Þjóðviljinn - 13.08.1982, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 13.08.1982, Blaðsíða 14
14 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 13. ágúst 1982 AðMymring aldraðra Út er komin hjá Iöunni bókin Aöhiynning aldraðra eitir Sol- veigu Jóhannsdóttur, hjúkrunar- kennara. Veitir bókin viðtæka iræðslu um ýmisieg vandamál og sjúkdóma, sem íylgt geta ellinni og hvernig viö þeim skuli brugð- ist. Aðhlynning aldraöra skiptist i fimm aöalkaí la sem heita: Öidr- unarlræði. Heilsuvernd. Ellisjúk- dómalræöi. Aöiilynning aldraöra og Hjúkrunar- og dvalarheimili aldraðra. Settar eru lram ýmsar spurningar og bent á verkeíni, sem vekja til umhugsunar um máleini aldraöra og benda á leiö- ir til umræöna um þau. i bókinni eru margar skýringarmyndir, sem Kut K. Sigurjónsdottir hjúkr- unarkennari lieiur gert. Aöhlynning aldraöra er óörum þræöi samin sem kennslubók handa sjúkraliöanemum en jal'n- íramt mun hún reynast gagnleg öllum þeim, sem sinna sjúkum gamalmennum, livort heldur er a heimilum eöa öldrunardeildum. Þess er og aö vænta, aö aldraöir geti sjáliir halt mikil not al lestri bókarinnar. Solveig Joliannsdóttir, hölund- ur bókarinnar, helur vei iö kenn- ari viö Hjúkrunarskóla Islands i mörg ár og við Kjölbrautaskólann i Breiðholti frá þvi hann tók til staría. Aðhlynning aldraðra er 130 bls., prentuð i Odda. —mhg Aðhlynning aldraðra IÐUNN Solvelg Jóhannsdóttlr ALÞYDUBANDALAGIÐ Alþyðubandalagiðá Vestf iörðum — Kjördæmisráðstefna Kjördæmisráðstelna Alþýðu- bandalagsins á Vestfjörðum verður haldin í Keykjanesi við isaljarðardjúp dagana 28. og 29. ágúst. Káðslefnan liefst kl. 2 eítir hádegi laugardaginn 28. ágúsl. Dagskrá ráöstefnunnar er á þessa leiö: 1. Stjórnmálaviöhorfiö, 2. Sjáv- arútvegsmál, 3. Byggöamál á Vestfjöröum, 4. Félagsstarí Ai- þýðubandalagsins á Vestljöröum, 5. Önnur mál. Framsögumenn á ráöstelnunni eru Guðvarður Kjartansson, Flateyri, Gestur Kristinsson, Súgandaliröi, Kjarlan Ölafsson, ritstjóri og Skúli Aiexandersson, alþingismaöur. Alþýöubandalagsfélögin á Vestfjöröum eru hvött til aö kjósa íulltrúa á ráöslefnuna sem allra fyrst. Stjórn kjördæinisráðsins Kja rtan Skúli Tílkynnlng tll sölu- skattsgreiðenda Athygli söluskattsgreiðenda skal vakin á þvi, að gjalddagi söluskatts fyrir júlimán- uðer 15. ágúst. Ber þá að skila skattinum til innheimtu- manna rikissjöðs ásamt söluskattsskýrslu i þririti. Fjármálaráðuneytið í). ágúst 1!)82. PÓST- OG SÍMAMÁLASTOFNUNIN ráða LlNUMANNSNEMA við jarðsimadeild simstöðvarinnar i Reykjavik sem fyrst. Nánari upplýsingar verða veittar hjá starfsmannadeild. Auglýsingasíminn er 8-13-33 MOBVIUINN SéráSit Ólafs Framhald af bls. 10. Það er misjafnlega langur timi sem getur liðið, þar til ljóst verður hvort þessar forsendur eru réttar eða rangar. Þegar næsta haust eöa á komandi vetri gæti þó orðiö ljóst, að hin fyrsta þessara forsendna er röng. Úrskurður um hina þriöju veröur hins vegar að biða i nokkur ár. Þegar slikt óvissutimabil fer i hönd, er rangt að taka óaftur- kallanlegar ákvarðanir. Skyn- samlegar ákvarðanir verður að miða við eðli forsendnanna. Áöur en vikið veröur aö formlegri til- lögu undirritaðs, skal vakin at- hygli á þvi, aö auk hæpinna for- sendna, sem hönnun flug- stöðvarinnar er byggð á, er ljóst, að bæði gerö og stærð fyrirhug- aðrar flugstöðvarbyggingar er með þeim hætti, að margvislegir erfiðleikar eru samfara þvi að reisa þá tegund fiugstöðvar á Keflavikurflugvelli, sem nú hefur verið hönnuö. „Bókarlaglð” óhagkvæmt Á Norðurlöndum og viðast hvar i Bretlandi og á meginlandi Evrópu hafa verið byggðar flug- stöðvar þar sem hver álman eða armurinn tengist öðrum. Mjög auðvelt er að stækka slikar byggingar, el aukinn farþega- fjöldi knýr á um slika stækkun og reisa þær i áföngum eítir þörfum flugsins á hverjum tima. Þessar flugstöðvar likjast þvi, svo notað sé