Þjóðviljinn - 03.09.1982, Side 5
Föstudagur 3. september 1982 ÞJÓDVILJINN — SÍÐA 5 'l
Viljum vemda Fossvogsdal
segir formaður
Skipulagsnefndar
Kópavogs um hug-
myndir að heimila
litla byggð í botni
dalsins til að
koma í veg fyrir
hraðbraut þar
„Jú, hjá okkur i skipulagsnefnd
Kópavogskaupstaðar er verið að
ræða hugmyndir um að heimila
einbýlishúsabyggð I Meltungu-
landi, sem er fyrir botni Foss-
vogsdalsins. Yrði af sliku má um
leiö reikna með að Fossvogshrað-
braut, eins og hún er fyrirhuguð i
aðalskipuiagi Reykjavikur sé þar
með úr sögunni”, sagði As-
mundur Ásmundsson formaður
Skipuiagsnefndar Kópavogs I
samtali við Þjóðviljann i gær.
„Ahrifin af þessu yrðu auðvitað
þau að við þyrftum að taka allt
höfuðgatnakerfið okkar vestan
Reykjanesbrautar, að minnsta
kosti, til gagngerrar endur-
skoðunar. Byggð fyrir botni Foss-
vogsdals og afnám Fossvogs-
hraðbrautar hefur nefnilega áhrif
á áætlanir um umferð annars
staðar i Kópavogi. Við höfum
þegar verulegar áhyggjur af um-
ferðinni á Nýbýlavegi og það er
vitað að ef Suðurhliðarvegur
verður látinn tengjast Digranes-
Skammt austan við þessa byggð er hugmyndin að heimila smáa byggð í botni Fossvogsdais til að koma
algerlega i veg fyrir að Fossvogshraðbraut verði lögð. 1 baksýn sést Fossvogsútivistarsvæðið. Ljósni.
—eik.
vegi með nokkuð greiðum hætti,
kallar það yfir okkur enn eitt
skipulags- og umferðarvanda-
málið i Kópavogi. Má jafnvel
reikna með að á Digranesvegi
kæmi upp enn meira „umferðar-
lost” en þegar er á Nýbýlaveg-
inum”, sagði Asmundur enn-
fremur.
— Þannig að þið hugsið ykkur
að endurskoða allt höfuðgatna-
kerfið i Kópavogi?
„Já, það er verið að vinna að
endurskoðun aðalskipulags fyrir
Asmundur
Ásmundsson
formaður
skipulags-
nefndar Kópa-
vogs: Vil með
öllum ráðum
reyna að koma
endanlcga i
veg fyrir lagn-
ingu Fossvogs-
hraðbrautar.
Kópavog austan og vestan
Reykjanesbrautar og steínt að
frágangi þess á næst ári. Ég er
þeirrar skoðunar að mikið af
þeim umferðarvandamálum sem
viö Kópavogsbúar búum viö, stafi
af þeim skipulagsákvörðunum
sem teknar hafa veriö i Reykja-.
vik og aö þau verði ekki leyst
nema við i Kópavogi setjum
okkur önnur markmið i um-
ferðarmálum en reykvisk skipu-
lagsyfirvöld hafa sett sér”.
— Bæjarstjórn Kópavogs hefur
verið á móti lagningu Fossvogs-
hraðbrautar. Hvers vegna?
„Fyrst og fremst er Kópavogs
búum annt um útivistarsvæðið I
dalnum sem við lagningu
brautarinnar myndi algerlega
verða eyðilagt. Það er skoðun min
að Fossvogshraðbraut styðji fyrst
og fremst áframhaldandi upp-
byggingu stórs höfuðborgar-
kjarna i kvosinni i Reykjavik og
það er ekkert sjálfgefið að ibúum
höfuðborgarsvæðisins sé best
þjónað með þvi. En með þvi að
byggja i þess stað upp kjarna við
Reykjanesbrautina umfram það
sem þegar er fyrirhugaö i Mjódd-
inni, kippum við grundvellinum
undan Fossvogsbrautinni aö
nokkru leyti”.
„Þensla byggðar á höfuð-
borgarsvæðinu er til austurs.
Hins vegar er þungamiöja versl-
unar og þjónustu á vestur hluta
svæðisins, i Kvosinni i Reykjavik.
Ég tel eðlilegra aö leggja aukna
áherslu á svæöið meðfram
Reykjanesbraut, sem innan tiðar
verður i hjarta höfuðborgar-
svæðisins.”
— Og nú hyggið þið á byggingu I
botni dalsins til af afmá brautina
endanlcga úr skipulaginu?
„Náttúruverndarmenn á höfuð-
borgarsvæðinu hafa löngum haft
horn i siðu þessa mikla umferðar-
mannvirkis. Það er ljóst að Foss-
vogsdalur og Kópavogsdalur eru
mjög vel fallnir til útivistar og
gróðurræktar. Vegna nálægðar
sinnar við þéttbýlið gætu hér
verið um að ræða dýrmætustu
útivistarsvæði á landinu öllu. Þau
viljum viö nýta með öörum hætti
en fyrir meiriháttar umferðar-
mannvirki”, sagöi formaður
Skipulagsnefndar Kópavogs að
lokum. —v
,,Við skulum greina skýrt
á milli ríkisstjórnarinnar annars
vegar og þeirra óyndisúrræða
sem hún grípur til og Alþýðu-
bandalagsins hins vegar ...”
