, er ekki i henni nú. I framkvæmdanefndina voru kjörnir: Páll Gislason, Markús örn Antonsson, Jóna Gróa Sig- urðardóttir og Erna Ragnars- dóttir frá Sjálfstæðisflokki, Hólmfriður R. Arnadóttir og Gylfi Guðjónsson frá miðflokkabanda- Launakostnaður Sambandsins nam á árinu 1981181.miljón króna og hækkaði um 56%. Er launa- kostnaðurinn 53% af heildar- rekstrargjöldum fyrirtækisins. Voru starfsmenn þess 1778 i árs- lok 1981 og hafði fækkað um 46 frá þvi i ársbyrjun. Stjórn Sambandsins kjörin á aðalfundinum á Húsavik er þessi: Valur Arnþórsson formaður, Albert Guðmundsson laginu og Adda Bára Sigfúsdóttir frá Alþýðubandalagi. Ljóst er að Páll Glslason læknir verður formaður nefndarinnar á þessu kjörtimabili en hún hefur ekki komið saman ennþá. Næsta verkefni nefndarinnar er bygging dvalar- og hjúkrunarheimilis i Seljahverfi, þar sem einnig verður heilsugæslustöð. Teikn- ingar eru tilbúnar. — ÁI Finnur Kristjánsson varafor- maður og aðrir stjórnarmenn þeir Höröur Zóphanlasson, Óskar Helgason, Ólafur ólafsson, Þor- steinn Sveinsson og ólafur Jóns- son, fulltrúi Kaupfélags Reykja- vikur og nágrennis. Er þetta i fyrsta skipti sem fulltrúi frá KRON er kjörinn i stjórn Sam- bands islenskra samvinnufélaga. — v. Nýtt skip Skallagrims hf. kom til landsins á 17. júni. Þetta nýja skip heitir Akraborg og á að leysa skip með sama nafni af hólmi i siglingum milli Akraness og Reykjavikur. Mikill fjöldi Akurnesinga tók á móti hinu nýja skipi og var stöö- ugur straumur fólks að skoöa skipiö allan 17. júni. Ilið nýja skip, sem áður hét Betancouria var keypt á Kanari- eyjum og kostaði 3 milljónir doll- ara i innkaupi. Það er smiðað i Noregi árið 1974 og er tæp 900 tonn að stærð. Rikisábyrgð fékkst fyrir 80% kaupverðs, en afgangur kaup- verðsins var tryggður með öðrum hætti m.a. með aukningu hluta- fjár eigenda. Stærstu eigendur skipsins eru rikissjóður, sem á 60% og Akraneskaupstaöur sem á 25% hlutafjár. Ljóst er að rekstur skipsins verður nokkrum erfiðleikum háð- ur fyrstu árin, likt og var með gömlu Akraborgina, en léttist þegarfrá liður. Astæðan fyrir þvi að farið var út i að kaupa nýtt skip eru m.a. þær, að gamla Akraborgin er orð- in 16 ára gömul og farin að verða mjög frek til viöhalds. Einnig hef- ur það sýnt sig að stóran hluta ársins annar hún alls ekki þeim flutningum, sem eru milli Akra- ness og Reykjavikur. Þekkja það margir af eigin raun, að þurfa að biða hálfan til heilan klukkutima eftir að fá bil ferjaðan en þurfa svo frá að hverfa. Hiðnýja skip mun geta flutt um 70 bila i ferð, á móti 42 bilum mest með gömlu Akraborginni. Allar hifingar á bilum munu leggjast niður, og ætti það aö koma i veg fyrir að áætlun raskist. Nyja Akraborgin er mjög vel búið skip. 1 þvi eru þrir veitinga- salir fyrir farþega. Annað mikil- vægt þægindaatriði fyrir farþega er að skipiö er búiö stöðugleika- uggum, sem draga mjög úr velt- ingi. Er Akraborg fyrsta isienska skipið sem þannig er útbúið. Þannig haggaöist skipiö varla á heimssiglingunni sem tók rúma átta sólarhringa frá Kanarieyj- um. Aætlun Akraborgar verður óbreytt meö komu hins nýja skips. Farnar verða fjórar ferðir á dag. En i júli og ágúst verða að auki kvöldferðir á hverju kvöldi nema á laugardagskvöldum. Nýja Akraborgin verður klukku- tima á leiðinni milli Akraness og Reykjavikur, eins og sú gamla. Þess má geta til gamans, að þess er aðeins farið að gæta, að fólk búi á Akranesi en vinni i Reykjavik, og noti Akraborgina sem strætó. Óvist er hvað verður um gömlu Nú eru aðeins eftir tvær sýn- ingar á óperunni Silkitrommunni eftir þá félaga Atla Heinii Sveins- son og örnólf Arnason, en auka- sýningar verða næstkomandi miðvikudag og fimmtudag. Ekki verður um fleiri sýningar á Silkitrommunni að ræöa að þessu sinni þar sem leikendur hverfa nú til annarra verka. Óperan verður þvi miður ekki sett upp i haust