Þjóðviljinn - 25.06.1982, Qupperneq 7

Þjóðviljinn - 25.06.1982, Qupperneq 7
Föstudagur 25. júní 1982 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 7 um helgína Leirlistarfélagið Síðustu sýningar- dagar Um helgina eru sídustu sýningaróagar á keramik- sýningu Leirlistar félagsins i Listmunahúsinu i Lækj- argötu. Sýningin veröur opin á laugar- dag og sunnudag frá kl. 14—18 báða dagana. Góð aðsókn hefur verið að sýningunni. Smælki í Gaileri i Langbrók Um þessa helgi eru siðustu for- vöð að sjá sýningu þeirra Lang- bróka, á smælkinni sinni, en þær sýna allar myndverk, sem íak- markast við fimmtán sentimetr- ana. Galleri Langbrók er opið milli kl. 14 og 16 bæði laugardag og sunnudag. Frá generalprufunni s.l. sunnudag. Ljósm. SBl. Geysisgos kl. 16 á sunnudag! Framsýning í Haukadal Ef ferðahópar eða ferðaskrifstofur óska þess verður Geysir i Haukadal látinn gjósa kl.16 á sunnu- dögum i sumar, þó ekki sunnudaginn 4. júlí n.k. Fyrsta „túristagosið” af þessu tagi verður nú um helgina, sunnu- daginn 27. júni og eru þeir sem hafa áhuga á að sápa verði látin i hverinn i þvi skyni beðnir að snúa sér til Þóris Sigurðsssonar i Haukadal. Það er Geysisnefnd sem ákveð- iðhefur „túristagosin” en nefndin hefur nýlega látið lagfæra skemmdirnar sem unnar voru við hverinn á siöasta sumri. General- prufa var á gosi sl. sunnudag eins og Þjóðviljinn skýrði frá og þótti hún takast vel. Athygli er vakin á þvi að fara verður mjög varlega um á Geys- issvæðinu, sérstaklega við Geysi sjálfan. Sett hefur verið upp girð- ing umhverfis hverínn. Kristinn Pétursson frá Bakka i Dýrafirði var e.t.v. ekki meðal þekkt- ustu myndlistarmanna — enda gerði hann i þvi, einkum á siðustu árunum aðfela myndir sinar sjónum manna. Yfirlitssýning á verkum Kristins Péturssonar Björn Th. Björnsson kallaöi iandsiagsmyndir Kristins „vötn á himni” I Listasögunni sinni, þar sem þær séu „ljóðræn hugsun um blæ og birtu frcmur en bein mynd landslags” Vötn á himni „Sagan er ekki einhlitur dómari. lienni vill skjótast yfir þá menn 'scm ekki hafa verið öfl i gang- virki hennar. Þvi getur það gerst, að við sjáum fagurt listaverk og undrumst þaö, að við höfuni aldrei heyrt höfundarnafnið nefnt. Engu vil ég spá um, hvort Kristinn Pétursson verði i þeim hópi, en gerist það, munu mörg handverk hans um langa hrið, vekja sömu undrun.” Þannig skrifaði Björn Th. Björnsson i bók sina islensk myndlist á 19. og 20. öldum Krist- in Pétursson, myndlistamann, árið 1973. Niu árum siðar gel'st Birni færi á að dæma Kristinn aft- ur, og þessi er dómurinn: „Og það er sannarlega undrun sem verk þessi vekja, og munu um langa hrið. 1 þeim sem hér hafa verið tekin til sýnis, sannast sá grunur á glæsilegan hátt, að Kristinn Pétursson ralaði þaö bil, þar sem hið huglæga listviðhorf 20. aldar og frásagnarhefðin smeltast saman i ljóðræna tján- ingu, myndljóö, þar sem stað- reynd er aöeins kveikja, en hugur listamannsins allur gerandi. And- inn er þar ofar efninu, sem i allri góðri list.” Kristinn Pélursson frá Bakka i Dýralirði er e.t.v. ekki meöal þekktustu myndlistamanna landsins — hann geröi enda i þvi að íela myndir sinar, sina siðu- ustu sýningu hélt hann i vinnu- stolu sinni i Hverageröi áriö 1954. Siðan hefur þagnarhjúpur hulið þær sjónum — þar til nú, að Lista- safn alþýðu heldur yfirlitssýningu á verkum hans. Kallast sú sýning „Vötn á himni”. Kristinn lést i Kjarvalsstaðir: Af trönum Kjarvals og sýnfljóð Magnúsar september á siöasta ári og áskotnaðist þá Listasaíninu verk hans. Verk hans eru ekki lengur hulin og því hægt aö dæma mann- inn á ný. Og eins og Björn Th. segir: „...i umsjá islenskrar alþýðu mun hann lii'a þvi lram- haldslifi sem eitt er óhrekjandi staðreynd: liíinu i hugverkum sinum.” Sýningin i Listasaíni alþýöu er opin frá kl. 14—22,en henni lýkur á morgun, sunnudag 27. júni.Full ástæða er til þess aö hvetja fólk að sjá þessa lorvitnilegu sýningu. Ekki spillir fyrir, aö á kaffistof- unni eru sýndar litskyggnur al' listaverkum Kristins og einnig er þar upplestur meö vangaveltum hans um eigin list. ast Meistari Kjarval. Nú fer senn að líða að lokum sýningar Kjarvals- staða á Sýniljóðum og skúlptúrum Magnúsar Tómassonar, en sýning hans er að verulegu leyti afrakstur síðasta árs, þegar hann var á sér- stökum launum sem Borgarlistamaður, en Magnúser fyrsti listamað- urinn, sem nýtur þessara launa, sem greidd eru af Reykjavikurborg. Sýning .Magnúsar heiur fengið þá dóma, að hún sé afar vel gerð og verkin eru yfirleitt húmorisk — sjálfur segir Magnús ij sýningarskrá að Sýniljóö sé eitt- hvaö „sem er ol lenglljóði til þess að geta verið mynd og of mynd- i rænt til þess að geta verið ljóð, eða: ekki nógu myndrænt til þess að geta verið mynd og heldur ekki t nógu ljóðrænt til þess að vera ljóð”. Myndefni sin sækir Magnús m.a. i sögu flugsins og grisku goðafræðina, og þaö ætti enginn að verða svikinn af þvi að rölta um ganga Kjarvalsstaða, sem hefur verið breytt i sýningarsal fyrir þessa sýningu Magnúsar. „Af trönum Kjarvals", Þá hangir enn uppi Kjarvals- sýningin „Af trönum Kjarvals”, sem Gylfi Gislason hefur tekið saman ásamt þeim Jóhannesi Keykdal og Þóru Krisljánsdóttur, listráðunaut Kjarvalsstaða. Sú sýning hefur, eins og mörgum mun' þegar kunnugt, á sér annað yfirbragð en fyrri Kjarvalssýningar, og einnig annan tilgang — að sjálfsögðu er reynt að gefa hugmynd um Kjar- valssafn borgarinnar, en þó farið ótroðnar leiðir. Gerð er tilraun til að lýsa ferli Kjarvals með myndröð og texta- athugasemdum, og er sú tilraun ef til vill visir að annars konar að- ferð i fræðslu um Kjarval og list hans.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.