Þjóðviljinn - 13.08.1982, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 13.08.1982, Blaðsíða 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 13. ágúst 1982 UOBVIUINN Máigagn sósíalisma, verkalýds hreyfingar og þjódfrelsis Ctgefandi: Útgáfufélag Þjóöviljans. Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann Kitstjórar: Árni Bergmann, Einar Karl Haraldsson, Kjartan Ölafsson. Fréttastjóri: Þórunn Siguröardóttir. I nisjónarmaöur sunnudagsblaös: Guðjón Friðriksson. Auglýsingastjóri: Svanhildur Bjarnadóttý-. Afgreiöslustjóri: Baldur Jónasson Blaöamenn: Auöur StyrkársdóHir, Helgi Ólafsson Maenús H. Gislason, olaíur Gislason, Óskar Guömundsson, Sigurdór Sigurdórsson, Sveinn Kristinsson, Valþór Hlöðversson. íþróttalréttaritari: Viöir Sigurösson. Úllit og hönnun: Andrea Jónsdóttir Guöjón Sveinbjörnsson. l.jósmyndír:Einar Karlsson, Gunnar Eiisson. Ilandrita- og prófarkalestur: Elias Mar. Trausti Einarsson. Auglvsingar: llildur Kagnars, Sigriöur H. Sigurbjörnsdóttir. Skrifstofa: Guörún Guövaröardóttir, Jóhannes Haröarso'n. Afgreiösla: Bára Siguröardóttir, Kristin Pétursdóttir. Sfmavarsla: Sigriöur Kristjánsdóttir, Sæunn óladóttir. Ilúsmóöir: Bergljót Guðjónsdóttir. Bflstjóri: Sigrún Báröardóttir. Innheimtumenn: Brynjóllur Vilhjálmsson, Gunnar Sigúrmundsson. Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir. Útkeyrsla. afgreiösla og auglýsingar: Sfðumúla 6, Keykjavik, simi 81333 Prentun: Blaöaprent hf. Eitt heildsöluverð á raforku • Þaö hefur lengi veriö stefnumál Alþýðubanda- lagsins að öll meiriháttar raforkuöflun i landinu og dreifing orkunnar eftir helstu stofnlínum yrði á einni hendi, og þá ekki síst með tilliti til þess, að með þeim haetti væri unnt að tryggja sama heildsöluverð á raf- orku um allt land. • Innan skamms verður lokið því mikla verkefni, sem hófst fyrir tæpum áratug, fyrir forgöngu þáver- andi iðnaðarráðherra, Magnúsar Kjartanssonar, að leggja stofnlínur til raforkuf lutnings hringinn í kring- um landið, svo landið allt yrði eitt samtengt orku- veitusvæði. • Þegar hafist var handa um þetta mikla verk, mætti sú ákvörðun verulegri andstöðu, og mörg háðs- yrði um fyrsta áfangann voru borin fram á opinber- um vettvangi. Nú telja hins vegar allir, að þarna haf i verið um sjálfsagðar og bráðnauðsynlegar fram- kvæmdir að ræða, þar sem byggðalinurnar eru. • I fyrradag undirritaði svo Hjörleifur Guttorms- son, iðnaðarráðherra samning við Landsvirkjun þar sem því er slegið föstu, að Landsvirkjun taki við rekstri byggðalínanna frá næstu áramótum, og að frá sama tíma skuli heildsöluverð á raforku vera eitt og hið sama til dreif ingaraöila um land allt, hver svo sem afhendingarstaöurinn er. Með þessum samningi er einnig frá því gengið, að Landsvirkjun taki að sér aö reisa og reka þær nýju stórvirkjanir, sem heimild- arlög hafa verið samþykkt um á Alþingi og ætlunin er að reisa á þessum áratug, Blönduvirkjun og Fljóts- dalsvirkjun. • Með samningnum er stigið mjög stórt skref í skipulagsmálum raforkuiðnaðarins, sem væntanlega mun leiða til verulega aukinnar hagkvæmni auk þess að tryggja sama heildsöluverð á raforku um land allt. Hins þarf svo jafnframt að gæta, að fulltrúar hinna ýmsu landshluta eigi þess kost, að hafa áhrif á stjórn- un mála hjá Landsvirkjun með beinum eða óbeinum hætti. • Rekstur Landsvirkjunar hef ur allt til þessa verið miðaður eingöngu við virkjanir sunnan jökla og orku- búskapinn á suðvesturhorni landsins. Þegar hinn nýi samningur kemur til framkvæmda má hins vegar segja, að landið allt