Þjóðviljinn - 29.06.1982, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 29.06.1982, Blaðsíða 3
Þriöjudagur 29. jdni 1982 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 3 Bjöm Dagbjartsson formaður hringormanefndar: Störf okkar hafa ekki farið leynt ,, Hringormanefnd hefur ekki tekiö afstööu til bréfs- ins sem barst frá Land- vernd í lok síðustu viku. Þaö kemur mér ekkert á ó- vart að Landvernd skuli láta sig þessi mál einhverju skipta", sagði Björn Dagbjartsson for- maður hringormanefndar aðspurður um viðbrögð nefndarmanna við bréf- inu. Skipan hringormanefndar hef- ur veriö gagnrýnd en i henni eiga Jakob Jakobsson fiskifræðingur um selveiðamar: Ber undarlega að Undirnefnd í Náttúru- verndarráði hélt i gær f und með tveim fulltrúum hringormanefndar. Voru þar kynnt sjónarmið beggja aðila,en fram hefur komið að Náttúruverndar- ráð er andvígt verðlauna- veitingum fyrir seladráp við Island og ekki sist með hvaða hætti til þessara veiða var boðað. Fyrir liggur bréf frá stjórn Landverndar þar sem hringormanefnd er beðin að endurskoða ákvörðun sína um selaveiðarnar. Jakob Jakobsson fiskifræöing- ur sem er varamaöur i Náttúru- verndarráöi sagöi i samtali viö Þjóöviljann i gær aö hinar boöuöu selveiöar hringormanefndar sæti hagsmunaaöilar i sjávarút- vegi einvöröungu. Um þá gagn- rýni sagöi Björn: „Ég vona aö engum detti i hug aö nefndar- menn kaupi niöurstööur islenskra visindamanna. Annars má benda á aö sjávarútvegsmálaráöuneyt- iö skipaöi þessa nefnd, þess efnis aö niöurstööur rannsókna sem hringormanefnd grundvalli sel- veiðarnar á, hafi ekki veriö nægi- lega vel kynntar”. Sagöi Björn aö störf hringormanefndar hefðu ekki fariö leynt og rannsóknir á selastofninum og háttum selsins hafi staöiö i 2 ár. Hann sagöi aö þeir sem sæti ættu i hringorma- nefnd hefðu ekki gert sér far um aö halda niðurstöðum rannsókna leyndum. — hól. bæri undarlega aö ekki stst meÓ tilliti til þess aö þær væru einhliöa ákveönar af hagsmunaaöilum i sjávarútvegi, án þess aö tillit væri tekiö til náttúruverndarsjón- armiöa. Jakob staöfesti þaö aö þær rannsóknir sem lægu til grundvallar selveiöunum heföu ekki veriö kynnt nægilega og vist væri að almenningur ætti ekki nokkra möguleika á aö nálgast gögn um þetta mál: „Þetta kem- ur ýmsum spánskt fyrir sjónir”, sagöi Jakob. Jakob sagöi aö Náttúruvernd- arráö ætti enn eftir aö taka form- lega afstööu til selveiðanna. Veröur þaö væntanlega gert i upphafi næstu viku. —hól. j Iönaðarráðuneytið | með nýtt verkefni | / j A að örva ! myndun I smáiyrlr- j tækja j í iðnaði I lönaöarráðuneytiö hefur ■ ákveöið aö hrinda af staö verkefni til að örva myndun smáfyrirtækja I iönaði og ný- sköpun i starfandi iðnfyrir- tækjum. 