Þjóðviljinn - 25.06.1982, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 25.06.1982, Blaðsíða 2
2 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 25. júnl 1982 viðtalið Rætt við Þorstein Jónsson leikstjóra og höfund handrits Atómstöðin kvikmynduð Kvikmyndagerð á islandi viröist siður en svo vera að leggja upp laupana, ef marka má siðustu fréttir frá kvik- myndafélaginu Óðni. Það hefur nýlega gefið „Punktinn" út á myndbönd, og er aö ganga frá samningum um sýningu mynd- arinnar viða um heim. Þá hefur verið ákveðið að næsla verkefni Öðins verði kvikmyndun á At- ómstöðinni eftir Halldór Lax- ness. Þorsteinn Jónsson kvik- myndagerðarmaður hefur gert handrit að þeirri mynd og verö- ur jafnframt leikstjóri. Hann var fyrst spurður hvers vegna Atómstöðin hefði orðið fyrir val- inu. — Það er bara okkar áhugi á þessu verki, og við höldum að þetta geti orðiö góð mynd. lieldur þú að Atómstöðin eigi jal'n mikið erindi til almennings nú og á þeim tima þegar bókin kom út? — Já,ég er alveg viss um þaö. Friðarhreyfingarnar núna, gera það að verkum að þetta umfjöll- unarefni er enn þá meir á dag- skrá i Vestur-Evrópu og viðast hvar i heiminum en nokkurn timann áður. Þetta er auk þess spurning um grundvallartilvist litillar þjóðar. Sjálfstæöi iitillar þjóðar, eru þær spurningar sem verið er að velta fyrir sér í bók- inni. Þorsteinn Jónsson kvikmyndagerðarmaður: Viðerum trúir andan- um isögunni. llvernig hefur gengið að fjár- magna þessa myndgerð? — Við komum til með aö gera það á svipaðan hátt og „Punkt- inn", nema kannski með þeirri breytingu að það gætu oröið ein- hverjir erlendir meðframleið- endur. Er búið að velja i aðalhlut- verk? — Það má segja að við séum að ganga frá þeim hlutum i þessari viku. Hvenær verður byrjað aö mynda? — Það verður byrjað að taka i mars á næsta ári og myndin verður siðan frumsýnd um mánaðamótin ágúst-september sama ár. Verður kvikmyndað aðallega hér i Reykjavik og eitthvað fyrir norðan? — Já að mestu leyti i Reykja- vik, og einnig úti á landi i eina 10 daga næsta sumar. Er þræði sögunnar fylgt i kvikmyndahandritinu? — Já, nokkuð svo. 1 það minnsta erum við trúir andan- um, en það er ýmsar breytingar sem þarf að gera, en engar breytingar sem eru i andstöðu við bókina. Nú er „Punkturinn" kominn á myndband, hvernig hefur ann- ars gengið að koma honum á framfæri erlendis? — Það hefur gengið mjög vel. Myndin hefur ekki verið sýnd viða ennþá, en það er búið að semja um sýningar i Þýska- landi, bæði i sjónvarpi og bió. Siðan i Hollandif en þar veröur hún sýnd i sjónvarpi nú i ágúst. Bióréttinn höfum við selt i Dan- mörku og siðan er i athugun samningur við finnska og norska sjónvarpið, auk þess sem verið er að athuga með franska sjónvarpið. Hafaekki mikil ferðalög fylgt þessari sölustarfsemi? — Við fórum á nokkrar hátið- ir, Cannes i fyrra einnig til Mil- anó, á kvikmyndadaga i Lífbeck i fyrrahaust og siðan var hún send á kvikmyndahátiö i Dub- lin. Er búið að hala inn fyrir kostnaði við gerð myndarinnar? — Jú við höfum gert það, en það er mikill kostnaður af sölu- i starfseminni svo við erum ekki farnir aðsjá neinn ágóða ennþá. Við litum á þetta sem braut- ryðjendastarf, þvi þetta sem við erum að gera fyrir þessa mynd það selur svo næstu myndir. -lg- Enginn gat rétt um fjölda kvenna Kvenréttindafélag Islands gekkst fyrir kosningagetraun i tengslum við sveitarstjórnar- kosningarnar 22. mai sl. Attu þátttakendur að geta upp á þvi hversu margar konur