Þjóðviljinn - 01.07.1982, Qupperneq 14
14 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 1. júll 1982
ALÞÝOUBANDALAGIÐ
Alþýðubandalagið á Akranesi
Fundur i bæjarmálaráði Alþýðubandalagsins verður i Rein fimmtu-
daginn 1. júlí og hefst kl. 20.00 stundvislega.
DAGSKRA:
1) Starfsreglur bæjarmálaráðs.
2) Kosning stjórnar bæjarmálaráðs
3) Verkefnin framundan.
Nýkjörnir fulltrúar og varafulltrúar I nefndum bæjarins hvattir til að
mæta stundvislega. Stjórnin
Ráðstefna Austurland...
Tilefni ráðstefnunnar: börfin fyrir mótun skólastefnu AB f kjördæm-
um, sveitarstjórnum og á landsmælikvaröa.
Markmið ráðstefnunnar: ,,að taka eitt litið skref fram á viö”.
I. Upplýsingamiðlun til félaga um skólakerfið og stöðu skólamála.
II. Umræður: hver/hvað mótar skólastarfið?
III. Undirbúningur að frekara starfi að stefnumótun i skólamálum.
Framsöguerindi: „Valdsvið skólastjóra, fræðslustjóra og ráðuneyt-
is”, „Kjaramál kennara”, „Skipan framhaldsskólans”, „Sálfræðideiid
skóla”, „Starfssvið og valdssvið kennarans, nemenda, foreldra”, „Hin
dulda námsskrá”, „Tengsl menntunar og atvinnuuppbyggingar”.
Höpstarf, umræður, kvöidvaka fyrir alla fjölskylduna.
báttaka tilkynnist tii:
Gerðar óskarsdóttur, Neskaupstað, s. 7616/7285,
Berit Johnsen, Hallormsstað, s. um Hallormsstað.
Kjördæmisráð Alþýðubandalagsins
á Austuriandi.
Alþýðubandalagiö Akureyri
Aöalfundur bæjarmálaráðsins n.k. mánudag kl.20.30 i Lárusarhúsi.
Stjórnin.
Sumarferð
Alþýðubanda-
lagsins á Austur-
landi 24. og
25. júlí 1982
að Eyjabökkum
og SnæfeUi
Ferðaáætlun:
Farið verður frá Neskaupstað á laugardagsmorgun 24. júli kl.8.30.
Viðkoma á Eskifirði og Reyðarfirði. bar slást þátttakendur af Suður-
fjörðunum íhópinn. Brottför frá Egilsstööum um ki.l0.30.Hádegisnesti
snætt á Hailormsstað.
Gist I Snæfellsskála (i svefnpokum). Gengið á fjallið. Skoðunarferð
um Eyjabakka og umhverfis Snæfell. Heimkoma seinnipart sunnu-
dags.
Nauðsynlegur útbúnaður:
Nesti og nýir skór, hlýr göngufatnaöur, svefnpoki og ferðaskap.
Þátttökugjaldáætlað 300 kr. fyrir fullorðna en 100kr. fvrir börn.
Þátttaka tilkynnist til:
Einars Más Sigurðarsonar, Neskaupstað, s.7625
Sveins Jónssonar, Egilsstöðum s.1622.
Kjördæmisráð AB
Austurlandi
Lausar kennarastöður
Nokkrar kennarastöður við Fjölbrautaskólann á Sauðár-
króki eru lausar til umsóknar, kennslugreinar: stærð-
fræði, eðlisfræði, islenska, danska, enska, saga og sér-
greinár tréiðna.
Nánari upplýsingargefur Jón Hjartarson skólameistari.
Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf
sendist menntamálaráðuneytinu fyrir 10. júli n.k.
Menntamálaráðuneytið
Sveitaheimílí
—sumargestir
Eggjaþjóf-
arnir voru
sektaðir
Liffræðingurinn v-þýski sem
kom hingað tii lands fyrir nokkru
og lét greipar sópa i varplöndum
landsins hefur verið dæmdur I 30
þús. króna sekt af Sakadómi
Reykvikinga. Þjóðverjinn,
Norman Bretz, var handtekinn á
Seyðisfirði með meira en 120
fuglaegg af ýmsum tegundum.
