Þjóðviljinn - 01.07.1982, Qupperneq 3
Fimmtudagur 1. júll 1982 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 3
Umferðar-
ljós við
Tjamar-
brúna?
Umferðarnefnd fjallar nú um
hvort sett skuli upp umferöarljós
á gatnamótum Skothúsvegar,
Sóleyjargötu og Frikirkjuvegar,
þ.e. við Tjarnarbrúna austan-
veröa. Tillaga þessa efnis var
lögð fram i borgarráði i siöustu
viku. Það var Albert Guðmunds-
son sem flutti hana og óskaði eftir
að framkvæmdum yrði hraðað.
Fjármála-
stjórínn
situr nú
BÚR-fundi
Vantraust
á meirihlutann,
segir Kristján Ben.
Björn Friðfinnsson, fjármála-
stjóri borgarinnar situr nú fundi
útgerðarráðs sem sérstakur full-
trúi Daviðs Oddssonar, borgar-
stjóra. Hcfur Björn málfrelsi og
tillögurétt.
Það var á fundi útgerðarráðs
16. júni sl. að lögð var fram ósk
borgarstjóra um þetta, ,,þar til
önnur skipan yrði ákveðin”. Voru
greidd atkvæði um málið og voru
5 fulltrúar Sjálfstæöisflokks og
Alþýðuflokks þvi fylgjandi að
Björn sæti fundina. Kristinn
Kristivinsson og Kristján Bene-
diktsson sátu hjá og lét Kristján
Benediktsson bóka eftirfarandi:
„Ég tel skipun Björns Frið-
finnssonar til aö sitja fundi I út-
gerðarráði sem sérstakur fulltrúi
borgarstjóra með málfrelsi og til-
lögurétti vera vantraust á útgerð-
arráð og þá sérstaklega nýkjör-
inn meirihluta þess.” — AI
Sambands-
stjóm VSÍ
samþykkti
A fundi sambandsstjórnar VSÍ i
gær voru samþykktir kjarasamn-
ingar ASl og VSI frá því i fyrri-
nótt, með fyrirvara um samþykki
aöildarfélaga. Alls greiddu 30 at-
kvæði með samþykkt samnings-
ins 8 greiddu atkvæði á móti og 1
sat hjá.
— hól.
Dalarósir
úr Svíaríki
— alþýðulistin í hávegum
höfð í Árbæjarsafni
Dalamyndir nefnist
alþýðulist frá Dölunum i
Sviþjóð, en það eru
mvndir, sem sjálf-
menntaðir málarar þar i
héraði gerðu á tæplega
100 ára timabili, milli
1780 og 1870. Aðallega
voru þessir málarar i
norðanverðum Dölun-
um, þar sem menn lifðu
mest á búskap og skóg-
nytjum, og þar reis upp
stétt málara, sem mál-
uðu rósamálverk á hús-
búnað fólks, en yfirleitt
var sá búnaður vegg-
fastur: borð, rúm og
skápar.
• En því er frá þessu greint, aö
n.k. laugardag, 3. júli, verður i
Arbæjarsafni opnuð sýning á
Dalarósum úr Sviariki, og verður
þar að finna mörg og góð sýnis-
horn þessarar listar.
Sunnudaginn 4. júli mun svo
Birgitta Dandanell, safnvöröur
frá F alun, sem er st ærsta bo rgin i
Dölum iSviþjóð, halda fyrirlestur
i Arbæjarsafni i tengslum við
sýninguna.
Sýningin verður opin fram I
ágúst á sama tima og Arbæjar-
safn er opið, þ.e. milli kl. 13.30 og
18.00 alla daga nema mánudaga.
Sýningin er til húsa i svonefndri
Eimreiðarskemmu i Arbæjar-
safni, hún er gerð af ,U>alarnas
Museum” i Falun, og er hingað
komin meö styrk frá „Statens
kulturrfld” i Sviþjóð. — Jsj-
Islenskar vörur
sækja stöðugt á
Markaðshlutdeild inn-
lendrar málningar, kaffi-
framleiðslu og sælgætis
hefur aukist talsvert það
sem af er árinu,en aftur á
móti féll hlutdeild inn-
lendra hreinlætisvara litil-
iega á sama tima í saman-
burði við erlenda fram-
leiðslu. Þetta kemur fram i
könnun sem Félag ís-
lenskra iðnrekenda og
Hagstofa islands hafa
gert.
Innlend kaffiframleiðsla jók
markaðshlutdeild sina á fyrsta
ársfjórðungi i ár um tæpt prós-
entustig eða úr 81% i 81,7%. Þrátt
fyrir þetta vantar enn nokkuð á
að innlend kaffiframleiðsla hafi
náð þeirri háu markaðshlutdeild
sem einkennt hefur þessa grein
islensks iðnaöar um nokkurra ára
skeiö. Til dæmis var framleiðslan
innanlands 1978 92.5% af neysl-
unni.
