Þjóðviljinn - 25.06.1982, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 25.06.1982, Blaðsíða 10
10 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 25. júni 1982 BÚKA HILLUR ÚR FURU, EIK TEKKI0G HNOTU Verð frá kr. 1320,00 Stœrðir: Breidd 60 cm 90- 120- hæð 190 cm 190 - 190 - dýpt 27 cm 27 - 27 - Munið ohkar hagstæðu greiðsiushilmálu » Mm - Jón Loftsson hf. Hringbraut 121 Sími 10600 HúsgagnadeiM - Sími 28601 Bændaskólimt Hólum auglýsir Þeir nemendur sem ætla að sækja lím skólavist næsta vetur eru vinsamlegast beðnir um að senda inn umsóknir hið allra fyrsta. Umsóknarírestur er til'l. ágúst. Umsókn- areyðublöð í'ást hjá skólanum, simi um Sauðárkrók. Nemendur á fyrstu námsönn hefja nám 1. nóvember n.k. Skólastjóri Blikkiðjan Ásgarði 7, Garöabæ Onnumst þakrennusmiði og uppsetningu — ennfremur hverskonar biikksmíði. Gerum föst verðtilboð SIMI 53468 Síldveiðar í reknet og lagnet Sjávárútvegsráðuneytið vekur athygli út- gerðarmanna á, að umsóknarfrestur um leyfi til sildveiða i reknet rennur út 5. júli n.k. Umsóknarfrestur um leyfi til sildveiða i lagnet rennur út 31. júli n.k. Sjávarútvegsráðuneytið, 22. júni 1982. Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem auðsýndu okkur vináttuog samúð við andlát móður okkar og dóttur, Renötu Kristjánsdóttur, er lést hinn 3. júni s.l. Sérstakar þakkir færum við starfs- fólki Landspitalans, hjúkrunarkonum og læknum. Þakk- arbréf verða ekki send, en andvirði þeirra afhent Krabba- meinsfélagi Islands. Ragnhildur Blöndal Kristjana Blöndal Haraldur Friðgeirsson Úrsúla og Kristján P. Guðmundsson. Svavar Gestsson, f ormaður Alþýðubandalagsins Það er sjálfstæðismál Ungmennafélag islands efnir nú til herferðar undir kjórorðinu „Eflum islenskt". Allir skilja hvað við er átl með þessu kjör- orði: Að landsmenn eigi að sam- einast undir merki þess um að efla islenskan iðnað með þvi að velja jafnan fremur það sem is- lenskt er en erlent ef þess er nokkur kostur. Þessari herferð ber þvi að fagna; mættu önnur samtök i landinu laka sér Ung- mennafélag Islands lil fyrir- myndar i þessu efni. Alþýðu- bandalaginu er þetta átak sér- stakt fagnaðarefni þar sem Al- þýðubandalagsmaður hefur farið með iðnaðarmál i rikisstjórn is- lands um nokkurt skeið. í at- vinnumálum fylgir Alþýðubanda- lagið islenskri alvinnustefnu. Við leggjum áherslu á forræði lands- manna sjálfra yfir atvinnuveg- unum enda er sjálfstæði þjóðar- innar aðeins innanlómt i'orm ef atvinnugrundvöllinn skortir. Atökin i islenskum stjórn- málum á undanförnum árum hafa einmitt snúist um það hvort efla eigi islenskt eöa erlent fram- tak til vegs hér á landi. Þannig hafa talsmenn ihaldsins lýst þvi yfir að eðlilegt sé að útlendingar eigi fyrirtæki hér á landi i stór- auknum mæli. Með þeim hætti værum við vissulega ekki að efla það sem islenskt er. i baráttu iðn- aðarráðherra fyrir þvi að fá sanngjarnt orkuverð i'rá álverinu til handa islenskum raí'orkuiyrir- tækjum er gott að vita al' hug eins og þeim sem er á bak við herferð Ungmennafélags islands; i bar- áttunni við ægivald hins erlenda auðhrings þarf þjóðin öil að standa saman. Þá,og aðeins þá.er von um að vinna sigur með þá sanngjörnu kröfu sem iðnaðar- ráðherra hefur borið fram fyrir hönd þjóðarinnar. Á siðasta og næstsiðasta þingi urðu miklar umræður um iðn- aðarmál á alþingi. Iðnaðarráð- herra beitti sér fyrir samþykkt margra frumvarpa um islensk iðjuver — steinull, sykur, salt, stál. Fleira mætti nefna. Það brást varla, þegar þessi frum- vörp voru til umræðu, að þar bæri að garði alþingishússins menn Svavar Gestsson sem vildu stöðva þessi mál vegna þess að það væri alltof dýrt að framleiða vóruna hér i landinu. Stundum kom i ljós að þessir sömu menn höfðu umboð fyrir sykur eða sait eða annaö sem út- lendingar seldu hér á landi. Þessir úrtölumenn voruekki á þvi að „efla islenskt". En það er at- hyglisvert að ályktanir þessara manna og viðtól við þá fengu þjóðhöfðingjameðíerð i fjöl- miðlum rikisins jafnt sem dag- blöðunum. Enginn sá sóma sinn i þvi að spyrja hvað þessum sendi- sveinum gengi til að ráðast