Þjóðviljinn - 25.06.1982, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 25.06.1982, Blaðsíða 9
Föstudagur 25. júni 1982 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 9 Sigurjón Jónsson (t.v.) og Július Jónsson hafa báðir unnið frá þviá sildarárunum i mjölbræðslunni, og byggðu auk þess verksmiðjuna, en hún var reist seint á sjötta áratugnum. Þeir standa hér við m jölskil- vindurnar. Ljósm.: —jsj. mjölsbræðslu... þessu", sagði Davið ,,en hin tækin hefðu aftur fengist á góðum kjör- um. Nú þarf hins vegar að kaupa mengunarvarnartæki eftir sem áður, nema hvað þau verða ekki innan þessarar samstæðu, heldur keypt sér. Þetta er þvi stórt skref aftur á bak", sagði Davið og nefndi sem dæmi að þessi tækja- samstæða kostaði meira vinnuafl en sú, sem ekki var keypt. „Það verður lika ódæmislega eriitt að halda frostlausu á þess- ari stóru samstæðu, þegar vetr- ar", sagði Davið, „fyrst og fremst vegna þess hve stór hún er og tekur mikið pláss, en hér getur oft orðið gaddfreðið yfir vetrar- timann og engan veginn hægt að halda frostlausu." Atvinna i beinamjölsverksmiðj- unni hefur verið með minnsta móti undanfarna mánuði vegna litils afla; en i og með að Vopn- firðingar fá nýjan togara, vænt- anlega um næstu áramót, ætti afl- inn að aukast og beinamjölsverk- smiðjan að fá meira hráefni, enda er ætlunin að öllu sem gengur úr um borð á þeim togara verði haldið til haga. Verksmiðjan get- ur hæglega unnið úr þvi öllu, að þvi er Davið sagði, enda stæðu tækin fyrir sinu, þótt kaupin sem slik hefðu verið óhagkvæm. — jsj. Davið Vigfússon, vélstjóri i beinamjölsverksmiðjunni á Vopnafirði. Ljósm.: — jsj. Meira en góður matur — rætt við Bryndísi Símonardóttur þroskaþjálfa, og forstöðumann Vonarlands á Egilsstöðum arlands: Þeir, sem hér devljast eiga að fá þá jí samfélagi, sem við byggjum iill. Ljósm.: jsj. „Vonarland varö þannig til, að stofnuð voru samtök foreldra og áhugafólks um málefni þroskaheftra á Austurlandi og aöalmark- mið samtakanna varð fljótlega að byggja heimili fyrir þroskahefta, sem myndi þjóna Austurland- inu fyrst og fremst" sagði Bryndis Símonardóttir þroskaþjálfi og forstöðu- maður Vonarlands, heimil- is fyrir þroskahefta á Austurlandi í spjalli við Þjóðviljann. Heimilið hef- ur nú verið starfrækt i bráðum ár og rekstur þess gengið vonum framar, enda sagði Bryndís að Styrkarfélag vangefinna á Austurlandi væri með f jöl- memnustu slíkum félögum á landinu/ ef ekki hið f jöl- mennasta. „Ætli láti ekki nærri að annar hver Austfirðingur sé meðlimur i félaginu", sagði Bryndis, ,,og það er ekki ofsögum sagt, að málefn- um vangefinna hefur verið sýnd- ur alveg feikilegur áhugi, sem kemur m.a. fram i þvi að heimil- inu hafa verið gefnar stórar gjaf- ir, bæði peningagjafir og munir, sem heimilið hefur vanhagað um þetta fyrsta starfsár sitt." Aðspurð kvað Bryndis sam- starfið við ráöamenn og fjárveit- ingavaíd hafa gengið frábærlega vel og hún sagði að allir þeir aðil- ar, sem heimilið ætti samskipti við, sýndu þvi mikinn skilning, að nauðsynlegt væri að bjóða upp á góða þjónustu i þessum efnum. Vonarland býöur ekki aöeins upp a þjónustu fyrir þá sem þar dveljast um lengri eða skemmri tima, heldur nær þjónustusvæði heimilisins um allt Austurland. Starfsfólk