almennt málíar, að einn kass- inn sé tengdur við annan. Flug- stöðvarnar i Kaupmannahöfn, Osló, Stokkhólmi, Glasgow, London og Luxemburg eru ágæt dæmi um slikar tegundir ílug- stöðva, en flestir Islendingar, sem ferðast til Norðurlanda og Evrópu, þekkja þessar byggingar af eigin raun. — Við hönnun fyrirhugaðrar flugstöðvar á Keflavikurflugveili, var hins vegar valin allt önnur tegund af flugstöð og mun sjald- gæfari i okkar heimshluta. Þessi flugstöð minnir, svo notaö sé almennt málfar, einna helst á bók, sem opnuð er, og reist á borði á þann hátt, að kjölurinn snýr upp. Slika flugstöð verður að reisa alla i einu, þvi byggingar- lagið myndar samfellda heild. Þar er ekkert áfangaval varðandi aðalhluta byggingarinnar. Að visu má reyna aö innrétta bygginguna i áföngum, en slik áfangaskipting er þó verulegum erfiðleikum háð, eins og fram hefur komið i athugunum nefndarinnar. Allt eða ekkert Með þvi að velja þá tegund af flugstöðvarbyggingu sem hönnuð hefur verið á Keflavikurflugvelli, er mönnum nánast strax i upphafi stillt lrammi fyrir afdráttar- lausum kostum: „Allt eöa ekkert”. Flestar aðrar flug- stöðvarbyggingar i Evrópu fela hins vegar i sér margvislega möguleika á áfangaskiptingu, þar sem fyrst er reist aðeins ein álman, eða einn armur byggingarinnar, og siðan annarri álmu bætt við nokkrum, eða jafn- vel mörgum árum seinna, eftir þvihvort íramtiðarþróun flugsins leiðir i ljós aukna þörl' á húsrými. Rými nýtist illa „Bókarlagið” á hinni fyrir- huguðu flugstöðvarbyggingu hefur einnig i för meö sér að veru- legt rými i byggingunni nýtist mjög illa. Þetta sést best þegar borin er saman lermetrastærð og rúmmetrastærð þessarar byggingar við ýmsar aðrar stór- byggingar hérlendis. Þjóðarbók- hlaðan er t.d., ef mælt er i fer- metrum, álika stór og flugstöðin á að vera, án nýtingar á þakrými og leiðslukjallara, en flugstöðin er hins vegar rúmlega 100% stærri að rúmmetrafjölda. Annað dæmi er Tollhúsið, sem, ef mælt er i fermetrum nýtanlegs rýmis, er 50% stærri en aðalbygging og landgangar flugstöðvarinnar, en flugstöðin er i heild engu að siður nærri 200% stærri en Tollhúsið, ef mælt er i rúmmetrum. Þegar flugstöðin yrði fullnýtt, væri hún tvöfalt stærri en Hús verslunar- innar að nýtanlegu rými, en þó sést ekki öll stærð Húss versl- unarinnar frá götu, þar eð veru- legur hluti byggingarinnar er neðanjarðar. Þannig má nefna ýmis fleiri dæmi. Enginn mælikvarði til á minnstu stærð Það er ljóst að sú tegund flug- stöðvar, sem valin hefur verið til hönnunar, er bæði óhagkvæm að stærð og veitir ekki samskonar möguleika á sveigjanlegri áfangaskiptingu og flestar aðrar flugstöðvar i Evrópu. Má i þessu sambandi benda á, að i viðræðum við byggingarnefnd kom fram, að nefndin treysti sér ekki til að segja, hvað væri hugsanleg „minnsta stærð af flugstöð”, þar eð slikur mælikvarði lægi ekki fyrir. Þvi er sú spurning itrekuð, hvort Islendingar þurfi að reisa flugstöð, sem sé svo stór, að hún sé helmingur af nýtanlegu flatar- máli af aðalbyggingu DeGauile flugstöðvarinnar i Paris, sem Frakkar reistu til að anna ein- hverri mestu flugumíerð sem þekkist i álfunni — og er þó nýtan- legt rými hér undanskilið i þeim samanburði, en flugstöðin yrði rúmlega 2/3 af stærð aöalbygg- ingar De Gaulle, ef þaö yrði tekið með. Er rétti timinn til að vera svo stórhuga, þegar farþegafjöldi Flugleiða hefur á undanförnum árum hrapað úr rúmlega 400.000 niður i 270.000 og þáttlaka okkar i samkeppnisfluginu yfir Atlants- hafið kann aö verða úr sögunni innan fárra ára? Til viðbótar þeim atriðum, sem hér hala verið nefnd, er rétt að vekja athygli á þvi, að þeir út- reikningar sem geröir hafa verið um rekstarhagkvæmni bygg- ingarinnar eftir að hún hefur verið tekin i notkun byggjast á þvi, að enginn fjármagnskostn- aður er tekinn með i útreikn- inginn. Rökin fyrir sliku eru