Þjóðviljinn - 25.06.1982, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 25.06.1982, Blaðsíða 8
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 25. júnl 1982 Þátttakendur á Islenskunántskeiðinu hlýöa áhugasamir á fulltrúa flokkanna boða fagnaöarerindin. (Ljósm. —eik—) i Húsmæðraskólanum í Reykjavík hefur dvalið 15 manna hópur frá //Norður- kollunni" svokölluðu við ís- lenskunám. //Norðurkoll- an" nær yfir nyrstu héruð Svíþjóðar/ Noregs og Finn- merkur og er samstarf um margt milli ibúa þessara svæða. //Norðurkollufólk" hefur einnig mikinn áhuga á samstarfi við íslendinga og birtist hann i margvis- legri mynd. islendingum hefur verið boðið niu sinn- um til N-Sviþjóðar i 3ja vikna sænskunám/ og er hópurinn sem þangað hef- ur farið orðinn býsna stór. Annukka Tapaninen frá Finn- landi. (Ljósm. —eik—) Marianna Norblad frá Sviþjóð. Gunvor Stornes með bók sina, „Samer og Nybyggere pa Helge- land". (Ljósm. —eik—) Á íslenskunámskeiði fyrir „Norðurkollufólk": „Erfitt að læra málið" Það eru norrænu félögin á ts- landi og i N-Sviþjóð, sem standa fyrir þessum námskeiðum, og þau hafa skipulagt námskeið hér á landi fyrir ,,Norðurkollufólk" fimm sinnum. Norræna félagið hér skipar fjögurra manna nefnd til þess að sjá um námskeiðið og i henni eiga sæti nú Stefán Olafur Jónsson, formaður, Anna Einars- dóttir, Erling Aspelund og Karl Jeppesen. Kennarar hér á landi hafa verið þau Ingrid Westin, fyrrum lektor i sænsku hér, en nú búsett i Sviþjóð, og Aðalsteinn Daviðsson, menntaskólakennari. Námskeiðið hér stendur yfir i tvær vikur, en auk islenskunáms- ins er boðið upp á margvislegt efni: heimsókn i fiskiöjuver, skoðuð söfn, fluttir fyrirlestrar um sögu Islands og islensk stjórn- má^ auk ýmissa ferðalaga, svo sem til Þingvalla, Gullfoss og Geysis. Námskeiðinu lýkur á sunnudaginn, en þá fer fólkið til sins heima. Við litum inn i Húsmæðraskól- ann einn bliðviðrisdaginn i vik- unni. Þá stóð yfir flokkakynning og streittust fulltrúar stjórnmála- flokkanna við aö útskýra stefnu sins flokks i smáu sem stóru. Var ekki annað að sjá en fólkið hefði gaman af og var mikið spurt. Að þvi búnu var kaffihlé og þá góm- uðum við einn fulltrúa frá hverju landanna, Sviþjóð, Noregi og Finnlandi. Annukka Tapaninen kemur frá bænum Kenijarvi, sem er nyrsti bær Finnlands og liggur heim - skautsbaugurinn um hann miðj- an. Þetta er 12.000 manna bær og Annukka starfar þar sem blaða- maður fyrir „Lapin Kansa" (Lapplandsþjóðin). Þetta er blað á" íandsmælikvaröa, kemur út i um 36.000 eintökum, og hefur úti- bú viðs vegar um Finnland, þ.á m. i Kenijarvi. „Eg hef alla tið haft mikinn á- huga á Islandi", segir Annukka við okkur. „Ferðin hingað er þó óhemju dýr og mér fannst ég hafa unnið i happdrætti þegar mér bauðst þessi ferð. Hér er ég að reyna að læra islensku, en ég býst ekki við að læra mikið á tveimur vikum. Þetta er miklu erfiðara mál — erfiðara en finnskan", seg- ir Annukka og hlær. „Jú, Island er allt öðru visi en Finnland og raunar allt öðru visi en ég bjóst við. 1 bæklingnum, sem við fengum stóð að maður ætti að hafa með sér ullarsokka og vettlinga, en ég sé ekki betur en veðráttan sé ykkur góð hér. Það sem kom mér einna mest á óvart var i fyrsta lagi hversu mikil velmegun rikir hér og i öðru lagi landslagið, sem mér finnst heillandi hreint út sagt. Eitt er vist — ég kem áreiðan- lega aftur einhvern timá. Hér hafa allir verið framúrskarandi elskulegir. Takið þið alltaf svona vel á móti fólki?" Við treystum okkur ekki til að svara þessu, en þökkum Annukku fyrir. Gunvor Stornes er frá Helge- landi i Noregi. Hún hefur skrifað 6barnabækur og hafa tvær þeirra verið þýddar fyrir