Þjóðviljinn - 01.07.1982, Page 10

Þjóðviljinn - 01.07.1982, Page 10
10 StÐA — ÞJ6ÐVILJINN Fimmtudagur 1. júll 1982 A sama tima og ibúum I Reykjavik hefur fariö fækkandi og áöur yfirfullir grunnskólar höfuðborgarinnar orðnir hálf- tómir einkum i gömlu og grónu hverfunum, sker einn staður sig algjörlega úr hvað þetta snertir. Gamli Vesturbærinn norðan Hringbrautar er sifellt að yngjast upp og á sama tima og hug- myndir eru uppi um að leggja niðurýmsa af eldri grunnskólum borgarinnar, hefur verið veitt fé til að gera frumdrætti að nýjum grunnskóla iVesturbænum fyrsta húsinu sem byggt er fyrir grunn- skóla I þessu hverfi. Til að fræðast nánar um þá þróun sem átt hefur sér stað I Vesturbænum á undanförnum árum I skólahaldi hjá yngstu horgurunum, þeim scm eru að lifga við gamla bæinn, var Anna Kristjánsdóttir tekin tali, en hún hefur um árabil viðað að sér tölu- legum upplýsingum um skólahald i horginni. einkum með tilliti til þeirrar aðstöðu sem grunnskóla- nemendur i gamla Vesturbænum búa við. — Eiginlega byrjaði þessi er sunnan við Hringbraut eða i Isaksskóla. A sama tima og þessar upplýsingar lágu fyrir, var i gangi mikil umræða um fá- menni i gömlu skólunum og mikið fé var lagt i uppbyggingu Breið- holtsskólanna. Ég athugaði þvi hvernig hlutfallið var á milli nemendafjölda og viðurkennds almenns kennslurýmis i skólum borgarinnar. Niðurstöðurnar voru sláandi hvað varðaði Vesturbæjarskólann, en þar var kennslurými á hvern nemanda miklu minna en i öðrum skólum borgarinnar. Fyrir utan það sem áöur sagði, að aðeins 52% þeirra nemenda sem rétt áttu til setu i skólanum nýttu sér þann rétt. Meiri fjölgun fyrirsjáanleg Eftir að þessar upplýsingar höfðu verið kunngjörðar réttum yfirvöldum, fékkst ein stofa til viðbótar við Vesturbæjarskólann. 1 framhaldiaf þessu var siðan nú- verandi foreldrafélag stofnað við skólann. Það var fljótt ljóst að Vesturbæjarskólinn er löngu orðinn yfirfullur þrátt fyrir að einungis 18% þeirra barna i gamla Vesturbænum sem ciga rctt til náms þar, stundi nám sitl þar. Mikil hlutfallsleg fjölgun barna í gamla Vesturbænum á síðustu árum og enn meiri fyrirsjáanleg Við þurfum nýjan skóla Rætt við Önnu Kristjánsdóttur um þróunina í gamla Vesturbænum undanfarin ár áhugi minn á málinu þegar ibúa- samtök Vesturbæjar gengust fyrir dagvistarkönnun i hverfinu árið 1978 en það var áður en nú- verandi foreldrafélag Vestur- bæjarskólans var stofnað. I þess- ari könnun kom fram, að aðeins 52% barna úr gamla Vestur- bænum á aldrinum 6—10 ára sóttu nám i sinum hverfissköla. Nærri helmingur, eða 48% barnanna nám i Landakoti, Melaskóla sem vandinn yrði ekki leystur með stækkun gamla skólans, þarsem engir möguleikar eru á sliku. Það var ekki fyrr en á nýjustu fram- kvæmdaáætlun borgarinnar að gert er ráð fyrir nýbyggingu grunnskóla i hverfinu og hann er staðsettur i suð-vesturhorni hverfisins. Sumir virðast halda að það þurfi að sækja böm út á Eiðsgranda til að fylla skólann, þegar það liggur hinsvegar ljóst fyrir að börnin i gamla Vestur- bænum verða er skólinn ris, það mörg að þau fylla hann ein. Hér hefur börnum verið að fjölga og enn meiri fjölgun er fyrirsjáanleg á meðan börnum fækkar i öllum öðrum grunnskólum borgarinnar, meira að segja I eldri Breiðholts- skólunum. Hver hefur fbúaþróunin verið f Vesturbænum á siðustu árum? — Það sem hefur verið að ger- ast á siðustu árum er einungis staðfesting á þvi sem við sögðum fyrir eftir að hafa gert könnunina 1978. 