Þjóðviljinn - 25.06.1982, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 25.06.1982, Blaðsíða 4
4 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 25. júnl 1982 «! Málgagn sósíalisma, verkalýds- hreyfingar og þjódfrelsis Ctgefandi: Utgáfufélag Þjóðviljans. Framkvæmdastjóri: Eiður Bergmann. Ritstjórar: Ami Bergmann, Einar Karl Haraldsson, Kjartan Úlafsson. Kréttastjóri: Þórunn Siguröardóttir. l'msjónarmaður sunnudagsblaðs: Guðjón Friðriksson. Auglýsingastjóri: Svanhildur Bjarnadóttir. Afgreiðslustjóri: Filip W. Franksson. Blaðamenn: Auður Styrkársdó'tir, Helgi Ólafsson Maenús H. Gislason, ölafur Gislason, Óskar Guðmundsson, Sigurdór Sigurdórsson, Sveinn Kristinsson, Valþór Hlöðversson. iþróttalréttaritari: Viðir Sigurösson. Ctlit og hönnun: Andrea Jónsdóttir Guðjón Sveinbjörnsson. l.jósmyndir:Einar Karlsson, Gunnar Elisson. Ilandrita- og prófarkalestur: Elias Mar. Trausti Einarsson. Auglvsingar: Hildur Kagnars, Sigriður H. Sigurbjörnsdóttir. Skrifstofa: Guðrún Guðvaröardóttir, Jóhannes Harðarson. Afgreiðsla: Bára Siguröardóttir, Kristin Pétursdóttir. Simavarsla: Sigriður Kristjánsdóttir. Sæunn Öladóttir. Húsmóðir: Bergljót Guöjónsdóttir. Bflstjóri: Sigrún Báröardóttir. Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Gunnar Sigurmundsson. Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir. Útkeyrsla. afgreiðsla og auglýsingar: Síðumúla 6, Keykjavik, sími 81333 Prentun: Blaðaprent hf. Skal hart mœta höröu? • Harðlinumennirnir i Vinnuveitendasam- bandi íslands hafa orðið ofaná. Þeir hafa knúið það fram að atvinnurekendasamtökin ganga nú á bak þeirra orða sinna að miða bæri að samning- um sem vernduðu kaupmátt ársins 1981 en þau orð voru forsenda þess að viðræðunefnd ASl frestaði allsherjarverkfalli aðfararnótt 16. júni. Harðlinumennirnir i VSÍ knúðu það fram að at- vinnurekendur krefðust meiri skerðingar verð- bóta en felst i ólafslögum og sérstakrar skerðing- ar ef fiskafli dregst saman umfram það sem gert var ráð fyrir i ársbyrjun. • í ljósi þessa munu margir telja að það hafi verið misráðið hjá viðræðunefnd Alþýðusam- bands Islands að láta blekkjast af fagurgala Þor- steins Pálssonar og fresta verkföllum. Það hefði átt að láta hart mæta hörðu og hef ja hin boðuðu verkíóll. En það er auðvelt að vera vitur eftirá og áreiðanlega var það ekki almennur vilji verka- fólks að hefja allsherjarvinnustöðvun fyrr en sáttaleiðir hef ðu allar verið þrautreyndar. • Það verður varla talin heimtufrekja af alþýðusamtökum iandsins þegar kjaraviðræður snúast um að varðveita kaupmáttinn frá siðast- liðnu ári. Og nú þegar samningaleiðin virðist vera að lokast endanlega getur vigstaða verka- lyðshreyfingarinnar verið að styrkjast vegna þessað góður afli berst á land þessa dagana. Það mun þó engum verða ljúft að tefla málum i slikan voða um hábjargræðistimann. En á hitt verður verkalýðshreyfingin að lita að fullreynt er að við harðlinumennina i VSÍ þýðir ekki að ræða lengur með herramannasamkomulag i huga. • Það er að sjálfsögðu algjörlega óaðgengilegt að semja við atvinnurekendur á þeim grundvelli að verði um aflabrest að ræða komi sjálfkrafa kjaraskerðing fyrir alla ASÍ linuna hjá 50 þúsund launamönnum. Þrátt fyrir versnandi viðskipta- kjör hefur á siðustu árum tekist að viðhalda heildarkaupmætti sem er með þeim hæsta sem þekkst hefur hér á iandi. Ástæðan er sú að hér hefur verið ærið að gera og framleiðsluaukning ár frá ári. Hinsvegar hafa launahlutföll skekkst vegna þensiu og y firborgana i