Þjóðviljinn - 25.06.1982, Qupperneq 8
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 25. júnl 1982
Föstudagur 25. júnl 1982 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 9
Þátttakendur á Islenskunámskeiöinu hlýða áhugasamir á fulltrúa flokkanna boða fagnaðarerindin. (Ljúsm. —eik—)
i Húsmæðraskólanum í
Reykjavík hefur dvalið 15
manna hópur frá <,Norður-
kollunni" svokölluðu við ís-
lenskunám. „Norðurkoll-
an" nær yfir nyrstu héruð
Svíþjóðar, Noregs og Finn-
merkur og er samstarf um
margt milli íbúa þessara
svæða. „Norðurkollufólk"
hefur einnig mikinn áhuga
á samstarfi við íslendinga
og birtist hann i margvis-
legri mynd. islendingum
hefur verið boðið níu sinn-
um til N-Svíþjóðar i 3ja
vikna sænskunám, og er
hópurinn sem þangað hef-
ur farið orðinn býsna stór.
Annukka Tapaninen frá Finn-
landi. (Ljósm. —eik—)
Gunvor Stornes meö bók slna,
„Samer og Nybyggere pá Helge-
land”. (Ljósm. —eik—)
Á íslenskunámskeiði fyrir ,,Norðurkollufólk”:
„Erfitt að læra málið”
Það eru norrænu félögin á Is-
landi og i N-Sviþjóð, sem standa
fyrir þessum námskeiðum, og
þau hafa skipulagt námskeið hér
á landi fyrir „Norðurkollufólk”
fimm sinnum. Norræna félagið
hér skipar fjögurra manna nefnd
til þess að sjá um námskeiðið og i
henni eiga sæti nú Stefán Ólafur
Jónsson, formaöur, Anna Einars-
dóttir, Erling Aspelund og Karl
Jeppesen. Kennarar hér á landi
hafa verið þau Ingrid Westin,
fyrrum lektor i sænsku hér, en nú
búsett i Sviþjóð, og Aöalsteinn
Daviðsson, menntaskólakennari.
Námskeiðið hér stendur yfir i
tvær vikur, en auk islenskunáms-
ins er boðið upp á margvislegt
efni: heimsókn i fiskiöjuver,
skoðuð söfn, fluttir fyrirlestrar
um sögu Islands og islensk stjórn-
mál, auk ýmissa ferðalaga, svo
sem til Þingvalla, Gullfoss og
Geysis. Námskeiðinu lýkur á
sunnudaginn, en þá fer fólkið til
sins heima.
Við litum inn i Húsmæðraskól-
ann einn bliðviðrisdaginn i vik-
unni. Þá stóð yfir flokkakynning
og streittust fulltrúar stjórnmála-
flokkanna við aö útskýra stefnu
sins flokks i smáu sem stóru. Var
ekki annað að sjá en fólkið hefði
gaman af og var mikið spurt. Aö
þvi búnu var kaffihlé og þá góm-
uðum við einn fuiltrúa frá hverju
landanna, Sviþjóð, Noregi og
Finnlandi.
Annukka Tapaninen kemur frá
bænum Kenijarvi, sem er nyrsti
bær Finnlands og liggur heim -
skautsbaugurinn um hann miðj-
an. Þetta er 12.000 manna bær og
Annukka starfar þar sem blaða-
maður fyrir „Lapin Kansa”
(Lapplandsþjóðin). Þetta er blað
á íandsmælikvaröa, kemur út i
um 36.000 eintökum, og hefur úti-
bú viðs vegar um Finnland,
þ.á m. i Kenijarvi.
„Ég hef alla tið haft mikinn á-
huga á Islandi”, segir Annukka
við okkur. „Ferðin hingað er þó
óhemju dýr og mér fannst ég hafa
unnið i happdrætti þegar mér
bauðst þessi ferð. Hér er ég að
reyna aö læra islensku, en ég býst
ekki við að læra mikið á tveimur
vikum. Þetta er miklu erfiðara
mál — erfiöara en finnskan”, seg-
ir Annukka og hlær.
„Jú, tsland er allt öðru visi en
Finnland og raunar allt öðru visi
en ég bjóst við. I bæklingnum,
sem við fengum stóö að maður
ætti aö hafa með sér ullarsokka
og vettlinga, en ég sé ekki betur
en veðráttan sé ykkur góð hér.
Það sem kom mér einna mest á
óvart var i fyrsta lagi hversu
mikil velmegun rikir hér og i öðru
lagi landslagiö, sem mér finnst
heillandi hreint út sagt.
