Þjóðviljinn - 05.08.1982, Page 10

Þjóðviljinn - 05.08.1982, Page 10
10 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 5. ágúst 1982 KlappargerOi i Eiðaþinghá endurreist i Arbæjarsafni. Klappargerði endurborið Það munar um það þegar kvenfólkið tekur tii hendinni. Sveinn Einarsson heitir hann, fyrrum bóndi austur i Fellum, nú búsettur i Egilsstaðakauptúni og er um þessar mundir að byggja torfbæ á umráöasvæði Arbæjar- safns. Svona athafnasemi getur maður ekki látið fram hjá sér fara nú i húsnæðiseklunni, og þvi brugðum við Einar Ijósmyndari okkur uppeftir til að heilsa upp á Svein og handaverk hans. Við spurðum Svein fyrst að þvi hver hefði átt hugmyndina að þessari sérkennilegu byggingar- starfsemi á Árbæjartúninu. — Hana átti ég nú, segir Sveinn. Torfbæirnir eru að hverfa. Eftir standa örfáir stór- bæir, sem hugmyndin er að halda við sem sýnishorni af fornum byggingastil. En þau geyma að- eins hluta af sögunni. Kotbæirnir allir liggja óbættir hjá garði. Og þeir voru miklu fleiri. Einu höf- uðbóli fylgdu gjarnan margar hjáleigur. Og þar var nú húsa- kosturinn heldur með öðrum svip. Þetta er eins og i mannkynssög- unni. Nöfn kónga, keisara og hershöfðingja geymast á spjöld- um sögunnar en almúgans er að engu getið. Þessvegna datt mér i hug að byggja kotbæ. En hann varö að vera einhvers staðar þar, semumhannyrði hirt. Og þá datt mér Arbærinn i hug. 1 fyrra sumar var ég uppi á Kjalarnesi að kenna veggja- hleðslu. Þar hlóðum við stóran hring, liklega 12 m. i þvermál og 1,90 á hæð. Þetta var einskonar æfinga- og kennsluverkefni. „Nemendur” minir frá i fyrra hvöttu mig til bæjarbyggingar- innar og hér er allt unnið i sjálf- boðavinnu. Og kvenfólk tekur engu siður þátt i þessu en karl- menn. — Hvað er þessi bær stór og hvernig er húsaskipan? — Og þetta er nú ekkert stór- hýsi. Þau fyrirfundust ekki á kot- býlunum. Innanmál bæjarins er svona 24 ferm. en utanmálið kannski 70 ferm. Veggirnir voru ansi þykkir á þessum bæjum. Nú, ef við göngum svo um bæ- inn þá eru það fyrst bæjardyrnar og þar er einskonar krókur, sem ætlaður var fyrir hest. 'Siðan er gengið inn i baðstofuna, sem er með litlum fjögura rúðna glugga á framstafi. Litið borð er undir glugga og einn stóll. Tvö rúm- stæði eru sitt undir hvorri hlið en breidd baðstofunnar ekki meiri en svo, að sitji menn sinn á hvoru rúmi reka þeir saman hnén. Úr bæjardyrum er og gengið til eld- húss og búrs, sem eru að baki baðstofunnar. Engin spýta er i þakinu. Þegar vegghæðinni er náð eru þökin hlaðin saman með jöfnum halla, þannig aö þau mæt- ast i mæninum og styður hver hnaus að öðrum. — Hefurðu I huga einhverja sérstaka fyrirmynd að þessum bæ? — Já, fyrirmyndin er bærinn i Klappargerði i Eiðaþinghá. Það var i rauninni sfðasta kotbýlið á þessum slóðum. Það hefur senni- lega verið byggt nokkuð fyrir aldamótin af hjónum eða hjóna- leysum, sem hétu Túnis og Sigur- laug. Þau munu nú sjálfsagt ekki hafa átt margra kosta völ en þau þurftu að lifa samt og þvi byggðu þau Klappargerði. — Hefuröu lengi stundað svona vinnu, Sveinn? — Já, kannski má segja að ég hafi gert það alla mina ævi. A meðan ég var við búskap byggði ég min útihús úr torfi og grjóti og þau dugðu vel. Og siðan ég hætti að búa hef ég haft nóg að gera við þessa „iðn”. Okkur fækkar óðum þessum eldri mönnum, sem kunna þetta verklag en mér finnst ánægjulegt að vera þess var hve margt ungt fólk hefur áhuga á að læra þessa gömlu „byggingar- list”. Og slik sýndist okkur Einari at- hafnasemi Sveins og samstarfs- manna hans að naumast muni á löngu liða þar til Klappargerði i Eiðaþinghá veröi endurborið i Arbæ. — mhg. Sveinn Einarsson kann handtökin við hleðslu torfbæja.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.