Þjóðviljinn - 01.07.1982, Side 12

Þjóðviljinn - 01.07.1982, Side 12
12 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 1. jiíll 1982 Afmælishátíð Norræna húsið: Opið hús í kvöld t sumar veröur opið hús á hverju fimmtudagskvöldi i Nor- ræna húsinu fram til 19. ágúst. Dagskráin er aöallega ætluð ferðamönnum frá Norðurlöndun- um, hún hefst ki.20.30 og er að- gangur ókeypis. Næstu þrjá fimmtudaga er dagskráin sem hér segir: 1. júli: Visnavinir Bergþóra Arnadóttir, Hjördis Bergsdóttir og ólöf Sverrisdóttir skemmta með visnasöng. Eftir hlé verður sýnd kvikmynd Osvalds Knud- sen: Heyriö vella á heiðum hveri (14 mín.). 8. júli: Flóra tsiands Eyþór Einarsson grasafræðingur flytur erindi. Eftir hlé verða sýndar tvær myndir Osvalds Knudsen: Smávinir fagrir og Þórsmörk. 15. júli: tslensku handritin. Dr. Jónas Kristjánsson flytur erindi. Eftir hlé verður sýnd mynd Os- valds Knudsens: Hornstrandir. Rjómabúið á Baugsstöðum mun vera eitt uppistandandi þeirra húsa, sem á fyrstu árum aldarinnar gegndu þýðingarmiklu hlutverki i þágu islensks mjólkuriðnaðar. Rjómabúið á Baugs- stöðum opið um helgar Eins og undanfarin sumur verður gamia rjómabúið hjá Baugsstöðum, austan við Stokks- eyri, opið aimenningi til skoðunar á iaugardögum og sunnudögum i júli og ágústmánuðum, milli kl. 13 og 18. Tiu manna hópar eða fjölmenn- ari geta fengið að skoða búið á öðrum timum, ef haft er samband við gæslumanninn, Skúla Jónsson i sima 1360 á Selfossi, með góðum fyrirvara. Vatnshjólið og vélarnar munu þvi snúast i sumar og minna á löngu liðinn tima, þegar vélvæð- ingin var að hefjast i Islenskum landbúnaði. — mhg. Ég sendi öllum vinum og ættingjum þakk- ir, sem glöddu mig á niræðisafmæli minu. Sérstakar þakkir til stúlknanna á deild 1A Landakotsspitala. Guð blessi ykkur öll. Ingólfur Jónsson Disardal. Félagsfundur Verzlunarmannafélag Reykjavíkur held- ur félagsfund að Hótel Sögu, Súlnasal, i kvöld fimmtudaginn 1. júli 1982 kl. 20.30. Dagskrá: Nýir kjarasamningar. Verzlunarmannafélag Reykjavikur ÍSSKÁPA OG FRYSTIKISTU VIÐGERÐIR Breytum gömlum ísskápum í frystiskápa. Góð þjónusta. REYKJAVÍKURVEGI 25 Hafnarfirði sími 50473 • Blikkiðjan Ásgarði 7, Garðabæ önnumst þakrennusmíði og uppsetningu — ennfremur hverskonar blikksmíði. Gerum föst verðtilboð SIMI 53468 m Staða forstöðumanns i Breiðagerðis- t|r við nýtt skóladagheimili skóla er laus til umsókna. Laun samkvæmt kjarasamningi borgar- starfsmanna. Upplýsingar veitir skólastjóri i sima 11941 i dag og á morgun frá kl. 16—18. Umsóknir sendist fræðsluskrifstofu Reykjavikurborgar, Tjarnargötu 12, fyrir 10. júlin.k. Skólastjóri. Skattskrár Reyk j anesumdæmis fyrir gjaldárið 1981, ásamt sölugjald- skrám fyrir árið 1980 liggja frammi dag- ana 2. til 15. júi 1982, sem hér greinir: í Hafnarfirði á skattstofunni. í Kópavogi, Keflavik og Garðabæ á bæj- arskrifstofunum. 