1 verkefnið er ráöist i framhaldi af setningu laga um iðnráögjafa og má iita á það sem einn þátt af mörg- um til aö stuöla að iönþróun i landinu, segir i fréttatil- kynningu frá iðnaðarráðu- neytinu. Viða um land er fólk að velta fyrir sér hugmyndum um smáiönað, en skortir oft þekkingu og aðstoð til að fá úr þvi skorið, hvort um raun- hæfa kosti sé að ræða. Þetta verkefni byggist jöfnum höndum á miðlun þekkingar og sjálfsnámi. Leitaö verður eftir þátttakendum frá öllum landshlutum og fyrst og fremst skirskotað til þeirra sem búa yfir hugmyndum um ný viðfangsefni i iðnaði eða nýsköpun i starfandi fyrirtækjum. Þátttakendur eiga siðan að glima við að kanna tæknilegar og hagræn ar forsendur fyrir rekstri smáfyrirtækja. Hér er ekki um að ræða námskeið i venjulegum skilningi heldur þekkingaröflun, sem fram fer bæði á sameiginlegum vinnufundum og með sjálf- stæöu starfi þátttakenda. Undirbúningur að þessu verkefni hófst haustið 1981. 1 sumar fer fram þjálfun leið- beinanda en verkefnið verð- ur siðan kynnt rækilega i fjölmiðlum og á ýmsan ann- an hátt siðar i sumar og þá jafnframt auglýst eftir þátt- takendum. Norska ráðgjafafyrirtækið Indevo a/s mun aðstoða við framkvæmd verkefnisins en þaö fyrirtæki hefur tekið þátt i hliðstæðum verkefnum á öörum Norðurlöndum, m.a. i Norður-Noregi. Iðnaðarráðuneytið hefur falið nýskipaðri Samstarfs- nefnd um iðnráðgjöf i lands- hlutunum að hafa umsjón með verkefninu i samvinnu við iðnráðgjafa er þar starfa. Þeir Siguröur Þórarinsson og Kristján Eldjárn fylgjast meö Jónasi Kristjánssyni fara höndum um „Eldinn”. Mynd: —eik. Afmælisrit dr. Sigurðar Þórarinssonar: „Eldur er í norðri” I tilefni af sjötugsaf mæli dr. Siguröar Þórarinsson- ar, jarðfræöings, hinn 8. jan. sl., gengust ýmis félög fyrir útgáfu afmælisrits honum til heiðurs. Tók Sögufélagið að sér að sjá um útgáfuna en önnur fé- lög sem að henni standa eru: Hið islenska náttúru- fræðifélag, Jarðfræðafé- lag Islands, Landfræðifé- lagið, Hið islenska forn- leifafélag, Jöklarann- sóknafélag Islands, Nor- ræna félagið og Vísindafé- lag islendinga. Það er löngu alkunna að Sigurður er maður ekki einhamur, enda hefur hann tekið verulegan þátt i starfi allra þessara félaga. Ritnefnd bókarinnar skipuöu: Helga Þórarinsdóttir, ólafur H. Óskarsson, Siguröur Steinþórsson og Þorleifur Einarsson. Sföastliöinn föstudag afhenti svo Siguröur Steinþórsson nafna sinum bókina meö nokkrum vel völdum oröum, aö viöstöddum ýmsum aöstandendum hennar. Dr. Siguröur Þórarinsson þakk- aöi auösýndan heiöur og vináttu. — Þaö besta viö svona bók, sagöi hann, — er aö hún hvetur menn til aö skrifa um þessi mál á islensku en ekki erlendum tungum. Og voru orð aö sönnu. Bókinni var valiö hiö táknræna nafn: „Eldur er i norðri” Visar það til erindis úr kvæði Jónasar Hallgrimssonar, Kveöju til Upp- salafundarins 1843: „Eldur er i noröri, ey hefur reista móöir yfir mar, beltaö bláfjöllum, blómgaö grasdölum, faldaö hvitri fönn”. „Eldur er i noröri” er 520 bls. i stóru broti og hefur aö geyma 47 ritgeröir um hin margvislegustu efni sem öll tengjast þó ævistarfi Siguröar. Hann hefur ekki einasta sinnt jaröfræöi og landafræöi „sem er mitt fag” eins og Marka-Leifi sagöi þegar hann lá inni I tjaldi á Alþingishátiöinni á Þingvöllum 1930 og notaði timann til þess að kynna sér Markaskrá Arnessýslu en létsér fátt um finn- ast dýrðina utan dyra, — heldur