Þjóðviljinn - 29.06.1982, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 29.06.1982, Blaðsíða 9
8 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 29. júni 1982 Þriðjudagur 29. júni 1982 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 9 IVIeð eiiifölduin iiieðuluni fær Ituben áhorfendur á sitt band. Ljósni.: —eik— Sirkusskólinn var ekki siður skóli fyrir fullorðna fólkið aö taka ekki siöur þátt I sýningunni. Ljósm.: — jsj. en börnin — Ruben braut niöur skynsemismúrinn, og fékk það til „Þá fyrst þorir fullorðna fólkið að hlæja” — trúðurinn Ruben í viðtali eftir sýningu Trúðurinn Ruben var i hópi þeirra listamanna, sem tróðu upp á nýafstaðinni Listahátið, og flutti hefðbundinn trúðleik, eins og hann gerist einlægastur og þar með bestur og var með trúða- skóla að auki; hvort tveggja varð þetta vinsælt, og það svo, að sýn- ingum hans hér fjölgaði verulega, og margir urðu að hverfa frá sirkusskólanum. Undirritaður sá fyrstu trúða- sýningu Rubens i Norræna húsinu og átti þess kost að hitta hann að lokinni sýningunni til viðtals- tektar; og það viðtal birtist nú þó Listahátið sé lokið. Ruben stendur fyrir sinu þrátt fyrir það, og á vonandi eftir að koma hingað til lands oftar. Vist er, að þá verður þaö dálitil listahátið út af fyrir sig. Að lokinni sýningu Eftir aö trúðnum hefur verið klappað lof i lófa af þakklátum áhorfendum, ungum sem öldnum, er mér visað inn i annað gesta- herbergi Norræna hússins. Þar situr hann beinn i baki, búinn að taka af sér hárkolluna og trúðs- nefið og kominn úr jakkanum. Ennþá er faröinn smurður á and- litið; þó farinn að láta á sjá af svita. Og hann er þreytulegur. Trúður í tíu ár Ég spyr hann fyrst, hve lengi hann hafi verið trúður, og hvers vegna hann hafi lagt trúðleikinn fyrir sig. ,,Ég hef verið trúður i tiu ár”, svarar Ruben trúður — hann er Madsen að eftirnafni — ,,og ég byrjaði á þvi einfaldlega af þvi ég fékk tækifærið til þess. örlögin höguðu þvi þannig, að ég gat oröið trúður, ef mig langaði til, og ég sló til. Og það gekk ágætiega, og hefur gengið ágætlega. Aö minnsta kosti fram aö þessu”. Hann treystir enda mjög á samband sitt við áhorfendur, eins og þeir hafa án efa orðiö varir við. ,,Já, það er ef svo má segja, min aðferð. Hugmynd min er sú að nota mjög einföld meðul, en i afar nánu sambandi við áhorf- endur. Þeir kunna að meta það. Reynslan hefur sýnt það, svo ekki verður um villst. Og nú skai ég sýna þér dálitið....” ,/Þér búiö yfir dásam- legum eiginleika" Ruben sprettur á fætur og rótar dágóða stund i plöggum og skjöl- um, sem liggja i bunkum á borö- inu. A meðan segir hann mér, að hann sé nýkominn frá Sovétrikj- unum... „Hérna er það,” segir hann og lesúr bréfi úr bunkanum: „Agæti Ruben Madsen. Leiklistarfélag Lettlands lætur i ljósi hjartans- þakkir fyrir sýningu yðar i Rikis- íeikhúsinu i Riga fyrir lettnesk börn og leikhúsfólk, Viö sann- færöumst um að þér búið yfir dásamlegum, iistrænum eigin- leika; að ná áhorfendum fljótt og vel á yðar band”... Ruben snögghættir lestrinum og litur til min. „Það er ao'segja, að ná sambandi viö áhorfendur”, útskýrir hann. Og það tekst Ruben. Um sama Ieyti kom Ruben fram á Sovéska trúðamótinu, sem haldiðer árlega, en þangaö sækja trúðar frá öllum Sovétrikjunum og austantjaldslöndunum. Sérstakur heiðurstrúður „Það er heill heimur út af fyrir sig”, segir Ruben. „Og það var núna sem trúður frá Vesturlönd- um kom fram á þessu móti i fyrsta sinni. Og þetta skjal