Þjóðviljinn - 22.06.1982, Síða 8

Þjóðviljinn - 22.06.1982, Síða 8
8 SIDA — ÞJÓÐVILJINN Þriöjudagur 22. júnf 1982 Fyrsta saltfiskþurrk- stöð í Bandarík junum t Seattie á Kyrrahafsströnd Bandarikjanna var stofnað fyrir- tæki á s.l. vetri sem nefnist Bak Sea Klipp Fish Company. Eig- endur þessa fyrirtækis eru norsku fyrirtækin Oddvin Björge A.S. i Ellingsöy og útgerðarfélagiö Sjö- viktrál I Midsund ásamt tveimur norskfæddum Bandarikjamönn- um, þeim Knut Sjövik og Ivar Reitin, sem báðir eru frá Mid- sund i Noregi, en hafa I áratugi haft útgerð og fiskvin'nslu á Kyrrahafsströndinni. Helminga- skipti eru i fyrirtækinu á milli norsku og bandarísku fyrirtækj- anna, sem eiga þessa nýju salt- fiskverkunarstöö. Nýja fyrirtækið hefur keypt byggingu sem er 6500 fermetrar á einni hæö, til starfsemi sinnar, Norsk hjálp við línuveiðar Sovétmanna Norska fyrirtækið Mustad hefur nýlega selt sjálfvirkar beitningavélar til Sovétríkj- anna fyrir n.kr. 5.000.000. En hvert vélasett kostar nú n.kr. 300.000 — 700.000 eftir stærö skipa. Mustad setur vélarnar nið- ur i skipin og kennir rúss- nesku sjómönnunum með- ferð þeirra. bá hafa Norð- menn lofaö að taka nokkra rússneska sjómenn um borð i norska linuveiðara sem nota þessar beitningavelar og þjálfa þá upp við slikar veið- ar. meö stækkunarmöguleikum. í helming hússins hefur þegar ver- ið innréttuð verksmiðja með full- komnustu tækjum fyrir þurrkun á saltfiski. Reiknað er meö að verk- smiðjan framleiði 2500 tonn á ári af fullverkuöum saltfiski til aö byrja með, og hafa 40 fastráðnir starfsmenn þegar veriö ráðnir til starfseminnar. Hráefnið i fram- leiðsluna veröur aðallega sótt til Alaska, bæði þorskur og Alaska ufsi. Markað fyrir framleiösluna hyggst fyrirtækið fá hjá Suöur - Evrópubúum I Bandarikjunum, og á Puerto Rico, og ef meö þarf i S-Ameriku. Stærsti framleiöandi á fullverkuöum saltfiski nú, eru Norðmenn sem fluttu á heims- markað 1981, 56,641 tonn. I VERÐ Á FISKIMJÖLI í LÁGMARKI ------—...... .......................... ..................... Þetta er nýjasta björgunarskip Norömanna sem fær nafniö Olav V. Skipiö er smiðað úr hertu áli og er getur gengiö 24 hnúta á klst. mjög hraöskreitt Ný tegund af björgunarbáti Á skipasmiðastöðinni á Stord i Noregi var nýlega hleypt af stokkunum nýrri tegund af björg- unarskipi og er gert ráö fyrir aö fleiri skip sömu tegundar veröi smíðuö siöar. Þetta er 90 feta langur bátur, byggöur úr hertu áli og á að geta gengiö meö 24 hnúta ferð. Báturinn er búinn skiptiskrúfu, sem er hijóðdempuð með hlif að ofan. Það er norska „Rednings- selskapet” sem er eigandi báts- ins. bað er þegar búið að ákveöa að Sonja prinsessa gefi þessu nýja björgunarskipi Norðmanna nafn þann 23. ágúst i sumar, og verði það Olav V. Eftir þá athöfn fer báturinn i sýningárferð norð- ur með ströndinni, frá Oslo til Finnmerkur. 10. júni 1982 Stærstu vöruflutn- ingaskipaeigendur á Norðurlöndum Eftir þvi sem „Det norske Veritas" upplýsti nýlega er stærsti vöru- flutningafloti Norðurlanda að tonnatölu skrásettur frá Osló, höfuðborg Nor- egs. I öðru sæti er svo Björgvir sem hefur 40 f leíri iskip, en með samanlagða lægri tonnatölu. I þriðja sæti er Stafangur, i fjórða sæti Sandefjörd, i fimmta sæti Kaupmannahöfn, i ísjötta sæti Kristiansand í Noregi og í sjöunda sæti Stokkhólmur. Þannig hafa Norðmenn algjöra yfir- burði í vöruflutningum á