Þjóðviljinn - 25.06.1982, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 25.06.1982, Blaðsíða 3
Föstudagur 25. júnf 1982 ÞJ6ÐVILJINN — StÐA 3 AHir úí að 1 fyrrinótt, Jónsmessunótt, efndi Alþýðubandalagið i Hafnarfirði til næturvöku við Urriðakotsvatn'ofan við Hafnarfjörð. Hlaðinn var myndarlegur bálköstur, útbúið heíjarmikið grill og sungið og dansað fram eftir nóttu. Fjöldi félagsmanna annarra stuðningsmanna og vina tóku þátt í skemmtuninni sem tókst hið besta, enda veðrið eindæma gott, hlýtt og algert logn. * Þessi mynd var tekin við upphaf gleðskaparins i fyrrakvöld, þegar verið var að hlaða bálköstinn. Aðeins sér i hluta þátttakenda á mynd- inni, aðrir útúr myndinniaðberá viðá köstinn. — Ig./Mynd — Margrét. Saltfiskgallarnir í Portúgal: Farmurinn lækkaði um 2 miljónir Samkomulag hefur náðst við Portúgalska kaupendur um bætur vegna þeirra galla sem voru i saltfiskfarmi héðan sem skipað var upp i Portúgal fyrr i mánuðinum. 5% farmsins voru felld I verði um einn flokk sem þýðir um tveggja miljón króna tap á áður umsömdu kaupverði. Fuiltrúar frá Sölusambandi islenskra fiskframleiðenda sem verið hafa i Portúgal siðustu vikur vegna þessa máls, og munu verða þar enn um sinn, þar sem enn frekari gallar á saltfiski hafa komið fram i farmi sem verið er að skipa upp úr Eldvflc þessa dagana i Portú- gal., Að sögn Sigurðar Haralds- sonar skrifstofustjóra SIF eru gallarnir þeir sömu i Eldvikinni og Verde nema hvað þeir eru i mun minna mæli. Farmurinn i Eldvikinni er frá verstöðvum & vertiðarsvæðinu sunnan og vestanlands. | Búið er að selja alla saltfisk- iframleiðslu vertiðarinnar, um 40 þús. tonn,og skipa út rúmlega helming, en langstærsti hlutinn fer á markað i Portúgal. Að sögn fulltrúa SIF sem eru i Portúgal má rekja þá galla sem komið hafa fram i saltfisks- förmunum til þessa, til mistaka i mati, og eins hafi fiskinum verið pakkað svo illa stöðnum, að hann hefur ekki þolað hið minnsta hnjask. Aðspurður hvort SIF teldi sig hafa tryggt að mistök sem þessi kæmu ekki uppá aftur, sagði Sigurður að hann vildi ekki taka svo djúpt i árinni að búið væri að komast fyrir þessa galla, en þó væri búið að gera ráðstafanir til að reyna að fyrirbyggja að svona lagað kæmi upp aftur'. M.a. hefði aðalfundur SIF fjall- að um þetta mál og beint þeim tilmælum til stjórnar að sam- tökin sjálf taki að sér allt gæða- mat á saltfiski. Það er nú i höndum framleiðslueftirlits sjávarafurða. — Ig- 19. júní kominn Ársrit Kvenréttindafélags tslands, 19. júni er komið út og er blaðið að þessu sinni helgað at- vinnumálum kvenna. I grein, sem ber yfirskriftina Kvenþjóð — karlþjóð, er skoðað hvaða áhrif það hefur á launakjör starfsstétta að konur séu þar I miklum meirihluta. Við þá at- hugun kemur i Ijós, að vinnu- markaðurinn er i raun tviskiptur og i launamálunum er þyngra á metunum hvort um er að ræða kvenna- eða karlastéttir en hvaða menntunar og ábyrgðar starfið krefst. Einnig eru i blaðinu hring- borðsumræður undir stjórn Gunnars E.Kvarans og Guðrúnar Egilson, þar sem þrjár konur og einn karl ræða vitt og breitt um heimilisstörf. Þá er fjallað um vinnuframlag húsmæðra og það hvernig konum gangi að koma aftur út á vinnumarkaðinn eftir að hafa starfað um árabil að heimilisstörfum. I þvi efni eru • SPENNUM Kí BELTIN alltaf UMFERÐAR llX fjölmargir aðilar spurðir álits, m.a. forsvarsmenn verkalýðs- félaga, vinnuveitendur,stjórn- endur fullorðinsfræðslu og konur, sem geta talað af eigin reynslu. Ennfremur er fjallað um fæðingarorlof og dagvistunarmál og rætt við einstæða foreldra um aðstæður þeirra á vinnumarkað- inum. Að öðru efni má nefna viðtöl við þá Helga H. Jónsson og Gisla Jónsson, félaga i Kvenréttindafé- laginu, greinar um kvennafram- boð og kvennaathvarf og viðtal við Þuriði J. Jónsdóttur, félags- ráðgjafa um sérstök vandamál drykkjusjukra kvenna. Og loks er i blaðinu fjallað um bókmenntir og listir. 