mörgum greinum, svo og vegna launahvetjandí kerfa og af ýmsum ástæðum öðrum. Afleiðingin hefur orðið sú að enda þótt ýmis félagsleg réttindamál láglauna- fólks hafi náð fram að ganga hefur það setið eftir á botninum. N4þegar þvi er spáð að framleiðslu- og verðmætaminnkun verði i sjávarútvegi á þessu ári.er út i hött, miðað við það sem á undan er gengið, að fóik á lægstu laununum taki á sig af- leiðingarnar til jafns við aðra. • Verði hér um aflaminnkun að ræða er viðbúið að hún dragi úr tekjumöguleikum og minnki yfir- borganir i flestum greinum. Það mun verða öllu almennu launafólki nógu erfitt, þó að þar bætist ekki við kaupmáttarskerðing hjá fólki sem hefur fyrir smánarlega lágt taxtakaup. Það er heldur ekki verjandi þegar fyrir liggur að fjöldi manns i þjóðfélaginu hefur sex til sjöfalt fastakaup á við lágmarkslaun án þess að greiða meira en þriðj- ung þeirra tekna til heildarinnar. —ekh Annar i launaheimur Rétt i þann mund sem stóra stoppið kemur i samn- inga ASI og VSI Ut af hung- urlus til verkafólks og deil- um um hvort aflarýrnun eigí sjálfkrafa að hafa i för með sér kjaraskerðingu hjá lág- launafólki sýnir Dagblaðið okkur inn i annan launaheim ilandinu. • 6—7 faldur launamunur Hér verður gengið út frá þvi að rétt sé skýrt írá i D og V og annað kemur þá á dag- inn sé svo ekki. En þar segir semsagt að i nýjum ráðning- arsamningi við bæjarstjór- ann á Akureyri sé gert ráð' fyrir að laun hans á mánuði hækki Ur 28 þúsund krónum i 34þUsund 1. september næst- komandi með visitölubótum miðað við 122. launaflokk BHM, og ai'tur 1. desember nk. i 38 þúsund kr. með sömu visitölubótum. Bifreið rekur Akureyrarbær fyrir bæjar- stjórann og hann f'ær kr. 2 þúsund i hUsnæðisstyrk og biðlaun i sex mánuði verði hann rekinn. Þá fær bæjar- stjórinn laun fyrir bæjar- ráðsfundi og stjórnarsetu i þremur bæjarfyrirtækjum. Þess skai getið að enga yfir- vinnu fær hann greidda. Og viðmiðunin eru laun hjá for- stjórum Slippstöðvarinnar og Útgerðarfélagsins sem ku vera enn hærri. Ráðherra- laun og þingfararkaup eru samanlagt um 35 þúsund kr. um þessar mundir og á þau kemur sama visitala og hjá láglaunafólki. I- i Breiöu bökin eru til Þetta og viðmiðunin við forstjóra fyrirtækja gefur nokkra innsýn i launakjör toppanna i þjóðiélaginu. Það þýðir að miðað við 6 þusund kr. er munur á lægstu laun- um og meðaltekjum topp- anna orðinn sex til sjöfaldur. Þetta er svipað og tiðkast i nágrannalöndum okkar. En munurinn er sá að annars- staðar á Norðurlöndum og i flestum siðuðum löndum greiða menn skatta i sam- ræmi við tekjur. Hér greiða menn með svo sem eins og 35 þusund kr. á mánuði, aðeins um þriðjung launa sinna i skatt, eða um 11 þúsund kr. á mánuði. Þetta segir okkur að það má finna breiðu bökin í þessu þjóðfélagi og leggja meira á þau en gert er. Finni stjórn- völd þau ekki er sjálfsagt að fjölmiðlar geri sér far um að hafa uppi á þeim. Alþjóðaráðstefna um kjarnavopna- afvopnun Ýmislegt bitastætt var i ræðu islands á auka-þingi Sameinuðu þjóðanna um afvopriunarmál, sem Tómas A. Tómasson sendi- herra flutti 15. þessa mánaðar fyrir utan almenna frasa og trúnaðaryfirlýsingu til NATO. Þar er meðal annars fjallað um þær hugmyndir, er uppi hafa verið um alþjóðaráðstefnu, sem fjalla myndi um kjarnorku- vopnaafvopnun í Noröur- AtlantsKafí; Fulltrúar Alþingis á afvopnunarráðstefnunni ræddu hana m.a. við sendi- nefndir ýmissa landa f sl. viku og nú siðustu dagana. „Islenska þjóðin hefur vaxandi áhyggjur klippt hagvexti á komandi