1 Vesturbænum er mikil aldursdreifing ibúa og talsvert mikið af gömlu fólki. Þegar breytingar hafa orðið á högum gamla fólksins hefur yngra fólk tekið við húsnæðinu og það er með börn. Slikt á sér hins vegar ekki stað i hverfum þar sem mikið er af miðaldra fólki. Við getum t.d. litið á barnaþróunina. Tölur frá 1974—81 sýna að alls staðar i höfuðborginni er fækkun barna i grunnskólum nema i Vestur- bænum. Fækkar nema í Vesturbænum Glöggt má sjá sviptingamar i eftirfarandi töflu yfir 6—12 ára ára nemendur: SKÓLI 1974 1981 Vesturbæjarskóli 182 219 Breiðholtsskóli 1387 657 Alftamýrarskóli 846 267 Breiðagerðisskóli 765 287 I raun þá segja þessar tölur okkur ekki annað, en að ástandið i þeim skólum þar sem fækkun hefur átt sér stað er loks orðið mannlegt, þ.e. eins og menn hafa alltaf stefnt að, einsetinn skóli. A sama tima og allt stefnir i einsetinn skóla annars staðar i höfuðborginni, þá er rétt svo að hægtsé að koma tvisetningu fyrir i Vesturbæjarskóla og börnin þurfaaðsækja tima ifjölmörgum námsgreinum i Melaskóla og Hagaskóla, yfir hættuleg um- ferðarsvæði. Til að sjá betur hvað er að ger- ast þá er hægt að athuga nánar nemendafjöldann i forskólanum þ.e. 0—6 bekkur: SK6LI 1976-77 1981-82 Vesturbæjarskóli 216 219 Breiðholtsskóli 1063 657 Fella- og Hólaskdli 119 5 889 Ljóst er að i Vesturbænum mun fjöldi nemenda á forskólaaldri fara uppi 230—240 börn á næsta skólaári, þvi að nú er fjölgunin sem við sáum fyrir, að skella yfir I skólanum. Melaskólann er alls ekki hægt að nota lengur sem varaskeifu eins og hingað til, vegna þess að börnin búa að veru- legum hluta i nyrðri enda hverfis- ins og fækkun i Melaskóla er ekki mikil miðað við aðra fullbyggða skóla. Fæðingartölur Ef við skoðum enn lengra til framtiðarinnar og athugum fæðingartölur þá er þróunin þessi: SK6LI 1966-70 70-75 7 5-80 Vesturbæjarsk.222 234 311 Hliðaskóli 22 1 203 250 Staðreyndin er sú að i 7 grunn- skólahverfum i borginni er fjöldi barna, sem fædd eru á árunum 1975—1980, orðinn lægri en i gamla Vesturbænum. Hvaða lausnir eru að þinu mati hcppilegastar? — í fyrsta lagi tel ég að ekki eigi að þurfa neina þrýstihópa eins og foreldra til að ýta á eftir málum sem þessum og benda á tölulegar staðreyndir. Hér er um sjálfsagðan rétt barnanna að ræða. Hitterljóst að þessum mál- um hefur engan veginn verið gef- inn gaumur sem skyldi. Fram- kvæmdum verður að hraða við nýbygginguna. Fræðsluyfirvöld verða að viðurkenna að tveggja hliðstæðna skóla (fyrir tvo bekki i hverjum árgangi) þurfi fyrir gamla Vesturbæinn einan. Taka þarf ákvörðun um að hér verði .fullur grunnskóli upp i 9 bekk eins og sjálfsagt þykir ann- ars staðar i borginni. Hvers vegnahafa yfirvöld verið svo sein að taka við sér? — Sjálfsagt hafa þau alls ekki skoðað málið nógu gaumgæfilega heldur talið sér trúum að Vestur- bærinn væri eins og öll önnur hverfi i' borginni minnkandi skólahverfi. Þetta á jafnt við um kjörna stjórnmálamenn sem skipaða embættismenn. Menn hafa lokað augunum fyrir þvi sem sjá mátti varðandi yngstu skóla- börnin. Engin sérréttindi Það hefur komið mörgum i opna skjöldu að sjá allt aðra þróun i þessu hverfi en verið hefur annars staðar i borginni. En þótt augu þeirra séu nú að opnast fyrir fjölda yngstu barn- anna skortir enn á að þeir sjái nauðsyn þess að hér sé fullur grunnskóli. Foreldrar og kenn- arar hafa unnið saman aö þessum málum. Við erum ekki að fara fram á nein sérréttindi til handa börnunum i þessu hverfi. Krafa okkar er einungis sú , að ná þvi lágmarki i aðbúnaöi og aðstöðu fyrirskólahaldsem skapast hefur i öörum eldri og grónum hverfum borgarinnar. — Ig- Börnum hefur fjölgað að rniklum mun á siðustu árum I gamla Vesturbænum og Ijóst er að gifurleg fjölgun verður i yngstu árgöngum grunnskólans þar I hverfinu.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.