hérna”.. Ruben leitar aftur i bunkanum... „Hér hefur, sko ekki verið tekið til”... og sýnir mér innbundiö skjal, skrifaö á rúss- nesku. „Hérna stendur að ég hef komið fram sem sérstakur „Hámarksgróði, ógeðslegt orð” I — Mgh ræðir Ivið Einar Petersea Kleif ■ ———————————— IEinar Petersen í Kleif sat á tali við Sigríði síma- , konu einn morguninn Iþegar ég kom hér inn á blaðið. Mér sýndist hann vilja hafa tal af mér þótt Ihann nefndi það ekki. En ég var að hraða mér á 10- fundinn uppi í kaffi- J stofunni og lét þess getið, að ég kæmi kannski niður eftir svona hálftíma. ■ Einar lét það gott heita og Iþau Sigríður héldu áfram að skrafa saman. , En næsti hálftími varð þrjú /,korter" eins og hjá Sigurjóni á Álafossi, þegar hann var að selja inn á danspallinn. Og Einar beið, nýkominn frá Danmörku. Brá sér þangað að baki páskum og var ytra i 9 vikur. — Hvaö var annars orðið langt siðan þú hafðir vitjað fööurlands- ins, Einar? — Þrjátiu og fimm ár, hafði framtið þjóöarinnar. Mér er sagt að fólkinu fækki. Ef þrengt er ekki komiö til Danmerkur i 35 ár þar til nú, var þar seinast 1947. Og þá sá ég raunar litið af Danmörku þótt ekki sé hún ýkja stór. En að sjá Danmörk er aö vera út i sveit. Og ég hef ekki verið þar úti i sveit siðan 1939 þar til nú. En nú var ég úti i 9 vikur og endurnýjaöi kynn- in við sveitalifið. — Og margt hefur liklega tekið stakkaskiptum siöan? — Blessaöur vertu, fyrir mig var þetta alveg nýtt land. Ég þekkti það ekki aftur. Svefnbæ- irnir eru nú aö teyja sig út um allt. Danskir bændur eru að flosna upp, einkum i góðsveit- unum. Allt er orðið vélvætt. Aðeins á sjöunda hverjum sveita- bæ i Danmörku fvrirfinnst ennbá vinnutólk. Penningshúsin standa tóm og grotna niður, ónotaöar og úr sér gengnar vélar liggja i haugum. Það er ekkert nýtt að konur I þéttbýli vinni utan heim- ilis. En nú eru bændakonurnar farnar til þess lika. Þaö finnst méróhugnaniegt. Verksmiöjubú Búin eru að breytast i verk- smiðjubú. Hinn venjulegi bóndi er að hverfa. Þetta er rökrétt afleiö- ing af stefnu þeirra, sem fara með völdin. Danmörk er fyrst og fremst landbúnaðarland aö öllu eöli. Hvaða vit er i að gera hana aö verksmiðjulandi? Og ég er beinlinis hræddur um með rányrkju eða öörum hætti að undirstööu dansks þjóðlifs, sem er landiö sjálft, þá hrynur öll byggingin. Menn verða að hafa jörð undir fótunum, menn ganga ekki á vatninu. Og svo sá ég ekki betur en margar þessar verksmiðjur, sem öllu áttu aö bjarga, standi uppi verkefnalausar. Smærri bændum er útrýmt til þess að gera landiö aö verksmiöjuverum, eftir kokkabókum einhverra verk- fræöinga, sem enga hagnýta reynslu hafa, bara eitthvert „vit” úr bókum. Gengiö á höfuöstólinn Þetta svokallaða framleiðslu- hámark, hámarksgróði heitir þaö vist lika, — ógeðslegt orð, — næst aðeins með rányrkju. Viö erum allsstaðar að ganga á þau verö- mæti, sem mannkynið þarf að vernda til þess aö geta lifaö. Þetta á ekki bara við um Dan- mörk, þetta gerist allsstaðar. Viö tökum nefnilega meira en viö gefum. Hvar endar þaö? Það er spurning, sem mér finnst menn vilji ekki horfast i augu við. 1 Danmörku sýnast mér þeir bændur búa best, sem eru á lé- legustu jöröunum. Þeir sniðá sér stakk eítir vexti og eftir þeim jörðum sælast gróöabraskararnir ekki. Þeim linnst ekki eftir nógu að slægjast. þar. Eins og ég sagði áðan næst hámarksgróöi ekki nema meö rányrkju, sem aftur felur i sér að gróöinn fer smátt og smátt minnkandi vegna þess að undir- staðan