þannig að þvi sem þó er reynt að gera til þess að styrkja sem mest grundvöll islensks atvinnulifs og þar með islenskrar menningar. Vissulega ber að fara með gát þegar ákveðin er stofnun fyrir- tækja — en hitt má verða um- hugsunarefni hvernig umboðs- menn erlendra hagsmuna reyna að grafa undan islensku framtaki og frumkvæði. Vonandi verður herierð Ung- mennafélags islands til þess að islendingar leggi kapp á að hlúa jafnan markvisst að islenskum forsendum þjóðlifsins og að standast ásælni erlendra afla og umboðsmanna þeirra. Það er ekki bióðremba að efla islenskt framtak og frumkvæði, það er sjálfstæðismál. Og þvi aðeins nær það frumkvæði tilætluðum ár- angri að það byggi á félagslegum grundvelli. Sameining og sam- vinna verður að einkenna allt starf þessarar þjóðar, hún er svo fámenn að hún hefur ekki efni á þeirri sóun sem felst i sundur- virkni gróðahyggjunnar. Eg endurtek þakkir Álþýðu- bandalagsins til Ungmennafélags islands fyrir þá þörfu áminningu sem felst i herferð þess „efium islenskt" Ungmennafélag íslands: Eílum isíenskí Hjólað um allt land í dag Ungmennafélag íslands hef- ur gefið út blað sem dreift er um allt land i 50 þúsund ein- tökum. Blaðið ber nafnið „Efl- um íslenskt" og er liður í átaki ungmennafélaganna til að fá fólk til að styðja islenska framleiðslu. t blaðinu er m.a. að finna á- varp frá Hjörleifi Guttorms- syni, iðnaðarráðherra, grein eftir Viglund Þorsteinsson, formann Iðnrekenda og grein eftir Pálma Gislason, for- mann UMFl, sem nefnist „Stöndum vörð um unga fólk- ið". Þá er i blaðinu að finna upplýsingar um starf og stefnu UMFl. Þann 25. júni til 11. júli gengst UMFt fyrir hjólreiðum um allt land undir yfirskrift- inni „Hjólum i þágu islenskrar framleiðslu". Áskorun frá landlækni: Virka þátttöku í trimmdegi I.S.I. Næstkomandi sunnudagur 27. júni er svonefndur Trimmdagur ÍSÍ. Þá skorar iþróttahreyfingin á alla landsmenn að taka þátt I ein- hvers konar trimmi eða iþrótta- æfingum og færa með þvi slnu héraði eða iþróttasambandi stig I innbyrgðis keppni héraðs- og iþróttasambandanna, og sjálfum sér holla hreyfingu og ánægju. Blaðinu hefur borist pistill frá landlækni varðandi likamsrækt og heilbrigði og fer hann hér á eft- ir. „Ahugi er vaxandi á almenn- ingsiþróttum og er það vel. Ekki leikur vafi á að reglubundin lik- amsrækt bætir og vioheldur lik- amlegu og andlegu heilbrigði. í fræðslubæklingi sem landlæknis- embættið undirbýr nú útgáfu á i samvinnu við heilbrigðisráð ISÍ er leitast við að svara nokkrum algengum spurningum um lik- amsþjálfun og heilbrigði. Kemur þar m .a. fram að öll skynsamlega stunduð likamsþjálfun er til bóta. Mikilvægast er að i gera æfingar er reyna á blóðrásar- og öndunar- kerfi i nokkurn tima. Með þvi er átt við t.d. göngu, skokk og hlaup, skiðagöngu, hjólreiðar og knatt- leiki. Ahersla er lögð á að likams- þjálfunin fari fram reglulega og til að fá betra úthald þarf að reyna á sig tvisvar til þrisvar i viku. Þeir sem eru mjög feitir, með of háan blóðþrýsting eða ein- kenni frá hjarta eiga að leita ráða hjá lækni áður en þeir hefja lik- amsæfingar er valda þeirri á- reynslu sem nauðsynleg er til að fá betra þol. Við þurfum að auka heilsu- vernd. Þá sjúkdóma er valda okkur þyngstum búsifjum i dag, má að verulegu leyti rekja til okkar eigin lifernis, ekki sist kyrrsetu, offitu, tóbaks- og áfeng- isneyslu. Ef árangur á að nást i baráttunni vib þessa sjúkdóma nægir ekki að eiga kost á góðri heilbrigðisþjónustu. Það þarf meira til. Með þvi að auka hreyf- ingu og ástunda reglubundna lik- amsþjálfun leggjum við okkar skerf að mörkum til að fyrir- byggja þessa sjúkdóma. Jafn- framt getur betra þol bætt liðan. Þvi ber að fagna framtaki ISl að efna til trimmdags og ég hvet alla sem það geta til virkrar þátttöku á Trimmdegi iSi sunnudaginn 27. júni nk." Við tökum undir þessi orð land- læknis og hvetjum alla þá sem eiga þess kost að láta sitt ekki eft- ir liggja á sunnudaginn, og stuðla að þvi að trimmdagurinn verði eftirminnilegur og landsmönnum til sóma. — VS

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.