Þjóðviljinn - 13.08.1982, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 13.08.1982, Blaðsíða 11
Föstudagur 13. ágúst 1982 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 11 íþróttir Knattspyrna um helgina: Úrslita- liðin mætast á Skaga Heil umferð verður i hinni æsi- spennandi 1. deildarkeppni i knattspyrnu um helgina. Fjórir leikir verða á laugardag: IA og ÍBK leika á Akranesi kl. 14.30 en þessi lið leika einmitt til úrslita i bikarkeppninni eftir hálfan mán- uð. KA og ÍBÍ mætast á Akureyri kl. 14, Valur og ÍBV á sama tima á Laugardaisvellinum. og kl. 16 eigast Breiðablik og Vikingur viö á Kópavogsvellinum. A mánu- dagskvöldið kl. 19 leika svo Fram og KR á Laugardalsvelli. í 2. deild leika á laugardag Vöslungur-Skaliagrimur, FH - Þróttur R, Þróttur N-Njarðvik og Reynir S-Þór A. A sunnudag mæt- ast Fylkir og Einherji og hefjast allir leikirnir kl. 14. 13. deild leika i kvöld kl. 19 Við- ir-Selfoss og IK-Haukar. A morg- un Snæfell-Vikingur 0, Austri - Tindastóll, Magni-Huginn, HSÞb-Sindri og Arroðinn-KS. Grindavik og HV mætast svo á sunnudag en þetta er lokaumferð- Það verða án efa margir knettir á lofti um helgina. Mynd: —gel in i deiidinni. Tveir leikir verða i úrslita- keppni 4. deildar á sunnudag. Stjarnan og Þór Þorlákshöfn leika i Garðabæ og Valur-Leiftur frá Ólafsfirði á Reyðarfirði. —VS 3. deild B; Strákamir úr Sindra úr neðsta sætinu Ungu strákarnir i Sindra frá Iiornafirði eiga nú alla mögulei’ia á að halda sæti sínu i B-riðli 3. deiidar í knattspyrnu eftir að hafa átt á brattann að sækja i sumar. A þriðjudagskvöldið fengu þeir HSÞ-b i heimsókn og sigruðu 2:0 með mörkum Halldórs Árnasonar og Elvars. KS fékk dýrmætt stig i riðlinum sama kvöld á Eskifirði gegn Austra i 1:1 jafntefli. Ólafur Agn- arsson skoraði mark KS en Sigur- jón Kristjánsson fyrir Austra. Blikadagur á morgun Blikadagurinn ’82 verður á morgun, laugardaginn 14. ágúst, i umsjá knattspyrnudeildar Breiðabliks i Kópavogi. Dagskrá- in verður mjög fjölbreytt og stendur linnulitið frá 11 um morg- uninn til kl. 2 um nóttina. Að „Blikastöðum” verður kaffisala og fleira frá 11 til 14.45, á Smára- hvammsvelli knattspyrnudag- skrá frá 11.30 til 14.30 og hún fær- ist siðan yfir á aðalleikvanginn kl. 15. Kl. 16 hefst þar leikur Breiða- bliks og Vikings i 1. deild. Um kvöldið verður svo dansleikur i Félagsheimili Kópavogs frá 21 til kl. 2. Landsmótið i golfi: Sólveig komm upp að hlið Asgerðar 1. deild ... 1. deild ... 1. deild ... 1. deild ... 1. deild ... Breiðablik meistari / eftir sigur gegn IA — en Skagastúlkumar skomðu þó þrivegis Breiðablik tryggði sér íslands- meistaratitilinn i 1. deild kvenna i knattspyrnu i gærkvöldi. Blika- stúlkurnar lcku þá gegn ÍA á Kópavogsvelli og nægði jafntefli til að hljóta meistaratitilinn en hið sigursæla lið þeirra lék til vinnings og sigraöi Skagastúlk- urnar 4:3 i mjög skemmtilegum leik. Þetta cr f jórða árið i röð sem Breiðablik verður