þau, að hér sé um opinbera byggingu að ræða, likt og skóla, sjúkrahús og aðrar opinberar byggingar. Slik rök verða þó ekki talin gild, þar eð i nær allri byggingunni á vera til starfsemi fyrirtækja, sem annast almennan rekstur, bæði flugfélaga, verslana, banka, veit- ingahúss og fjölmargra annarra aðila, sem byggja alkomu sina á eðlilegum viðskiptagrundvelli. Þótt hið opinbera hafi forgöngu um að reisa flugstöðina, er henni ætlað að hýsa almenna viðskipta- starfsemi en ekki þjónustu. Ljóst er, að eigi að reikna fjármagns- kostnað af flugstöðvarbygging- unni á sama hátt og fjármagns- kostnað annarra bygginga þeirra viðskiptaaðila, sem starfsemi eiga að hafa i byggingunni, mun rekstur byggingarinnar, þegar hún er fullbúin verða með þeim hætti, að árlega verður verulegt tap á rekstrinum. Það blasir þvi við, að hið opinbera verður annað hvort að gefa þessum viðskipta- aðilum fjármagnskostnaðinn að öllu leyti eða greiða árlega veru- legan halla af rekstrinum. Önnur og minni flugstöð i ljósi þess sem hér hefur verið sagt, er undirritaður andvigur þvi, að sú tegund flugstöðvar, sem hönnuð heíur verið, verði reist á Keflavikurflugveíli. Ég legg hins vegar til, að i hennar stað verði byggð önnur og minni flugstöð, sem feli i sér möguleika á hagkvæmari áfangaskiptingu og sé i meira samræmi við raun- hæfar forsendur um framtiðar- þróun i islenskum flugmáium og tengist framkvæmd heildar- áætlunar um nauösynlegar úr- bætur i flugmálakeríi landsins alls. Nýjar hönnunarforsendur Við hönnun slikrar byggingar verði tekið mið af eftirfarandi: 1. Framtiðarþróun farþegafjölda á Keflavikurflugvelli er mjög óviss. í upphafi nægir að miða bygginguna viö tæplega 300 þúsund farþega sem algert hámark á þessum áratug, og ber þó að hafa i huga að þróun- in gæti eins orðið á þann veg, að tæplega 200 þúsund farþegar yrði raunveruieikinn innan fárra ára. 2. Óvist er, aö Keflavikurflug- völlur verði á næsta áratug miðstöð millilandaílugs íslend- inga. 3. Tegund byggingarinnar verði samskonar og ílugstöðvanna i Kaupmannahöfn Osló, Stokk hólmi, London, Glasgow, Luxemburg, og íeli i sér mögu- leika á áíangaskiptingu og nýjum álmum eítir þörfum á hverjum tima. 4. Gerð fyrsta áfanga byggingar- innar, verði miðuð viðþá stefnu að innan fárra ára verði reistar forbyggingar flugstöðva, bæði á Keflavikurflugvelli og Keykjavikurflugvelli. Verði þeim byggingum ætlaö að ráða bót á ástandinu sem rikir á báðum flugvöllunum uns fram- tiðarskipun flugmála hefur skýrst á seinni hluta þessa ára- tugs. Miðað við slikt eðli fyrsta áfanga byggingarinnar, ætti að vera hægt að ljúka henni á fáeinum árum, i stað þeirra 10—16 ára, sem óhjákvæmilegt er að taki að reisa þá tegund af byggingu, sem nú hefur verið hönnuð á Keflavikurllúgvelli. 5. Bygging flugstöðvarinnar taki mið af forgangsröð verkefna i islenskum llugmálum og verði samræmd áætlun um heildar- úrbætur i islenskum flug- málum þar sem nauðsyn bættr- ar öryggisþjónustu og aðrar framkvæmdir, sem Flugráð hefur lagt rika áherslu á, skipi jafnháan sess og bygging flug- stöðvar. A grundvelli framangreindra röksemda, er það tillaga min, að þeim fjármunum, sem ákveðið var i fjárlögum að verja i þágu flugstöðvar á Keflavikurflugvelli, verði variö til að hanna aðra og minni flugstöð, hagkvæmari og hentugri flugstöð sem samræmist betur raunveruleikanum iþróun. — e.k.h. v^rmir, Afgreiöum einangrunar plast a Stör Reykjavikur^ svceóið frá mánudegi föstudags. Afhendum vöruna á byggingarst vidskipta J mönnum aó kostnaóar lausu. Hagkvœmt verö og greiösJuskil málar vió fiestra JH hœfi. einangrunai ^Hplastið I ramleiAskivor u r pipuetnangrun ~^og skrufbutar Blikkiðjan Ásgarði 7, Garðabæ Önnumst þakrennusmiði og uppsetningu — ennfremur hverskonar blikksmíði. Gerum föst verðtilboð SIMI 53468

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.