af sömu ástæðum auk ^þess sem illmögulegt mun at) koma henni fyrir á sýningaáætlun Akraborgina, en reynt verður að selja hana. Óliklegt er þó að fyrir hana fáist nema lítilræði. Skyn- samlegasta nýtingin i þvi skipi er liklega sú að beita þvi til strand- siglinga á sumrin t.d. á Breiða- firði eða viðlika stað. Bjartsýnir menn á Akranesi láta sig þó dreyma um að hægt verði að láta hana sigla milli Akraness og Reykjavfkur á sumrin, þannig að tvær ferjur veröi i gangi á þessari leið, og að akstur fyrir Hvalfjörð leggist að miklu leyti af, sem væri þjóðhagslega mjög hagkvæmt. Skipstjóri á Akraborginni er Þorvaldur Guðmundsson. Framkvæmdastjóri Skallagrims er Helgi Ibsen og stjórnarformað- ur Skallagrims er Arnmundur Backman. A þessum þremur mönnum hefur einkum mætt i sambandi við kaupin á hinu nýja skipi og þykir vel hafa tekist til. —eng . Þjóðleikhússins næsta vetur. Formleg boð hafa sem kunnugt er borist frá Caracas i Venesuela um að taka Silkitrommuna til sýningar næsta vor. Einnig hafa heyrst raddir um að sóst hafi verið eftir verkinu til sýninga i nokkrum borgum Evrópu. Siðustu sýningar á Silkitromm- unni að sinni eru þvi næstkom- andi miðvikudag og fimmtudag og vissara fyrir óperuunnendur að tryggja sér miða strax. — v. 80. aðalfundur SÍS: 1778 starfsmenn Síðustu sýningar á Silkitrommunni larðskjálfti í Krísuvík Mældist 3,5—4 á Richter Félag ísl. tónlistarmanna: Þakkar skjót viðbrögð Stjórn Félags Islenskra tón- listarmanna hefur sent Ragnari Arnalds, fjármálaráðherra sér- stakar þakkir fyrir niðurfellingu tolla af hljóðfærum, skilning á mikilvægi þess máls og skjót við- brögð. I frétt frá FÍT segir: Félag islenskra tónlistarmanna lýsir yfir ánægju sinni með þá ákvörö- un Ragnars Arnalds fjármála- ráðherra að fella niður tolla af hljóðfærum. Mál þetta er gamalt baráttumál, sem i mörg ár hefur verið unniö aö á vegum félagsins i tiö margra ráðherra. Þetta er einn stærsti stuðningur til framgangs tónlistarmála um árabil. Tollar af hljóðfærum námu 30-50% og áður hafði verið fellt niður vörugjald. Hinir háu tollar gerðu þaö illmögulegt fyrir atvinnufólk i tónlist að endurnýja hljóðfærakost sinn sem æskilegt væri. Nú með þvi aö fella niður tolla af öllum hljóðfærum eiga - fleiri þess kost að eignast góð hljóðfæri á vægara verði. Tveir fulltrúar Félags islenskra tón- listarmanna gengu á fund ráð- herra 2. júni siöastliðinn og var vel tekið. Stjórn F.Í.T. vill færa fjármálaráöherra sérstakar þakkir fyrir skilning hans á mikilvægi þessa máls og skjót viðbrögð. Félagsmenn SÍS: 42.882 Félagsmenn Sambandskaup- félaganna voru 41.792 i upphafi ársins 1981 en voru 42.882 i árslok- in. Hafði fjölgaö um 1090 á árinu. Fjölmennasta kaupfélagið er sem áöur KRON með 14.003 félagsmenn i árslok. Þá koma Kaupfélag Eyfirðinga með 7.459 félagsmenn, Kaupfélag Suöur- nesja með 2.848, Kaupfélag Þing- eyinga á Húsavik með 1.839, Kaupfélag Arnesinga, Selfossi með 1.717, Kaupfelag Skagfirð- inga, Sauðárkróki, 1.460, Kaup- félag Hafnfirðinga með 1.412 og Kaupfelag Borgfiröinga Borgar- nesi með 1.342 félagsmenn. — mhg Jarðskjálfti á bilinu 3,5—4 stig á Richterkvarða gerði Reykvík- ingum gramt i geði rétt fyrir fjögur á sunnudaginn. Skjálftinn átti upptök sin á Krisuvikursvæð- inu, 5 kilómetra vestur af Kleifar- vatni, og varö hans helst vart austarlega i Reykjavík, auk þess sem áhrifa hans gætti nokkuð i Hafnarfirði. Hjá Ragnari Stefánssyni jarð- skjálftafræöingi fengust þær upp>lýsingar að áhrif hans væru tiltölulega mikil miöað við hversu vægur hann væri. Ragnar sagði skjálfta sem þennan tiða mjög á þessu svæði og þvi hefði ekkert óvenjulegt gerst. Hann sagöi að þeir skjálftar sem nú mældust á Krisuvikursvæðinu kæmust ekki I hálfkvisti viö skjálftana á þessu svæði 1973 þegar þeir urðu hvað mestir. — hól.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.