tslandsmeist- ari. Hitt er svo annað mái að þetta var i fyrsta skipti siðan 27. júli 1978 scm Breiðablik hefur fengið á sig þrjú mörk i leik á ts- landsmóti. Strax á fyrstu minútunum fengu Blikastúlkurnar gott tæki- færi en laust skot Magneu Magn- úsdóttur fór beint á markvörðinn. Stuttu seinna skoraði Asta B. Gunnlaugsdóttir fyrir Breiðablik eftir skemmtilegan samleik. Bæði lið léku vel og sóttu til skipt- is. Eftir eina af mörgum sóknar- lotum skoraði Breiðablik annað mark og aftur var Asta B. á ferð- inni. Staðan 2:0 i hálfleik. Bæði lið mættu mjög ákveðin til leiks i siðari hálfleik. Fljótlega lá knötturinn i Skagamarkinu i þriðja sinn og enn var markavélin Asta B. á ferðinni. Skagastúlkurnar hresstust bara viö þetta og skoruðu skömmu siðar eftir góða skyndi- sókn og var þar Laufey Siguröar- dóttir að verki. Blikastúlkur voru þó ekkert á þvi að gefa eftir, held- ur bættu við fjórða markinu, 4:1, og skoraöi þaö Bryndis Einars- dóttir. En eftir fimm minútur var 1A búið að skora tvivegis. Það fyrra var gull al' marki. Laufey lékk sendingu inn i vitateig og skaut viðstöðulaust i hornið fjær: óverj- andi skot. Þaö siðara gerði Kari- tas Jónsdóttir og staðan var orðin 4:3. Breiðablik sótti stanslaust eftir þetta en tókst ekki að finna leið- ina aö marki lA og 4:3 uröu þvi lokatölurnar. Staöan i 1. deild: Breiðablik.........9 8 1 0 32:7 17 Valur..............8 4 3 1 9:4 11 KR.................9 3 4 2 10:10 10 IA.................9 3 2 4 15:16 8 Vikingur...........8 0 3 5 3:12 3 FH.................7 0 15 0:20 1 Markahæstar: Asta B. Gunnlaugsdóttir, UBK . 15 Bryndis Einarsdóttir, UBK....7 Kolbrún Jóhannsdóttir, KR....5 Laufey Sigurðardóttir, IA.....5 —MHM r»iO«ve<' lHMiLr Í ifc ’ Jffik. ■■ ,r’- | islandsmeistarar Breiðabliks i knattspyrnu kvenna 1982 — Breiðablik úr Kópavogi. Aftari röð frá vinstri: Karl Steingrimsson formaður knattspyrnudeildar, Siguröur Hanncsson þjálfari, Margrét Sig- urðardóttir, Sigriöur Tryggvadóttir, Sigriður Jóhannsdóttir, Svava Tryggvadóttir, Dagný Halldórsdótt- ir, Ilalldóra Gylfadóttir, Heiðrún Þorbjörnsdóttir, Ragnheiður Þorgilsdóttir og Pétur ómar Agústsson úr meistaraflokksráði kvenna. Fremri röð: Magnea Magnúsdóttir, Asta Maria Reynisdóttir, Erla Rafnsdóttir, Guðriöur Guðjónsdóttir, Rósa Valdimarsdóttir fyrirliði, Asta óskarsdóttir, Asta B. Gunn- laugsdóttir og Bryndis Einarsdóttir. Mynd: —gel . Aðgangseyrir hækkar áhorfendum fækkar Slgurður áfram efstur af körlum Sólveig Þorsteinsdóttir, GR, islandsineistarinn i golfi frá þvi i fyrra, hcfur nú unnið upp 7 högga forskot Asgcrðar Sverrisdóttur, GR, þegar tveimur keppnis- dögum af fjórum er lokið i meistaraflokki kvenna á Lands- mótinu i golfi. Asgerður og Sól- veig liafa hvor um sig leikið 36 holurnar á 175 höggum. Þórdis Gcirsdóttir, GK, er þriðja ineð 178 högg. Sigurður Pétursson, GR, er áfram efstur i meistaraflokki karla. Þegar keppnin er hálfnuð er hann kominn meö 146 