Eitt er vist — ég kem áreiðan-
lega aftur einhvern timá. Hér
hafa allir verið framúrskarandi
elskulegir. Takið þiö alltaf svona
vel á móti fólki?”
Við treystum okkur ekki til að
svara þessu, en þökkum Annukku
fyrir.
Gunvor Stornes er frá Helgc-
landi i Noregi. Hún hefur skrifað
6barnabækur og hafa tvær þeirra
verið þýddar fyrir islenska út-
varpið. Þá hefur hún gefið út 2
ljóðasöfn og eina bók um sögulegt
efni: um Sama og frumbyggja i
Helgalandi.
„Þetta er i fyrsta sinn sem ég
kem hingaö og ég tel mig mjög
heppna. 1 Noregi rikir mikill á-
hugi á Islandi og þvi sem islenskt
er — menn finna til einhvers
skyldleika þarna á milli.
Ég vildi gjarnan læra islensku
til þess að Iesa islenskar bók-
menntir. Það tapast svo mikið við
þýðingar á bókum. En þetta er
auðvitað stutt nám og ég mun
þykjast góð ef ég get lesið léttar
barnabækur”, segir Gunvor bros-
andi.
„Hér er allt öðru visi en ég i-
myndaöi mér. Ég hélt að hér væri
allt einfaldara en siðan reyndist
vera. Það má t.d. likja Reykjavik
við Paris hvaö tiskuna snertir.
Hér ganga allir i topptiskunni.
Annars finnst mér ferðin hafa
verið heillandi og feröalögin um
landið dásamleg. Ég hafði aldrei
séð hraun t.d. en nú hef ég bæði
séð það og tekið á þvi. Stórkost-
legt!
Mér fannst mest varið i fyrir-
lesturinn um sögu ykkar. Ég veit
að ég á eftir aö sökkva mér niöur i
hana þegar heim kemur.
Já, þetta hefur verið ógleyman-
leg ferð. I Þrændalögum segja
menn ef þeir telja sig hafa verið
heppna, að nú standi þeir undir
hægri handarjaðri Herrans. Það
má svo sannarlega segja um
þessa ferð.”
Marianna Norblad kemur frá
Lule5 i Sviþjóð en þar starfar
hún sem skrifstofustjóri á léns-
skrifstofunni. Þetta er einnig i
fyrsta sinn, sem Marianna kemur
hingað.
Marianna segist hafa mikinn á-
huga á listum og þvi bar vel i
veiði að hér skyldi vera Listahá-
tið i gangi. Þá hefur hún áhuga á
islenskum bókmenntum og vill
gjarnan reyna að lesa þær á
frummálinu, þótt hún byggist
ekki við að geta það nærri strax.
„Þetta er afskaplega erfitt
mál”, segir hún og hlær. „Beyg-
ingarnar fara alveg með mig —
við höfum ekkert þessu likt i
sænskunni. En ég vildi gjarnan
geta lesið um land og þjóð og
bækur Laxness á frummálinu —
en ég næ þvi sennilega aldrei”,
segir Marianna og gerir sig
raunalega i framan. Það stendur
þó stutt.
„Það hefur verið ólýsanlegt að
sjá landið ykkar! Viö sáum Geysi
gjósa á sunnudaginn og ég á ekki
orð til aö lýsa þvi, Móttökurnar
hafa einnig veriö frábærar. 1 einu
orði sagt hefur þessi ferð veriö
stórkostleg.”
— ast
Á Vopnafiröi hefur um
nokkurra ára skeiö verið
starfrækt loðnumjöls-
bræðsla sem var áður sild-
armjölsbræðsla/ en nú hef-
ur loðnumjölið verið gefið
upp á bátinn eins og síldar-
mjölið forðum. Og bræðsl-
an? Jú/ um þessar mundir
er verið að breyta henni í
beinamjölsbræðslu og að
sögn Davíðs Vigfússonar
vélstjóra/ er hægt með hin-
um nýja tækjakos'ti að
bræða jafnt feit bein sem
lifur og ýmislegt annað/
sem nýtist til mjöls.
Breytingarnar fólu i sér, að
setja þurfti upp nýjan sjóðara og
mjölskilvindu, þar sem beina-
mjölsbræðsla krefst annars
tækjakosts en loðnumjölið. „Sú
samstæða sem viö settum upp er
að mörgu leyti góð, en þó finnst
mér hafa verið stigið skref aftur-
ábak, þar sem hún er ekki nógu
fullkomin með tilliti til t.d. meng-
unarvarna”, sagði Davið.