verði starfssvæði Landsvirkjun- ar, enda þótt einstakar rafveitur, svo og Rafmagns- veitur ríkisins og Orkubú Vestf jarða muni áf ram ann- astdreifingu raforkunnar til notanda frá afhending- arstöðum Landsvirkjunar í hinum ýmsu landshlutum. Þannig er það fyrst nú sem fyrirtækið Landsvirkjun verður réttnefnd landsvirkjun. • Sá samningur sem nú hefur verið gerður er í öll- um höfuðatriðum hliðstæður þeim samningi, sem felldur var í borgarstjórn Reykjavíkur fyrir tæpum þremur árum af fulltrúum Sjálfstæðisflokksins og einum f ulltrúa Alþýðuf lokksins, en samþykki borgar- stjórnar þarf að koma til, vegna þess, að Reykjavík- urborg er beinn aðili að Landsvirkjun. • Nú virðist hins vegar Ijóst að ráðamenn Sjálfstæð- isflokksins hafi skipt um skoðun og er það fagnaðar- efni. Hinn nýi samningur markar augljós þáttaskil i skipulagsmálum raforkuiðnaðarins, og hefur kostað mjög mikla undirbúningsvinnu. • Það er hins vegar hlálegt að sjá í forystugrein Morgunblaðsins í gær, — einmitt daginn ef tir að þess- um sögulega áfanga var náð í skipulagsmálum raf- orkuiðnaðarins, — beðið um þó ekki væri nema ,,eins og eina ákvarðanatöku" upp úr skýrslum iðnaðarráð- herra. • En Morgunblaðið hefur nú oftar kunnað að setja kíkinn fyrir blinda augað, og er þess skemmst að minnast, að blaðið talaði hæst um aðgerðarleysi iðn- aðarráðherra, einmitt um það leyti í vor, sem Alþingi var að samþykkja tillögur Hjörleifs og ríkisstjórnar- innar um mun stærra átak í virkjanamálum hérlendis en nokkru sinni fyrr. • Og Morgunblaðið lætur sig heldur ekki muna um það í gær, að birta nafnlausa lygafrétt um það, að nú muni Ijóst að Blönduvirkjun seinki um eitt ár til 1986 eða 1987, enda þótt allir sem eitthvað hafa með þess- um málum fylgst viti, að aldrei hefur staðið til að Blönduvirkjun kæmist í gagnið fyrr en einmitt síðla árs 1986 eða á árinu 1987. —k. klrippt Staðarval fyrir álver 1 desember siðastliðinn fól Iðnaðarráðuneytið staðarvals- nefnd að gera hagkvæmniat hugun á staðarvali hugsanlegs álvers á tslandi. Fyrsta áfanga- skýrsla nefndarinnar kom út i siðasta mánuði. Er hún gefin út með fyrirvara um frekari upp- lýsingaöflun varðandi ýmis háttúrufarsleg og félagsleg skil yrði, en niðurstöður nefndar- innar eru eftir fyrstu athugun þær, að af tiu stöðum sem at- hugaðir voru fylli 7 lágmarks skilyrði, en 5 staðir eru að mati nefndarinnar vænlegastir: Geldinganes, Helguvik/Voga- stapi, Dysnes i Arnarneshreppi við Eyjafjörð og Flekkuvik á Reykjanesi norðanverðu, mið- svæðis á milli Hafnarfjarðar og Keflavikur. t niðurlagskafla skýrslunnar segir m.a.: „Sjö þeirra 10 staða sem hér hafa verið teknir til athugunar fullnægja þeim lágmarksskil- yrðum sem gera verður um meginþættina tvo, annars vegar vinnumarkað, hins vegar hafnarskilyrði i tengslum við landrými. Þrir athugunarstaðir, Arskógsströnd, Þorlákshöfn og Grundartangi fullnægja þessum skilyrðum ýmist alls ekki eða þá tæplega...” Eyjafjörður eða Suður- nes? ,.,,Sé nú vikið að hinum stöð unum sjö, þá mælir vissulega ýmislegt með staðarvali i Glæsibæjarhreppi. Á móti mæla fyrst og fremst mengunaráhrif sem taka á sig mynd aukins rekstrarkostnaðar ef draga á úr þeim niður fyrir þau mörk, sem liklega yrðu talin eðlileg. Sé gert ráð fyrir slikum meng- unarvörnum kemur fram mark- tækur munur á rekstrarkostnaði miðað við aðra staði i þessari athugun. Sérstaða Glæsibæjar- hrepps gagnvart umhverfis- áhrifum orsakast annars vegar af þvi hve innarlega við Eyja- fjörð staðurinn er og hve þröngur fjörðurinn er þar, og hins vegar af