Fyrir utan sektina var Þjóöverj-
anum gert að greiða allan máls-
kostnað.
Af öðrum eggjaþjófnuðum er
það að frétta að Belgarnir tveir
sem stöðvaðir voru á Keflavikur-
flugvelii með 162 egg, þar af 3
straumandaregg.en straumöndin
er friðuð hér á landi, voru dæmdir
til að greiða 20 þús. krónur hvor.
Bændurnir tveir i Mývatnssveit
sem aðstoðuðu við ósómann fengu
samþykki rikissaksóknara fyrir
dómssátt, þó með þeim skilyrðum
að greiða sekt og málskostnað.
— hól.
Friðar-
sinnar
á Suður-
landi
Hópferð verður laug-
ardaginn 3. júlí frá Sel-
fossi á útihátíðina á
AAiklatúni í Reykjavík.
Farið verður frá
Kirkjuvegi 7 kl.12.30.
Skráning hjá Ármanni
Ægi í síma 99-2142.
Suðurlandsdeild SHA
ANorðurlandi vestra eru eftir-
taldir staðir I sveit undir það bún-
ir, að taka á móti gestum til sum-
ardvalar:
Staður í Hrútafirði,
(Staðarskáli):
Húsráðendur: Bára Guð-
mundsdóttir, Magnús Gíslason og
Eirikur Gislason. Simi 95-1150.
Gistiaðstaða fyrir 12 manns i 2
og 3 manna herbergjum, greiða-
sala, hægt að taka á móti allt að
100 manns i mat í einu. — öll
venjuleg ferðamannaþjónusta.
Tjaldstæði.
Staðarskáli stendur við þjóð-
veginn til Norðurlands, skammt
norðan við Brú i Hrútafirði. —
Opið allt árið.
Aðalból i Miðfirði,
V. Hún.:
Húsráðandi: Arinbjörn Jó-
hannesson. Simi 95-1311. Einnig
upplýsingar hjá Otivist i' sima
14606.
Veiðiferðir á hestum inn á Arn-
arvatnsheiði. Skipulagðar 6 daga
ferðir um Miðfjarðardali og Arn-
arvatnsheiði, m.a. komið að Arn-
arvatni. Vanur leiðsögumaður.
Hámark þátttakenda 7 manns i
hverri ferð. Fæði, gisting, reiðver
og veiðiútbúnaður innifalið.
Friðsæld og fögur fjallasýn.
Mikið um fjallagrös.
Aðalból er i Austurárdal i Mið-
firði, 30 km. innan við Lauga-
bakka. Þátttakendur sóttir að
Laugabakka ef óskað er.
Geitaskarð, Engi-
hliðarhreppi, A-Hún.:
Húsráðendur: Asgerður Páls-
dóttir og Agúst Sigurðsson. Simi
95-4341.
Gisting og fæði eftir samkomu-
iagi. Hestaleiga og silungsveiði-
leyfi. Sundlaug á Blönduósi.
Bærinn stendur skammt ofan
við þjóðveginn um Langadal, 11
km. frá Blönduósi.
Steinsstaðaskóli, Lýt-
ingsstaðahreppi, Skag.:
Húsráðandi: Sigriður Jónsdótt-
ir, Lækjarbakka 11, Steinsstaða-
byggð. Simium Sauðárkrók 95-
5100.
Gistiaðstaða, svefnpokapláss
fyrir 30-40 manns. Morgunverður
ef óskað er. Eldhúsafnot eftir
samkomulagi. Sundlaug á staðn-
um, hestaleiga, næsta verslun að
Varmaiæk i 2 km. fjarlægð.
Steinsstaðaskóli er 10 km.
framan við Varmahlið við þjóð-
veginn um Tungusveit á leið til
Sprengisands.
Góð aðstaða til fundahalda i fé-
lagsheimilinu Árgarði. Fagurt og
friðsælt umhverfi, fjölbreyttar
gönguleiðir.
Hraun í Fljótum,
Skag.:
Húsráðendur: Rósa Pálma-
dóttir og Pétur Kr. Guðmunds-
son. Simi 96-73232.
