Þjóðviljinn - 05.08.1982, Page 16

Þjóðviljinn - 05.08.1982, Page 16
DWDVHHNN Fimmtudagur 5. ágúst 1982 Aba' <mi Þjóftviljans er 81333 kl. 9-20 mónudag til föstudags. UU..I þess tlma er hsgt aft ná i blaftamenn og aftra starfsmenn blaftsins f þessum slmum : Ritstjórn 81382, 81482 og 81527, umbrot 81285, ljósmyndir 81257. Laugardaga kl. 9-12 er hægt aft ná i af- greiftslu blaftsins 1 sima 81663. Blabaprent hefur slma 81348 og eru blaftamenn þar á vakt öll kvöld. Aðalsími 81333 Kvöldsími 81348 Helgarsími afgreiðslu 81663 Selavígin við Islandsstrendur Fjölmiðlar áttu ekkert að vita eða svo segir í skýrslunni sem lögð var til grundvallar seladrápinu Svo virðist sem hin margumtai- aða Hringormanefnd hafi ekki ætlast til að almenningur vissi mikið um þær fyrirætlanir sem nú eru orðnar heyrumkunnar, þ.e. að gengið skuli til stórfellds sela- dráps á selum um land allt. 1 skýrslu sem Erlingur Hauks- son liffræðingur sendi frá sér um ýmislegt sem varðar selastofninn við lsland, stærð hans og ekki sist hringorminn sem i selnum þrifst, er þess farið á leit við hringorma- nefnd að hún komi boðum um selaveiðarnar þannig fyrir að fjölmiðlar komi þar ekkert nálægt. Skýrslan, sem flokkast undir það sem kallast trúnaðar- mál, er geysiviðamikil en i loka- niðurstöðum sem undirritaðar eruaf formanni hringormanefnd- ar Birni Dagbjartssyni segir svo orðrétt: „Upplýsingum um að þessi verðlaun standi selveiðimönnum til boða er best að koma á fram- færi sem hljóðlegast þ.e.a.s. ekki i gegnum fjölmiðla. Hægt er að senda selveiðimönnum og þeim bændum sem hafa selveiðilagnir bréf eða tala við þá persónulega. Ákveðnir trúnaðarmenn nefndar- innar gætu einnig dreift upplýs- ingum til selveiðibænda.” Eins og allir vita hafa farið fram miklar umræður i fjölmiðl- unum um mál þetta, en sela- veiðarnar voru einhliða ákveðnar af hagsmunaaðilum i sjávarút- vegi. —hól. 33 miljón- ir til flug- vallar- mála / / i ar „Við höfum fengið á fjárlögum 33,1 miljón króna til flugvallar- mála og má segja að þeir pen- ingar hafi farið að mestu leyti I viðhald á gömlum flugbrautum, endurbyggingar og byggingar nýrra brauta,” sagði Pétur Einarsson varaflugmálastjóri þegar Þjóðviljinn hafði samband viðhann i gær. t kjölfar flugslyss- ins við Kistufell hefur farið af stað kröftug umræða um flug- vallarmál hér á landi. „Ef þú notar einkunnarskala upp i 10 á flugvellina, fá þeir hér á landi einkunnina 3,” sagði Pétur. Hann sagði að aðeins þrir flug- vellir gætu staðið undir nafni sem slikir. Fyrst og fremst er flug- völlurinn i Keflavik vel búinn. Reykjavikurflugvöllur er i lagi, þó ekki hafi tekist að halda honum við sem skyldi. Akur- eyrarflugvöllur á heldur ekki langt i það að kallast þokkalegur völlur. Kom fram hjá Pétri að undanfarin 3 ár hefur verið unnið mjög við að gera aðflug ur suðri mögulegt svo að vel sé og miðar framkvæmdum að þvi vel. Völlurinn á Sauðárkróki kemur sennilega næstur völlunum þrem sem áður voru taldir. Þar er um 2 km. löng flugbraut sem bundin verður 10% slitlagi seinnipart ágústmánaðar. Af öðrum meiriháttar fram- kvæmdum má nefna að radió- vitar hafa verið settir upp á Gjögri og við Bakkafjörð. Þá er unnið að flugstöðvarbyggingu á Húsavik og Hornafirði. Ekki verður lagt bundið slitlag á flug- velli á landinu á þessu ári nema á Sauðárkróki. 