„Við áttum kost á að fá heila
samstæðu sem i var lika þurrkari
og reykeyðmgartæki og allt ann-
að sem þarf, en i sparnaðarskyni
var aðeins tekinn hluti af þessu og
gamli þurrkarinn notaður áfram
og öllu kerfinu breytt til sam-
ræmis við það.
Þetta þýðir þaö, að tækjasam-
stæðan tekur griðarmikið pláss,
sem annars hefði orðið ósköp
hæfilegt, ef keypt hefði verið að
öllu leyti ný samstæða. Þetta hef-
ur svo aftur i för með sér, að
mjölgeymslan verður minni en
hún hefði þurft að vera.
Það er mikið óhagræði að
þessu”, sagði Davið „en hin tækin
hefðu aftur fengist á góðum kjör-
um. Nú þarf hins vegar að kaupa
mengunarvarnartæki eftir sem
áður, nema hvað þau verða ekki
innan þessarar samstæðu, heldur
keypt sér. Þetta er þvi stórt skref
aftur á bak”, sagði Davið og
nefndi sem dæmi að þessi tækja-
samstæða kostaði meira vinnuafl
en sú, sem ekki var keypt.
„Það verður lika ódæmislega
erfitt að halda frostlausu á þess-
ari stóru samstæðu, þegar vetr-
ar”, sagði Davið, „fyrst og
fremst vegna þess hve stór hún er
og tekur mikið pláss, en hér getur
oft orðið gaddfreðið yfir vetrar-
timann og engan veginn hægt að
halda frostlausu.”
Atvinna i beinamjölsverksmiöj-
unni hefur verið með minnsta
móti undanfarna mánuði vegna
litils afla; en i og meö að Vopn-
firðingar fá nýjan togara, vænt-
anlega um næstu áramót, ætti afl-
inn að aukast og beinamjölsverk-
smiðjan að fá meira hráefni, enda
er ætlunin að öllu sem gengur úr
um borð á þeim togara verði
haldið til haga. Verksmiðjan get-
ur hæglega unnið úr þvi öllu, að
þvi er Davið sagði, enda stæðu
tækin fyrir sinu, þótt kaupin sem
slik hefðu verið óhagkvæm.
— jsj.
Davið Vigfússon, vélstjóri i bcinamjölsvcrksmiójunni á Vopnafiröi.
Ljósm.: — jsj.
Litið
við í
beinam j ölsbræðslu...
Sigurjón Jónsson (t.v.) og Július Jónsson hafa báðir unnið frá þvi á slldarárunum i mjölbræðsiunni, og
byggðu auk þess verksmiðjuna, cn hún var reist seint á sjötta áratugnum. Þeir standa hér við mjölskil-
vindurnar. Ljósm.: — jsj.
Bryndis Simardóttir, forstöðumaður Vonarlands: Þeir, sem hér devljast eiga að fá þá
þjálfun, sem býr þá undir lif og störf I þvi samfélagi, sem við byggjum öli. Ljósm.: jsj.
matur
Melra en góður
— rætt við Bryndísi Símonardóttur þroskaþjálfa,
og forstöðumann Vonarlands á Egilsstöðum
//Vonarland varö þannig
til/ að stofnuð voru samtök
foreldra og áhugafólks um
málefni þroskaheftra á
Austurlandi og aðalmark-
mið samtakanna varð
fljótlega að byggja heimili
fyrir þroskahefta/ sem
myndi þjóna Austurland-
inu fyrst og fremst" sagði
Bryndis Simonardóttir
þroskaþjálfi og forstöðu-
maður VonarlandS/ heimil-
is fyrir þroskahefta á
Austurlandi í spjalli við
Þjóðviljann. Heimilið hef-
ur nú verið starfrækt i
bráðum ár og rekstur þess
gengið vonum framar,
enda sagði Bryndis að
Styrkarfélag vangefinna á
Austurlandi væri með f jöl-
memnustu slíkum félögum
á landinu, ef ekki hið f jöl-
mennasta.
„Ætli láti ekki nærri að annar
hver Austfirðingur sé meðlimur i
félaginu”, sagði Bryndis, „og það
er ekki ofsögum sagt, aö málefn-
um vangefinna hefur veriö sýnd-
ur alveg feikilegur áhugi, sem
kemur m.a. fram i þvi að heimil-
inu hafa verið gefnar stórar gjaf-
ir, bæði peningagjafir og munir,
sem heimilið hefur vanhagað um
þetta fyrsta starfsár sitt.”
Aðspurð kvað Bryndis sam-
starfið við ráðamenn og fjárveit-
ingavaíd hafa gengið frábærlega
vel og hún sagði að allir þeir aðil-
ar, sem heimilið ætti samskipti
við, sýndu þvi mikinn skilning, að
nauðsynlegt væri að bjóða upp á
góða þjónustu i þessum efnum.