1 öðrum sveitarfélögum i umdæminu hjá umboðsmönnum skattstofunnar. Hafnarfirði 30. júni 1982. Skattstjórinn i Reykjanesumdæmi. Sveinn H. Þórðarson Auglýsið í Þjóðviljanum á sunnudaginn Bændaskólinn á Hólum í Hjaltadal var stofnaður 14. mai árið 1882 og er því ald- argamall nú í ár. Þessa merka áfanga verður minnst með afmælishátíð sunnudaginn 4. júli heima á Hólum, með sérstakri hátíðardagskrá. Vigð verður ný sundlaug, sem gamlir nemendur og aðrir vel- unnarar Bændaskólans og Hóla- staðar gefa i tilefni dagsins. Pósthús verður rekið hátlðar- daginn og notaður sérstakur póst- stimpill i tilefni dagsins. Frl- merki I tilefni afmælisins kemur út 1. júli. Ctbúinn hefur verið fáni skól- ans og einnig sérstök afmælisum- slög með merki skólans, sem verður hægt að fá á staðnum með 1. dags stimpli og Hólastimpli. Flugferð verður á vegum Flug- leiða frá Reykjavik, sunnudaginn 4. júli kl. 9.00 og til baka frá Sauð- árkróki kl.19,30 samdægurs. Meðal gesta á hátíðinni verður forseti íslands, Vigdis Finnboga- dóttir. Gamlir nemendur og aðrir vel- unnarar Bændaskólans og Hóla- staðar eru hjartanlega velkomn- ir. Dagskrá afmælishátiðarinnar verður þannig: KI. 11,00 Vigsla sundlaugar. Kl.13,30 Hátlðardagskrá: 1. HelgistundiHóladómkirkju, og annast hana biskup Islands, hr. Pétur Sigurgeirsson. 2. Gengið úr kirkju á útihátiðar- svæði. 3. Hátlðin sett. Ræða: Jón Bjarnason, skólastjóri. 4. Avörp: Landbúnaðarráðherra, Pálmi Jónsson. Búnaðarmála- astjóri, Jónas Jónsson. Stéttar- samband bænda, Ingi Tryggva- son. Oddviti sýslunefndar Skagafj. sýslu Jóhann Salberg Guðmundsson. Fulltrúi eldri nemenda, Asgeir Bjarnason, Skólastjóri Bændaskólans á Hvanneyri Magnús Jónsson. Fyrrverandi skólastjóri, Guð- mundur Jónsson. 5. Afhending sundlaugarinnar: Formaður skólanefndar og for- maður sundlaugarnefndar, Gísli Pálsson, Hofi. 6. Kaffiveitingar. Ollum gestum verður boðið kaffi. Milli atriða syngur Karlakórinn Heimir. Ennfremur verður stutt sýning á nokkrum hrossum búsins. — mhg. Sundlaug á Hólum Siðastliðinn vetur ákváðu ýmsir gamlir nemendur við Bændaskólann á Hólum i Iljaltadal að færa skólanum að gjöf sundlaug á 100 ára af- mæli hans. Mun sundlaugin verða afhent skóianum á af- mælishátiðinni á sunnudaginn kemur. Sundlaugin er gerð af plasti, 16 1/2 x 8., flutt inn af Gunnari Asgeirssyni sem jafnframt hefur sýnt þá sérstæðu og þakkarverðu rausn, að gefa alla vinnu við uppsetningu hennar. I sambandi við sund- laugina verður heitur pottur og og gufubað. Það hefði nú held- ur en ekki þótt munaður I gamla daga að geta steypt sér beint I sundlaug þegar komið var úr leikfimistimunum eða af fótboltavellinum, I stað þess að fara bara I kalt steypibað eða velta sér upp úr snjó. Tekist hefur langdrægt að safna fé fyrir kostnaði við sundlaugina. Þó hefur ekki náðst til allra gamalla nem- enda og ef einhver þeirra læsi þessar linur, þá mætti hann gjarnan leggja þarna hönd að verki. mhg.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.