19. júni er aö venju prýddur fjölda mynda og vandaöur að öllum frágangi. Ritstjóri blaðsins er Jónina Margrét Guðnadóttir. Blaðið er til sölu i bókaverslunum um land allt og auk þess er þvi dreift til aðildarfélaga KRFI. Sjálfstæðisflokkurinn og aðalskipulagið: EðliiegC að hundsa skipulagsnefndina Tillögur Sjálfstæðisílokksins um nýtt aðalskipulag komu til umræðu i skipulagsnefnd s.l. mánudag, að ósk Sigurðar Harð- arsonar, fulltrúa Alþýðubanda- lagsins. Lagði hann til að umfjöll- un borgarstjórnar um málið yrði frestað þar til fyrir lægju fag- legar umsagnir skipulagsnefndar og Borgarskipulags en það var fellt af fulltrúum Sjálfstæðis- flokksins. Aðeins fulltrúi kvenna- framboðsins studdi tillögu Sigurðar. A fundinum létu Sjálístæðis- menn bóka þá skoðun sina að það væri i hæsta máta „eðlileg" málsmeðferð að ganga fram hjá skipulagsnefnd og Borgarskipu- lagi við gerð þessara tillagna. Sagði Sigurður að það hefði ber- lega komið i ljós á fundinum aö fulltrúar Sjálfstæðisflokksins i skipulagsnefnd hefðu alls ekki verið tilbúnir til þess að ræða málið efnislega og sér hefði virst að þeir hefðu litið fylgst með til- lögugerðinni sjálfri. Borgarstjórn fjallar um málið 1. júli n.k. — AI Leiðrétting vegna fréttar um skipasmíði Gunnar Ragnars forstjóri Slippstöðvarinnar hafði sam- band við Þjóðviljann i gær og vildi koma á framfæri leið- réttingu vegna viðtals sem birtist við hann i blaöinu. Hann kvað fyrirsögn viðtals- ins vera villandi þar sem segir að Fiskveiðasjóður hafi brugðist innlendum skipa- smiðastöðvum. „Ástæður fyrir erfiðleikunum i skipa- smiðinni hér eru miklu marg- brotnari en svo að hægt sé að skella skuldinni eingöngu á þennan eina sjóð, eins og fyrirsögn viðtalsins gefur þó til kynna", sagði Gunnar. „Við liöl'um alltaf átt góð sam- skipti við Fiskveiðasjóðinn en okkar vandi stafar af þvi að stjórnvöld almennt hafa ekki tryggt lánsf jármagn og aðstoð til að við getum staðist er- lenda samkeppni varðandi lán til okkar viðskiptavina", sagði Gunnar að lokum. trimma sunnudaginn 27. júní Trimmdagur ISt er á sunnu- daginn kemur, 27. júni. Skorað er á alla sem geta að taka þátt i ein- hverri iþróttagrein þann dag, synda 200 metra, skokka 2000 metra, ganga 500 metra, skokka 2000 metra, ganga 5000 metra, hjóla 10000 metra eða taka þátt i iþróttaæfingu , I 30—40 minútur eða meira. Þá geta fatlaðir tekið þátt i þeim iþróttagreinum sem þeim eru sérstaklega ætlaðar. Með þátttöku, færir hver ein- staklingur sinu héraði eða iþróttasambandi stig i innbyrðis keppni þessara aðila, stuðlar að eigin heilbrigði og hreysti, hvetur aðra til að gera slikt hið sama og hjálpar til við aö sýna styrk og kraft iþróttahreyfingarinnar i landinu. Enginn situr heima á sunnudaginn. Förum öll út að trimma. — VS Selfoss seldur Þann 18. júni s.l. var gengið frá sölu ms. Selfoss elsta skips Eim- skipafélags Islands, og var skipið afhent nýjum eigendum þann sama dag. Selfoss er frystiskip, smiðað i Danmörku 1958 og hefur lengst af verið i siglingum til Bandarikjanna og Rússlands. Vegna nýrrar flutningatækni var Selfoss orðið óhentugt til þessara flutninga. Skipið er nú skráö i Panama og heitir Elfo. Gunnar Thor í Danaveldi Gunnar Thoroddsen, forsætis- ráðherra hélt i gær til Dan- merkur, þar sem hann situr fund forsætisráðherra Norðurlanda. I framhaldi af fundinum munu ráð- herrarnir fimm fara til Kilar I til- efni £f 100 ára afmæli Kilarvik- unnar. Forsætisráðherra kemur aftur heim n.k. mánudag, 28. þ.m.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.