Sumarhús til leigu, 3 herbergi
og eldhús. f húsinu er rafmagns-
hitun, rennandi vatn, salerni, raf-
magnseldavél, dýnur i rúmum.
Hentar vel 4-6 manna fjölskyldu.
Möguleikar til veiða i sjó og i
Miklavatni. Hægt að fá leigðan
bát. Hestar til útreiða, viðáttu-
mikið og gott berjaland. Sundlaug
að Sólgörðum i 14 km. fjarlægð.
Fagurt og friðsælt umhverfi,
kjarri vaxnar hliðar og skemmti-
leg sjávarströnd.
Bærinn stendur skammt neðan
þjóðvegarins, 18 km. frá Siglu-
firði. —mhg
Alþýðubandalagið á Vestfjörðum
■ ' :
Horft til Ketildala
Sumarferð
um Arnarf jörð 3. og 4. júlí
Alþýðubandalagið á Vest-
fjörðum efnir til sumarferðar
um Arnarfjörð þann 3. og 4. júli
n.k.
Farið verður i ..hópferöar-
bilum frá öllum þorpum og
kaupstöðum á Vestfjörðum og
safnast saman i Trostansfirði
fýrir hádegi á laugardag.
Þaðan verður ekið sem leið
liggur um Suðurfiröi og Ketil-
dali i Selárdal.
A laugardagskvöld verður
tjaldað i Bakkadal og þar efnt til
kvöldvöku en siðan dansað i
gamla samkomuhúsinu á Bakka
við undirleik harmóniku.
A sunnudag verður ekið um
Auðkúluhrepp á norðurströnd
Kvöldvaka í
Ketildölum
Arnarfjarðar, allar íærar leiðir,
og viðastaldraðviðá eyðibýlum
og byggðum bólum m.a. skoðað
safn Jóns Sigurðssonar á
Hrafnseyri. A sunnudagskvöld
skilja leiðir og heldur þá hver
heim til sin.
Með i ferðinni verða sérfróðir
menn um staðhætti og sagna-
fróðleik úr byggðum Arnar-
fjarðar en þar þrýtur seint
söguefnin.
Þátttakendur i ferðinni hafi
með sér viðleguútbúnað, góðan
klæðnað og nesti. Þátttökugjald
kr. 375,- fyrir fullorðna og kr.
150 fyrir börn 12 ára og yngri.
Innifaiinn er flutningur i Arnar-
fjörð frá öðrum stöðum á Vest-
fjörðum og þátttaka öllum
heimil, lika fólki utan Vest-
fjarða.
Fararstjórn: Aage Steinsson,
Isafirði, Guðvarður Kjartans-
son, Flateyri, Halldór Jónsson,
Bildudal og Kjartan ólafsson,
ritstjóri.
Þátttaka tilkynnist sem fyrst
einhverjum eftirtalinna manna:
Alþýðubandalagið á Vestfjörðum
tsafjörður:
Aage Steinsson
simar 3680 og 3900,
Elin Magnfreðsdóttir
simi 3938 og
Þórunn Guðmundsdóttir
simi 3702
Bolungarvik: Kristinn H.
Gunnarsson simi 7437
Inn-djúpið: Elinborg
Baldvinsdóttir,
Múla Nauteyrarhreppi
Súðavik: Ingibjörg
Björnsdóttir,
simi 6957
Súgandafjörður: Þóra
Þórðardóttir, simi 6167
Flateyri: Ágústa Guð-
mundsdóttir,
simi 7619
Þingeyri: Davið H. Krist-
jánsson,
simi 8117
Bíldudalur: Halldór Jónsson
simi 2212
Táiknafjörður: Lúðvik Th.
Helgason
simi 2587
Patreksfjörður: Guðbjartur
Ólafsson
simi 1452
Reykhólasveit: Jón Snæ-
björnsson
Mýrartungu
Strandasýsla:
Jóhann Thorarensen, Gjögri
Pálmi Sigurðsson,
Klúku Bjarnarfirði
Hörður Asgeirsson
Hólmavik simi 3123
Sigmundur Sigurðsson
Óspakseyri
Reykjavlk:
Guðrún Guðvarðardóttir,
simar 20679 og 81333