árum Slikar aðgerðir hefðu fullnægt þörfum hundruð miljóna barna en um leið orðið einhver besta fjárfesting heimsbyggðarinnar Ofhátt verð A árinu 1981 reyndust 1.000 krónur á ári hærra verö en heimsbyggðin var reiðubúin að greiða. Afleiðingin varð sú, að 1 barn dó aðra hverja sekundu, eða samtals 17 miljonir barna á árinu 1981. Aðeins 10% af fátæk- ustu börnum heimsins voru bólusett gegn barnasjúkdóm- um. Hver bóluselning kostar 50 krónur á barn. Það reyndist hinsvegar of dýrt. Og afleið- ingin var dauði 5 miljóna barna, vegna þess aö þau voru óbólu- sett. af vigbúnaðarkapphlaupinu á höfunum", sagði Tómas A. Tómasson m.a. i ræðu sinni. „Kafbátar hlaðnir kjarn'orku- vopnum sigla um öll heimsins höf og virðast ekki hika við að læðast um i landhelgi strand- rikja eins og dæmin sýna, Með legu landsins á hernaðar- lega mikilvægu svæði I Norður- Atlantshafi er eðlilegt, aft Islendingar óttist þessi hernaðarumsvif umhverfis landið. A Alþingi Islendinga hafa komið fram hugmyndir um að athugað verði hvernig stemma megi stigu við þessari uggvænlegu þróun og i þvi sam- bandi rætt um möguleikann á þvi að haldin verði alþjóðaráð- stefna um kjarnavopn á Norður-Atlantshafi." Mannslífið á þúsundkall I lok ræðunnar var á hinn bóg- inn vikið að þeim tröll- auknu fjárhæðum, sem sóað er i allar tegundir vigbúnaðar viðs- vegar i heiminum á sama tima og stór hluti mannkyns á vart til hnifs og skeiðar. „I nýlegu upplýsingariti frá Barnahjálp Sameinuðu þjóð- anna er gefin yfirþyrmandi mynd af einum þætti þessa ástands og ætti okkur að vera hollt að heyra nokkrar stað- reyndir sem þar koma fram. A árinu 1981 var barnslifið I heim- inum virt á 1.000 krónur á ári. Hefði þessari upphæð verið eytt á skynsamlegan hátt handa hverjum hina 500 miljóna fátækustu mæðra og barna i heiminum, hefði mátt sjá þeim fyrir fullnægjandi fæði, heilsu- gæslu, undirstöðumenntun og ómenguðu vatni. Jafnframt þvi að draga úr hinni sáru neyð 500 miljóna barna hefðu slikar ráð- stafanir stuðlað að auknum Og árið 1982 verður ekkert betra. NU á þessum degi munu 40 þúsund börn látast. 100 miljónir barna munu fara hugruð að sofa i kvöld, og áður en árið er liðið hafa 10 miljónir barna beðið varanlegt tjón til likama og sálar af næringar- skorti. Þetta eru óhugnanlegar stað- reyndir. Okkur hlýtur öllum að vera hollt að hafa þær i huga, þegar við ræðum hinar gifurlegu upphæðir sem varið er til vig- búnaðar, bæði I þróunarrikj- unum og i iðnrikjum. Það er með þetta i huga sem Norður- löndin 5 hafa lagt hér fram á þessi þingi vinnuskjal um sam- band afvopnunar og þróunar. Það er von rikisstjórnar minnar að flestir geti stutt þau sjónar- mið, sem þar eru sett fram. Látum verkin tala Það er ekki nóg að gefa fögur fyrirheit og vera sammála um ógn vigbúnaðar og ragnarök kjarnorkustyrjaldar. Látum 'verkin tala. Mikilvægast er, að allt verði gert til að stuðla að gagnkvæmu trausti þjóða i milli, þannig að hægt verði að draga úr vigbúnaöi og nota þess i stað þá f jármuni, sem við það sparast, til að vinna að félags- legum og efnahagslegum fram- förum um heim allan". Látum verkin tala: Við getum byrjað á þvi að nifalda þróunar- aðstoð Islendinga til þess að ná þvi marki að hvert mannsbarn hér á landi legði eitt þúsund kr. á ári til björgunar mannslifa, puðað i afvopnunarmálum, og stutt það að NATO spari sér nýju kjarnorkuvopnin og aðildarrikin verji þess i stað fjármunum til þróunaraðstoðar. — ekh 09 skorið

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.