Tímamót
Ekki er langt um liðið siðan
gengið var frá kjarasamningum
Alþýðusambands tslands og
Vinnuveitendasambandsins. Þá
var það flestra álit að launa-
mönnum hefði ekki tekist að flá
feitan gölt. Forystumenn verka-
lýðshreyfingarinnar báru sig og
illa af augljósum ástæðum, en
töldu niðurstöðu samninganna
viðunandi miðað við aðstæður.
En hverjar voru þessar að-
stæður sem visað er til? Þótt
þær séu að vonum margvisleg-
ar, þá má ætla að mönnum hafi
einkum verið i huga takmörkuð
samstaða meðal launamanna
innan ASt i bland við það mat
ASt-forystunnar aö verkafólk
væri ekki reiðubúið til átaka.
Niðurstaða nýafstaðinna sveit-
arstjórnakosninga bendir til
þess að þetta mat hafi verið
rétt. Við þetta bætist svo sá
skuggi, sem féll á baráttu
verkalýðsstéttarinnar i landinu,
þegar 80% kjósenda studdi
kjaraskerðingarkröfur borgara-
flokkanna við siðustu alþingis-
kosningar. En þá var Alþýðu-
bandalagið eini stjórnmála-
flokkurinn sem ekki boðaði
kjaraskerðingu. Þótt tekist
hefði að troða flokknum inn i
rikisstjórn til að tryggja að nið-
urstöður kosninganna 1979 um
kjaraskerðingar næðu ekki
fram að ganga, þá er öllum heil-
vita mönnum ljóst aö þingstyrk-
ur 11 alþingismanna af 60 er
takmarkaður, þótt tekist hafi
með þrautseigju og ráðsnilld að
koma i veg fyrir langvarandi
kaupmáttarskeröingar og
meiriháttar aukin umsvif hins
bandariska hervalds i landinu.
Þetta er ekki litið, og sannar að
Alþýðubandalagiö er ávallt til-
búið til að fórna sér til torsóttrar
baráttu fyrir hag verkalýðs-
stéttarinnar, jafnvel þótt beita
þurfi flóknum og illútskýranleg-
um aðferðum sem einkenna völ-
undarhús hins borgaralega
samfélags
óyndisríkisstjórn
Þessa dagana er ráðist gegn
Alþýðubandalaginu fyrir að
standa að kaupráni, og má vart
á milli sjá hvorir ganga harðar
fram stuðningsmenn flokksins
eða Mogginn. Það blað hefur þó
birt langan pistil um aðdrag-
anda bráðabirgðalaganna titt-
nefndu, og kemur þar fram ein
frásögn af þvi hvernig Alþýðu-
bandalagið beitti afli sinu, til aö
koma i veg fyrir að ákvæöi um
skerta visitölu yrði tekið upp i
lögunum. Enda hygg ég að ef
við skoðun afstöðu Alþýðu-
bandalagsins undanfarið þá
komumst við fljótt að þvi að
okkar ásakanir i garð eigin
flokks eru einungis til þess
fallnar að frýja okkur sjálf
ábyrgðar á rikisstjórnarsam-
starfi við borgaraflokkana, sem
flest okkar studdu þó i önd-
verðu. Menn byggja þannig upp
eigið varnarkerfi gegn áróðri
iháldsins um hinn „óábyrga
flokk kommúnista”, sem við er-
um hluti af, hvert og eitt.
Þannig gefa menn að vissu leyti
þeirri skoöun undir fótinn aö
Mogganum hafi tekist að þvinga
fram i hugum okkar sína skoðun
á Alþýðubandalaginu, þvert
gegn okkar innri vitund.
Þótjt rikisstjórnir eigi ekki að
styðja upp á hvað sem er, þótt
kjaraskerðingar i kjölfar nýrra
kjarasamninga séu siðleysi, þá
verða menn að gera sér ljósan
þann pólitiska veruleika að
rikisstjórnaraðild Alþýðu-
bandalagsins skapar stöðu til að
hamla gegn kaupmáttarskerð-
ingu, sem það hefur notað sér út
i ystu æsar. Við skulum þvi
greina skýrt á milli rikisstjórn-
arinnar annars vegar og þeirra
óyndisúrræöa sem hún hefur
gripið til, og Alþýðubandalags-
ins hinsvegar og þess málstaðar
sem það hefur barist svo hart
fyrir og sameinar okkur öll.
Þannig má segja, að þótt rikis-
stjórnin hafi látiö ýmislegt gott
af sér leiða þá verður ekki hjá
þvi vikist að hún hefur i megin-
atriðum beitt sér fyrir firna-
gömlum ihaldsúrræðum i efna-
hagsmálum, og verður þvi okk-
ur sósialistum aðallega minnis-
stæð fyrir það sem okkur tókst
að koma i veg fyrir að hún gerði.
