Þjóðviljinn - 29.06.1982, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 29.06.1982, Blaðsíða 2
2 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriöjudagur 29. júni 1982 Franz Mixa afhendir fulltrúum Landsbókasafns handrit sitt af óperunni um „Fjalla-Eyvind”. Taliö frá v. Arni Kristjánsson pianóleikari, dr. Franz Mixa, Finnbogi Guömundsson og Grimur M. Helgason. viðtalið Rætt við Grím M. Helgason á handritadeild Landsbókasafnsins „Orðinn rykfallinn eins og bækumar” A dögunum barst Lands- bókasafni íslands að gjöf frá austurriska tónskáldinu dr. Franz Mixa eiginhandrit hans aö óperu i þremur þátt- um sem byggö er á leikriti Jóhanns Sigurjónssonar um „Fjalla-Eyvind”. Handritiö er skrifað á fjóröa áratugnum hér á islandi, en Mixa er isienskum tónlistarmönnum aö góöu kunnur. Okkur lék forvitni á aö vita hvort handritadeild Lands- bókasafnsins ætti mikið af tónlistarhandritum og lögöum þá spurningu fyrir Grim M. Iielgason forstöðumann handrit adeildar. — Já, við eigum handrit ýmissa islenskra tónskálda. Við eigum t.d. frá Sigurði bórðarsyni, Björgvin Guð- mundssyni, Sigfúsi Einars- syni, Sveinbirni Sveinbjörns- syni. Þetta eru svona aðal- nöfnin sem koma upp i hug- ann. Hvað er mikið af handrit- um og öörum skjöium á skrá hjá ykkur? — Ef ég man rétt, þá eru i kringum 13 þúsund númer skráð. Það er auðvitað lika til ýmislegt sem ekki er búið að fá númer og þarf að biða skráningar einhvern tima einsoggengur. Hvaöa handrit geymið þið aðallega? — Viö erum mikiö meö einkagögn, og handrit frá fyrri öldum. Bæöi ljóöahand- rit sagnahandrit, og dag- bækur. Handrit skálda eins og Þórbergs, Laxness og fleiri. Hvað bætist árlega við hjá ykkur i safnið? — Þvi get ég ekki svarað, það yrðu svo falskar tölur. Það kemur alltaf eitthvað inn á hverju ári. Hverjir gefa helst? — Við kaupum pinulitið, en þó ekki nóg kannski. Svo koma hingað einstaklingar auk þess sem viö reynum aö afla okkur upplýsinga um handrit sem aö hingaö gætu fariö þvi aö þaö eru engin gögn skilaskyld hingaö til okkar. Er þá allt vel þegið? — Já.sérlega. Er handritasafnið mikið notaðGrimur? — Það er nokkuð breytt notkun. Það var dálitið mikið um gesti hér áður, en aftur á móti nýta menn sér meira ljósrit og filmur nú, þannig að það eru ekki eins margir sem sitja hér og áður. Þá á ég við handritasalinn sjálfan. Hverjir sækja helst i safnið hjá ykkur, grúskarar? — Já, það sem menn kalla grúskara eða fræðimenn. Ætli þeir heiti ekki bara einu nafni fræðimenn. Þá er tölu- vert um háskólanema sem eru að vinna að ritgerðum. Athugun á kvæðum og sögum og samanburð á útgáfum. Það er allmikiö um það og svo alls kyns fræðimenn bæði lærðirogleiknir. Þú hefur alltaf jafn gaman aðgrúska i gömlum textum? — Já, það held ég. Ég get ekki neitað þvi, maður er orðinn innlyksa og rykfallinn einsog bækurnar. —lg- Fugl dagsins Sandlóa Sandlóa- Charadrius hiati- cula er þybbinn, fjörlegur, litill fjöruíugl með breitt svart þverbelti á hvitri bringu. Ljósgrábrúnn að ofan með hvitan hálshring, svart þverbelti ofan við áberandi hvitt enni og svarta augn- kámu. Nefið er rauðgult, svart i oddinn: fætur eru rauðgulir, oft sýnast þeir grábrúnir, þá ataðir leðju. Sandlóan er auðgreindust frá vatnalóu á vængjabeltinu, fótalit og rödd. Á ungfuglum er bringubeltið brúnleitt og oft rofið i miðju. Þeir likjast þvi strandlóu. Sandlóan er frá á fæti og hleypur með mjög tiðum fótaburði, milli þess sem hún staönæmist andartak til að tina smáskordýr. Hún flýgur hratt og með reglubundnum vængjatökum. Röddinerhljómþýtt ,,tú-li” eða „kú-ip”. Söngurinn byrjar hægt, en verður smám saman vellandi endurtekning stefsins „kvitú- viú”. Kjörlendi sandlóunnar er við sendnar sjávarstrendur og leirur. Hún verpir i fjöru- sandi, á sjávargrundum eða á melum við sjó. Sandlóan er að nokkru farfugl. Aöalað- setur hennar eru á tslandi og i Skandinaviu og við strendur Bretlands og trlands. Hún hefur orpið i Tékkó- slóvakiu og hefur stundum vetrardvöl i Suður-Frakk- landi. Rugl dagsins: Mikil viska „Nokkuð djúpt mun vera niður á þann stað sem útslög- in mældust. Til þess að kom- ast niður á staðinn þarf að grafa nokkuð d júpt og til þess þarf stóra kranagröfu.” (Morgunblaðið i baksiðu- frétt) Gætum tungunnar Sagt var': Þeir ganga i fötum hvors annars. Kétt væri: Þeir ganga hvor i annarsfötum. Leiðréttum börn sem flaska á þessu! Tvær nýjar hasarbækur Flateyjarútgáfan hefur sent frá sér tvær æsispenn- andi hasarbækur. „Þeysi- reið” heitir önnur, sú fyrsta i bókaflokknum um hetjurnar Bill og Ben eftir Marshall Grover. Hin bókin heitir „Gull og græðgi” og er fyrsta bókin i bókaflokki um Lassister en um hann segir m.a. i bókar- kynningu. „Enginn veit hver hann er eða hvaðan hann kemur. Stundum heldur hann sig réttu megin við lögin — stundum hinum megin....” Það er Baldur Hólmgeirs- son sem þýddi bækurnar. Ef þið stofnið fuglavinafélag, þá ætla ég að stofna sportvinafélag fugla... Svínharður smásál Eftir Kjartan Arnórsson < Q O Er sjónvarp hjá þér? —, en mér'N •'finnstþað leiðinlegt! 'Tonlaust! Þetta er | eins og að kasta perlum fyrir svin! ( Kasta perslum fyrir V._______ HVERN4 Af hverju þarf hann að taka allt svona til sin!

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.