Hlutur innlendrar málningar á
markaðnum þennan fyrsta árs-
fjórðung þessa árs jókst allveru-
lega, eða úr 61.1% i 67%. Hefur
marksaðshlutdeild þessarar
framleiðslu aðeins einu sinni áður
verið meiri.
Sælgætisframleiðslan jók einn-
ig hlutdeild sina úr 47.4% i 53.8%.
Er þetta 3ji ársfjórðungurinn i
röð sem þessi framleiðsla eykur
hlutdeild sina á innlendum mark-
aði og viröist mörlandinn vera
farinn að átta sig á að islenskt
gotteri er mun betra en það sem
frá útlöndum kemur!
Hlutdeild hreinlætisvara sem
framleiddar eru á tslandi minnk-
ar hins vegar fyrstu 3 mánuði
þessa árs úr 63.2% i 62.6%. Hlut-
deild þessarar framleiðslu var
72% árið 1978 en hefur minnkað
stöðugt siðan. Þess verður þó að
geta að þessi könnun nær aöeins
til hluta hreinlætisvörufram-
leiöslunnar. — v.
Könnun á markaðshlut-
deild nokkurra vörutegunda
Markaðshlutdeild innlendrar málningarframleiðslu árin 1978-1982
Yfirlýsing ríkisstjómarinnar um málefni fatlaðra
Bensínstyrkur vegna öryrkj abifreiða
verði hækkaður og látinn ná til fleiri
t framhaldi af viðræðum full-
trúa Alþýðusambands tslands
og rikisstjórnarinnar um mál-
efni fatlaðra, lýsir rikisstjórnin
yfir eftirfarandi:
1. A næsta Alþingi munu frum-
varp um málefni fatlaöra og
frumvarp um málefni aldr-
aðra veröa lögð fram. Rikis-
stjórnin mun beita sér fyrir
þvi að bæði þessi frumvörp
verði aö lögum á þvi þingi.
2. Rlkisstjórnin mun beita sér
fyrir þvi að hraðað veröi setn-
ingu reglugerðar um vernd-
aða vinnustaði og endurskoð-
un laga um vinnumiðlun. Rik-
isstjórnin mun tryggja fulla
aðild ASI að mótun reglu-
gerðar um verndaða vinnu-
staði.
3. Rikisstjórnin er sammála
ASl um að allt fatlað fólk,
sem ' vinnur á vernduöum
vinnustöðum, eigi að njóta
þess ótviræða lagaréttar sem
er aðild að verkalýðsfélögum
með fullum félagsskyldum,
og félagsréttindum, svo sem
orlofi, atvinnuleysisbótum,
lifeyrissjóðum, sjúkrasjóð-
um, orlofsheimilum og öörum
stofnunum verkalýðshreyf-
ingarinnar. Sömuleiðis lýsir
rikisstjórnin þvi yfir aö nauð-
synlegt sé að tryggja betur
rekstursgrundvöli vernd-
aðra vinnustaöa, m.a. með
þvi að beina meira innkaup-
um rikisins að þessum fyrir-
tækjum, svo og rétta sam-
keppnisstöðu þeirra gagnvart
erlendri samkeppnisvöru.
4. Rikisstjórnin mun beita sér
Jyrir þeim breytingum á lög-
Tim um almannatryggingar á
fiæsta Alþingi að öryrkjar,
sem dveljast lengur en einn
mánuð á stofnun, þar sem
sjúkratryggingar greiða
dvalarkostnað / þeirra, fái
sambærilega hækkun og gert
er ráð fyrir i frumvarpi tíl
laga um málefni aldraðra.
5. Vegna bifreiðarakstrar fatl-
aðra verði gerðar eftírfarandi
ráðstafanir:
a) Bensínstyrkur vegna ör-
yrkjabifreiða skal hækkað-
ur, þannigað eftirleiðis mið-
ist hann við ákveðinn litra-
fjölda af bensini á ári
hverju. Nú skal miða við 800
litra af bensíni. Sama
fjárhæð gangi til þéirra.sem
eiga dieselbila.
b) Regíur þær, sem ráöa fjölda
þeirra, sem njóta bensln-
styrks verði rýmkaöar,
þannig að fleiri fái notið
hans og framkvæmd öll auö-
velduð.
Rikisstjórnin er tilbúin til
þess að beita sér fyrir frek-
ari lagfæringum þessara
mála i samráði við ASt og
hagsmunasamtök fatlaðra.
6. Rikisstjórnin mun beita sér
fyrir nauðsynlegum breyting-
um á lögum sem miða að þvl
að leiðrétta kjör óvinnufærs
fatlaös fólks.
7. Komið skal á föstu samráöi
ASt, hagsmunasamtaka fatl-
aðra og nkisvaldsins, þar
sem hagsmunamál fatlaðra
verði tíl stöðugrar endurskoð-
unar og umfjöilunar.
Yfirlýsing þessi er undirrituð
af dr. Gunnari Thoroddsen, for-
sætisráðherra, Svavari Gests-
syni, félagsmálaráðherra og
Steingrimi Hermannssyni,
samgönguráðherra.