Þjóðviljinn - 05.08.1982, Qupperneq 1

Þjóðviljinn - 05.08.1982, Qupperneq 1
MOWIUINN Fimmtudagur 5. ágúst 1982 —175. tbl. 47. árg. Næsta helgi: Þjóðhátíð íEyjum Þórarar lofa góöu veöri næstu helgi.a.in.k. i Vestmannaeyjum, þar sem þeir halda innfæddum og gestum árlega þjóöhátiö meö pompi, pragt og vestmanneyskri glæsimennsku. — hól og — eik þjófstarta þjóöhátiöinni i opnu Þjóöviljans i dag, en þeir félagar rannsóknarblaöamennskuöust um undirbúninginn fyrir skömmu. Árgangurinn frá 1976 fundinn? Aflahrota á Strandagrunni Kemur mér ekki á óvart, segir Jakob Magnússon, fiskifræðingur „Þaö kemur mér ekki á óvart að 76-árgangurinn sé farinn aö skila sér. Þessi árgangur átti aö vera nokkuð sterkur samkvæmt okkar mælingum og hann var litiö farinn aö skila sér þaö sem af er árinu”, sagöi Jakob Magnússon fiskifræöingur i samtali viö Þjóö- viljann i gær. Frá þvi á sunnudag hafa togar- ar veriö i mokfiskerii viö isrönd- ina á miðju Strandagrunni. Stór- þorskur heldur sig þar i hitaskil- unum og virbist uppistaðan i afla togaranna vera 6árafiskur. 1 gær landaði Guðbjörg 1S á Isafirði 230 tonnum af vænum þorski eftir aöeins 6 daga úthald og var meðalþunginn um 2 kg. Að sögn Jakobs Magnússonar hefur Hafrannsóknarstofnunin ekki fengið enn neinar mælingar frá þessu veiöisvæði á Stranda- grunni og þvi ekki hægt að stað- hæfa hvaða þorskárgangar séu þarna á ferðinni. Flest sumur hafa komið afla- hrotur i þorskveiöinni og það þarf i raun eKki stóra árganga til ef fiskurinn heldur sig nógu þétt og á afmörkuðu svæði eins og virðist i þessu tilfeili.” sagði Jakob. —tg Víðtæk rannsókn á kolmunna- stofninum á N-Atlantshafi 4 þjóðir senda 7 rannsóknarskip „Þaö er búiö aö úthluta okkur svæöinu út af Austfjöröum og Suöurdjúp tii mælingar á kol- munna en þeir á Bjarna Sæm- undssyni veröa nær landi viö seiðarannsóknir og fara siöan i kolmunnamælingar”, sagöi Sveinn Sveinbjörnsson fiskifræö- ingur í samtali viö Þjóöviljann i gær. Sveinn erleiðangurstjóri á rannsóknarskipinu Arna Friðrikssyni sem hélt i morgun til mælinga á kolmunnastofninum úti fyrir Islandsmiðum, en þessar athuganir á kolmunna eru þáttur i sameiginlegri rannsókn Færey- inga, tslendinga, Norðmanna og Sovétmanna á kolmunnastofn- inum i Norður-Atlantshafi. Alls munu 7 hafrannsóknarskip taka þátt i þessari viötæku rann- sókn en svæðið sem rannsakaö verður nær frá hrygningarslóöum kolmunnans á landgrunnsbrotinu vestur af trlandi og norður um haf norður i Barentshaf. Norð- menn leggja þrjú skip til rann- sóknanna, tslendingar tvö skip og Færeyingar og Sovétmenn eitt skip hvor þjóð. — Niðurstöður verða bornar saman á fundi i haust. A umráöasvæði Arbæjarsafns er veriö aö byggja torfbæ. Fyrirmyndin er kotiö Kiappargeröi f Eiöaþing- há, en til þessa hefur litiö veriö hirt um aö varöveita minjar um kotbæina, sem voru þó mun algengari hibýli en stórbæirnir úr torfi sem enn er viöhaldiö. Þaö er Sveinn Einarsson sem stendur fyrir gerö kotsins og sést hann hér aö verki i gær. Ljósin. — eik. Enn kvartanir frá Portúgal út af saltfiski Otímabærar útskipanír m.a. vegna hárra vaxta eiga trúlega sinn þátt í þessu, segir Jóhann Guðmundsson hjá „Itér er ekki um aö ræða kvörtun vegna farmsins i heild, heldur hluta hans”, sagöi Jóhann Guðmundsson forstjóri Framleiöslueftirlits sjávaraf- uröa, er blm. Þjóöviijans spuröi hann álits á fréttum um að Portúgalar heföu kvartaö yfir gæöum islenska saltfisksins á nýjan leik. „Könnun á þessu máli er ekki lokiö”, sagöi Jóhann ennfremur, „en að þvi Ier best er vitað er einkum um þaö að ræöa aö fiskurinn er ekki nægilega