þvi að blómlegur landbúnaður (nautgriparækt) er alveg á næstu grösum við hugsanlegt verksmiðjustæði. Við þetta bætist að allt bendir til þess að veðurskilyrði séu þannig að mengunarefni i lofti beinist fyrst og fremst yfir byggð (inn og út meö firðinum) þar sem þau kunna að valda skaða á beitilandi og heyfeng og siðan á búfé sem kynni að nærast að miklu leyti á sliku menguðu fóðri. Ýmislegt bendir til þess að staðarval fyrir álver i Glæsibæjarhreppi yrði umdeild- ara en á flestum öðrum stöðum. Hvað sem þvi liður telur staðar- valsnefnd þau rök sem felast i landfræðilegum staðháttum nægja til þess að Glæsibæjar- hreppur komi ekki til greina fyrir álver að svo stöddu enda aðrir staðir á þessum slóðum álitlegir eins og fram kemur hér á eftir. Fjárhagslega gæti verið hag- kvæmt að reisa nýtt álver i STKAUMSViK að vestanverðu, miðað við aðra staði sem hér er um fjallað. Hins vegar er ógern- ingur að ræða slikar hugmyndir án þess að haft sé i huga að nú- verandi álver i Straumsvik kann að verða stækkað fyrr eða siðar. Slik stækkun er i rauninni eðlilegri kostur en að byggja nýtt álver, svo framarlega sem hagkvæmir samningar náist, m.a. um nýtingu á þeirri að- stöðu sem fyrir er á staðnum. t þessu samhengi má ekki heldur gleymast að þarna er talin all- nokkur hætta á náttúruham- förum, nánar tiltekið eldgosum og hraunrennsli. Staðarvals- nefnd telur þvi áhættusamt að hafa tvö álver saman á slikum stað. 5 kostir vænlegir Að ofangreindum fimm stöðum slepptum standa eftir aðrir fimm sem gætu allir hentað fyrir stóriðju. Að þvi er best verður séð á þessu stigi máls er fyrirsjáanlegur kostn- aðarmunur milli þessara staða vegna áþreifanlegra landfræði- legra atriða (hafnar, lóðar, mengunarhættu o.s.frv.) svo lit- ill að hann er varla marktækur sem forsenda ákvarðana. Mis- munur vegna áhrifa vinnu- markaðar á stofnkostnað er hins vegar væntanlega nokkur og gæti ásamt endanlegum Úr kerskála i Straumsvik. kröfum um mengunarvarnir á hverjum stað ráðið talsverðu um lokaniðurstöðu um hag- kvæmni nýs álvers. Ef frekara val milli staða er nauðsynlegt að svo stöddu mun það þó lik- lega ráðast af öðrum atriðum, svo sem sérstökum umhverfis- sjónarmiðum, atvinnumálum og byggðamálum, sem staðar- valsnefnd telur að verulegu leyti utan við verksvið sitt. Engu að siður skal hér farið nokkrum orðum um hvern stað um sig. Alver i GELDINGANESI gæti orðið tiltölulega ódýrt i byggingu og rekstri en það færi þó eftir þeim kröfum sem gerðar yrðu að lokum um meng- unarvarnir (hreinsun á ker- skálalofti: III. stigs hreinsun). Þess ber að geta að Geldinganes er á náttúruminjaskrá. Nálægð við núverandi og fyrirhugað þéttbýli veldur þvi að staðar- valsnefnd sýnist þessi staður óliklegri en þeir sem taldir eru hér á eftir. IIELGUVÍK og VOGA- STAPI eiga að sjálfsögðu sitt- hvað sammerkt i þessari at- hugun. Fyrrnefndi staðurinn virðist ivið hagkvæmari i krónum talið en þar er hins vegar við landþrengsli að etja, ef gert er ráð fyrir að land norðan marka Keflavikur og Gerðahrepps sé ekki til ráðstöf- unar vegna þess að þar sé um svo nefnt varnarsvæði að ræða. Báðir staðirnir eru einnig nær þéttbýli en æskilegt kann að teljast, einkum þó sú lóð við Helguvik sem hér er miðað við. Hafnarskilyrði þyrfti að kanna betur við Vogastapa, og er fyrirhugað að gera það i sumar. iEf Helguvik yrði fyrir valinu þyrfti að leggja háspennulinu milli kaupstaðar og flugvallar fyrir ofan Keflavik og er það nokkur ljóður á þvi staðarvali. Þá er þess að geta að skipulags- má! á þessum slóðum eru