Þjóðviljinn - 01.10.1982, Blaðsíða 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 1. október 1982
UOBVIUINN
Málgagn sósíalisma, verkalýðs-
hreyfingar og þjóðfrelsis.
Útgefandi: Útgáfufélag Þjóöviljans.
Framkvæmdastjóri: Eiður Bergmann.
Ritstjórar: Árni Bergmann, Einar Karl Haraldsson, Kjartan Ólafsson.
Fréttastjóri: Álfheiður Ingadóttir.
Umsjónarmaður Sunnudagsblaðs: Guðjón Friðriksson.
Auglýsingastjóri: Svahhildur Bjarnadóttir.
Afgreiðslustjóri: Baldur Jónasson.
Blaðamenn: Auður Styrkársdóttir, Helgi Ólatsson, LúðvíkGeirsson, Magnús
H. Gíslason, Ólafur Gíslason, Óskar Guðmundsson, Sigurdór Sigurdórsson,
Þórunn Sigurðardóttir, Valþór Hlöðversson.
íþróttafréttaritari: Viðir Sigurðsson,
Útlit og hönnun: Andrea Jónsdóttir, Guöjón Sveinbjörnsson.
Ljósmyndir: Einar Karlsson, Gunnar Elisson.
Handrita- og prófarkalestur: Ejías Mar, Gísli Sigurðsson, Guömundur Andri
Thorsson.
Augtýsingar: Áslaug Jóhannesdóttir, Sigríður H. Sigurbjörnsdóttir.
Skrifstofa: Guðrún Guðvarða'dóttir, Jóhannes Harðarson
Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pétursdóttir.
Símavarsla: Sigríður Kristjánsdóttir, Sæunn Óladóttir.
Húsmóðir: Bergljót Guðjónsdóttir.
Bílstjóri: Sigrún Bárðardóttir.
Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Gunnar Sigurmundsson.
Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir.
Útkeyrsla, afgreiðsla og auglýsingar: Síðumúla 6 Reykjavík, sími 8 13 33
Umbrot og setning: Prent. *
Prentun: Blaðaprent h.f.
V éfr éttar bútur
• Leiðarabútur í Morgunblaðinu sl. þriðjudag
hefur vakið athygli okkar hér á Þjóðviljanum. Þar
er fjallað í véfréttarstíl um betlilýðveldið ísland.
• „Orðhagir innlendir menn og ómyrkir í máli
hafa nefnt ísland betlilýðveldið, þegar þeir fjalla
um stjórn efnahagsmálanna“, segir þar fyrst. Hér
er sjálfsagt átt við skuldasöfnun íslendinga erlendis
en eiginleg er út í hött að kenna það sjálfskaparvíti
við betl. Það hefur tam. komið greinilega fram í
viðtali við Jóhannes Nordal Seðlabankastjóra að
skuldir íslendinga erlendis eru á tiltölulega góðum
kjörum og til langs tíma. Það sýnir að íslenska ríkið
hefur notið lánstrausts á alþjóðlegum lánamarkaði
og ekki þurft að betla út okurlán eins og margar
aðrar þjóðir hafa neyðst til þess að gera í kröggum
sínum.
• Morgunblaðið skýrir heldur ekki nánar út efna-
hagsmálabetlið, heldur vindur sér í flugstöðvar-
málið með samlíkinguna:
• „Eftir málsmeðferð þeirrar ríkisstjórnar sem nú
situr og afleiðingar þess að þar hafa ráðherrar lotið
neitunarvaldi Alþýðubandalagsins í flugstöðvar-
málinu, kann þett ógeðfellda heiti, betlilýðveldið,
að verða notað um landið víðar en margra grunar“.
Hvernig ber nú að skilja þetta? Er Morgunblaðið
hér að taka undir sjónarmið Alþýðubandalagsins?
Peir sem fylgjast með umræðum á Bandaríkjaþingi
vita að sú skoðun er uppi vaðandi meðal bandarí-
skra þingmanna að íslenska lýðveldið sé nánast á
framfæri bandarískra skattborgara. í öldungadeild
þingsins hefur verið megn andstaða gegn áformum
að gefa íslendingum flugstöð. Það varð þess vald-
andi að þegar bandríski sjóherinn píndi loks í gegn
samþykki þingsins fyrir fjárframlagi í flugstöð á
Islandi var það gert með því skilyrði að einungis
væri um fasta upphæð í dollurum að ræða, en ekki
hlutfall af kostnaði. Og enn hafði öldungadeildin
uppi andóf þegar Ólafur Jóhannesson fór á stúfana
til þess að ná fram framlengingu á framlaginu. Hún
fékk því ráðið að það var aðeins framlengt til eins
árs. Takist Ólafi Jóhannessyni og bandaríska
sendiherranum ekki að mynda ríkisstjórn sem vill
þiggja dollaraframlagið fyrir 1. október 1983 fellur
það niður.