staöinn og þá þolir hann verr flutning. Sagði Jóhann að ástæðurnar I fyrir þvi gætu verið margvis- legar. Fiskurinn gæti hafa verið fluttur út of snemma, en fram- leiðendurýta mjög á útflutning, m.a. vegna hárra vaxta. Einnig kæmu til breytingar við framleiðslu á saltfiski, en að undanförnu hafa verið teknar upp ýmsar vinnusparnaðarað- ferðir m.a. viö umstöflun og geta valdið þvi aö mjög erfitt er að átta sig á hvað fiskur er kom- inn langt i verkun. Bónusinn hefur einnig sitt að segja i þessum efnum, en sá aukni hraöi sem hefur átt sér stað upp á siðkastiö er sennilega vara- samur. Jóhann lagði áherslu á að hér væri einungis um að ræða kvartanir yfir mjög takmörk- uöum hluta útflutningsins. Hefðu t.d. verið flutt út rúm 60 þús. tonn af saltfiski á siðasta ári og heföi þaö tekist mjög vel þegar á heildina væri litið. Það kom fram hjá Jóhanni að nokkru magni af saltfiski var hafnaö hér innanlands af Fram- leiðslueftirlitinu en það væri þó ekki mjög mikið miðað við heildina. Þegar slikir hlutir ættu sér staö væru starfsmenn fram- leiðslueftirlitsins oft ásakaðir fyrir að vera of stifir og jafnvel hafa fé af framleiðendum. Ef látiö hefði verið undan slikum ásökunum, væri eflaust meira um kvartanir. Vildi Jóhann benda á i þvi sambandi aö skv. reglugerðarbreytingu fyrir nokkrum árum fengu framleið- endur heimild til aö ráða sér matsmenn sjálfir en áður var það Framleiöslueftirlitiö sem réði þvi hverjir framkvæmdu saltfisksmatið. Við þetta færðist hluti af húsbóndavaldinu yfir á framleiðendur og allir aðilar voru sammála um aö fjölgun yfirmatsmanna væri alger for- senda fyrir þessari breytingu, en sú fjölgun hefur aldrei fengist. Sagði Jóhann Guðmundsson hjá Framleiöslueftirliti sjávar- afurða i lokin að fjárhagserfiö- leikar hefðu háð þeim nokkuð við eftirlitið en burtséð frá Framleiðslueftirlitinu nokkrum undantekningum, væri islenskur saltfiskur mjög vel verkaður og sennilega sá besti á Portúgalsmarkaði. Svo væri og um flestar islenskar sjávarafurðir á heimsmarkaði almennt. I blaðaviðtali viö Valgarð J. Ölafsson framkvæmdastjóra SIF kemur fram aö umræddur ■ farmur er frá Reykjavik, Hafnarfirði, Akranesi og | stöðum fyrir austan fjall, og - telur hann að ástæður fyrir J kvörtunum Portúgala séu eink- um tvennskonar, annarsvegar að hráefnið sé ekki nægilega I gott, hinsvegar að framleið- J endur séu að auka hjá sér I vinnusparnað með misjöfnum árangri. Samt sem áður telur ] Valgarð aö við bjóðum besta J fiskinn á þessum markaöi. -áþj | ■ __________________________I Sunnlenskir bílstjórar Verk- fall Verkfall bilstjóra á Selfossi og i Rangárvallasýslu hófst á mið- nætti I gærkvöldi. Þegar blaðið fór i prentun stóö enn yfir sátta- fundur hjá rikissáttasemjara, en Ijóst að verkfallinu yrði ekki forðað. Vinnudeilan hefur m.a. i för meö sér stöðvun allra mjólkur- flutninga til og frá Mjólkurbúi Flóamanna, og standi verkfallið lengi má búast viö mjólkurskorti i Reykjavik og nágrenni i næstu viku, en hjá Mjólkursamsölunni i Reykjavik eru til mjólkurbirgðir eitthvað framyfir helgi. I gær var náð I mjólk á alla bæi á samlagssvæði Mjólkurbús Flóamanna, en eftir 3-4 daga þurfa bændur að hella niöur mjólk sinni dragist verkfallið á langinn. Það eru sem fyrr segir bil- stjórafélag Rangæinga og félagiö Öku-Þór á Selfossi sem eru nú i verkfalli, en bilstjórar i Vik i Mýrdal hafa boðaö verkfall frá og meö 11. ágúst. Hjá sáttasemjara stóð fundur enn yfir með farmönnum um miðnæturbil i gærkvöldi, og litlar fréttir af honum aö hafa. — Ig/m

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.