bæði erfið viðfangs og i óvissu m.a. vegna þess hvernig mörk liggja milli sveitarfélaga. Arnarneshreppur viö Eyjaf jörö ARNAKNESHKEPPUR (Dysnes) er að mati staðar valsnefndar álitlegasti athug- unarstaðurinn utan Suðvestur- lands. Er þvi ljóst að afstaða manna til þessa staðar mun að talsverðu leyti ráðast af byggðarsjónarmiðum sem nefndin telur að mestu utan sins verkahrings, svo sem áður var sagt. Hitt telur hún sér skylt að benda á að Eyjafjörður er það byggðarlag sem næst er hugsanlegum stórvirkjunum á Austurlandi af þeim sem koma til álita fyrir álver i nánustu framtið. Eigi að nýta vatnsorku Austurlands i verulegum mæli virðist þvi liklegt að menn hugsi fyrr eða siðar til stóriðju i Eyja- firði. Staðarvalsnefnd vill þó leggja á það sérstaka áherslu að hún telur ekki koma til greina að reisa stóriðjuver i Eyjafiröi né annars staðar nema með samþykki heimamanna. Nefnd- in telur athugunarsvæðið við Dysnes i Arnarneshreppi vera þann stað við Eyjafjörð sem helst kemur til álita fyrir stór- iðju á borð við álver. Annars vegar verður að ætla að staður- inn sé nægilega utarlega við fjörðinn til þess að verulega dragi úr mengunarhættu. Hins vegar er hann ekki utar en svo að hafnarskilyrði versna ekki til muna. Sums staðar i hreppnum eru þau raunar með þvi besta sem gerist á landinu. Einnig er staðurinn innan viðunandi fjar- lægðar frá vinnumarkaðnum á Akureyri. Vegna landfræðilegra skilyrða við Eyjafjörð er hins vegar sérstök þörf á að rann- saka sem best veðurfar og lif- riki á þessum slóðum og hefur staðarvalsnefnd þegar hlutast til um slikar athuganir vegna almennra verkefna sinna. Einnig þarf siðan að gera likan- útreikninga á sennilegri dreif- ingu megnunar frá álveri á þessum stað. Niðurstaða slikra athugana kynni að verða á þá leið að þörf væri á að hreinsa kerskálaloft i álverinu, annað- hvort strax frá þvi að rekstur hefst, eða þá síðar eftir að reynsla væri fengin af flúor- magni og dreifingu þess. Þá má búastvið að byggingakostnaður álvers yrði eitthvað meiri i Eyjafirði en á Reykjavikur- svæðinu. Að öllu samanlögðu telur nefndin fulla ástæðu til að halda áfram að kanna mögu- leikana á þvi að reisa álver á þessum stað, jafnframt þvi sem fram fari umræða um málið bæði i Eyjafirði og annars staðar á landinu. U m VATNSLEYSUVÍK (Flekkuvik) er það að segja að nefndin hugsar sér að álver þar yrði gildur þáttur i atvinnulifi á Suðurnesjum, t.d. með þvi að rekst. inumyrði hagað þannig að vcrksmiðjan gæti jöfnum höndum sótt vinnuafl sunnan með sjó og innan frá Hafnarfirði eða þar i kring. Staðurinn hefur þann kost að aðrir landnýt- ingarhagsmunir eru þar i lág- marki og hugsanleg mengun gæti þvi varla valdið verulegu tjóni. Þar við bætist að veður- og landslagsskilyrði eru með þeim hætti að mengun i lofti dreifist mjög. Ef eingöngu væri litiö á málið frá sjónarmiði um- hverfisverndar væri þetta þvi álitlegasti staðurinn. Ovissa varðandi Vatnsleysuvik stafar fyrst og fremst af þvi að þekk- ingu skortir á hafnarskilyrðum en úr þvi verður bætt i sumar eftir föngum með fyrirhuguðum sjómælingum á vegum staðar- valsnefndar. Að lokum leggur staðarvals nefnd til að haldið verði áfram, sem næst jöfnum höndum, at- hugunum og umræðu um þá fimm staði sem siðast voru nef- ndir: Geldinganes, Helguvik. Vogastapa, Vatnsleysuvik, og Arnarneshrepp. Vegna óvissu um tiltekin atriði væri óhyggi- legt að brjóta nú þegar ein- hverjar brýr að baki sér varð- andi einhvern þessara staða. 09 skorriö

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.