• „Hefði ekki verið meiri sæmd í því að sprengja
stjórnina á þessu máli áður en beiningarstafurinn
var tekinn fram, heldur en gera það nú í tötrum?“
spyr Morgunblaðið að lokum. Þessari spurningu er
greinilega beint að Alþýðubandalaginu. E*ví er til
að svara að loforð Bandaríkjastjórnar og Banda-
ríkjaþings um dollaraframlagið hefur legið fyrir frá
því 1978. Það tók Einar Ágústsson þáverandi utan-
ríkisráðherra og ríkisstjórn Geirs Hallgrímssonar
allt sitt kjörtímabil frá ’74 til ’78 að suða þetta
loforð út úr Bandaríkjamönnum. Tvisvar neituðu
þeir, en gáfust upp í þriðja sinn, þegar fallist var á
að nota mætti flugstöðina til hernaðarþarfa.
• I sjálfu sér hefur það aldrei skipt neinu máli
hvort Bandaríkjaþing hefur lofað framlagi eða ei,
heldur hitt hvort menn hafa geð í sér til þess að
þiggja eða ekki. Ólafur Jóhannesson og aðrir ís-
lenskir stjórnmálamenn geta gengið með beining-
arstafinn um víða veröld, en eftir stendur að
beiningarmennirnir verða að koma sér saman um
nýja ríkisstjórn ef þeir ætla að krækja í dollara-
framlagið.
• En véfréttarleiðarinn í Morgunblaðinu verður
ennþá ráðgáta, og væri fróðlegt að fá um það nán-
ari vitneskju hvort hann beri að skilja sem stuðning
við málstað Alþýðubandalagsins í þessu máli.ekh.
Eftir að hæstvirtur utanríkis-
ráðherra gekk í sína bónarreisu
ti! Bandaríkjastjórnar um fram-
lengingu á 20 miljón dollara fjár-
Veitingu til flugstöðvarinnar hafa
viðbrögð manna verið að mjat-
last inn á síður dagblaðanna. Þau
viðbrögð, sérstaklega framsókn-
armanna, gefa fyllsta tilefni til
vangaveltna um það hvort ráð-
herrann hafi lof og prís fyrir til-
tæki sín í málinu. Víst er, að að
baki ákvörðun utanríkisráðherra
um beiðnina stendur ekki ein-
huga Framsóknarflokkur.
Án nokkurrar
umrœðu
Páll Pétursson formaður þing-
flokks Framsóknarflokkksins
vakti athygli á því í viðtali við
Moggann, að engin umræða hef-
ði verið um málið í þingflokki
framsóknarmanna. Hann vildi
líka fara varlegar í sakirnar í sam-
bandi við allt þetta mál. Og Páll
Pétursson á Höllustöðum er ekki
einn um efasemdirnar meðal
framsóknarmanna. Athygiisvert
er hvernig ákvarðanir eru teknar
þar á bæjum. Sighvatur Björg-
vinsson sagði um starfshætti í
Framsóknarflokknum í viðtali
hér í blaðinu fyrir skömmu:
„Venjan er sú, að flokkurinn fel-
ur ráðherrum sjálfdæmi og algera
forsjá í svona málum“.
Vestfirðingar
og þjóðernis-
rembingur
Kjördæmisþing Framsóknar-
flokksins samþykkti í samgöngu-
ályktun að Jeggja til, að fresta
skyldi byggingu flugstöðvar
vegna efnahagslegra áfalla þjóð-
arbúsins. Kjördæmisþing þeirra
Vestfirðinga var haldið fyrir
nokkrum vikum, en hins vegar
klippf
hefur þessi ályktun ekki birst í
hinu virta ópólitíska fréttablaði
Tímanurn; ekki heldur í ís-
firðingi, málgagninu á ísafirði.
{ leiðara Tímans sl. laugardag
segir m.a.: „Af hálfu Alþýðu-
bandalagsins hefur flugstöðvar-
málið einkennst af áróðurs-
kenndum fullyrðingum, þar sem
íslenskir hagsmunir eru fyrir borð
bornir til að þjóna öfgakenndum
þjóðernisrembingi og einangrun-
artilhneigingum þeirra alþýðu-
bandalagsmanna". Það er því
ljóst hvaða einkunn vestfirskir
framsóknarmenn fá í Tímanum.
