Þjóðviljinn - 29.06.1982, Blaðsíða 10
10 SIÐA — ÞJÖÐVILJINN Þriöjudagur 29.júnil982
íþróttirug íþróttir
HM í knattspyrnu:
Boniek og Lato brutu
Belga á bak aftur
Pólland-Belgía 3:0 Frakkland-Austurríki 1:0
Belgia, liðiö sem allir voru að
keppast við að spá undanúrslita-
sæti I heimsmeistarakeppninni i
knattspyrnu getur farið að taka
saman pjönkur sinar. Eins og við
tslendingar fengum óvænt að sjá I
beinni útsendingu i gærkvöldi.
sigruðu Pólverjar Beiga i A-úr-
slitariðli 3—0. Pólverjum ættu nú
að duga jafntefli gegn Sovét-
mönnum til að komast i undanúr-
slitin en möguleikar Belga eru
vægast sagt litlir eftir þessa út-
reið.
Það voru fyrst og fremst þeir
Zbigniew Boniek, framherjinn
hættulegi sem fer til italska liðs-
ins Juventus eftir heims-
meistarakeppnina, og hinn siungi
32 ára gamli Grzegorz Lato,
Guðmundurj
skoraði ■
4 gegn I
Færeyjum |
Guðmundur Magnússon úr j
Fylki var á skotskónum I
þegar íslenska landsliðið i I
knattspyrnu skipað leik- t
mönnum 14—15 ára sigraöi .
landslið frá Færeyjum I
skipað 14—16 ára gömlum
leikmönnum 6—4 á Laugar- t
dalsvellinum i gærkvöldi. .
Félagi hans úr Fylki, Skúli I
Sverrisson skoraði eitt og I
Sigurður Jónsson frá Akra- J
nesi eitt. I hálfleik var ■
staðan 4—2, islensku strák- I
unum i hag. Sömu lið léku á I
Akranesi á sunnudag og þá |
var markalaust jafntefli. ■
félagi Arnórs Guðjohnsen hjá bel-
giska félaginu Lokeren, sem sáu
um Belgana. Boniek skoraði öll
mörkin, tvö eftir sendingar frá
Lato, og sá siðarneíndi var si-
vinnandi, bæði i vörn og sókn og
sýndi engin ellimörk.
Mörkin voru lika falleg, þrumu-
fleygur eftir að Lato hafði komist
að endamörkum á 3 min, glæsi-
legur skalli á 26 min. og skemmti-
leg samvinna Lato og Bonniek
færði Pólverjum þriðja markið á
53. min. Að auki átti Smolarek
þrumuskot i stöng á 42. min og
Pólverjar sem léku sterkan
varnarleik og beittu skæðum
skyndisóknum, fengu mikið af
tækifærum. Það fengu Belgarnir
einnig, það besta þegar West
Ham leikmaðurinn Francois
van der Elst sendi þrumufleyg i
þverslá pólska marksins á 6&min.
en hann kom inn á i hálfleik fyrir
fyrirliðann Wilfried van Moer.
Leikurinn var stórskemmti-
legur á að horfa og mikið um góð
tilþrif af beggja hálfu. Lato og
Boniek stálu senunni hjá Pól-
verjum en Walter Meeuws var
yfirburðamaður i belgiska liðinu
sem saknaði fyrirliðans, Erik
Gerets, en hann er farinn heim
vegna höfuöhöggsins sem hann
fékk þegar hann og markvörður-
inn Jean-Marie Pfaff rákust
saman i leiknum gegn Ung-
verjum. Pfaff lék heldur ekki
vegna sama óhapps en eftir-
maður hans, Theo Clusters,
verður ekki sakaöur um hvernig
fór.
Baulað á Austurrikis-
menn
Það var púað og baulað á
Austurrikismenn þegar þeir
hlupu inn á Vincent Calderon
leikvanginn i Madrid i gær. Þar
léku þeir við Frakka i D-úrslita-
riðli og það sauð enn á áhorf-
endum eftir hneykslið á föstudag
I---------------------
þegar V-Þýskaland og Austurriki
sættust á 1—0 sigur Þjóðverjanna
sem kom báðum þjóðum áfram á
kostnað Alsirbúa.
Frakkar höfðu yfirburði i leikn-
um frá fyrstu minútu. Þeir léku
án Michel Platini, miðvallarspil-
arans snjalla, sem er meiddur, en
það virtist engin áhrif hafa. Bor-
deaux-leikmaðurinn Jean Tigana
lék i hans stað og átti stórleik.
