Þjóðviljinn - 01.07.1982, Side 1

Þjóðviljinn - 01.07.1982, Side 1
ÞJOÐVIUINN Fimmtudagur 1. júli — 146. tbl. 47. árg. Dagsbrún með fund í dag kl. 16.30 Á 72 manna nefndar fundi Alþýðusambandsins, sem hófst f húsnæði rikissáttasemjara kl. 14 i gærdag var nýgerður samningur um kaup og kjör samþykktur samhljóða. Þegar hefur verið boðað til funda i félögum launafólks. Verkamannafélagið DagsbrUn i Reykjavik verður með fund i Gamla biói 1 dag kl. 16.30. Hefur félagið hvatt til þess i auglýsingum sfnum að félagsmenn Dagsbrúnar komi á fundinn úr vinnu og jafnframt er skorað á atvinnurekendur að gefa fólki sinu kost á að mæta á fundinn. —v. ,Meðalkaupmáttur árs- ins 1981 helst óskertur’ Stórt spor segir Theódór A. Jónsson formaður Sjálfsbjargar um yfirlýsingu rikisstjórnarinnar um mál fatlaðra Sjá síðu 3. segir Ásmundur Stefánsson forseti Alþýðusambandsins, um samningana sem undir- ritaðir voru í fyrrinótt Afléttu yfirvinnu- banninu Fjölmennur fundur i stjórn og trúnaðarmannaráði Snótar og Verkalýðsfélagsins I Vestmanna- eyjum var samþykkt meö til- skildum meirihiuta, 80% að af- létta yfirvinnubanni i trausti þess að atvinnurekendur hæfu sér- kjaraviðræður i Eyjum. Miklar umræður urðu á fundinum. Akveðið hefur verið að boöa til félagsfundar á laugardaginn til að fjalla um heildarkjarasamn- ingana, en sérkjaraviðræður verkalýðsfélaga og atvinnurek- enda i Vestmannaeyjum hefur verið ákveðið að hefja á morgun. —jsj- • n ,,Svört skýrsla,? frá fiskifræðingum: Útllokað að vinna upp aflabrestinn Heildarstofn þorsksins fer minnkandi Samkvæmt upplýsingum Þjóðviljans telur Hafrannsókn- arstofnunin útilokað aö afla- brögð batni svo á seinni hluta ársins að aflabrestur sem veriðhefur frá áramótum, veröi unninn upp á seinni hluta ársins. Þetta kemur fram i skýrslu sem stofnunin lagði fram að beiðni sjávarútvegsráðherra sl. mánu- dag. 1 samtali við Þjóðviljann i sið- ustu viku kom fram hjá Jóni Jónssyni forstjóra Hafrann- sóknarstofnunarinnar aö vertið- araflinn suð-vestan lands það sem af er þessu ári er i sam- | ræmi við það sem búist var við og að þar hafi einkum veriö um áð ræða 7-9 ára gamlan fisk. Nú er það itrekað aö þorskstofninn fari greinilega minnkandi, sér- staklega ókynþroska hluti hans þarsem árgangarnir frá 1977 og yngri viröast ætla að veröa undir meðallagi. Fiskifræöingarnir sem svara fyrirspurn ráöherra um ástand þorskstofnsins og veiðarnar á þessu ári benda á að þorskur hafi undanfarnar vetrarvertiö- ar gengið frá Grænlandsmiðum til hrygningar hér við land og að þetta eigi sinn þátt i þvi að afla- brögð hafa hér verið með ágæt- um, sérstaklega á vetrarvertið- inni 1981. Nú sé hins vegar ljóst að þessara gangna sé ekki leng- ur að vænta næstu árin. Þá fari heildarstofn þorsksins minnk- andi og kom það raunar fram i samtali Þjóðviljans við for- stjóra Hafrannsóknarstofnun- arinnar i siðustu viku. Þetta tvennt eru að álit fiskifræðing- •anna aðalástæður þess að afli hefur brugðist það sem af er ár- inu. Lélegt ástand loðnustofnsins hefur einnig sitt að segja I þess- ari óheillaþróun, segja fiski- fræðingjarnir ennfremur i áliti sinu. Þorskurinn hefur verið mjög dreifður þar sem hann hafi ekki þést I æti eins og áöur var, en skortur á loönunni til átu á sinn þátt i þvi. — v. ,,Viö i samtökum fatlaðra litum svo á að ineð þessari yfirlýsingu ráðherranna um málefni fatlaðra sé stórt skrcf stigiö fram á við og við bindum miklar vonir við þau fyrirheit sem þar eru gcfin'’, sagði Theódór A. Jónsson formaður Sjálfsbjargar i við Þjóðviljann i gær. I framhaldi af viðræð- uin fulltrúa ~ Alþýðusam- hands tslands og ríkisstjórn- arinnar um málefni fatlaðra gaf rikisstjórnin út yfirlýs- ingu