heimshöfunum, miðað við hin Norðurlöndin, og hefur svo verið lengi. Skreiðarframleiðsla Norð- manna fyrir markað á Italiu kemur nær eingöngu frá Lofot. Þar gengu þorskveiðar á s.l. vetr- arvertið frekar vel i ár, aflinn varð rúmlega 50 þús. tonn. Taliðer að um helmingur þessa þorskafla hafi verið hengdur á hialla I skreiðarverkun. Skreiöarverkendur i Lófót reikna með að eiga I sumar um 6000 tonn af fullverkaðri skreið. En þeir reikna aflann i tonnum miðað viö hausaðan og slægðan fisk. Veðráttan i vetur og vor er talin hafa verið hagstæð fyrir skreiðarverkun i Lófót, og búast menn þar við að eiga mikiö magn af góðri skreiö fyrir Italiumarkað i ár. Hins vegar var dálitiö magn af smáum fiski i vertiöaraflanum I ár, sem er óvanalegt við Lófót, en miðin þar eru aðal hrygningar- svæði þorsks við Noreg. Reiknaö er með að þessi hluti aflans, sem hengdur var á hjalla, fari sem skreið til Nigeriu þegar sá mark- aður opnast að nýju, sem enginn veit hvenær veröur. Verð á fiskimjöli hefur fallið á heimsmarkaði miöað við verö á árinu 1981. Hér kemur tvennt til: Talsvert mikið framboð á fiskimjöli frá Peru og Chile og á soyabaunamjöli frá Bandaríkjunum. En reiknað er meö að sú fram- leiösla aukist i ár um 3-5% i Bandarikjunum. Hins vegar hafa fiskimjölsmarkaöir I Austur-Evr- ópu fallið saman þar sem talið er nema 150.000-260.000 tonnum, sök- um erfiðleíka, og samdráttur víða. Suöur-Amerikuriki hafa lika i ár boöið fiskimjöl á Evrópu- markaöi fyrir neðan þaö verö sem norðurlandaþjóðir hafa treyst sér að selja á. Reiknaö er með að fiskimjölsframleiðsla heimsins muni verða i ár 1.800.000-2.000.000 tonn. Taliö er aö i mailok hafi fiskimjölsfram- leiðsla Peru og Chile samanlögð verið orðin 550.000 tonn frá ára- mótum, en það er 75.000 tonnum meira en yfir sama timabil á s.l. ári. Framleiösla Norðmanna á fiskimjöli frá áramótum tii mai- loka, var 95.000 tonn af venjulegu fiskimjöli og 40.000 tonn af Nor- seamink mjöli. En þetta fóður er unniö úr glænýju hráefni sem fóð- ur handa loðdýrabúum og fiskeld- isbúum, og er i hærra veröi held- ur en venjulegt fiskimjöl, og ein- göngu hægt aö framleiða það við gufuþurrkun. Vegna vaxandi fiskiræktar i Noregi er mikill markaöur fyrir þetta mjöi innan- lands. Stærsti fiskeldisfóðurframleið- andi i Noregi T. Skretting A.S. i Stafangri, sem hefur 75% af sölu á öllu fiskfóðri i Noregi og flytur einnig út fóöur, kaupir mikið af þessu mjöli i framleiðslu sina. Nú er þetta fyrirtæki að byggja nýja verksmiðju til að tvöfaida fram- leiðsluna. Þá kemur þaö einnig norskum loönuveiöum til góða, þegar markaösverð er lágt á venjulegu fiskimjöli, að mikið magn af loðnu er fryst sem blaut- fóður handa loðdýrabúum og fisk- eldisbúum. Mikið af þessari vinnslu fer nú fram um borö i veiöiskipum á miðunum, þar sem loðnan I þessa framleiðslu verður að vera glæný. I mailok var búið að selja af fiskimjölsframleiöslu Norömanna i ár 73.000 tonn af venjulegu fiskimjöli og af Nor- seamink mjöli 35.000 tonn. Manneldisafurðir úr loðnu í Noregi A siðastliöinni vetrarvertiö frá loðnuveiðiflota Noregs voru framleidd rúmlega 16 þúsund tonn af hraðfrystri loðnuhrygnu, sem öll var seld á japanskan markað. Þá voru framleidd 3500 tonn af loönuhrognum á vertiðinni. Tals- verður hluti hrognanna fer á markað i Japan. En Norðmenn eru óánægðir meö verðiö sem þeir fá fyrir hrognin, eftir að þeir fóru að salta þau á s.