visnar. Ég er hræddur um að Danir séu aö glata þessari undirstöðu, þaö er það, sem mér fannst verst aö veröa vitni að i minu gamla landi. Verksmiöjubúin hafa sýnt, að þau eru engin lausn á vanda- málum landbúnaöarins. Þau bre^ta engu til batnaðar en skapa ný vandamál. Og verksmiðjubú- in, sem nú eru að gefast upp, selj- ast ekki nema fyrir 1/4 af þvi sem það kostaöi aö koma þeim á fót. Það getur enginn keypt þetta. Yfirborðiö á þessu öllu er kannski nógu fallegt en annaö kemur i ljós þegar betur er að gáö og litiö á bakhliðina. Er hiö sama að gerast hér? Þvi miöur er ég ákaflega hræddur um að viö séum að lenda i sama farinu hér. Bændur, og raunar allur almenningur, ræður I alltaf minna og minna en þjóðfélagið er i siauknum mæli rekið af einhverjum „sérfræð- ingum”, sem eru i engri snert- ingu við raunveruleikann. Is- 1 lenskir bændur ættu ekki að treysta of mikiö á innfluttan fóðurbæti, hann veröur bráðum ófáanlegur. A þvi sviði þurfum J við að vera sjálfum okkur nógir. Islenskur landbúnaður má ekki verða verksmiðjubúskapur. Þaö þýöir útrýmingu bændastéttar- innar. En bændur þurfa aö leggja meiri áherslu á samvinnu, t.d. um vélanotkun og heyskap. — Mér heyrist á þvi sem þú hefur hér sagt, aö hugur þinn standi ekki beinlinis til þess að hverfa aftur til Danmerkur til langdvalar. — Nei, en mér list nú ekki alltof vel á þróunina hér heima heldur. Það er sifellt meira og meira J þrengt aö bændum. Gróðurlendiö er i æ meira mæli kaffært i stór- iöjuvötnum. Við stelnum óðfluga að þvi að góma siðustu þorsk- , brönduna i sjónum. Og hvernig fer þá um þennan þjóðarstofn? Það litur ekki út fyrir að neina kjarnorkusprengju þurfi til að eyða honum, ef svo fer fram sem ■ horfir. Og þar meö var Einar farinn noröur i Kleif. —mhg heiðurstrúður á sýningu, sem þarna var haldin, ein af mörgum. Þetta er eina skjalið sinnar teg- undar”, segir Ruben, „og þaö er mikil viðurkenning fólgin i þvi, þegar þess er gætt, að Sovétrikin standa fremst allra rikja i sirkus- listinni”. Ruben leggur skjalið til hliðar, sest og biður fleiri spurninga. Og ég nefni sirkusskólann, sem all- mörg börn og foreldrar hafa nú kynnst. Einfaidar listir sterk áhrif ,,Já, i sirkusskólanum kenni ég nokkrar afskaplega einfaldar listir, og reyni siðan, þegar börn- in sýna það sem þau hafa lært, að skapa mikil og sterk áhrif, þvi það skiptir máli, að börnin fái það á tilfinninguna, að þau séu að sýna i raunverulegum sirkus.” Hvað varð til þess að Ruben stofnaði sirkusskólann? spyr ég. „Það var einu sinni sett upp sýning i heimabæ minum, þar sem sýndir voru sirkusmunir og ýmislegt tengt sirkusnum. Þá var þess farið á leit við mig, að ég gerði eitthvað meö börnum og mér datt i hug að notast viö það, sem var á sýningunni og láta börnin nota það. Úr varö sirkus- skóli, sem ég bjó svo sjálfur til, og ferðast nú með út um allar trissur”. Sirkusskólinn ætti að vera Ruben kærkominn tilbreyting frá hinu heföbundna trúöastandi, þar sem hann hefur aragrúa barna i kringum sin i stað þess aö standa einn á sviöinu. Og ég spyr hann um það. Sambandið við áhorfendur „Ég vil alls ekki segja, að það sé erfitt aö vera trúður. Það segja allir, að það sé erfitt aö standa einn i sirkushringnum. Trúður inn þarf að gefa áhorfendum sinum rikulega af þvi, sem hann á til, með eins einföldum meðulum og hann frekast getur. Það krefst auðvitað tækni, en þaö má ekki verða tæknin tóm. Trúðurinn má ekki sýna tæknina sem slika, þótt hann færi