Þjóðviljinn - 29.06.1982, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 29.06.1982, Blaðsíða 16
UÓÐVIUINN Þriðjudagur 29. júni 1982 AðaUhni Þjóftviljans er 81333 kl. 9-20 mánudag til föstudags. Utan þess tima er hægt aft ná i blaftamenn og aftra starfsmenn blaðsins i þessum slmum: Ritstjórn 81382,81482 og 81527, umbrot 81285, Ijósmyndir 81257. Laugardaga kl. 9-12 er hægt aft ná 1 af greiðslu blaftsíns 1 sima 81663. Blaftaprent hefur slma 81348 og eru blaftamenn þar á vakt öll kvöld. Aðalsími 81333 Kvöldsími 81348 Helgarsími afgreiðslu 81663 Félag dráttarbrauta og skipasmiðja: Innflutningi sklpa mótmælt „llm þessar mundir er að skap- st óvissu-og ófremdarástand f is- Ienskum skipasmiðastöðvum ; verkefnaskortur blasir við og at- vinnu fjölmargra er teflt I tvi- sýnu. Verður þetta að skrifast á reikning rikisst jórnarinna r allrar”. Þannig hljóðar ályktun sem aðalfundur Félags dráttar- brauta og skipasmiðja sendi ný- lega frá sér. Eins og kunnugt er var ákveðið sl. haust að hrinda af stað rað- smiöaverkefni á fiskiskipum sem skyldi miöa að þvi að viðhalda Is- lenska bátaflotanum og að Is- lenskar skipasmíðastöðvar önnuöust þetta verkefni. M.a. vegna þess að Fiskveiðasjóður synjaði um lán til þessara verk- efna er svo komiö I dag að verk- efnaskortur blasir við íslensku skipasmiðastöövunum á sama tlma sem fjöldi báta og togara er fluttur inn I landiö ár hvert. Aðalfundur Félags dráttar- brauta og skipasmiðja fordæmir har^lega innflutning á notuöum og ureltum fiskiskipum og segir það striða gegn þjóðarhag. Jáfn- framt bendir fundurinn á að itar- legar athuganir sýni að kostnaöur viö nýsmiðar fiskiskipa, breyt- ingar og viðhaldsverkefni sem framkvæmd eru af ísienskum að- ilum, er fyllilega sambærilegur viö þaö sem almennt gerist er- lendis. Mismunurinn I endan- legu veröi liggi hins vegar I gifur- legum fjármagnskostnaði á smiðatima hjá innlendu stööv- unum og bendir fundurinn jafn- framt á að lánamái þessarar iðn- greinar verði tafarlaust að taka til endurskoöunar. A aðalfundinum var einnig fjallað um tillögu iönaðarráð- herra, Hjörleifs Guttormssonar til rikisstjórnarinnar varöandi skipaviðgerðir innanlands frá i maimánuði i vor. Þar ér lagt til að rikisstjórnin stuðli aö þvi aö sem flest viögeröarverkefni vegna fiskiskipa veröi unnin innanlands með þvi að viðskipta- ráðuneytið setji ákveðnar reglur um meðferð lánsumsókna til Langlánanefndar, að tilmælum veröi beint til bankakerfisins um að bankaábyrgðir verði veittar vegna viðgeröa á skipum innan- lands svo og að gerð verði at- hugun á undirboðum á fjár- magnskjörum erlendis. A fund- inum kom fram eindreginn og al- mennur stuðningur við tillögu iðnaðarráðherra, enda er þar um að ræða gömul og ný baráttumál félagsins. Friðarfundur á Miklatúni — Undirbúningur friðar- fundarins gegn kjarnorku- vopnum, gegn kjarnorkuvig- búnaði gengur ágætlega að sögn þeirra sem eru að undir- búa fundinn. Gátu þau þess að aöstoð væri vel þegin þessa fáu daga sem eftir eru. Siminn er 17966 hjá Samtökum her- stöðvaandstæðinga. — Ný atriði eru stöðugt að bætast við dagskrána. Þegar siðast fréttist höfðu sönghóp- urinn Hálft i hvoru og leikhóp- ur úr Alþýðuleikhúsinu með söngva úr Banönum tilkynnt þátttöku til viðbótar við þá sem þegar eru auglýstir. Einsog kunnugt er veröur fundurinn á laugardaginn og hefst klukkan tvö á Miklatúni. —ög Vel tókst til með Trimmdag ÍSÍ i Kópavogi en þar tók -eik- þessa mynd á sunnudaginn. Tókst mjög vel Fjórðungur Húsvíkinga trimmaði á sunnudaginn //Við erum nú ekki komnir með neitt heildar- yfirlit yfir það hvernig til tókst með Trimmdag ISÍ"/ sagði Björn Vilmundarson hjá íþróttasambandi Is- lands er við slógum á þráð- inn til hans í gær til að for- vitnast um hvernig undir- tektir almennings hefðu verið við trimmdeginum, sunnudeginum 27. júní. „Ég veit að viða úti á landi tókst þetta með ágætum. Fólk innan Iþróttahreyfingarinnar vann