Timamót
1 þeirri hrinu kjarabaráttunn-
ar sem upp hófst með Sólstöðu-
samningunum áriö 1977 virðist
nú vera draga til timamóta.
Islendingar hafa oröið fyrir al-
varlegum búsifjum. Aflabrestur
ihelstu fiskistofnum, sölutregða
fiskafurða á erlendum mörkuð-
um með miklum og vaxandi við-
Ásmundur
Ásmundsson
skrifar
skiptahalla i kjölfarið gerir það
að verkum aö beita verður nýj-
um úrræðum i verkalýðsbarátt-
unni. Og sem svo oft áður hefur
flokkur sósialista tekið frum-
kvæðið með nýjum tillögum um
lausn efnahags- og kjaramála,
sem umfram allt miöa að þvi að
tryggja efnahagslegt sjálfstæði
landsins, meö aðgeröum gegn
vaxandi viðskiptahalla, verð-
bólgu og hugsanlegu atvinnu-
levsi.
Einn þáttur i þessum tillög-
um, og sá sem hefur mest póli-
tiskt inntak er krafan um auk-
inn jöfnuð. Hún hlaut að sjálf-
sögöu takmarkaða náö fyrir
augum samstarfsflokka Al-
þýðubandalagsins i rikis-
stjórn, en þó er athyglisvert hve
mikið tillit er tekið til hennar.
Astæðan er einfaldlega sú aö
búiö er að gripa til allra ihalds-
úrræða sem þekkjast nema
leiftursóknar og menn eru ekk-
ert vissir um árangur. Gunnar
Thoroddsen getur ekki varpað
Alþýðubandalaginu fyrir róða,
nema að eiga visan stuðning úr
annarri átt, sem allir vita að er
ekki fyrir hendi. Honum er þvi
nauðugur sá kostur að fallast á
þær tillögur sem Alþýðubanda-
laginu tekst að fá Framsóknar-
flokkinn til að samþykkja.
Niðurstaöan er svo sú að
Framsókn fær einhverja niður-
talningu og kjaraskerðingu
gegn kröfu Alþýðubandalagsins
um aukinn jöfnuð. — Bráða-
birgöalögin eru þvi á vissan
hátt visbending um þá póli-
tisku stefnu sem tekin yröi ef
þessir tveir flokkar væru einir i
rikisstjórn. Ljóst er og öllum, aö
þau væru mun vinsamlegri
launafólki ef ihaldspostula inn-
an Framsóknar, eins og Ólafs
Jóhannessonar, nyti ekki við.
Það kann að verða viö næstu
kosningar.
Lokaorð
Maður veröur aldrei fyrir
vonbrigðum með andstæðinga
sina segir einhvers staðar.
Þetta á ekki hvað sist við i
stjórnmálum. Þvi má segja með
nokkrum sanni að stjórnmála-
flokki stafi fyrst og fremst hætta
af sjálfum sér. Þvi er það ekki
nóg að vera sjálfum sér sam-
kvæmur og standa styrkan vörð
um eigin hugsjónir. Flokkur
sem er byggöur á hugsjónum
verður að sýnavilja tilaö berjast
fyrir þeim. Hann verður einnig
að öðlast skilning þeirra sem
barist er fyrir.
Min tilfinning er sú að
Alþýðubandalagið geti lent i
pólitiskri kreppu, vegna þess að
það fórnar sér fyrir hugsjónar
slnar en skeytir minna um að
gera fólki grein fyrir þvi i
hverju fórnirnar eru fólgnar og
hvers vegna þær eru færðar.
Mér segir svo hugur að pólitisk
verkefni okkar i framtiðinni séu
umfram flest annað að túlka og
skýratengsldægurpólitikurinnar
viö annars vegar sósialisk
grundvallaratriði og hins vegar
hagsmuni verkalýðsstéttarinn-
ar eins og hún sér þá hverju
sinni. — Þótt þeir vinnustaða-
fundir, sem Alþýðubandalagið
hefur efnt til að undanförnu lofi
góðu, þá þarf slikt starf að vera
mun reglubundnara.
Það dugar ekki lengur að visi-
tala sósialiskrar baráttu sé ein-
ungis bundin við það sem talið
er upp úr launaumslögunum.
Alþýða þessa lands á annað og
meira skilið. Taumlaus hag-
vaxtardýrkun til aö viðhalda
auðvaldsþjóðfélaginu, þar sem
verðbólgan hjálpar hinum rik-
ari til að ræna hina snauðari,
gerir þá kröfu til sósialista að
þeir sýni fram á að lifsins gæði
veröa ekki við slikar aðstæður
mæld i áunnum krónum einum
saman.
Höfuðdag 1982
Ásmundur Ásmundsson
Asmundur Asmundsson verk-
fræðingur i Kópavogi. Hefur
starfaö mikið aö málefnum her-
stöövaandstæöinga og bæjar-
málum i Kópavogi