Þjóðviljinn - 25.06.1982, Side 16

Þjóðviljinn - 25.06.1982, Side 16
NOÐVIUINN Föstudagur 25. júnl 1982 Aöalsfmi Þjóöviljans er 81333 kl. 9-20 mánudag til föstudags. Utan þess tlma er hegt aö ná I blaöamenn og aöra starfsmenn blaösins I þessum slmum: Ritstjórn 81382, 81482 og 81527, umbrot 81285, Ijósmyndir 81257. Laugardaga kl. 9-12 er hægt aö ná 1 af greiöslu blaösins I sima 81663. Blaöaprent hefur sima 81348 og eru blaöamenn þar á vakt öll kvöld. Aðalsími 81333 Kvöldsími 81348 Helgarsími afgreiðslu 81663 Verðlaunaveitingar hringormanefndar Hafeminum enn ógnað „Viö höfum stundum verið aö fá hingaö dauöa erni sem komist hafa i hræ af hval og má segja aö viö biöum bara eftir þvi að fá fugla sem drepið hafa sig á sel- kjöti. Mergurinn máisins er sá að þegar hringorm anefnd tekur þessa furðulegu stefnu að stofna til seladráps um land allt, þá geta byssuglaöir menn skotiö sel, rifiö af kjammana og skiliö hræin eftir sem úldna og veröa aö grút. l>ar sem haförninn er hrææta þá er þessi bráö ansi aögengileg fyrir hann,” sagði Erling ólafsson dýrafræðingur hjá Náttúrufræöi- stofnun tslands þcgar hann var spuröur um 'álit sitt á þeirri ákvöröun hringormanefndar að veita rifleg verölaun fyrir út- og landselskjam ma. 1 máli Erlings kom iram aö nú væri talið aö um 120 hafernir væru á islandi, langstærsti hluli þeirra viö Breiöafjörö og á Vest- fjöröum þ.e. á þeim stööum þar sem rösklegast er gengið fram I þvi aö vega selinn. Hjá Gisla Gislasyni hjá Nált- úruverndarráöi íengust þær upp- lýsingar að mjög í'ljótlega myndi Náttúruverndarráö taka lorm- lega afstööu til verölaunaveiting- ar hringormaneindar. Gisli tæpti ásömusjónarmiöumogErling og sagði varla von á þvi aö menn færu að hiröa selkjötiö þar sem frystihúsin greiddu aöeins 50 aura íyrir kilóíö af þvi. Sagöi hann aö þessa dagana væru margir veiöi- glaðir menn að taka fram hólk- ana og talsverð brögö væru af þvi að menn hreinl út sagt þverbrytu lög og reglugeröir, læru inn á friðuö svæöi og íretuöu þar út um allar trissur. Þess má aölokum geta aö Ævar Petersen fuglai'ræðingur hefur að undanlörnu veriö viö rannsóknir viö Breiðafjörð þar sem hann hel- ur m.a. athugað tengsl seladráps og áhrif þess á íæðuöílun haf- arnarins. —hól. Salka Valka til útlanda A morgun fer áleiðis til Búlgar- iu leikhópur Leikfélags Reykja- vikur með sýninguna á Sölku Völku. Verða tvær sýningar i Sófiu, 29. og 30 júni á leikhúshátið sem kennd er við Leikhús þjóð- anna. Hátið þessi er mikill viðburður, hún er haldin árlega og ferðast milli landa. Leikgerðina af Sölku Völku gerðu þeir Stefán Baldurs- son og borsteinn Gunnarsson en sýningin var frumsýnd i Iðnó i ársbyrjun i tilefni af áttræðisaf- mæli Halldórs Laxness. Leik- stjóri er Stefán Baldursson og leikmynd og búninga gerði Þór- unn Sigriður Þorgrimsdóttir. Með aðalhlutverkin fara: Guðrún Gisladóttir (Salka Valka), Margrét Helga Jóhannsdóttir (Sigurlina), Þorsteinn Gunnars- son, (Steinþór) og Jóhann Sigurðsson (Arnaldur). AI Deilur í stjóm Landvemdar: Vafasöm vinnubrögð segir formaðurinn um seladrápið „Frá minum sjónarhóli séö, eru þetta vaíasöm vinnubrögð. Það eru margir sem vilja halda • þvi fram að rannsóknir á sela- stofninum og háltum hans séu ekki komnar það langl aö tima- bært sé aö boöa til selveiða um land allt. 1 öllu falli höfum viö i Landvernd ekki fengiö neinar skýrslur um rannsóknir i hend- urnar ", sagöi Þorleifur Einars- son, jarðfræðingur, sem er lor- maöur Landverndar. Náttúruverndarmenn eru eðlilega litt hrilnir aí þeim verðlaunum sem nú hefur verið heitið fyrir seladráp, ekki sist þar sem samlök þeirra og Náttúruverndarráö hala ekki veriö höfð meö i ráöum. Þessi mál komu til umræöu i stjórn Landverndar fyrr i vikunni og mun Björn Dagbjartsson, for- maður hringormanefndar, sem sæti á i stjórninni, þá hafa vikið af fundi. Lyktaöi umræöunum með þvi að hringormanefnd var sent bréf en Þorleiíur Einarsson vildi ekki tjá sig um innihald þess i gær. — hól. Þorleifur Einarsson, formaður Landverndar: Rannsóknir vanlar. Deilur í Fulltrúaráði verkalýðsfélaganna Varaformaður Dagsbrúnar gekk af