vel og almenningur sýndi þessu framtaki okkar tilhlýðilega virðingu. Frá Húsavik hef ég frétt aö fjórðungur bæjarbúa hafi tekið þátt sem er mjög gott. Þá hafa borist fregnir um góða þátttöku i Kópavogi, Hafnarfirði og á Akranesi. Hér i Reykjavík urðum við þó fyrir nokkrum vonbrigðum. Góð aðsókn var á sundstöðunum en á svæöum íþróttafélaganna og I Laugardalnum var þátttakan ekki eins góö og við reiknuðum með. Iþróttafélögin i höfuöborg- inni sinntu þessu ekki eins vel og skyldi en þó ber að hafa i huga hiö mikla starf sem þau eru með i gangi sem gerir þeim erfitt um vik i tilfellum sem þessum. Aðalatriðið með trimmdeg- inum var að fá fólk til að fara út og hreyfa sig, tilgangur hans sá að þvi verði haldiö áfram trimm- degi loknum”, sagöi Björn að lokum. Þá kom fram I samtalinu við Björn að ISt hefði uppi ráðagerðir um aö trimmdagurinn yrði hald- inn á hverju ári, og ekki endilega sem einn dagur, ein helgi eða ein vika helguð trimmi kæmi vel til greina og þá yrði reynt að hafa samstarf við fleiri aðila á viðari grundvelii, svo sem heilbrigðis- yfirvöld og hin ýmsu starfs- mannafélög. — VS Yfirvinnubann í Eyjum: Mika áhrif á fisk- vinnslu Yfirvinnubann Verkalýðsfélags Vestmannaeyja og Verkakvenna- félagsins Snótar I Vestmannaeyj- um gekk i gildi á miðnætti sl. mánudags og nær það til hinna 900 féiagsmanna sem I þessum fé- lögum eru.Má þvi vinna ekki hefjast hjá þessu fólki fyrr en kl. 8 á morgnana og skal aðeins unnið til kl. 17 siðdegis. Þetta yfirvinnubann verkalýðs- félaganna kemur aö sjálfsögöu illa við fiskvinnsluna ekki sfst vegna þess að afli bátanna hefur veriö meö ágætum undanfarna daga. Togarinn Breki er nú á veiðum og er óvist hvar hann landar af þessum sökum. Togar- inn Vestmannaey landaði I Reykjavik i siöustu viku þar sem fiskvinnslustöðvarnar i Eyjum treystu sér ekki til að verka afl- ann. Sú hefð hefur fyrir nokkru skapast i Vestmannaeyjum aö allt verkafólk þar tekur sér sum- arfri á sama tima og mun þaö aö þessu sinni hefjast i ágústbyrjun. Þá loka allar fiskvinnslustöðvar og bátaflotinn leggst aö bryggju. Sumarstúlku Þjóðviljans vill sumarljósmyndarinn okkar hér á Þjóð- viljanum kalla þessa mynd. Og við getum vel fallist á þá nafngift Ljósm. kv. Hundsar Securítas bann borgarráðs? Fyrirtækiö Securitas mun ekki hafa neina heimild til að vera meö svonefnda lögregluhunda viö öryggisgæslu en fyrirtækið hefur annast þá þjónustu hér í Reykjavík um nokkurt skeið. Er búist við að mál þetta verði til um- fjöllunará fundi borgarráðs í dag. Þess má geta að við- líka fyrirtæki og þetta eru illa ræmd beggja vegna At- lantshafsins og því mörgum þyrnir í augum hér uppi á Fróni. Af nýútkomnu fréttabréfi Haf- skips hf. má ráða að-fyrirtækiö Securitas sf. annist vörslu á vöru- geymslusvæðum Hafskips hf. með aðstoð varöhunda. 1 frétta- bréfinu er frá þvi skýrt að Secur- itas hafi annast vörslu þessara svæða frá l. febrúar s.l. og birt, ljósmynd af öryggisverði meö Shafer-hund i keðju. Securitas óskaði eftir undan- þágu frá banni við hundahaldi s.l. vetur einmitt vegna Hafskips- svæðanna. Borgarráð hafnaði þeirri beiðni 16. mars s.l. eftir að hafa fengiö m.a. umsögn frá lög- reglustjóranum i Reykjavik. Securitas hefur þvi ekki neina heimild.til þess að vera með svo- nefnda lögregluhunda við örygg- isgæslu og staðfestu skrifstofur borgarstjóra og lögreglustjóra það i gær. Hins vegar endurnýjaði fyrirtækið umsókn sina um und- anþágu hinn 15. júni s.l. en borg- arráð hefur ekki enn afgreitt hana. Vera má aö hún komi til umræöu i borgarráði i dag. Myndin er úr fréttabréfi Hafskips og sýnir öryggisvörð frá Securit- as með Scháfer hund i keðju. Textinn er þannig: „1. febrúar ’82 tók fyrirtækið Securitas sf. við allri vörslu I vörugeymslum Haf- skips hf. utan vinnutima. Hefur þessi ráðstöfun reynst vel og er til öryggis fyrir viðskiptamenn fé- lagsins.”

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.