í. ári og framleiöa úr þeim kaviar sem forrétt á hót- elum. Þessi markaöur fyrir kavi- arhrogn úr loðnu, hefur vaxiö ört siöan I fyrra og eru nú Norömenn farnir aö selja þau þannig fram- ieidd vitt um heim, og telja að sala slikra hrogna verði ekki vandamál i náinni framtið, fyrir viöunandi verð. Nú stendur yfir kynning og leit að nýjum mörkuö- um fyrir loönuhrygnu, svo Norö- menn þurfi ekki eingöngu að treysta á japanska markaöinn i þvi efni, en geti aukið þessa fram- leiðslu fyrir nýja markaði. Frá Kletti Þriðjudagur 22. júni 1982 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 9 „Of lítið rætt ungmenna una sjálfa — segir Sigurjón Bjarnason, framkvæmdastjóri Ungmenna- og íþróttasambands Austurlands Sigurjón Bjarnason, framkvæmdastjóri CIA á skrifstofu sam- bandsins á Egilsstöðum: „Ef er hægt að ræða t.d. hermálið á kúlti- veraðan hátt, þá finnst mér allt i lagi að gera ágrcining um það inn- an ungmennahreyfingarinnar”. Ljósm.—jsj. „Ungmenna- og iþróttasam- band Austurlands eru samtök 27 félaga á Austurlandi, sem hafa öll iþróttir og æskulýðsstarf á stefnuskrá sinni og sambands- svæðið nær allt norður á Bakka- fjörð, og suður aö Lónsheiöi — en á þessu svæði búa um 10.500 manns”, sagöi Sigurjón Bjarna- son, framkvæmdastjóri CtA I spjalli við Þjóöviljann á dögunum. Skrifstofa sambands- ins er á Egilsstöðum, og þar ræður Sigurjón húsum og annast allan daglegan rekstur sam- bandsins, en innan þess eru um 2.500 — 3.000 félagar, sem teljast á einn eða annan hátt virkir, en að sögn Sigurjóns er þátttaka hins almenna félagsmanns I iþrótta- og ungmennafélögunum mikil. „í ofurvenjulegu litlu plássi taka kannski 50—100 manns þátt bara i knattspyrnunni, svo ekki sé minnst á allt annað, sem félögin starfa aö”, sagöi Sigurjón, „og ég held, að i a.m.k. sumum tilvikum sé óhætt aö segja, aö þaö séu fleiri virkir, en þeir sem skráöir eru i félögin”. Knattspyrnan er langvinsælust iþrótta á sambandssvæðinu, aö sögn Sigurjóns, en frjálsar Iþróttir sækja stööugt á og skiða- iþróttin nýtur sömuleiðis vaxandi lýöhylli, enda hefur aðstaða hægt og bitandi farið batnandi meö til- komu skiöalyfta I mörgum byggöarlögum á Austurlandi. Þannig er iþróttastarfið lang- mest áberandi hjá CIA, og eitt af meginverkefnum skrifstofu sam- bandsins og framkvæmdastjóra þess er enda að skipuleggja og annast mótahald i hinum ýmsu iþróttagreinum, auk sameigin- legrar fjáröflunar félaganna. Og þótt skrifstofunni hafi verið val- inn staður á Egilsstööum, er lög- heimili ÚIA aö Eiöum, en þar er stór og góöur Iþróttaleikvangur, þar sem mörg stórmót hafa verið haldin — „en ætlunin er nú að bæta þar alla aðstöðu”, segir Sigurjón, „þannig aö sú aöstaða, sem er fyrir hendi á Eiðum, nýtist sambandinu betur til iþróttaiðk- unar en þegar er”. Nú kann það að skjóta nokkuð skökku við, að margra áliti, að ungmennafélögin séu farin að helga sig iþróttum i jafnrikum mæli og raun ber vitni. Og Sigur- jón er spurður að þvi, hvort gamli ungmennafélagsandinn sé með öllu horfinn. Hvort kvöldvök- urnar, menningarsamkomurnar, fræðslufundirnir heyri fortiðinni til? „Þetta er mál, sem hefur veriö of litið rætt innan ungmenna- félaganna sjálfra i seinni tið — það er aö segja, ungmenna- hreyfingin sjálf, hvernig hún varð til, um hvaöa hugsjónir hún var stofnuö og hvernig sú hugsjón hefur verið rækt af ungmenna- félögunum á okkar