islenska út- varpið. Þá hefur hún gefið út 2 ljóðasöfn og eina bók um sögulegt efni: um Sama og frumbyggja i ttelgalandi. „Þetta er i fyrsta sinn sem ég kem hingað og ég tel mig mjög heppna. I Noregi rikir mikill á- hugi á tslandi og þvi sem islenskt er — menn finna til einhvers skyldleika þarna á milli. Ég vildi gjarnan læra islensku til þess að lesa islenskar bók- menntir. Það tapast svo mikið við þýðingar á bókum. En þetta er auðvitað stutt nám og ég mun þykjast góð ef ég get lesið léttar barnabækur", segir Gunvor bros- andi. „Hér er allt ööru visi en ég i- myndaði mér. Ég hélt að hér væri allt einfaldara en siðan reyndist vera. Það má t.d. likja Reykjavik við Paris hvað tiskuna snertir. Hér ganga allir i topptiskunni. Annars finnst mér ferðin hafa verið heillandi og ferðalögin um landiö dásamleg. Ég hafði aldrei séð hraun t.d. en nú hef ég bæði séð það og tekið á þvi. Stórkost- legt! Mér fannst mest varið i fyrir- lesturinn um sögu ykkar. Eg veit að ég á eftir að sökkva mér niður i hana þegar heim kemur. Já, þetta hefur verið ógleyman- leg ferð. I Þrændalögum segja menn ef þeir telja sig hafa verið heppna, að nú standi þeir undir hægri handarjaðri Herrans. Það má svo sannarlega segja um þessa ferð." Marianna Norblad kemur frá Lulea i Sviþjóö en þar starfar hún sem skrifstofustjóri á léns- skrifstofunni. Þetta er einnig i fyrsta sinn, sem Marianna kemur hingað. Marianna segist hafa mikinn á- huga á listum og þvi bar vel i veiði að hér skyldi vera Listahá- tið i gangi. Þá hefur hún áhuga á islenskum bókmenntum og vill gjarnan reyna aö lesa þær á frummálinu, þótt hún byggist ekki við að geta það nærri strax. „Þetta er afskaplega erfitt mál", segir hún og hlær. „Beyg- ingarnar fara alveg með mig — við höfum ekkert þessu likt i sænskunni. En ég vildi gjarnan geta lesið um land og þjóð og bækur Laxness á frummálinu — , en ég næ þvi sennilega aldrei", segir Marianna og gerir sig raunalega i framan. Þaö stendur þó stutt. „Það hefur verið ólýsanlegt að sjá landið ykkar! Við sáum Geysi gjósa á sunnudaginn og ég á ekki orð til að lýsa þvi, Móttökurnar hafa einnig verið frábærar. t einu orði sagt hefur þessi ferð verið stórkostleg." — ast Á Vopnafirði hefur um nokkurra ára skeið verið starfrækt íoðnum jöls- bræðsla sem var áður sild- armjöisbræösla, en nú hef- ur loðnumjölið verið gefið upp á bátinn eins og síldar- mjölið forðum. Og bræðsl- an? Jú, um þessar mundir er verið að breyta henni í beinamjölsbræðslu og að sögn Daviðs Vigfússonar vélstjóra/ er hægt með hin- um nýja tækjakosti að bræða jafnt feit bein sem lifur og ýmislegt annað, sem nýtist til mjöls. Breytingarnar fólu i sér, að setja þurfti upp nýjan sjóðara og mjölskilvindu, þar sem beina- mjölsbræðsla krefst annars tækjakosts en loðnumjölið. „Sú samstæða sem við settum upp er að mörgu leyti góð, en þó finnst mér hafa verið stigið skref aftur- ábak, þar sem hún er ekki nógu fullkomin með tilliti til t.d. meng- unarvarna", sagði Daviö. „Við áttum kost á að fá heila samstæðu sem i var lika þurrkari og reykeyðmgartæki og allt ann- að sem þarf, en i sparnaðarskyni var aðeins tekinn hluti af þessu og Litið við í beinai gamli þurrkarinn notaður áfram og öllu kerfinu breytt til sam- ræmis við það. Þetta þýðir það, að tækjasam- stæðan tekur griðarmikið pláss, sem annars hefði orðið ósköp hæfilegt, ef keypt hefði verið að öllu leyti ný samstæða. Þetta hef- ur svo aftur i för með sér, að mjölgeymslan verður minni en hún hefði þurft að vera. Það er mikið óhagræði að Bryndís Simardóttir, forstöðumaður Vonarl þjálfun, sem býr þá undir Hf og störf I þvl s

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.