Þjóðviljinn - 25.06.1982, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 25.06.1982, Blaðsíða 5
Föstudagur 25. júní 1982 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 5 LEIKSKOLII FLOA Þaö hefur færst í vöxt aö foreldrar í sveitum landsins taki sig saman og stofni leikskóla fyrir börn undir skólaaldri. Foreldrafélag grunnskól- ans í Villingaholtshreppi gekkst á liðnum vetri fyrir fundi um stofnun leikskóia þar i sveit og fékk sú hugmynd þegar þaö góðan meðbyr að starfsemi var komin af stað undir lok marsmán- aðar. Stofnbúna6ur fékkst greiddur úr sveitarsjóði en foreldrar barnanna standa sjálfir undir rekstrarkostnaði. Leikskólinn á að starfa einu sinni i viku yfir vetrarmánuðina, til að byrja meö, frá kl. tvö til fimm siö- degis. Húsnæði til þessarar starfsemi var ekki til staðar en fyrst i stað fær leikskólinn inni i kjallara Viliingaholtsskóla og hefur þar afnot af svokallaðri fjölnýtisofu og handmennta- kennslustofu. Starfsemin fór vel af stað og var almenn þátttaka, en alls voru 16 börn á aldrinum 3ja til 6 ára i leikskólanum þau sjö skipti sem iiann startaöi i vor. Fóstra var ráðin Margrét Ólafs- dóttir frá Skeiðháholti á Skeiðum, en henni til aðstoðar voru nokkrar af mæðrum barn- anna sem skiptust á tvær i senn. Myndirnar hér á siðunni sýna börnin i leikskólanum, en þær eru teknar þegar leikskólinn hafði starfað nokkur skipti. Það er greinilegt að augu fólks viöa um land eru að opnast fyrir þvi að dagvistunarstofn- anir eiga ekki bara að vera „geymslustaðir” fyrir börn heldur gegna mikilvægu hlut- verki i sambandi við uppeldi og þroska barna. Börn i sveit eiga þess siður kost en börn sem alast upp i þéttbýli að kynnast sjálfum sér i hópi jafningja að aldri og þroska sem þau veröa að taka tillit til á annan hátt en ef þau væru i sömu fjölskyldu. Leikskóli i sveit getur hér bætt mikið úr. Kristin Birna (lengst tilvinstri) meðpappirsgogg. Magnús fylgist með. Kringum borðið sitja talið frá vinstri: Magnþóra, Brynja, Halla, Kristin Birna, Benedikt Hans og Magnús sem snýr baki i myndavélina. Á bak við þau stendur Sigurður. Rúnar og Sigurður i bilaleik á ganginum. Ingvar Guðni stælir kraftana og reynir að skrúfa saman eins þétt og liægt er. Hér eru þær Hilda, Margrét Harpa og Briet aö raða saman i púsluspil. Þórunn og Magnþóra með „börnin” sin i eldhúskróknum.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.