er hans og getib I sambandi viö bókmenntir og sögu fornleifa- fræöi og jöklafræöi félagsfræöi og náttúruverndarmál og hvergi aö litlu. Auk ritgeröanna geymir bókin ritaskrá Siguröar frá 1931- 1981, ýmsar myndir úr ævi hans og starfi grein um afmælisbarniö eftir Þorleif Einarsson og tvö kort, sem Gylfi Már Guöbergsson hefur gert. Sýna þau annarsvegar þá staöi á tslandi, sem Siguröur hefur rannsakaö og ritað um og hinsvegar þá háskóla og borgir, vitt og breitt um veröldina, þar sem hann hefur flutt fyrirlestra. Loks er svo aö finna i bókinni þá lengstu „Tabúlu gratúlatóriu” sem vitað er um á voru landi til þessa. Eru þar nöfn 1900 áskrif- enda sem meö þessum hætti vildu heiöra Sigurð á sjötugsafmælinu. „Eldur er I norbri” liggur frammi hjá Sögufélaginu aö Garöastræti 13-B, gengiö inn frá Fischersundi og biöur þar þess að verða vitjað af áskrifendum. Dr. Sigurður Þórarinsson er einn okkar mikilhæfassti og mik- ilvirkasti visindamaöur. Hann er þvi manna best kominn aö fimm hundruö og tuttugu blaösiöna bók meö fjörutíu og sjö ritgeröum. En svo segja mér vinir hans aö vænst þyki þeim um hann fyrir þaö, hve elskulega mannlegur hann er. — mhg. Björn Dagbjartsson formaöur hringormanefndar. Jakob Jakobsson fiskifræöingur Grænmetis-. kynning verðlækkun á papriku og tómötum Sýnt þykir nú aö ágæt uppskera veröi á ýmsu grænmeti og gróö- urhúsaafurðum aö þessu sinni. Sölufélag garöyrkjumanna hef- ur þvi ákveðið að efna til sér- stakrar kynningingar á tómötum og paprikum. Hófst hún i gær og stendur næstu daga. Kynningin fer fram i öllum matvörubúöum landsins. Jafnframt munu þessar vörutegundir seldar á mun lægra verði en áður, svo aö nema mun allt aö helmingi. — mhg. Bflastuldur og fleira á Akureyri Maöur var handtekinn I Skaga- firöi á sunnudag, sterklega grun- aður um að hafa stolið bifreið frá Akureyri fyrr um daginn. Vegna fréttar I Dagblaðinu & Visi i gær þar sem látið var aö þvi liggja aö þarna færi e.t.v. stórinn- brotamaður haföi Þjóöviljinn samband viö Ófeig Baldursson hjá rannsóknardeild lögreglunn- ar á Akureyri. Sagði hann aö þessi tiltekni maöur heföi ekki játað á sig bilstuldinn, en bilnum hafði veriö keyrt út I skurö og skemmst talsvert. Sagöi Ófeigur aö þó beindust öll bönd aö þessum manni og reynd- ar lægi grunur á aö hann stæöi að ýmsum nýlegum innbrotum á Ak- ureyri og nágrenni. Ófeigur sagöi að ekkert benti þó til þess aö þarna væri kominn aöili aö inn- brotunum tveim I Bilaleigu Akur- eyrar sem framin voru á liönu ári. Útiskákmót í miðbænum Skáksamband tslands hyggst gangast fyrir útiskákmóti I byrj- un júli. Skákmót þetta mun veröa með svipuðu sniði og útimót þau er skákfélagið Mjöinir hélt á sin- um tima. Þóttu mót þessi heppn- ast prýðilega, a.m.k. frá sjónar- hóli Þjóðviljans sem sigraði i þeim I þrem skiptum af fjórum. Aætlaö er aö allir bestu skák- menn þjóöarinnar veröi meö i móti þessu en ekki er búiö aö dag- setja mótiö. Mun þaö veröa gert meö hliðsjón af spádómum veö- urfræðinga. — hól.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.