Formaður
og ritari
Formaður Framsóknar-
flokksins sagði í viðtali við Þjv. í
gær, að hann teldi eðlilegt að
fresta byggingu flugstöðvar og að
hann sæi ekki hvernig þjóðarbúið
ætti að axla meiri erlendar lán-
tökur. Ritari flokksins, Halldór
Ásgrímsson alþingismaður, segir
í viðtali við Alýðublaðið í gær, að
heppilegra hefði verið að miða
við meiri áfangaskiptingu í bygg-
ingu flugstöðvarinnar. En er
þetta allt nokkuð annað en
„áróðurskenndar fullyrðingar til
að þjóna öfgakenndum þjóðern-
isrembingi og einangrunartil-
hneigingum"?
Meira að segja
Mogginn
í þriðjudagsleiðara sem ber
yfirskriftina „Betlilýðveldið"
segir Mogginn m.a. að þetta
ógeðfellda heiti kunni „að verða
notað um landið víðar en marga
grunar“. Þetta stolt leiðarahöf-
undar er að vísu sér á báti í fagn-
aðinum hjá íhaldinu vegna fram-
haldsbónar utanríkisráðherrans,
en samt bera þessi ummæli vott
um að einhverjir skammist sín
fyrir uppákomuna. Hins vegar er
varasamt að draga of víðtækar
ályktanir af þessum leiðara, því
formaður þingflokks Sjálfstæð-
isflokksins og aðrir talsmenn
flokksins hafa fagnað nýjustu tíð-
indum.
Eins og frá var sagt í blaðinu
fyrir skömmu, eru risastórar flug-
stöðvarbyggingar með erlendum
lántökum notaðar sem skólabók-
ardæmi um heimskulegar fjár-
festingar ríkja sem riða á barmi
gjaldþrots.
-óg
btómasaLc hk°ma ^ssu fólki út i/ærumi^
Nýir pólitíkusar
Hálfbræðurnir Staksteinar í
Mogganum og Svarthöfði í síð-
degisblaðinu gera sjónvarpsþátt-
inn með gömlu stjórnmálaleið-
togunum að umtalsefni í gær.
Staksteinar skamma leiðtogana
fyrir að fjalla ekki um þau mál,
sem þeir voru ekki spurðir um.
Staksteinar -eru heldur ekki
ánægðir með núverandi stjórn-
málamenn sína:
„Stjórnmálamenn sem á fá-
einum vikum eru komnir á flótta
undan eigin yfírlýsingum setja
mál aldrei í rctt samhengi —þeir
segja eitt í dag og annað á morg-
un. Það er þetta ábyrgðarleysi
sem setur svip sinn á stjórnmála-
baráttu samtíðarinnar í fjölmi-
ðlum - því verður ekki útrýmt
með nýjum blaðamönnum heldur
nýjum stjórnmálamönnum.“
Sjötugir
vitringar
Og Svarthöfði skrifar í dálkinn
sinn undir yfirskriftinni Verða
menn fyrst vitrari um sjötugt?
Lesandinn hlýtur að komast að
þeirri niðurstöðu að Svarthöfði
eigi sjálfur langt eftir í sjötugsald-
urinn.Annars kvartar hann
undan því, að þessir menn séu
hættir í pólitíkinni, og vill meina
að í raun ættu þeir betur heima í
þingsölunum áfram. Það er því
greinilegt, að það hefur stest
uppá vinskap þeirra hálfbræðra;
meðan Ssaksteinar er nýjunga-
gjarn og vill nýja stjórnmála-
menn, heimtar Svarthöfði gömlu
mennina aftur á bekkinn.
íhaldsœskan
Heimdellingar gefa út blað í
framhaldsskólunum í stóru Pröv-
dubroti. í blaði þeirra kennir ým-
issa nýrra grasa. Sérstaklega er
nýstárlegt að sjá „september-
stúlkuna“,og jólastúlkuna“
innan um frelsi og framtak Hann-
esar Hólmsteins.
En forvitnilegastur er samt
hinn nýi tónn íhaldsæskunnar
með sjálfsgagnrýnisbroddi,
stundum dálítið súrum. Með-
fylgjandi úrklippa er úr blaðinu
Nýr skóli sem Heimdallur gefur
út.
-óg