Dominique Rocheteau, glaum-
gosinn, rokkunnandinn og útherj-
inn snjalli kom inn á fyrir Ber-
nard Lacombe strax á 14.min, og
átti mjög góðan leik. Frakkar
fengu fullt af marktækifærum,
Gerard Soler hitti knöttinn illa i
dauðafæri á 32. min. og á 36.min.
skaut Bernard Genghini i stöng
austurriska marksins. Knöttur-
inn hrökk út til Rocheteau sem
reyndi „hjólhestaspyrnu” en
skaut framhjá.
Markið hiaut að koma og það
gerði Genghini beint úr auka-
spyrnuá 39. min. Fallegt mark og
Koncilia i austurriska markinu
i Island
i 8 i
I Júgóslavia !
i í kvöld I
Island og Júgóslavia leika
landsleik I handknattleik I
Júgóslaviu i kvöld. Leikur-
inn er Iiður i alþjóðlegu móti
sem hefst þar ytra í dag og
þátttökuþjóðirnar auk ts-
lands og Júgóslavíu eru Pól-
land, Sovétrikin, Sviss og B-
lið Júgóslava.
Oddný setti tvö met
— á afmælismóti ÍR í frjálsum íþróttum
[ ODDN V ÁRNADÓTTIR — tslandsmet 1100 og 400 metra hlaupum á
■ afmælismóti tR. Mynd: —eik.
Oddný Arnadóttir, 1R, setti tvö
tslandsmet á afmælismóti ÍR i
frjálsum Iþróttum sem fram fór i
Laugardalnum á laugardag. Hún
hljóp 100 m á 11,92 sek. og 400 m á
54,97 sek. Hún átti sjálf metið I 100
m hlaupi, 12,00 sek.
Jón Diðriksson, UMSB, sigraði
i 800 m hlaupi á 1:51,9 min., Sig-
urður T. Sigurðsson KR i stangar-
stökki með 5,15 m., Óskar Jak-
obsson tR, i kringlukasti með
58,78 m, Oddur Sigurösson, KR, i
200 m hlaupi á 21,98 sek Þorvald-
ur Þórsson tR, I 110 m grinda-
hlaupi á 14,85 sek, Vésteinn Haf-
steinsson, HSK i kúluvarpi meö
16,49 m, Kristján Harðarson Ar-
manni, I langstökki með 7,20 m,
Agúst Asgeirsson ÍR, i 5000 m
hlaupi á 15:47,6min og Unnar Vil-
hjálmsson, UtA i hástökki með 2
metra.
Bryndis Hólm tR, stökk 5,97 m I
langstökki, yfir tslandsmeti en
meðvindur var of mikill. Guðrún
Ingólfsdóttir KR, varpaði kúlu
13,55 m og kringlu 46,55 m og Þór-
dis Gisladóttir sigraði i hástökki
kvenna, stökk 1,75 metra.
— VS
ZBIGNIEW BONIEK var maðurinn á bak við sigur Pólverja á Belgum
I gærkvöldi. Hann átti stórleik og skoraði öll þrjú mörkin.
átti enga möguleika á að verja.
Tigana komst i gott færi á 52. min
en Koncilia varði vel. Rocheteau
komst i gegnum austurrisku
vörnina á 6Lmin, en tókst ekki að
leika á Koncilia. Genghini var
siðan nálægt þvi að skora svipað
mark úr aukaspyrnu fimm min-
útum fyrir leikslok en Koncilia
varði naumlega. Austurrikis-
menn fengu engin færi i leiknum
og eiga litla möguleika eftir þetta
en þó getur allt gerst. Þeir mæta
Norður-lrum á fimmtudaginn L
júli og verða að vinna þann leik;
annars geta þeir haldið heim-
leiðis strax að honum loknum.
Leikir i dag
Tveir leikir verða i Crslitariðl-
unum I dag. Italia og Argentina
mætast I C-riðli og Vestur-Þýska-
land og England i B-riðli. Nú eru
allir leikir úrslitaleikir, engin
þjóð má við þvi að tapa leik, og
það verður þvi ekkert gefið eftir.
— VS
rSvíarnir i
já Selfossi
j í kvöld |
■ Sænska fimleikafólkið frái
IEskilstuna I Sviþjóð, sem dvelurl
hér á landi þessa dagana, sýnirl
listir sinar I iþróttahúsinu á Sel-J
■ fossi I kvöld og hefst dagskráini
Ikl.21. Onnur sýning verður i|
iþróttahúsi Kennaraháskólans i|
Reykjavik annað kvöld á samaj
■ tima en siðan heldur flokkurinn út ■
|á land.
Lhm ■ mm^mmmmm m i mmmmmmm m mmmmmmmM
'ré'inár,
BRYNDIS HÓLM — var vel yfir gildandi islandsmeti I langstökki
en meövindurinn i Laugardalnum var of mikill. Mynd: —eik.