timum. Þetta er auövitað að verulegu leyti spurning um þá menningar- þætti, sem þú taldir upp: kvöld- vökurnar, fræöslufundina og það allt — og það má reyndar segja, að dreifbýlisféiögin hafi verið iönari viö að halda uppi þvi merkinu, áð annast hina breiðu, félagslegu þörf, en þau félög, sem staðsett eru i þéttbýlinu. Þar hafa aftur á móti komið upp sérstök félög um alla mögulega og ómögulega hluti, sem voru áður á stefnuskrá ungmennafélaganna. Ég nefni t.d. bara leiklistina sem dæmi. Viöa um land sjá ung- mennafélög um leiklistarlif viö- komandi staöa, en viðar er þaö, sem stofnuö hafa veriö sérstök leikfélög I nákvæmlega sama skyni, og þaö viröist mér gilda einkum um þéttbýlli staöina. 1 dreiföari byggöum, eins og viöa eru hér á Austurlandi, annast ungmennafélögin þennan þátt félagslifsins ennþá, og þaö er að minu mati vel. En þetta er auövitaö lika spurn- ing um það, aö hóparnir, hinar félagslegu einingar, sem sinna hverjum félagsþætti fyrir sig, veröi ekki of stórar. Ef félagslegu einingarnar verða of stórar, er hætt við, að fólk finni sig ekki I félagsstarfinu.” En þaö er fleira, sem heyröi ungmennafélagshreyfingunni til og sem virðistnú horfið úr hennar starfi: þjóðmálaumræðan, starf aö bindindismálum, umræðan um sjálfstæði þjóöarinnar og herinn, svo fátt sé tint til af þvi, sem Sigurjón nefnir. „Sum þessara mála ber enn á góma á þingum ungmenna- hreyfingarinnar”, segir hann, og ýmsar tilraunir eru gerðar til að halda umræðunni vakandi. Eitt af félagasamböndunum innan ung- mennahreyfingarinnar mun t.d. á næstunni ætla að standa fyrir ráö- stefnu um áfengisvandamálið — og ég held, aö það sé mjög spenn- andi viðfangsefni fyrir sambönd á borö við ÚIA að efna til einhverra slikra uppákoma, ef þannig má komast aö oröi. Það á vel aö vera hægt, ekki sist vegna þess, aö innan hreyfingar1 innar starfar margt fólk, sem hugsar um fleira en iþróttir, og þetta fólk er vel reiöubúið að vinna að einhverjum svona málum eftir þvi sem timi þess leyfir. Nú, á öllum þeim þingum UMFl, sem ég hef setiö, utan þvi siöasta i fyrrahaust, hafa veriö gerðar samþykktir um hermálið. Þær hafa eðlilega hlotiö mis- jafnan hljömgrunn. Ungmenna- hreyfingin er breið samtök, sem skitpist ekki eftir flokkum, þannig að auðvitað er þar aö finna einhverja hernámssinna jafnt og herstöövaandstæðinga. Spurningin um slikt mál er þvi kannski fyrst og fremst, hvernig beri að taka á þvi — hvort eigi t.d. að gera ágreining innan ung- mennahreyfingarinnar vegna þess máls. Nú, þaö er min skoöun, að ef á annað borö er hægt að ræöa hermálið eins og önnur mál á sæmilega kúltiveraðan og mál- efnalegan hátt, þá sé allt i lagi að bera ábreining um það. Og ég held einmitt, aö sér- stakar ráðstefnur um einstök mál lera ágreining um það. ræöa svona mál á breiöum grund- velli. Þangað myndi mæta fyrst og fremst þaö fólk, sem áhuga heföi á viðkomandi málefni, hvort sem það væri með eöa móti. Ung- mennahreyfingunni yröi án efa styrkur að þvi að efla umræöu um þjóðmálin á þann hátt”, sagði Sigurjón að lokum. — jsj. Þaö eru fleirl en mannfóikið sem spóka sig á götum bæjarins \ bliðviðrinu. Þessa hreyknu maddömu rakst Ijósmyndari Þjóð- viljans, — eik, á þar sem hún trítlaði með ungaskarann sinn þvert yfir Miklubrautina, á gatnamótum Háaleitisbrautar. Leiðin lá siðan niður i Safamýrina.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.