fundl Mikill ágreiningur kom upp i fyrradag i stjórn Fulltrúaráðs verkalýðsfélaganna i Reykjavik er kosið var i Stjórn Verka- mannabústaöa. Varal'ormaður dagsbrúnar, Ilalldór Björnsson, gekk af fundi og kvaðst ekki mundu mæta á fleiri fundi þess- arar stjórnar. Stjórn Fulltrúaráðs verkalýðs- félaganna kýs 2 menn i Stjórn Verkamannabústaða og fór sú kosning fram sl. miðvikudag. Borgarstjórn kaus nýverið sina 3 fulltrúa: Hilmar Guðlaugsson, Gunnar Helgason og Þórhildi Þorleifsdóttur, og BSRB hefur 1 fulltrúa, sem nú er Kristján Thor- lacius. Félagsmálaráðherra skipar formanninn og mun gera það á næstunni. Guðmundur J. Guömundsson, formaöur Dagsbrúnar, sem átt hefur sæti i stjórn Verkamanna- bústaða frá upphal'i, baðst undan endurkjöri. Halldór Björnsson, varaformaður Dagsbrúnar, bar fram tillögu á fundinum um Rögnu Bergmann, l'ormann Verkakvennafélagsins Fram- sóknar. Halldór kvaö eðlilegt, að stærsta verkakvennafélag lands- ins ætti fulltrúa i þessari stjórn. Við kosningu hlaut Ragna Berg- mann atkvæöi tveggja íulltrúa Verkakvennafélagsins og Hall- dórs, en Páll Magnússon, starfs- maður Lifeyrissjóðs trésmiða, hlaut atkvæði Benedikts Daviðs- sonar, Þorbjarnar Guömunds- sonar, Tryggva Benediktssonar, Guðjóns Jónssonar, Bjarna Jakobssonar og Hilmars Guð- laugssonar. í Stjórn Verka- mannabústaða i Reykjavik eiga þvi sæti nú Páll Magnússon og Guðmundur Þ. Jónsson, en ekki var ágreiningur um þann siðar- nefnda. Þegar úrslit lágu fyrir gekk varaformaður Dagsbrúnar af fundi, eins og áður sagði, og kvaðst ekki una þeirri valdniðslu, að formaður láglaunafélagsins Framsóknar væri útilokaður frá Stjórn Verkamannabústaöa i Reykjavik. Jafnframt kvaðst hann ekki mæta á fleiri fundi stjórnar Fulltrúaráðsins. ast Sumarfrí og sam- vera á Laugarvatni Örfá pláss hafa losnað JNIú er iólk sem oöast að staðíesta pantanir sinar á vikudvöl á Laugar- vatni á vegum Alþýðu- bandalagsins siöari hluta júlimánaöar. Viö nánari skoðun á pöntun- um heiur komiö i ljós að enn eru öriá pláss laus báðar vikurnar og þeir sem bregða skjott við eiga enn möguleika á að komast á Laugarvatn annaðhvort vikuna 19. til 26. júli eða 26. til 31. júli. Látið ekki happ úr hendi sleppa. Haiið samband við skriístoi'una i sima 17 500. Alþýðubandalagið UPPHAFLEGU KRÖFURNAR ENNÞA I FULLU GILDI segir Skúli Thoroddsen hjá Dagsbrún „Það er auövitaö hrein ósvifni af Vinnuveitendasambandinu aö krefjast þess aö einhver utanaökomandi áhrif eins og hugsanleg aflabrögö, eigi aö ráða því hvaö visitalan mæli”, sagöi Skúli Thoroddsen hjá Verkamannafélaginu Dagsbrún i samtali við Þjóðviljann I gær. Eins og kunnugt er siitnaði með öllu upp úr samningavið- ræðum Alþýðusambandsins og Vinnuveitendasambandsins i gær og horfir þunglega með áframhald viðræðnanna. Vinnu- veitendur geröu kröfur um stór- aukna visitöluskerðingu og þar með stórfellda kaupmáttar- rýrnun. Asmundur Stefánsson forseti ASI sagði i Þjóðviljanum i gær að hugmynd VSÍ um að skerða visitöluna sérstakiega vegna minnkandi fiskafl? þýddi i raun að sjálfvirku kaup- lækkunarkerfi yrði komið á. A slikt gætu verkalýðssamtökin að sjálfsögöu aldrei fallist. t frétt frá Vinnuveitendasam- bandi Islands i gær segir að ein- ungis 1% I kaupmætti skilji á milli tilboðs þeirra vinnuveit- enda og hugmynda ASl til lausnar deilunni. Við spurðum Skúla Thoroddsen lögfræðing Dagsbrúnar hvaða skilning hann legði i þetta álit VSÍ: „Kröfur Alþýðusambandsins og Verkamannasambandsins voru lagðar fram i október i fyrra. Allar þær kröfur eru að minu mati enn i fullu gildi og blaðaskrif um að samninga- nefnd Alþýðusambandsins væri á svipuðum nótum og viðræðu- nefnd VSI hljóta að vera runnin undan rifjum Þorsteins Páls- sonar og félaga. Hitt er svo auö- vitað ljóst að vinnuveitendur hafa af þvi hag að slikar sögur komist i hámæli en frá minum bæjardyrum séð eru kröfur verkalýðssamtakanna um veru- lega hækkun grunnlauna enn i fullu gildi”, sagði Skúli Thor- oddsen hjá Verkamannafélag- inu Dagsbrún i gær. — v. Kröfur VSI eru hrein ósvifni, segir Skúli Thoroddsen.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.