Vonarlands ferðast um allan fjórðunginn, hittir foreldra vangefinna, ræðir við þá um þeirra vandamál og reynir um leið að veita einhverja úrlausn mála, annað hvort með þvi að benda á, hvert best sé að snúa sér, ef vandamálið er þess eölis, að það er ekki á færi Vonarlands að leysa úr þvi, eða með þvi að veita aðstoð frá Vonarlandi. Þá er yfirleitt gerð þjálfunaráætlun fyrir hvern einstakling, sem for- eldrar hans, kennarar, fóstrur eða aðrir i umhverfi hans fylgja eftir. Eins lánar Vonarland þjálf- unarleikföng til hinna ýmsu staða, þegar og ef þörf krefur. Það eru alls um 10 - 12 einstak- lingar sem njóta þessarar ferða- þjónustu Vonarlands, en á heimil- inu sjálfu gista nú niu einstak- lingar i langtimaplássum, en einu plássi er haldið eftir fyrir svo- nefnda skammtimavistun, sem er þegar foreldrar þurfa að fara frá eða kjósa að fá hvild um skemmri tima. Skammtimapláss markast við þriggja mánaða hámark á ári, hvort sem sá timi er tekinn ut all- ur i einu eða skipt i skemmri timabil. Innan veggja Vonarlands er lit- il gestaibúð, en þar geta foreldrar dvalist um tima með börnum sin- úm, fylgst með og kynnst þvi starfi, sem á sér stað á heimilinu og fylgst með uppbyggingu þjálf- unaráætlunar fyrir sitt eigið barn og jafnvel tekið virkan þátt i þeirri áætlun. Óhætt mun vera að segja, að þessi möguleiki, sem Vonarland býður foreldrum og aðstandend- um vangefinna, er einsdæmi hér á landi og jafnvel þótt viðar væri leitað — það, aö þeir geti dvalist með barni sinu um tima á stofnun einsog Vonarlandi getur reynst þeim ómetanlegur timi vegna þeirrar fræðslu og kunnáttu, sem þeir öðlast i meðferð barns sins. Þannig er betur hægt að stuðla að þroska þess og námi, að þvi er fram kom i máli Bryndisar. „Foreldrar hafa tekið þessum möguleika vel, og gestaibúðum hefur verið mikið notuð þann stutta tima, sem Vonarland hefur starfað og hafa gist þar jafnt for- eldrar þeirra einstaklinga, sem þar eru til langtimadvalar og þeirra, er skemur dvelja." ívið algengara er að móðirin dveljist með barni sinu á Vonarlandi, en að sögn Bryndisar eru þeir marg- ir, feðurnir, sem hafa ekki minna að segja en móðirin um þroska og uppeldi barna sinna. „Við ætlumst til þess", sagði Bryndis að lokum, „að þeir, sem hér dveljast fái meira en góðan og gott rúm að sofa i. Þéir ein- staklingar, sem hér eru, eiga að fá þá þjálfun sem þeir þarfnast og getur byggt þá upp og undirbúið þá fyrir það lif, sem þeir eiga fyr- ir höndum. Þess vegna munu þeir einstak- lingar, sem hér búa og eru skóla- skyldir, koma til með að ganga i sérdeild, sem verður starfrækt við grunnskólann á Egilsstöðum. Þetta er nýjung hér á landi, þar sem skólaskyldir nemendur hafa fengið og fá þjálfun og kennslu i þjálfunarskólum, sem hafa verið starfræktir i tengslum við stofn- anir eins og Vonarland. Og það má vel koma fram, að forráða- menn grunnskólans hér á Egils- stöðum hafa sýnt þessari hug- mynd bæði áhuga og skilning. Þannig ætlumst við til þess, að hver einstaklingur, sem hér býr, geti tekið sem virkastan þátt i þvi samfélagi, sem við lifum öll i — og það gerist ekki nema með þjálfun og markvissu starfi", sagði Bryndis Simonardóttir að endingu. — jsj.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.