Vonarland býöur ekki aöeins
upp á þjónustu fyrir þá sem þar
dveljast um lengri eöa skemmri
tima, heldur nær þjónustusvæði
heimilisins um allt Austurland.
Starfsfólk Vonarlands ferðast um
allan fjórðunginn, hittir foreldra
vangefinna, ræðir við þá um
þeirra vandamál og reynir um
leið að veita einhverja úrlausn
mála, annaö hvort með þvi aö
benda á, hvert best sé að snúa
sér, ef vandamálið er þess eðlis,
að það er ekki á færi Vonarlands
að leysa úr þvi, eða meö þvi að
veita aðstoð frá Vonarlandi. Þá er
yfirleitt gerð þjálfunaráætlun
fyrir hvern einstakling, sem for-
eldrar hans, kennarar, fóstrur
eða aðrir i umhverfi hans fylgja
eftir. Eins lánar Vonarland þjálf-
unarleikföng til hinna ýmsu
staöa, þegar og ef þörf krefur.
Það eru alls um 10 -12 einstak-
lingar sem njóta þessarar ferða-
þjónustu Vonarlands, en á heimil-
inu sjálfu gista nú niu einstak-
lingar i langtimaplássum, en einu
plássi er haldið eftir fyrir svo-
nefnda skammtimavistun, sem er
þegar foreldrar þurfa að fara frá
eða kjósa að fá hvild um skemmri
tima. Skammtimapláss markast
við þriggja mánaða hámark á ári,
hvort sem sá timi er tekinn út all-
ur i einu eða skipt i skemmri
timabil.
Innan veggja Vonarlands er lit-
il gestaibúð, en þar geta foreldrar
dvalist um tima með börnum sin-
úm, fylgst með og kynnst þvi
starfi, sem á sér stað á heimilinu
og fylgst með uppbyggingu þjálf-
unaráætlunar fyrir sitt eigið barn
og jafnvel tekið virkan þátt i
þeirri áætlun.
Öhætt mun vera að segja, að
þessi möguleiki, sem Vonarland
býður foreldrum og aðstandend-
um vangefinna, er einsdæmi hér
á landi og jafnvel þótt viöar væri
leitaö — það, aö þeir geti dvalist
með barni sinu um tima á stofnun
einsog Vonarlandi getur reynst
þeim ómetanlegur timi vegna
þeirrar fræðslu og kunnáttu, sem
þeir öðlast I meðferð barns sins.
Þannig er betur hægt að stuðla að
þroska þess og námi, að þvi er
fram kom i máli Bryndisar.
„Foreldrar hafa tekið þessum
möguleika vel, og gestaibúðum
hefur verið mikiö notuð þann
stutta tima, sem Vonarland hefur
starfað og hafa gist þar jafnt for-
eldrar þeirra einstaklinga, sem
þar eru til langtimadvalar og
þeirra, er skemur dvelja.” Ivið
algengara er að móðirin dveljist
með barni sinu á Vonarlandi, en
að sögn Bryndisar eru þeir marg-
ir, feðurnir, sem hafa ekki minna
að segja en móöirin um þroska og
uppeldi barna sinna.
„Við ætlumst til þess”, sagði
Bryndis að lokum, „að þeir. sem
hér dveijast fái meira en góðan
og gott rúm aö sofa i. Þeir ein-
staklingar, sem hér eru, eiga að
fá þá þjálfun sem þeir þarfnast og
getur byggt þá upp og undirbúið
þá fyrir það lif, sem þeir eiga fyr-
ir höndum.
Þess vegna munu þeir einstak-
lingar, sem hér búa og eru skóla-
skyldir, koma til með að ganga i
sérdeild, sem verður starfrækt
við grunnskólann á Egilsstöðum.
Þetta er nýjung hér á landi, þar
sem skólaskyldir nemendur hafa
fengið og fá þjálfun og kennslu i
þjálfunarskólum, sem hafa verið
starfræktir i tengslum við stofn-
anir eins og Vonarland. Og það
má vel koma fram, að forráða-
menn grunnskólans hér á Egils-
stöðum hafa sýnt þessari hug-
mynd bæði áhuga og skilning.
Þannig ætlumst við til þess, að
hver einstaklingur, sem hér býr,
geti tekið sem virkastan þátt i þvi
samfélagi, sem við lifum öll i —
og það gerist ekki nema með
þjálfun og markvissu starfi”,
sagöi Bryndis Simonardóttir aö
endingu. — jsj.