1 Eyjum hafa á undanförnum árum staðið miklar framkvæmdir við flugbrautir og flugstöðvarbyggingu og sagði Pétur völlinn þar gjalda þess að þar væri ekki bundið slitlag. Möl- in á vellinum færi illa með skrúfur og búk flugvéla. hól. Dýri Guðmundsson i harðri baráttu við Norman Whiteside og fleiri f leik Vals og Manchester United i gærkvöldi. Mynd:—eik Frá blaðamannafundi vegna útgáfu bókarinnar: F.v.: Einar Laxness, forseti Sögufélagsins, Zophanias Pálsson skipulagsstjóri og Páll Lfndal, höfundur bókarinnar. Ljósm.: eik. Ný bók komin út um sögu skipulagsmála: Bæirnir byggjast Bæirnir byggjast hcitir bók sem út koin i gær eftir Pál Lindal og er ihenni fjallað um þéttbýlismynd- un og skipulagsmál á islandi til 1938. Það er Skipulag rikisins og Sögufélagið sein gefa bókina út i sameiningu. Tilefni bókarinnar er 60 ára af- mæli skipulagslaganna frá 1921. Ritið er 432 siður að lengd i stóru broti með myndum og uppdrátt- um. 1 ritinu er sagt frá upphafi þéttbýlismyndunar á Islandi og umræðum sem urðu á alþingi um löggildingu nýrra verslunar- staða. Þá segir frá fyrstu skrifum Islendinga um skipulagsmál og frá löggjöf um það eíni. Lýst er viðhorfum skipulagsnefndar- manna, einkum Guðmundar Hannessonar, til skipulagsmála og siðan segir ýtarlega frá skipu- lagssstörfum vegna hinna ýmsu þéttbýlisstaða en alls er fjallað um 49staði. —GFr Best var ekki nóg fyrir Val Ekki tókst Norður-lranum heimsfræga, George Best, að koma i veg fyrir stórsigur enska knattspyrnuliðsins, Manchester United, á Valsmönnum á Laugar- dalsvellinum i gærkvöldi. United sigraði 5:1, en auk Best léku Jó- hannes Eðvaldsson og Janus Guðlaugsson meö Val. 1 samtali við Þjóðviljann eftir leikinn, skýrði Best frá þvi aö hann hygð- ist opna knattspyrnuskóla i Eng- landi á næstu mánuðum og sjá til þess að þangað yrði boðið ungum knattspyrnumönnum frá Evrópu og Ameriku og væri m.a. verið að gera ráðstafanir til þess að is- lenskir drengir ættu þess kost að njóta leiðsagnar sinnar og fleiri þekktra knattspyrnumanna. Sjá nánar íþróttir bls. 11 Umferðarslys 1981: Konur sleppa betur Ljóst er af nýútkom- inni skýrslu umferðar- ráðs að konur virðast sleppa betur við umferð- arslys en karlar. Alls slasaðist 731 maður í umferðinni 1981, þar af létust 24. Þetta voru karlar i 449 tilvikum, en konur i 253. 225 ökumenn bifreiða slösuðust 1981, 14 öku- menn bifhjóla, 54 öku- menn vélhjóla og 46 hjólreiðamenn slösuðust þetta ár. Fótgangandi vegfar- endur sem slösuðust voru 130, en slasaðir far- þegar hinna ýmsu öku- tækja voru 238. 1981 varð ekkert bana- slys i umferðinni i febrú- ar, og april. Hinsvegar létust 5 i ágústmánuði. —hól.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.