um að unnið skyldi að iausn nokkurra baráttumála samtaka fatlaðra. ,,A þingi ASl 1980 var sam- þykkt að efla samvinnu al- þýðusamtakanna og sam- taka fatlaðra og i framhaldi af þvi var skipuð samstarfs- nefnd þessara aöila um þau málefni. Þessi nefnd hefur svo átt viðræöur m.a. við fulltrúa rikisvaldsins. Ar- angur þeirra viðræðna meðal .annars su 5ff»rl^stn| sem rikisstj'órnin gaf i gær i tilefni kjarasamninganna.” Og hvaö er þar helst sem þið fagnið? ,,Þar má nefna að þvi er heitið að rikisstjórnin muni beita sér fyrir þvi að þegar tramlagt frumvarp félags- máiaráðherra um málefni fatlaðra verði að lögum á næsta þingi. Þá er ákvæði um verndaöa vinnustaði og sérstaklega vil ég nefna lof- orð um breytingar á al- mannatryggingalögum sem tryggja öryrkjum á stofnun- um mun meiri vasapeninga en hingað til hefur tiðkast. Þá mun bensinstyrkur vegna öryrkjabifreiða hækkaöur og að fleiri munu geta notið hans en áður v^r”, sagði Theódór ennfremur. Teljið þið að samvinnan viö ASt hafi átt mikinn þátt f . að þessi yfirlýsing fékkst gefin? ,,A þvi er ekki nokkur vafi. Við hefðum aldrei getaö' náð fram þessum réttarbótum nema vegna öflugs stuðnings Alþýðusambands Islands. Hins vegar dreg ég enga dul á að mikið starf fjölmargra- Sjálfsbjargarfélaga að rétt- indamálum okkar á auðvitað sinn stóra þátt i að þesSi ár- angur hefur náðst", sagöi Theódór A. Jónsson íormað- ur Sjálfsbjargar. -v. ,,Ef borin er saman sú kröfu- gerð sem við lögðum fram sl. haust og sá samningur sem nú liggur fyrir, er alveg augljóst að töluvert vantar upp á að allt hafi náðst fram. Það sem hins vegar skiptir mestu er að það tekst með þessum samningi að viðhalda meðaltalskaupmætti ársins 1981”, sagði Asmundur Stefáns- son forseti Alþýðusambands ts- lands eftir að fundi 72 manna nefndar ASt lauk I gær. ,,Sé þessi árangur skoðaður i ljósi þess að allar spár um fram- vindu efnahagsmála undanfarið benda til þess að þjóðartekjur dragist saman, er ljóst að þessi samningur eykur hlut verkafólks og miðar að þvi að styrkja okkar hlut frá fyrri stöðu”. Þú telur þá sumsé að samning- ur ykkar við vinnuveitendur sé viðunandi? „Já, ég tel hiklaust að svo sé. Meiri kauphækkun eða betra visi- tölukerfi hefði ekki náðst fram nema með miklum átökum á vinnumarkaðnum. Ég er sam- mála liðsmönnum okkar hreyf- ingar um að mikil átök til að ná fram betri samningi, hefðu verið of dýru verði keypt”. En hvað með vlsitöluskerðing- una sem nú er samið um að verði 2.9% 1. september i haust? „Visitöluákvæðin i þessum samningi eru gölluð, það er alveg rétt. Það verður 2.9% skerðing nú i haust og auk þess haldast skerð- ingarákvæði Olafslaga áfram óbreytt. En það er hins vegar augljóst mál að visitöluákvæðin verða aldreimetin nema i tengsl- um við annað það sem i samn- ingnum felst. Sé samningurinn skoðaður i heild, annars vegar þær grunnkaupshækkanir, ald- urshækkanir og flokkatilfærslur sem verða á samningstimabilinu og hins vegar þær visitöluskerð- ingar sem hann hefur að geyma, er heildarniðurstaðan sú að á samningstimabilinu næst meðal- talskaupmáttur ársins 1981. Það tel ég viðunandi árangur i ljósi þessað allar spárhniga i þá átt að þjóðartekjur dragist saman á þessuári”, sagði Asmundur Stef- ánsson forseti Alþýðusambands Islands að siðustu. — v. Asmundur Stefánsson forseti ASl: t Ijósi þess að þjóðartekjur dragast saman á næstu misserum ef að líkum lætur, má teljast gott að með þessum samningitekst að viðhalda kaupmætti ársins 1981 óskertum. Þessi mynd er tekin við upphaf 72 manna nefndar- fundarins I gær. Björn Þórhalls- son varaforseti ASt er á tali við Ásmund. Ljósm.: — gel.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.