sér hana i nyt. Mestu máli skiptir sambandiö viö áhorf- endur.” Ósjálfrátt hvarflar hugurinn að þeim sirkusþáttum, sem viö Islendingar höfum mátt sjá á sjónvarpsskerminum, a.m.k. um hver jól. Hvaö ætli veröi um sam- bandiö við áhorfendur i sliku til- viki? Eitt barn i salnum „Það er gifurlega kostnaðar- samt aö ferðast meö sirkus- sýningar, hvar sem er i heim- inum. Það hefur orðiö til þess, að sirkussýningar eru teknar upp i sjónvarp, sem verður aftur til þess að sambandið viö áhorf- endur tapast. t sjónvarpinu sjáum við þvi aðeins þá lista- menn, sem eru tæknilega mjög færir”, segir Ruben. „Hins vegar sjást aldrei á skerminum þeir sirkuslistamenn, sem ná raunverulegu, beinu sam- bandi við áhorfendur sina. Þeir troða upp i sirkusnum sjálfum.” Að þvi er Ruben segir, er eng- inn vandi að troða upp sem trúður, „svo fremi að a.m.k. eitt barn sé i salnum. Börnin auð- velda mér aö ná sambandinu við fullorðna fólkið”. Þessi orð Rubens stangast á við það, sem flestir myndu kannski ætla; að það væri auðveldara að leika fyrir fullorðna. „Nei,” segir Ruben, „þvi i flestum tilvikum vill fullorðið fólk láta höfða til skynsemi sinnar. Við fullorðna fólkið erum nefni- lega svo skynsamt. En þessi krafa hefur drepið niður allt, sem heitir að höfða til tilfinninganna á persónulegan hátt. Þetta er meira aö segja bundið i okkar gildismati. Karlmaöur, sem lætur stjórnast af tilíinningasemi, er enginn alvöru karlmaöur. Tilfinningar i skynsemis stað En ég hins vegar geng út frá til- finningunni og notfæri mér hið beina samband við áhorfendur og tala til þeirra kannski fyrst og fremst með hreyfingum minum og látbragði. Og þá verð ég að höfða til þess fólks, sem beitir sömuleiöis tilfinningum sinum til að tjá sig. Barniö grætur, ef það fær ekki karamelluna, sem þaö langar I, en fullorðinn maöur temur sig með skynseminni. Þess vegna verð ég aö ráðast á skyn- semismúrinn, þegar ég kem fram og nog fá fullorðna fólkið til að gleyma „réttri” féiagslegri hegðun. Þá fyrst þorir það að hlæja og taka þátt i sýningunni”. Þökk fyrir Þetta tekst Ruben, með þvi aö ná til fulloröna fólksins gegnum börnin — og þess vegna segir hann, að mikilvægt sé, að a.m.k. eitt barn sé meðal áhorfenda. Ekki svo aö skilja að vonlaust sé fyrir Ruben aö koma fram fyrir eingöngu fullorðna — en hann segir það mun erfiöara viðfangs, fullorðna fólkið eitt og sér. En það er sannarlega kominn timi til að slá botninn i spjallið við Ruben, þótt freistandi væri að kyrrsetja hann enn lengur; öðlast innsyn i fleiri leyndarmál trúðs ins. En það verður að biða um sinn — aö minnsta kosti þar til hann kemur aftur hingaö. Von- andi verður þess þó ekki lengi að biöa. Hafi hann þökk fyrir stans sinn hér. _ ísí Sameiginleg yfirlýsing friðarhreyfinga Pétur Reimarsson t.h. og Guðmund ur Georgsson á Mikiatúni um næstu helgi. rhreyfingunum og útihátið friðarsinna Stefnt gegn vígbún- aðarkapphlaupínu A blaðamannafundi hjá Sam- tökum herslöðvaandstæðinga i gær var afhent sameiginleg yfirlýsing evrópskra og banda- riskra friðarhreyfinga sem birt var I Bonn 9. júni sl. sama dag og Ronald Reagan kom til V - Þýskalands til að taka þált i fundi forystumanna Nató-rikja þetta er i fyrsta sinn sem friðar- hreyfingar austan og vestan Atlansála setja saman sam- eiginlega stefnu gegn vig- búnaðarkapphlaupi stórveld- anua. 1 yfirlýsingunni, sem birt verður i heild sinni siðar hér i blaðinu, segir m.a. að „aukinn fjárauslur til vigbúnaðar, vaxandi alvinnuleysi og örbirgð samstiga ielagslegu og pólitisku oibeldi og einstrengislegri þjóð- ernishyggju sem blossaö helur upp að nýju, allt þetta gæti saman skapaö þær aðstæöur sem grafa undan lýöræði og stefna i styrjöld.” 