högg. Ragnar ólafsson, GR, er annar með 148 högg og Björgvin Þorsteinsson, GA, þriðji með 150 högg. Næstir koma Jón Haukur Guðlaugsson, NK, og Hilmar Björgvinsson, GS, með 156 högg hvor. Ómar Kristjánsson, GR, tryggði sér sigur i 2. flokki karla i gærkvöldi með 346 högg. Jón Ó. Carlsson GR varð annar með 356 og Bergur Guðnason, GR, þriðji, einnig með 356 högg. Arnar Guð- laugsson, GR, sigraði i 3. flokki karla á 378 höggum. Sveinn J. Sveinsson, GOS, varö annar með 379 og Ólafur Guöjónsson þriðji með 380 högg. Keppni er hálfnuð i 1. flokki kvenna og þar er Agústa Guðmundsdóttir, GR, nú efst með 178 högg, Jónina Pálsdóttir, GA, önnur meö 179 og Agústa Dúa Jónsdóttir, GR, þriðja með 184 högg. —VS Fækkun áhorfenda á knatt- spyrnuleikjum i sumar er höfuð- verkur sem þjakar hérlenda knattspyrnuforystu um þessar mundir. Ahorfendur á leikjum 1. deildar hafa sjaldan eða aldrei verið færri þrátt fyrir þá staö- reynd að keppnin hefur aldrei veriö jaínari og óútreiknanlegri en einmitt nú. Margir hafa bent á að sýningar sjónvarpsins frá heimsmeistarakeppninni i sumar hafi mettað knattspyrnuáhuga- menn i bili og munurinn á knatt- spyrnunni sem þar var sýnd og þeirri islensku sé svo gifurlegur, okkur i óhag, aö menn nenni hreinlega ekki lengur á völlinn af þessum sökum. Það má vera aö i þessu leynist sannleikskorn og vitað mál er aö i samanburði við þaö besta i heim- inum á knattspyrnan hér i 1. deildinni ekki mikla möguleika. Aðalorsökin er þó vafalitið önnur, sem sé sú, að á knattspyrnuleik i dag kostar heil- ar 60 krónur, eða 6000 gamlar. I fyrra kostaöi 35 krónur á völlinn og þótti mikið en nú hefur svo sannarlega verið skotið yfir markiö. Margir knattspyrnu- áhugamenn vilja gjarnan sjá tvo leiki i 1. deild sömu helgina en nú kostar slik skemmtun 120 krónur og það er einum of mikið fyrir flesta. Ef allt væri með felldu, ætti áhorfendafjöldi á 1. deildarleikj- um á höfuöborgarsvæðinu að vera á annað þúsund aö jafnaði en i staðinn, með alla þá spennu sem rikir i 1. deildinni, mæta aöeins allra hörðustu stuðningsmennirn- ir og losa nokkur hundruð. Sifellt fjölgar þeim sem fara á dómarar.ámskeið til að ná sér i knattspyrnudómararéttindi. Þvi fylgir nefnilega ókeypis aðgangur að öllum innlendum knattspyrnu- leikjum og slikt sparar mörgum mikil fjárútlát. Það er óvist aö knattspyrnan hagnist á þeirri fjölgun dómara, þar sem menn komast upp með aö vera meö dómaraskirteini upp á vasann ár eftir ár án þess að dæma einn einasta leik. Lái þess- um mönnum hver sem vill, en hér er einungis um eölileg viðbrögö við sihækkandi aögangseyri að ræöa. Þessi mál verður að taka til gagngerrar endurskoðunar þegar keppnistimabilinu lýkur og sjá til þess að slikt endurtaki sig ekki. Það kæmi sennilega meira i kass- ann þó ekki kostaöi nema 35 krón- ur á völlinn i dag þar sem sú lækkun myndi skila sér i stórauk- inni aðsókn. —VS

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.