næðu kosningu i Reykjavik, á Akur- eyri og á landinu öllu. Var ein- göngu miðað við úrslit á þeim stöðum sem kosið var á 22. mai. A Akureyn naðu 3 konur kosningu, i Reykjavik 5 og á landinu öllu 72. Engin rétt lausn barst og skiptist vinningsupp- hæðin 7.200 krónur á milli þeirra 8 sem reyndust vera með eitt frávik. Af fílum — Heyrðu mamma — Hvað er það vinur? — Hefurðu heyrt þennan: Hvað er hægt að koma mörgum filum inn I Volkswagen? — Nei, — Tveim i framsætið og tveim i aftursætið, hehehe. — Ég heyri að þú hefur aftur verið að hlusta á þessa krakka- bjána'. Veistu ekki að við höfum samþykkt að berjast gegn fila- fyrirlitningu i filabröndurum? — Nei, mamma, hvernig átti ég að vita það? — Gleymdu þvi ekki væni. Við segjum bara mannabrandara! Svínharður Eftir Kjartan Arnórsson < Q o Fugl dagsins Vatnalóa — Dharadrius dubi- us likist litilli sandlöu, en er án hvits vængjabeltis og með hvita rák ofan við svarta ennisbeltið, fætur eru holdlitir en erfitt að greina slikt oft á tiðum, þar sem þeir eru oftast ataðir leðju. A stuttu færi má greina gulan augnahring. Ungfuglarnir geta minnt á strandlóu, þar sem brúnt bringubeltið er oft slitið sundur i miðju, en þeir eru með ljósholdlita fætur og án hvits vængjabeltis. Rödd vatnalóunnar er hátt, flautandi „ti-tú". Vellandi söngur minnir á söng sandlóu, en er ekki eins hljómmikill og aðallega endurtekið „tri-a tri-a..." Kjörlendi vatnalóunnar er við sand- og malareyrar við ár og vötn. Vatnalóan verpir á sönd- um og melum við ósalt vatn, stöku sinnum þó við sjávar- strendur. Vatnalóan er vel þekkt um alla Evrópu, utan Norður - Skandinaviu og hún er flæk- ingur i Skotlandi og á Irlandi. Rugl dagsins: Afrakstur rannsóknar- blaðamennsku??? Samskipti fólks gegnum sima eru öðru visi en undir fjögur augu'. (Fyrirsögn i Helgarpóstinum.) Gætum tungunnar A islensku er x borið fram egs (ekkieggs). Þess vegna er sex borið fram segs en ekki seggs. „Og - ég held - guðrækni" Haustið 1817 var svo fyrir mælt að um land allt skyldi hátiðleg haldin þriggja alda minning siðabótar Lúthers. Og þar sem siðabótin taldist nú 300 ára þótti ekki minna mega við una en þriggja daga afmælishá- tið frá 31. okt. til 2. nóv. „Fóru þessi hátiðahöld fram með mestu stillingu, spekt og — ég held — guðrækni", segir Magnús Stephensen, virðist þó vera i nokkrum vaía um guð- ræknina. Dómkirkjan, þótt hrörleg væri, var miðstöð hátiðahald- anna i Reykjavik. Biskupinn, Geir Vidalín, embættaði þar báða messudagana en dóm- kirkjupresturinn, Arni Helga- son, annaðist kvöldsönginn. I Bessastaðaskóla flutti Jón lektor Jónsson hátiðaræðu á latinu, en boðsbréf á latinu, höfðu áður verið send fyrir- mönnum þeim ýmsum, sem tóldust skilja það tungumál. Nokkrir þeirra mættu á Bessa- stöðum en „þó máski fleiri af is- lendingum, sem ekkert skildu i ræðunni". Hefur kannski komið ieinnstaðniður. Þótt aldurinn bagaði ekki dómkirkjuna, hún hafði verið lengi I smiðum og fæöingarhrið- irnar stundum þrautafullar, þá var ástand hennar þegar orðið næsta bágborið og það svo, að væri veður ekki upp á það besta, þótti þar ekki messufært. Hinn 17. mars 1817 var Ole P. Chr. Möller kaupmanni falið, með konungsúrskurði, að sjá um við- gerð á kirkjunni. Þótti óhjákvæmilegt að skipta alveg um þak,smiða nýja glugga o.fl. Var unnið að viðgerðinni meira og minna allan veturinn og fram á vor. Kostaði hún 56. þús. rikis- bankadali og þótti mikið. —mhg

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.