1 yfirlýsingunrii er tekin ai'- staða gegn kalda striðinu og skiptingu heimsins i áhrií'a- svæði stórveldanna. Bent er á fánýti lalnaleikja slorveldanna i vigbúnaðarmálum. oa svnl fram á það hvernig slikur samanburður getur orðið eldi- viður á vigbúnaðarbálið. Mót- mælt er skiplingu Evrópu i tvær blokkir, skiptingu heimsins i ljandsamlegar fylkingar. Og fjallað er um það hvernig al- menningur i löndunum á aö bregðast viö. Lýst er lanýti gagnkvæmra viöræöna stór- veldanna og bent á kosti og kröfur íriðarhreyíinganna i þeim efnum. A blaðamanna- lundinum var bent á þaö að hver hreinsaði lil i eigin landi. Hal't var el'tir Eppler hinum þýska að við gætum gert krölur til okkar eigin stjórnvaida sem viö hölum sjáli' kosið. Það væri byrjunin. — óg ísland með í kröfu um kjamorkuvopna- laus Norðurlönd A blaöa mannafundi meö full- trúuin Samtaka herstöövaand- stæöinga á föstudaginn koin fram aö Iriöarhreyfingar á Norðurlöndum hafa til skamins tima verið tregar til að viður- kenna island sem eitt þeirra landa sem friöarhreyfingar krefjast aö veröi kjarnorku- vopnalaus. A sainráðsfundi samtakanna sem haldinn var fyrr i þcssum mánuöi, varö hins vegar breyting þar á og viður- kenndu viökomandi samtök rétt islands til aö vcra mcö i þessari kröfu um Kjarnorkuvopnalaus Noröurlönd. A fundinum var einnig Ijallað um aukin lengsl bandarisku friöarhreyfinganna við þær evifepsku og þess m.a. getiö að vænta mættilulltrúa lrá Banda- rikjunum i heimsókn hingað til lands næsta haust. Einnig kom fram að margs konar fundir og íriðarráðsteínur eru fyrir- hugaðar á næslunni m.a. af- vopnunarráðstelna i Brussel i júlimánuði næstkomandi. — óg Sauðfjáreign Reykvíkinga Fjárbúskapur síminnkandi 783 rollur í eign tómstundabænda í borgarlandinu síðasta vetur Fjárbúskapur innan borgar- markanna fcr siminnkandi ár frá ári. Samkvæmt samningi borgar- yfirvalda og félags fjárræktar- inanna er þciin heimilt aö vera meö 1000 fjár innan borgarmark- anna en viö talningu siðasta vctur voru 783 kindur i cigu ein- staklinga i Rcykjavik, auk þess sem 120 kindur cru innan borgar- marka á vegum opinberra aöila aöallega llannsóknarstofnunar Landbúnaöarins. Að sögn Jóns G. Kristjánssonar skrifstofustjóra borgarverkfræð- ings rennur leigusamningur borgarinnar og fjáreigenda um afnot á svonefndu „Fjárholti” út árið 1985. Það eru einkum eldri menn sem eru með fjárbúskap i borgarlandinu og allir i hjá- verkum. Þessum tómstunda-fjár- bændum hefur fækkað mikiö á siöustu árum, og hestamenn tekiö ýfir i æ rikari mæli á Fjárholti. Jón sagði að engar kærur hefðu borist frá borgarbúum vegna ágangs fjár á einkalóðum nú siðustu árin, en þaö sem af væri þessu ári hefði ein slik kæra borist ofan úr Breiöholti. Helst væru brögð á þvi að fé gengi laust á svæðinu milli Breiöholts og Vatnsenda og eins viö Ulfarsfells- veginn. Samtök islenskra sveitarfélaga eru nú að vinna aö samræmdri stefnu i fjárbúskap i bæjarlönd- um auk þess sem Skipulagsstofa höfuðborgarsvæðisins hefur lagt fram tillögur um að reist verði fjárheld girðing að sunnan frá Hafnarfiröi, austur og yfir um að Kjalarnesi, og veröur höfuð- borgarsvæöiö þannig allt girt af fyrir sauðfénaöi. -lg

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.